Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 43 FRÉTTIR Fyrsti Rannsóknadagur Borgarspítalans Rúmlega 50 rannsóknar- verkefni kynnt FYRSTI Rannsóknadagur Borgar- spítalans var haldinn á spítalanum s.l. miðvikudag, en tilgangurinn er að gefa þeim sem vinna að rann- sóknum tækifæri til að kynna vinnu sína fyrir samstarfsfólki á Borgar- spítala og öðrum. Voru rúmlega 50 rannsóknarverkefni kynnt á þessum fyrsta Rannsóknadegi á Borgarspít- alanum, en þau koma frá flestum deildum spítalans og eru þau unnin af mörgum starfsstéttum. Á Rannsóknadegi voru fluttir fyrirlestrar um allmörg rannsóknar- verkefni og fjöldi þeirra kynntur á veggspjaldasýningu. Samkvæmt upplýsingum Gunnars Sigurðssonar ýfirlæknis, formanns Vísindaráðs Borgarspítala, er markmiðið að þessi fyrsti Rannsóknadagur verði til þess að efla þessa starfsemi og hann geti orðið að árlegum viðburði á spítalanum. Borgarspítalinn er háskóla- sjúkrahús og gegnir mikilvægu hlutverki í kennslu læknanema, hjúkrunarnema og annarra heil- brigðisstétta, en til að spítalinn geti rækt þetta kennsluhlutverk þykir nauðsynlegt að starfsfólki gefist kostur á því samhliða öðru starfi á spítalanum að vinna að rannsóknarverkefnum sem bæði éru hvetjandi fyrir kennara og nem- endur. Vísindasjóður Borgarspítala góður bakhjarl Vísindasjóður Borgarspítala var stofnaður fyrir um 20 árum til minningar um Þórð Sveinsson yfir- lækni og Þórð Úlfarsson flugmann, og hefur sjóðurinn reynst góður bakhjarl til stuðnings fjölmörgum rannsóknarverkefnum við Borgar- spítalann á þessu tímabili. Síðasta úthlutun úr sjóðnum var í desember síðastliðnum og var þá 2,5 milljón- um króna veitt til 15 verkefna. Árlegar tekjur sjóðsins sem nema svipaðri upphæð og styrkveitingar hafa fengist af vaxtagreiðslum stofnframlags og af rekstri verslun- ar Kvennadeildar Reykj avíkurdeild- ar Rauða kross íslands á Borgar- spítalanum, en jafnframt hafa sér- fræðingar úr læknastétt greitt hálft prósent af fastakaupi sinu til sjóðs- ins, og hjúkrunarfræðingar eru nú einnig byijaðir að greiða í sjóðinn. Þá hefur Reykjavíkurborg greitt árlegt mótframlag til sjóðsins og við afgreiðslu fjárlaga Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1995 var þetta framlag tvöfaldað. Klínísk rannsóknastofa stofnuð Stjórn Sjúkrastofnana Reykja- víkurborgar hefur samþykkt tillögu frá Vísindaráði Borgarspítalans um stofnun klínískrar rannsóknastofu á Borgarspítalanum, og mun sú að- staða skapast fljótlega. Þar mun starfsfólki spítalans bjóðast aðstaða til að kalla í einstaklinga og hópa til rannsóknar, og þar verður jafn- framt aðstaða til að safna tölvutæk- um gögnum til slíkra hóprannsókna. Samkvæmt upplýsingum Gunnars Sigurðssonar hefur aðstöðuleysi á þessu sviði valdið því að starfsfólk Morgunblaðið/Þorkell LEIFUR Franzson, lyfjafræðingur, og Gunnar Sigurðsson, formaður Vísindaráðs Borgarspitalans, við veggspjald sem greinir frá rannsóknum á áhrifum lakkrísáts á háþrýsting. ÁGÚSTA Guðmarsdóttir, sjúkraþjálfari á Borgarspítalanum, og Þórunn Sveinsdóttir, sjúkraþjálfari hjá Vinnueftirliti ríkisins, kynntu bókina Vinnutækni við umönnun á fyrsta Rannsókna- degi