Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 1
 ■ OGRANDI VERK/A NAUMANS 7 ^ ■ HVAÐ BJÓÐUM VIÐ/fc BÖRNUNUM? 'u ■ FINGRALOKKUR /~7 OG FÚGULIST ' 7 MENNING USTIR c PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 22. APRIL 1995 BLAÐ' íslensk listakona í Japan Krístín Newton er m.a. af íslensku bergi brot- in, en þar að auki rekur hún ættir sínar til Ástralíu, Frakklands og Bandaríkjanna. Inga Dagfinnsdóttur kynnir lesendum Morgun- blaðsins þessa ungu glerlistakonu, sem þegar hefur haslað sér völl í Japan ogvíðar. Gluggi í þrívídd. KRISTÍN Newton er orðin þekkt glerlistakona víða um heim þrátt fyrir ungan aldur. Hún er enn sem komið er því miður ekki svo kunn sem skyldi í einu átt- hagalandi sínu, Islandi, en hún vekur engu að síður forvitni ís- lendings fyrir margra hluta sakir. Ef við byijum að gera litríkum uppruna hennar skil leit hún fyrst dagsins ljós í Kaliforníu í Banda- ríkjunum. Faðir hennar, Jóhannes Newton, er af íslensk-áströlsku bergi brotinn og móðir hennar, Marie Claire Newton er frönsk- amerísk. Jóhannes yfirgaf Frón þegar hann hélt tvítugur til náms í Bandaríkjunum, þar sem hann ílengdist síðan. Móðirin, Marie Clair, kom á unga aldri ásamt foreldrum sínum til Ameríku og hefur búið þar allar götur síðan. ísland hefur Kristín sjálf heim- sótt í tvígang og heilsað uppá vini og ættingja. Islenska taugin í henni er sterk, segir hún, og hún hefur ávallt mikla löngun til að koma hingað og helst vill hún fá að upplifa landið í mismunandi árstíðabúningi. „Það er svo sem von á mér hvenær sem er,“ segir hún, „því ég hef hug á að koma um leið og ég get.“ Já, það er mikið annríki hjá Kristínu og hún þeyt- ist á milli heimsálfa frá Japan, ýmist til Ameríku eða Evrópu. Kristín var ekki nema fimm ára gömul þeg- ar hún minnist þess að hafa ákveðið að verða listakona. Átján ára ákvað hún að helga sig glerlistinni. Þá bar svo við að kennari hennar í list- um fór með nemendur sína á vinnustofu, þar sem unnið var að gerð steindra glugga. Það skipti sköpum; hún varð fyrir hugljómun og var þess fullviss að þetta væri það sem henni bæri að leggja fyrir sig. Með áræðni og nokkurri ýtni tókst henni að komast að sem lærlingur á þessari sömu vinnu- stofu og vann hún þar næstu fimm árin. Hún þurfti að „vinna sig upp“, fyrst í stað var hún látin sópa gólfin en smám saman hækk- aði staðan. Loks eftir fimm ára ástundun var Kristínu leyft að gera sitt fyrsta gler. Lærifaðir hennar og meistari þessarrar vinnustofu var franskur, Roger Darricarrere, sem hafði sérhæft sig í þykku gleri sem kall- að er „dalle de verre“. Hann útbjó glerið sjálfur í eldgömlum brennsluofni, sem hafði ekki svo mikið sem hitamæli og spúði ofninn eldtung- um eins og dreki í ævintýri. Þann- ig að fyrsta gler Kristínar fór í þennan ofn og sagði hún þetta hafa verið þó nokkur átök; þessi granna og fíngerða stelpa varð vöðvamikil og stælt í átökum sín- um við eldspúandi ævintýradreka og listagyðjuna. Síðan kom að því að þessi heim- ur var yfirgefinn og annar tók við. Henni var boðið að opna eigið SJÁ NÆSTU SÍÐU Nýr gnll- drengur óperunnar EIN af nýjusta vonarstjörnum óperuheimsins hefur nú lokið við að syngja inn á fyrsta geisladisk sinn. Það er Chilebúinn Tito Beltrán, sem svo miklar vonir hafa verið bundnar við að hann hefur verið sagður arf- taki Pavarottis og honum líkt við Camso og Gigli. Á geisladisknum syngur Beltrán aríur eftir Mozart, Rossini, Verdi og Donizetti við und- irleik Konunglegu fílharmóníunnar undir stjórn Rob- ins Stapleton.s Segir gagnrýnandi tímaritsins Classic CD að rödd Beltráns sé „afar sér- stök, lýrísk en einnig