Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ A Islensk listakona í Japan stúdío eða vinnustofu ásamt tveimur félögum og starfrækti hún það í heil sex ár. Þessi heimur var í enn öðrum ævintýraheimi því vinnustofan var staðsett gegn Universal Studios, kvikmyndaver- inu í Hollywood. „Þetta varð til þess að það var alltaf eitthvað skemmtilegt að ger- ast. Ef ekki inni í stúdíóinu hjá mér sjálfri, þá í stúdíóinu á móti. Eitt sinn er ég kom til vinnu varð ég skelfingu lostin, því allt svæðið var þakið lögreglumönnum og sjúkrabílar með vælandi sírenur og blikkandi ljós. Það rann þó til- tölulega fljótt upp fyrir mér að verið var að taka upp enn eina hasarmyndina.“ Kristín hlær að þessu og bætir við: „Öðru sinni var ég við vinnu inni hjá mér þeg- iar slökkvibílar komu aðvífandi og .staðnæmdust fyrir framan húsið. Allir reyndu að forða sér út úr Ihúsinu, hver sem betur gat, og þegar ég var á leið niður stigann mætti ég brunaliðsmönnunum, þeir stöðvuðu mig og sögðust vera komnir til að kaupa gler af mér, því þeir dunda sér við að setja það saman á stöðinni á milli útkalla.“ Annað ævintýri sem allt eins hefði getað verið úr kvikmynd var þegar Japani nokkur kom einn góðan veðurdag í heimsókn í gler- stofuna. Hann var vinur vinar og kom til að spjalla við félaga Krist- inar. Japani þessi átti og rak veit- ingastaði í Yokohama. Ennfremur starfrækti hann keramik-vinnu- stofu í Kamakura þar sem allt leir- tau sem þurfti í veitingahúsin var framleitt. Það er eitt af áhugamál- um hans að bjóða leirkerasmiðum víðs vegar úr heiminum að koma Gluggi. til Japans og vinna í Kamakura. Þar sem Kristín er glerlistamað- ur en ekki leirkerasmiður tók hún ekki mikinn þátt í umræðunum heldur hélt áfram vinnu sinni með glerið. Það kom henni því mikið á óvart þegar Japaninn lætur þau orð falla, um leið og hann gengur út um dyrnar, að henni sé velkom- ið að koma til Japans og starfa við sitt fag á vinnustofunni ef hún vilji. Þetta tilboð var þegið í snar- hasti enda bjóðast slík tækifæri ekki á hveijum degi og þar með hófst það ævintýri. Kristín hefur blómstrað í Japan. Þar hefur hvert stórverkið af öðru verið sett upp og eru þau jafn fjöl- breytt og þau eru mörg. Það virð- ist vera staðreynd, skemmtileg staðreynd, að þar sem íslenskt og japánskt kemur saman þá finnst strax sameiginlegur grundvöllur, þvert ofaní og á þær kenningar að þetta séu gjörólíkar þjóðir í ólíkum heimsálfum. Berlínarfílharmónían ABBADO Abbado áfram við stjómvölinn ÍTALINN Claudio Abbado, stjórnandi Berlínarfílharmón- íunnar, hefur samþykkt að framlengja samning sinn við hljómsveitina um sjö ár, fram til ársins 2002. Með þessu festir Abbado sig í sessi sem einn af áhrifamestu mönnúnum í þýsku tónlistarlífi. Hann varð stjórnandi hljóm- sveitarinnar árið 1990 og gekk samstarfið brösuglega fyrstu árin. Þeir örðugleikar eru nú hins vegar að baki. Abbado, sem er 61 árs, stjórnar um 40 af 100 tónleikum Berlínarsin- fóníunnar og nýtur mikillar hylli tónleikagesta. Abbado er fimmti stjórnandi hljómsveitarinnar, sem hefur starfað í 110 ár. Er hann gekk til liðs við hana átti hann að baki glæstan feril, hafði stjórn- að í