Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sjónarhorn Nýjar rannsóknir sýna tengsl sæt- inda og hegðunar Þrátt fyrir að margir foreldrar hafi veitt at- hygli óróleika hjá börnum sínum og skorti á einbeitingu eftir að þau hafa borðað sætindi hafa flestir sérfræðingar talið áhrif sykurs á hegðun barna óveruleg. Margrét Þorvalds- dóttir kannaði nýjar rannsóknir, sem gerðar voru við læknadeild Yale-háskóla í Bandaríkj- unum, þar sem sýnt hefur verið fram á að þessar breytingar, sem foreldrar hafa verið að benda á, geti verið réttar. IYALE-rannsókninni tóku þátt 25 heilbrigð böm á aldrinum 8-16 ára og 23 eldri unglingar. Þau borðuðu á tóman maga sam- svarandi sykurmagn og er í tveimur dósum af kóka kóla. Venjan er sú þegar borðað er eðlilegt sykurmagn, sem er í venjulegri fæðu, þá hækkar blóð- sykurinn og líkaminn kallar fram insúlín-hormón til að vinna úr sykrinum og koma aftur á jafn- vægi í sykurmagni blóðsins. Sé aftur á móti eingöngu borðaður hreinn sykur getur insúlínmagn- ið aukist of mikið og afleiðingin af því er að blóðsykurinn getur orðið of lágur. Líkaminn losar þá um annað hormón, adrenalín- ið, til að koma blóðsykrinum í jafnvægi að nýju. Adrenalínið örvar jafnframt einstaklinginn og getur haft áhrf á hegðun hans. í rannsókninni kom fram að hjá börnum og unglingum hækk- aði blóðsykurinn strax eftir neyslu sykurs og lækkaði svo smá saman aftur. Það vakti at- hygli að blóðsykurinn féll mun meira hjá börnum en eldri þátt- takendum í rannsókninni. Það sem var þó mikilvægara var að adrenalínið í blóði var tvöfalt meiri hjá bönum en hinum eldri og hélst hátt þær 5 klukkustund- ir sem rannsóknin stóð yfir. Vís- indamönnum kom þá lítið á óvart að áhrif þessa mikla magns af adrenalíni voru meiri á börn en fullorðna. í niðurstöðum rannsóknarinn- ar, sem birt var í febrúarblaði The JournaT' og „Pediatrics“ segir að hjá börnum geti áhrifin komið fram í óróleika, þau reið- ist auðveldlega, þau sparka og lemja frá sér og eigi eríitt með einbeitingu. Mæling á heilariti sýndi fram á miklar breytingar og minni einbeitingv. Óheppileg áhrif á hugsunar- gang barna komu fram þegar sykurmagn í blóði varð 65 mg í 100 ml af blóði. Hjá eldri þátt- takendum komu þessi áhrif fram þegar sykurmagnið var 55 mg/100 ml eða lægra. Blóðsykur er venjulega 75-80 mg/100 ml af blóði. Þannig virðist heila- starfsemi barna vera mun við- kvæmari fyrir áhrifum vegna lækkunar blóðsykurs en heili hinna eldri. Hjá eldri þátttakend- um serrí fengu tílsvarandi sykur miðað við líkamsþyngd komu ekki fram sömu áhrif og hjá börnunum. Talsmenn vísindahópsins eru varkárir í túlkun niðurstaðna rannsóknarinnar, þeir segja að þær sanni ekki að sykur valdi ofvirkni hjá börnum, en þeir ætla, í framhaldsrannsókn, að rannsaka enn frekari tengsl syk- urs á hegðun barna. Þeir segja að sé sykur borðað- ur með öðrum fæðutegundum, eins og fitu og próteini, þá nái þær að hefta hækkun blóðsykurs og draga úr löngun í sætindi á milli mála. Verði börnin svöng á milli máltíða er foreldrum ráð- lagt að gefa þeim brauð með osti eða hnetusmjöri til að koma í veg fyrir að blóðsykurinn lækki og þau verði rólegri og athyglin skerpist, fremur en aðgefa þeim sætindi. Opið kl. 12-18.30 Laugard. kl. 10-16 Simi 881 1290. Sendum ÞORPII) í póstkröfu. BORGARKRINGLUNNI Auk þess 30 aörar tegundir af sportskóm á alla fjölskylduna á frábæru veröi. I DAG Pennavinir ÁTJÁN ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamál: Yuko Ohba, 6-9-2 Nishigotanda, Shinaga wa-ku, Tokyo, 141 Japan. PÓLSK 28 ára kona, hag- fræðingur að mennt og starfar