kraftmikil og lifandi". Það er Silva Screen sem gefur diskinn út. Beltrán vakti fýrst athygli í söngvakeppninni í Cardiff á síðasta ári. Hann bar ekki sigur úr býtum en hlaut svo sannarlega náð fyrir augum og eyrum áheyrenda, sem voru yfir sig hrifnir af rödd hans og flutningi. í kjölfarið fékk Beltrán fjölda tilboða um að koma fram á tónleikum og í óperuhúsum. Afi Beltráns var þekktur tenór í heimalandinu Chile og söng jafnan fyrir smekkfullu húsi. Fyrir níu árum flutti Beltrán til Svíþjóðar þar sem frænda hans tókst að útvega honum námsstyrk. Beltrán talar hlýlega um sænskt óperulíf en segist þó enn furða sig á því að flestar ítölsku ógerurnar séu sungnar á sænsku. „Ég hef sungið „La Boheme“ tutt- ugu sinnum á sænsku. Ég tala að sjálfsögðu sænsku en mér finnst ein- kennilegt að syngja hana.“ Beltrán Safnarar snúa sér að ljósmyndum Hæst verð fæst fyrir verk eftir Man Ray, Rodchenko og El Lissizky TVEIR ákafir listunnendur í New York buðu fyrir skömmu 140.000 dali fyrir tískuljósmynd frá fjórða áratugnum, sem er sexfalt það verð sem hún var metin á. Þetta er til marks um breytta markaðsstöðu ljósmynda, sem njóta æ meiri vinsælda og seljast, rétt eins og málverk, fyrir himinháar upphæðir hjá þekktustu uppboðshöldurum heims. Söfnurum þykir ekki síður varið í góð- ar ljósmyndir en málverk og högg- myndir. Samkvæmt grein í Financial Times hófst þessi þróun árið 1984 hjá Getty- safninu í Kaliforníu. Þrátt fyrir að safn- ið sé eitt hið virtasta í heimi á það litla möguleika á að keppa við stærstu söfn Bandaríkjanna. Því ákváðu stjórnendur safnsins að fara nýjar og óhefðbundnar MYND Þjóðverjans Adolphe de Mey- er frá fjórða áratugnum seldist fyrir skömmu í New York á tæpar níu milljónir ísl. kr. leiðir. Á næstu mánuðum fjárfestu þeir í ljósmyndum fyrir 20 milljónir dala og eiga nú besta safn ljósmynda í heimin- um. Höfðar til hinna nýríku Vinsældir ljósmyndunarinnar hafa aukist svo jafnt og þétt að kreppan í byrjun þessa áratugar megnaði ekki að hægja á þróuninni. Árið 1993, sem var lélegt ár í listaverkasölu, fengust 398.500 dalir fyrir ljósmynd af höndum iistakonunnar Georgiu O’Keeffe, sem Alfred Stieglitz tók árið 1920 en hann var einn af bestu ijósmyndurum þessar- ar aldar. Það þykir timanna tákn að kaupandinn var málverkasafnari. Enginn velkist í vafa um að ljósmynd- ir eru komnar til að vera á listaverka- markaðinum. Safnararnir eru frá Evr- ópu og Bandaríkjunum en ljósmyndir þykja höfða einkar vel til hinna nýríku. Meðal þekktra ljósmyndasafnara má nefna rokktónlistarmennina Madonnu og Elton John og kvikmyndaleikarana Richard Gere og Jodie Foster. Hæst verð fæst fyrir verk eftir Man Ray, Rodchenko og E1 Lissizky frá þriðja áratugnum en ljósmyndir frá síð- ustu öld eru enn sem komið er á tiltölu- lega lágu verði. Þeir sem helst kaupa elstu myndirnar eru evrópskir safnar- ar, sem kunna að meta sögulegt gildi myndanna, ekki síður en listrænt. Bandaríkjamenn hafa þó fallið fyrir aldargömlum myndum teknum þar í ’ landi. T.d. seldist mynd eftir E.S. Curt- is, „Norður-ameríski indjáninn“, á 464.500 dali fyrir skömmu. Þrátt fyrir þær upphæðir sem hér hafa verið nefndar, seljast flestar myndir á uppboðum á minna en 1.000 dali sem svarar til 63.000 kr. ísl. Mark- aðurinn hefur breyst, fyrir fimm árum skipti nafn ljósmyndarans öllu máli, nú er það sjálf myndin. Verk manna á borð við Man Ray eru þó undantekn- ing. Verðmætustu myndirnar eru þær sem til eru í takmörkuðu upplagi, upp- lýsingar um fjölda eintaka af hverri mynd og livar þau eru niðurkomin eru yfirleitt fyrir hendi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.