Scala-óperunni í Mílanó, hjá Lundúnasinfóníunni og Vín- aróperunni. Þá hefur verið gef- inn út ótölulegur fjöldi platna og geisladiska með hljómsveit- um undir hans stjórn. ■ SÝNINGAR standa nú yfir í London á útgáfu Frank McGuinness af „Vanja frænda“, sem er sögð afar stíl- færð útgáfa verksins eftir Anton Tsjekov. Það er írski leikarinn Stephen Rea sem fer með aðalhlutverkið en leik- stjóri er Peter Gill. ■ Nýlega var opnuð í Boy- mans-van-Beuningen safninu I Rotterdam sýning á austur- lensku postulíni. Margt merkra og ómetanlegra muna verður þar til sýnis, m.a. kín- verskir og japanskir munir frá 17. og 18. öld. Er áhersla lögð á að sýna hversu mikil áhrif þessir austurlensku munir höfðu á hollenska nytjalist. ■ Frumraun bandarísku kvik- myndaleikkonunnar Raquel Welch á leiksviði í London hefur verið frestað en hún átti að vera 25. maí næstkom- andi. Welch leikur í „Milljóna- mærinni" eftir George Bern- ard Shaw. Ekki hefur fengist uppgefið hvenæri verkið verð- ur frumsýnt. ■ Norðmaðurinn Mariss Jan- son, stjórnandi Óslóarfíl- harmóníunnar, hefur verið skipaður stjórnandi sinfó- níunnar í Pittsburgh. Hann tekur við af Lorin Maazel, sem lætur af störfum um mitt næsta ár til að geta helgað sig tónsmíðum. Janson, sem er 52 ára, verður 10. stjórnandinn í Pittsburgh. Hann mun jafn- framt halda áfram hjá Osló- arfílharmóníunni en hann hef- ur stýrt henni frá árinu 1979. Sem sagt þá hefur Kristín fund- ið góðan hljómgrunn og starfs- grundvöll. Allar götur frá því að hún kom fyrst þangað hefur áhugi heimamanna á iist hennar farið stigvaxandi. „Japan er mjög áhugavert land,“ segir hún „ en þar sem hefð fyrir steindu gleri er lítil sem engin hér hefur þetta verið þó nokkur áskorun með ótal upp- og niðursveiflum. Þetta er ný listgrein hér í landi sem þurft hefur að ryðja braut“. Eitt er víst, þeir hafa verið fljótir að taka við sér. í kjölfar sýn- inga hennar og þeirra aragrúa blaðagreina sem skrifaðar hafa verið um hana hafa stórfyrir- tæki, stofnanir og einstaklingar keypt verk af henni. Það er erfitt að tíunda nema brot af þessu fyr- ir íslendinga þar sem fæst þessara fyrirtækja eru kunn landanum, en nefna má höfuðstöðvar Mitsubis- hi, Alþjóðlegu ráðstefnumiðstöð- ina í Sendai og Barclays-bankana í Hong Kong sem keypt hafa verk hennar og sett upp hjá sér. Enn- fremur hafa verk hennar verð keypt og komið fyrir á jafn fjöl- breytta starfsstaði og Búddahof eitt í Tókýó, hótel á Hokkaido og hjá japanska læknafélaginu. Að auki er talsvert af verkum í eigu sjúkrahúsa, hótela og alþjóðlegra fyrirtækja. í einkaeign eru svo að sjálf- sögðu verk í Bandaríkjunum, Jap- an og fleiri löndum. Verkin eru listaverk þar sem gler kemur við sögu og hún einskorðar sig ekki við gerð steindra glugga þótt þeir séu stór hluti verka hennar. Gólf- verk, milliveggir eða skilrúm úr gleri, Kristín meðhöndlar efnið á ýmsan hátt. Þess má geta að verk- ið, sem gert var fyrir Hachobori Center, er gólfverk í anddyri skrif- stofubyggingarinnar og þar sjást strax hin sterku tengsl sem Krist- ín hefur við hinn íslenska uppruna sinn, því þar virðist sem hraun- kvikan kraumi í formi hins litaða glers sem rennur á milli