hjá ferðaskrifstofu, með áhuga á bókmenntum, ferðalögum og kvikmynd- um: Maria Wojcik, Andersa 8 m 29, 00-201 Warzawa, Poland. LEIÐRÉTT Frá Bjargtöngum Bretarnir fjórir, sem gengu yfir hálendið til að safna fé fyrir mæn- uskaddaða með áheitum, hófu för sína við Bjargt- anga, en ekki á Snæfells- nesi, eins og sagt var í frétt Morgunblaðsins á miðvikudag. Nafn misritaðist í torgi viðskiptablaðs á fímmtudag var farið rangt með nafn Jóns Þor- steins Gunnarssonar sem hyggst bjóða sig fram í stjórnarkjöri á aðalfundi Lyfjaverslunar íslands hf. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Hærra hlutfall í bókum Sjálfstæðis- flokks í borgarstjórn Reykjavíkur um breyttar reglur um fjárhagsaðstoð og sagt var frá í Morgun- blaðinu 12. apríl, misrit- aðist að 40% hjóna á vinnumarkaði hefðu tekj- ur undir 220 þúsund króna á ári. Rétt er að 53% hjóna á vinnumark- aði á Islandi höfðu tekjur undir þessum mörkum á síðasta ári. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Til hamingju með afmælið, Thelma! SATOSHI Katanazawa bað Velvakanda að koma eftirfarandi afmælis- kveðju á framfæri: „Eg vildi óska að ég gæti verið hjá þér í dag, en ég hugsa hlýlega til þín á hveijum degi, hvert sem ég fer, því þú ert mér kær. Megir þú hafa það sem best á afmælis- daginn þinn.“ Satoshi „Þjóðar“bók hlaðan? SVEKKTUR nemandi skrifar: Við Hringbrautina í Reykjavík stendur glæsi- legt nýtt hús, sem hýsir Háskölabókasafnið og Landsbókasafnið. Þetta hús er girt síki, sem virð- ,ist vera ætlað til þess að halda frá öllu því fólki sem ekki hefur átt sautj- ánda afmælisdaginn. Ég er sextán ára fram- haidsskólanemi (sautján eftir 2 mánuði) og ég er einn af þeim sem er mein- aður aðgangur að bóka- kosti þjóðarinnar. Regl- urnar í þessum víggirta kastala eru á þann veg að unglingar sem eru á 17. aldursári en hafa ekki átt afmæli er meinaður aðgangur að bókunum, eða eins og orðrétt var sagt við mig: „... komdu aftur þegar þú ert orðinn sautján". Ég hef ekkert við starfsfólk hiöðunnar að amast, þau reyndust hjálpsamleg þrátt fyrir þessar út í hött reglur, en málið er það að þeir unglingar sem að eiga afmæli seint á árinu mega ekki nýta sér bókasafnið þrátt fyrir að vera á öðru ári í framhaldsskóla! Við erum sú kynslóð sem mest hefur orðið fyrir aðkasti vegna „of mikils sjónvarpsgláps" og svo fáum við þetta framan í okkur. . Með von um úrbætur. þurfa að eignast góð heimili. Nánari upplýs- ingar í síma 652221. Lúlli er týndur GULBRÖNDÓTTUR, hvítur og gulur, rúmlega sjö mánaða fresskettling- ur hvarf frá heimili sínu Laufásvegi 60, fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Lúlli er ómerktur, en geti einhver gefið upplýsingar um ferðir hans vinsam- lega hafið samband í síma 5524159. Tapað/fundið Hjol í óskilum FYRIR rúmlega 10 dög- um skildi lítil stúlka hjól eftir fyrir utan Skeljungs- stöðina á Birkimel, því hún var með í vandræðum með ventla í dekkin. Eflaust hefur hún ætlað að sækja hjólið aftur þangað en gleymt því svo starfsfólkið á Skeljungs- stöðinni hringdi til að minna hana á hjólið. Kassi með ungbarnafötum PAPPAKASSI sem í voru ungbarnaföt fannst á mótum Ægisíðu og Lyng- haga sl. laugardag og getur eigandinn vitjað hans í síma 628806. Gæludýr Kettlingar fást gefins TVEIR bröndóttir sex vikna gamlir kettlingar Álfur frá Garðs- enda er týndur ÞETTA er hann Álfur sem hvarf frá Garðsenda um páskana. Hann er með svartan og hvítan loðinn feld, hvíta bringu og mikla svarta rófu. Hann var með svarta ól með nafninu sínu á. Hafi einhver séð til hans eða getur gefið upplýsingar vinsamlega hringið í