Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 45 BRÉF TIL BLAÐSINS Oryggi bama í bílum Frá Ómari Smára Ármannssyni: í FRÉTTUM dagblaða af umferðar- slysum má sjá eftirfarandi fyrirsagn- ir: Kornabarn meiddist í árekstri. Öryggisstólar hefðu bjargað börnun- um. Óvarlegt að nota óvita sem stuðpúða. Sem betur fer er orðið fátíðara í seinni tíð að börn noti ekki lögbund- inn varnarbúnað í ökutækjum. Slíkt er sérstaklega ámælisvert þegar horft er til ákvæða umferðarlaga og þess ábyrgðarleysis, sem í því felst. Á hveiju ári slasast mörg börn sem eru farþegar í bílum. Með rétt- um öryggisbúnaði hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara slysa og draga úr alvarleika ann- arra. Börn eiga rétt á því að vera vel varin í bíl frá fyrstu tíð. Foreldr- ar bera ábyrgð á öryggi barna sinna og þeim ber að venja börn sín á góða siði. Þegar lögreglumenn stöðva öku- menn og sjá börn laus í bílum bera foreldrar eða forráðamenn ýmsu við. „ Við förum bara í stuttar öku- ferðir með börnin. Það tekur því ekki að binda greyin." Samt vera sjö af hveijum tíu árekstrum í þétt- býli þar sem jafnan eru eknar stutt- ar vegalengdir. „Eg mátti ekki vera að því að setja barnið í stólinn.“ Léttvæg afsökun eftir að barnið hefur slasast. „Börn verða að vera frjáls. Það er ómögulegt að binda þau niður.“ Frjáls til að gera hvað og fijáls fyrir hvern? „Það hlýtur að vera nóg að barnið sé í aftursæt- inu. “ Barnið er aðeins öruggt ef það er fest í sætið. Það hafa lögreglu- menn á slysavettvangi séð. Sá sem situr laus í aftursæti á það á hættu að kastast fram í bílinn oft með þeim afleiðingum að kastast út um framrúðuna. Auk þess getur hann lent af miklu afli aftan á þeim sem situr í framsætinu. „Ég ek nú alltaf svo hægt. “ Að lenda í- árekstri við harðan hlut á 50 km hraða hefur sömu áhrif og að falla úr 12 metra hæð. „Ég held alltaf svo fast utan um barnið mitt.“ Það getur enginn haldið barni föstu ef illa fer. Við árekstur á 50 km hraða þrítugfald- ast þyngdin. Það þýðir að barn sem vegur 10 kíló samsvarar skyndilega 300 kílóum. í umferðarlögunum segir: ... hver sá sem notar sæti í bifreið sem búið er öryggisbelti, skal nota beltið. Barn yngra en 6 ára skal í stað ör- yggisbeltis eða ásamt með örygg- isbelti nota barnabílstól, beltispúða eða annan sérsakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börnum. Ef slíkur búnaður er ekki í bifreið skal barnið nota öryggisbelti ef það er unnt. Margar ástæður mæla með því að börn noti öryggisbúnað í bíi, aðr- ar en að hann veiji þau fyrir áverk- um. Barn sem leikur lausum hala í bíl getur truflað ökumann. Hann á þá erfiðara með að einbeita sér að akstrinum og getur þess vegna verið hættulegur sjálfum sér og öðrum í umferðinni. Barnabílstólar eru ýmist hannaðir þannig að hægt er að festa þá í bíla með bílbeltum eða beltum sem fylgja stólunum. Það er mál foreldra hvers konar öryggisbúnað þeir velja fyrir börn sín. Aðalatriðið er að velja við- urkenndan búnað "sem hentar aldri barnsins. Og miklu skiptir að stóllinn sé þægilegur fyrir barnið. Ungbörn þurfa að liggja í efri hluta barnavagns eða sterkbyggðu burðarrúmi í aftursætinu. Barnið þarf að vera fest í vagninn með beltum og einnig þarf belti að vera utan um vagninn eða burðarrúmið sem fest er í bílinn. Flest börn eru ánægð með að sitja í barnabílstól eða beltum ef þau hafa verið vanin á það. Foreldr- unum ber skylda tii að sjá til þess að börn noti öryggisbúnað. Börn þurfa reglur og aðhald. Það er for- eldranna að veita aðhaldið og kynna reglurnar fyrir börnum sínum. Miklu máli skiptir að foreldrarnir hafi vit fyrir börnunum og geri sjálf- ir eins og ætlast er til. Ábyrgðin er þeirra - og hún er mikil. Von- andi eiga sem flestir gleðilegt og óhappalaust sumar. ÓMAR SMÁRIÁRMANNSSON aðstoðaryfirlögregluþjónn. VIGTARMENN Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður haldið á Akureyri dagana 24., 25. og 26. apríl nk. og í Reykjavík dagana 2., 3. og 4. maí nk. ef næg þátttaka fæst!!! Námskeiðið stendur yfir í 3 daga og lýkur með prófi. Skráning þátttakenda og allar nánari upplýsingar í síma 568-1122 Ferðalög og útivist innanlands í Perlunni 20. - 23. apríl 1995 Perlctn stendur íyrir sýningunni Ferðalög og útivist. Komdu á stórkostlega sýningu þar sem á dagskrá verður: * Kynning á íerðamöguleikum, gistingu, veitingum ogafþreyingu í öllum landshlutum. Skemmtilegur ókeypis getraunaleikur með stórglcesilegum vinningum. Matvœlakynningar írá hinum ýmsu landshlutum. Skógarferð um Öskjuhlíð á vegum Ferðafélags íslands dagana 20. og 22. apríl kl. 16.00. Frœðsluerindi í máli og myndum í fundarsal Perlunnar. - Sýning á íarartœkjum og teymt undir börnum á hestum. Stórglœsileg sýning og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Opnunartímar verða: Laugctrdag 22. aprílkl. 13.00-18.00 Sunnudag.....23. aprílkl. 13.00-18.00 Ókéypi-S aðgangur Ókéypis aðgangur P E R L A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.