álbita og er kvikan upplýst og gerð lifandi með ljósum undir glerinu. Nokkurs konar hraunkvika í álhrauni. Verk Kristínar hafa vakið mikla og verðskuldaða athygli víða um heim, um það vitnar fjöldi blaðagreina í merkum tíma- ritum og má þar geta t.d. The Time Magazine og Artweek. Kristín hefur undanfarin ár haldið til í Tókýó og þar bar okkar fundum fyrst saman. Það má kannski segja að íslendingar er- lendis séu íslenskari en íslendingar sjálfír, en það fór svo eitt sinn þegar ég var að ferðast sem svo oft áður í neðanjarðarlest í Tókýó, troðfullri lest, að mér sýndist grilla í íslenska lopapeysu innar í vagninum. Þetta vakti að vonum forvitni mína svo ég leit nánar eftir þessu og er þar komin Krist- ín Newton. Það munu e.t.v. flestir geta ímyndað sér að það er ekki hlaup- ið að því að hitta vini sína eða kunningja fyrir tilviljun þar sem milljónir manna eru á ferli út og suður, en þetta gerðist með Krist- ínu og ekki bara í þetta eina skipti. Römm er sú taug (landans) og hentum við gaman að þessu en tilviljanir eru e.t.v. ekki tilviljanir heldur skipulagðar uppákomur, sem reyna að villa á sér sýn, enda mun sú hin sama taug draga Krist- ínu til íslands áður en langt um líður og gefst þá fleirum væntan- lega tækifæri á að sjá hana sjálfa og verk hennar hvort sem það hitt- ir hana fyrir „tilviljun“ eða ekki. Höfundur erarkitekt. Hraunkvika í álhrauni. Listasafn Sigurjóns Þessir kollóttu steinar NÝ SÝNING verður opnuð í Lista- safni Siguijóns Ólafssonar á Laug- arnesi í dag, laugardag, og ber heitið „Þessir kollóttu steinar". Hér er um að ræða sýningu á völdum andlitsmyndum eftir Siguijón og er þetta í annað sinn, sem efnt er til slíkrar sýningar á vegum safns- ins, sú fyrri var haldin á Listahátíð 1990. í framhaldi af þessari sýn- ingu lét safnið gera myndband und- ir heitiinu „Þessir kollóttu steinar" og hlaut myndin silfurverðlaun í flokki fræðslumynda á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum á síðastliðnu sumri. Siguijón Ólafsson hlaut snemma mikla viðurkenningu fyrir andlits- myndir sínar. Skráðar mannamynd- ir eftir hann eru tvö hundruð að tölu og dreifast yfir 60 ára tímabil, eða frá um 1922 til 1980. Sýning þessi spannar nær 50 ára tímabil í listsköpun Siguijóns og þar gefur að líta þekkt verk auk annarra mannamynda eftir hann í eigu safnsins, sem ekki voru með á fyrri sýningu. Á meðan á sýningunni stendur verður aðstaða til að skoða mynd- bandið „Þessir kollóttu steinar“, sem einnig er til í enskri útgáfu. Fram til 1. júní verður safnið opið laugardaga og sunnudaga milli kl. 14 og 17. Kaffistofan er opin á sama tíma. Tekið er á móti hópum utan opnunartímans eftir nánara samkomulagi. SONUR listamannsins, 1955, granít. Eigandi: Statens Muse- um for Kunst, Kubenhavn. Lítill fugl íbúri VORTÓNLEIKAR yngri nemenda og söngleikja- hópa Söngsmiðjunnar verða haldnir í Ráðhúsinu á morgun, sunnudag, kl. 15. Yngstu börnin flytja söngleikinn Lítill fugl í búri. Eldri börnin flytja atriði úr söngleiknum Grease, unglingarnir lagasyrpur frá hippatíma- bilinu og eldri nemendur flytja perlur úr ýmsum söngleikjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.