síma 588-6169. Víkveiji skrifar... VÍKVERJA hafa borizt tvö bréf vegna. athugasemdar, sem hann gerði fyrir stuttu við að ekki væri alls staðar hægt að fá kvittun í kortasjálfsölum á benzínstöðvum. Þórólfur Árnason, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Olíufélagsins, skrifar: „í Víkveija fimmtudaginn 30. marz sl. birtist athugasemd dálka- höfundar um að ekki væri hægt að fá kvittun við benzínkaup í sjálf- sölum olíufélaganna. Þetta kæmi sér illa fyrir þá aðila sem þyrftu að framvísa kvittunum fyrir út- lögðum benzínkostnaði til vinnu- veitenda sinna. Um þetta er eftir- farandi að segja: XXX EGAR vinnuveitandi tekur þátt í kostnaði við rekstur bif- reiða gerist það einkum með tvenn- um hætti. Annað hvort með greiðslu fyrir hvern ekinn km skv. akstursbók og er þá rekstrarkostn- aður bifreiðarinnar alfarið á kostn- að launþegans. Hin aðferðin er hins vegar sú, sem einkum er not- uð þegar bifreiðin er í eigu og/eða umsjón vinnuveitandans, að allur rekstrarkostnaður sé greiddur af vinnuveitandanum. Er þá oft á tíð- um um skattskyld hlunnindi laun- þega að ræða. Olíufélagið hf. ESSO hefur á undanfömum árum orðið vart við aukinn áhuga fyrir- tækja á að koma viðskiptum við félagið í fastara form, með reikn- ingsviðskiptum gegn framvísun rafræns greiðslukorts. Sem svar við þessum kröfum markaðarins var kynnt á síðasta ári nýtt kort, Fyrirtækjakort ESSO, þar sem gefin er upp sundurliðun á öllum viðskiptum. Þetta et eina rafræna benzínkortið sem boðið er upp á hér á landi. Þar með eykst öryggi viðskiptaaðila ESS0 og tryggt er að ekki sé um misnotkun að ræða. Fyrirtækjakort ESSO býður upp á að opið sé fyrir viðskipti í einstök- um vöruflokkum, t.d. benzín ein- göngu, eða rekstrarvörur bifreiðar- innar að auki, en ekki aðrar vörur t.d. sælgæti. Að sjálfsögðu gildir um þetta kort að því er hægt að loka samstundis ef það kemst í rangar hendur. XXX SJÁLFSALAR á benzínstöðvum eru flókinn tækjabúnaður og hefur því miður enn ekki verið unnt að fá hjá framleiðendum prentara, sambyggða sjálfsölun- um, með fullkomið rekstraröryggi fyrir það erfiða veðurfar sem við búum við hér á landi. ESSO býður þó upp á 11 slíka sjálfsala, sem gefa kvittun, á höfuðborgarsvæð- inu og nokkrum stærstu útsölu- stöðum sinum úti á landi. Þeir sjálf- salar gilda bæði fyrir kort og pen- inga. Fyrirtækjakort ESSO leysir hins vegar betur þetta vandamál, sem Víkverji minnist á, af því ef fyrirtæki velja að hafa kort sitt opið fyrir benzínúttekt á korta- sjálfsala, kemur sjálfkrafa útskrift með sundurliðun á magni og upp- hæð með næstu útsendingu á reikningi til fyrirtækisins. Til um- hugsunar má hér nefna annað mál, sem Víkvetji ekki minnist á í sínum pistli. Er ekki frekar ólík- legt að vinnuveitandi sé hrifinn af því að viðurkenna benzínkvittanir þar sem ekki er neinn afgreiðslu- maður til staðar til að fylgjast með því á hvaða bíl benzínið fór?“ xxx JAFNFRAMT ritar Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, for- stöðumaður þjónustudeildar Olís, Víkveija bréf og segir: „Olíuverzl- un íslands er með einn kreditkorta- sjálfsala og er hann á nýrri benzín- stöð félagsins við Vesturgötu í Hafnarfirði. Þarna geta viðskipta- vinir fengið kvittun fyrir viðskipt- um sínum við sjálfsala hvort heldur er greitt með peningum eða kredit- korti.“ xxx VÍKVERJI þakkar Þórólfi og Ragnheiði fyrir bréfin og telur þau upplýsandi, þótt eftir standi að ekki er enn hægt að fá kvittun — þó ekki væri nema fyrir heimilis- bókhaldið — í öllum kortasjálfsöl- um olíufélaganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.