Borgarspítalans. Borgarspítalans hefur átt mun erf- iðara með að taka þátt í slíkri rann- sóknastarfsemi heldur en skyldi, en þessi klíníska rannsóknastofa mun bæta þar verulega úr. Ný bók um vinnutækni við umönnun Á þessum fyrsta Rannsóknadegi Borgarspítalans var kynnt útgáfa nýrrar bókar sem ber heitið Vinnu- tækni við umönnun. Höfundar bók- arinnar eru Ágústa Guðmarsdóttir, sjúkraþjálfari á Borgarspítalanum og Þórunn Sveinsdóttir, sjúkraþjálf- ari hjá Vinnueftirliti ríkisins, en Borgarspítalinn og Vinnueftirlit rík- isins standa í sameiningu að útgáfu bókarinnar. Bókin er ætluð sem hjálpargagn við kennslu í vinnutækni og likams- beitingu fyrir alla þá sem í starfi sínu veita skjólstæðingum aðstoð við að færa sig úr stað. Einnig er bókin ætluð sem uppsláttarrit til upprifjunar á vinnuaðferðum við dagleg störf. Fyrri hluti bókarinnar fjallar um mikilvæga þætti sem hafa áhrif á vinnutækni og líkams- beitingu við umönnunarstörf, og er skýrt hvernig umhverfið, starfs- maður og skjólstæðingur geta á jákvæðan hátt stuðlað að góðri vinnutækni. í seinni hluta bókarinn- ar eru sýndar ýmsar aðferðir við að flytja skjólstæðinga. Rík áhersla er lögð á notkun hjálpartækja og notkun þeirra við ýmsar flutnings- aðferðir sýnd. STJÓRN Kiwanisklúbbsins Elliða ásamt hjúkr- unarfræðingum Barnaspítala Hringsins. Elliði afhendir gjafir KIWANISKLÚBBURINN Elliði hefur fært Barnaspítala Hringsins og Styrktarfélagi krabbameins- sjúkra barna veglegar gjafir. Að þessu sinni færði Kiwanis- klúbburinn Elliði Barnaspítala Hringsins nákvæma og afar full- komna lyfjadælu. Lyfjadæla þessi verður fyrst og fremst notuð við meðhöndlun krabbameinssjúkra barna. Þá gaf Elliði símboða sem verður foreldrum alvarlega veikra barna á Barnaspítalanum til afnota Náttúruminja- ganga FÍ FRÆÐSLU- og íjölskyldugangan sem hefst á sunnudaginn er hring- ganga um Suðurnes á Seltjarnar- nesi og einnig verður komið við hjá útsýnisskífu Ferðafélagsins á Val- húsahæð. Brottför er frá Mörkinni 6 og BSÍ, austanmegin kl. 13 og ekið út að golfvellinum við Suður- undir ákveðnum kringumstæðum. Loks færði Kiwanisklúbburinn stjóm Styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna laser-tölvuprentara. Styrktarfélagið opnaði nýverið skrifstofu þar sem þessi búnaður mun koma að góðum notum. Barnaspítali Hringsins og Styrktarfélag krabbameinssjúkra bama þakka Kiwanisklúbbnum Ell- iða framlag hans til að stuðla að bættri meðferð og betri aðbúnaði sjúkra barna á íslandi. nes. Þar geta þátttakendur einnig komið á eigin bílum en Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur og varaforseti Ferðafélagsins, mun setja gönguna af stað um kl. 13.30. I þessari ferð verður áhersla lögð á fuglalífið sem er mjög fjölbreytt á þessum tíma því nú er að hefjast tími umferðarfarfuglanna. Með í för verða sérfróðir menn um fugla þeir Ólafur Karl Nielsen, Gunnlaugur Þráinsson og Árni Waage. Auk upphafsgöngu náttúru- minjagöngunnar er á dagskrá Ferðafélagsins skógarganga um Öskjuhlíð á laugardaginn 22. apríl kl. 16 í tilefni ferðasýninginnar „Ferðalög og útivist" sem riú stend- ur yfir í Perlunni. Islenskir korta- dagar 1994/5 og kortasýning ÍSLENSKA kortagerðarfélagið er nú fímm ára gamalt og heldur af því tilefni kortasýningu í húsakynn- um Landsbókasafns íslands - Há- skólabókasafns í samvinnu við all- marga aðila sem stunda kortagerð eða nota kort til miðlunar margs konar efnis. Sýningin verður á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu dagana 22.