Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk PON T TELL ME YOU'RE 60IN6 OUT TO PLAY 0A5EBALL A6AIN.. Segðu mér ekki að þú sért að fara aftur út að leika hornabolta. YOU'RE 60NNA L05E! l'M Y0UR 5ISTER, FAMILY YALUES _ —— YOU ALWAYS L05E! ANP I KNOU)! 4 1 í tlifl o \ § rtiíy /g W W s ó 3-Z4 Þú tapar! Þú tapar alltaf! Ég er systir þín og ég veit það! Fjölskyldugildismat. BREF TLL BLAÐSESTS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 Löggæslan endurskipulögð Frá Helga Þ. Kristjánssyni: EF SKOÐUÐ er í dag uppbygg- ing og þróun skipulags lögreglunn- ar í landinu frá upphafi er þar dap- urlegt yfir að líta. Samhæfing er ónóg milli embætta vegna skipting- ar og f|ölda lögreglustjóra, mennt- unarleysi innan stéttarinnar háir lögreglumönnum, stefnuleysi yfir- valda er gagnvart heildarþróun og óhóflegur niðurskurður ráðamanna veldur óhagræði í rekstri, kemur niður á forvömum og skerðir ör- yggi lögreglumanna. Þá em laun lögreglumanna fyrir neðan allar hellur þrátt fyrir miklar kröfur til þeirra einstaklinga sem starfa við og leggja vilja þetta starf fyrir sig. Það versta er að þessi staða í lög- gæslumálum kemur fyrst og fremst niður á þeim sem þurfa að njóta þjónustu- og öryggisþátta löggæsl- unnar. Ef litið er til þess að aðeins er um 600 manna, veigamikla, stétt að ræða vekur það furðu að yfir- völd skuli ekki hafa tekið á málum þessum fyrir löngu. Það hlýtur að verða verkefni næstu ríkisstjórnar að róa að því öllum árum að breyta þessu kerfi og gera það með nýjum lögreglulögum sem góður vísir var lagður að á síðasta kjörtímabili. Það sem gera þarf er þrennt, sem að vísu tengist allt saman. I fyrsta lagi þarf að endurskipu- leggja uppbyggingu allrar löggæsl- unnar með snið Evrópuþjóða til hlið- sjónar og án þess að þar komi við sögu hagsmunir einstakra stétta- hluta innan ríkisgeirans. Þama er verið að vísa til þess að koma allri löggæslunni undir einn ríkislög- reglustjóra sem hefði ýmsa þætti löggæslunnar á sinni hendi sem þjónað gæti allri landsbyggðinni. Ut frá ríkislögreglustjóra væru yfir- lögregluþjónar yfirmenn sinna út- stöðva um land allt. Með þessu væri kominn grunnur til þess að byggja á nýja sæmhæfingu vinnu- bragða um land allt, setja upp sam- ræmd skipurit innan lögreglustöðva sem ekki eru til í dag og auk þess skoða ýmis mál sem þarf að yfir- fara vandlega og samhæfa og má þar m.a. nefna tölvumál og sam- skipti tengd þeim. Innan þeirrar uppbyggingar sem lögreglan býr við í dag má að auki nefna marga ágalla sem ekki myndu fylgja áður- nefndu skipulagi. Inn í þetta skipu- lag mætti einnig setja lögreglu- nefndir sem i ættu sæti fulltrúar bæjar- og sveitafélaga ásamt ráða- mönnum lögreglunnar þannig að áhrifa og aðhalds gætti frá fulltrú- um borgaranna. í öðru lagi er þarna verið að ræða um aukna grunn- og símennt- un lögreglumanna sem reyndar er nýlega búið að koma úr námskeiðs- sniði i gott faglegt form og þar með bæta verulega en það sem á skortir er framhaldsmenntun lög- reglumanna en hún er einfaldlega ekki til. Grunnur endurskipulagn- ingar löggæslunnar í landinu bygg- ist á öflugri menntun lögreglu- manna. Aukin menntun yfirmanna og rannsóknarlögreglumanna er nauðsynleg og því til stuðnings má benda á að ekkert er því til fyrir- stöðu í dag að nýútskrifaður lög- reglumaður, með tveggja ára starfsreynslu að baki, geti orðið hvort sem er yfirlögregluþjónn eða lögreglufulltrúi í rannsóknardeild og þrífast nú pólitískar stöðuveit- ingar i þessu sambandi innan grein- arinnar. Þá má benda á að skortur á sérmenntun nær einnig til æðstu yfirmanna lögreglunnar í dag. Mennt er máttur og á það engu síður við á þessum vettvangi en öðrum. í þriðja lagi þarf að knýja á skynsama endurnýjun og uppbygg- ingu búnaðar lögreglunnar en nú- verandi fyrirkomulag er þannig uppbyggt að stórir fjármunir fara forgörðum vegna togstreitu mis- munandi rekstrarsjóða. Nú fyrst á allra síðustu tímum hefur loks verið farið af stað með athugun á þeim búnaði sem til er og myndaður vís- ir að því skipulagi og uppbyggingu sem lögreglan þarf á að halda. Búnaði til almennra tæknimála hjá flestum lögregluembættum er ábótavant og kröfur í samkomulagi við dómsmálaráðuneyti varðandi öryggismál lögreglunnar hafa verið virtar að vettugi. Aðeins með rétt- um búnaði, hvort sem er til al- mennra nota eða sérhæfðra tækni- mála, getur lögreglan sinnt því hlut- verki sem ætlast er til af henni. Þá ber að minnast þess að eitt er að stjórna lögreglu og annað að hafa skoðun á málunum!! HELGIÞ. KRISTJÁNSSON, lögreglumaður í Keflavík og formaður Lögreglufélags Gullbringusýslu. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.