-30. apríl og hefst kl. 14 laug- ardaginn 22. apríl. Sýningin er opin almenningi mánudag til föstudags kl. 9-19, laugardaga kl. 9-17, sunnudaga 13-17 og aðgangur er ókeypis. Sýnd verða kort sem gerð hafa verið hér á landi á síðustu árum, bæði kort og vinnuferill við korta- gerð. Eftirtaldir sýna kortaefni og kort: Borgarskipulag Reykjavíkur, Byggðastofnun, Hafrannsókna- stofnunin, Jarðeðlisfræðistofa Raunvísindastofnunar Háskólans, Jarðfræðistofa Raunvísindastofn- unar Háskólans, Jarð- og land- fræðiskor Háskóla íslands, Land- mæiingar fslands, Líffræðistofnun Háskólans, Morgunblaðið, Náms- gagnastofnun, Náttúrufræðistofn- un íslands, Orkustofnun, Sjómæl- ingar Islands, Skipulag ríkisins og Veðurstofa íslands. Árleg ráðstefna félagsins verður haldin mánudaginn 24. apríl í Þing- stofu A á Hótei Sögu. Efni ráðstefn- unnar að þessu sinni er þemakorta- gerð. Flauta og píanó í Gerðubergi MENNINGARMIÐSTÖÐIN Gerðuberg heldur tónleika með flautuleikaranum Hallfríði Ólafs- dóttur og ungverska píanóleikar- anum Miklos Dalmay í dag, laug- ardag, klukkan 17. Á efnisskrá eru verk frá ýms- um tímum. Má þar helst nefna Partitu fyrir ein- leiksflautu eftir J.S. Bach og Só- nötu eftir Sergei Prokofjev. Óll önnur verkin eiga það sammerkt að draga upp mynd, til dæmis verk eftir ástralska tónskáldið Anne Boyd sem nefnist Gullfiskar gegn- um sumarregn. Það er í fyrsta skipti sem það er flutt opinberlega á íslandi. Einnig má nefna Flautu- leikarana, þar sem franska tón- skáldið Roussell bregður upp mynd af fjórum flautuleikurum úr goðsögnum og skáldskap, til dæmis Pan og Krishna. Þá verða flutt verkin Söngur Línósar eftir franska tónskáldið Jolivet og Þrjár andrár eftir Atla Ingólfsson. Lokaprédikanir í guðfræðideikl FJÓRIR guðfræðinemar flytja lokaprédikanir sínar við guðfræði- deild Háskóla íslands í dag, laugar- daginn 22. apríl. Þeir eru Arnaldur Bárðarson, Bára Friðriksdóttir, Jónína Þor- steinsdóttir og Lilja Kristín Þor- steinsdóttir. Athöfnin hefst kl. 13 í kapellu Háskólans (2. hæð í aðal- byggingu). Breytingar á verslun Habitat VERSLUNIN Habitat, Laugavegi 13, hefur verið stækkuð og henni breytt. Versiunin hefur nú sama útlit og verslanir Habitat erlendis. Imynd og uppröðun hefur einnig verið breytt og aðkoma gerð að- gengilegri fyrir viðskiptavininn. Þá hefur vöruval verið aukið um ca. 65%. Islands- meistaramót barþjóna ÍSLANDSMEISTARAMÓT bar- þjóna í blöndun drykkja verður haldið á Hótel Islandi sunnudaginn 23. apríl. Að þessu sinni keppa 27 bar- þjónar um titilinn og verður keppt í blöndum sætra kokkteila. Auk íslandsmeistaratitilsins vinnur sigurvegarinn sér rétt til að taka þátt í heimsmeistaramóti barþjóna sem haldið verður í Tókýó í Japan haustið 1996. Hallfríður Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.