Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 C 3 Skortur á skepnuskap LEIKPST Kaffileikhúsið HLÆÐU MAGDALENA HLÆÐU Höfundun Jökull Jakobsson. Leik- stjóri: Ásdis Þórhallsdóttir. Lýsing: Villyálmur Hjálmarsson. Frumsýnt 17. april. TVÆR eldri konur, ákaflega pipr- aðar, fá sér tesopa og eilítið hjarta- styrkjandi á heimili sínu einn eftirmið- dag. Horfin er gleðin sem einkenndi líf þeirra fyrir langa löngu, horfín tónlistin sem þær dönsuðu við, horfínn félagsskapurinn sem þær höfðu, horf- inn hláturinn sem fyllti húsið. Önnur þeirra, Ingiríður, hefur áhuga á að endurvekja eitthvað af þessu og biður hina, Magdalenu, að hlæja aftur, eins og hún gerði þá. Þær hafa augljóslega búið saman lengi en ástandið er svo dapurt að þær eiga ekki fyrir rafmagnsreikn- ingi, eða afborgun af hundinum sem Ingiríður kepti. Hún er alltaf að kaupa dýr, sem hún svo týnir. í húsinu reka þær tau- og tölubúð sem Ingiríður sinnir, því Magdalena er dama. En það er ekki nóg með að Ingiríður sinni búðinni. Hún þjónar líka Magdalenu. Aðdáun hennar á vinkonunni er ómælanleg. En Magdalena geldur ekki í sömu mynt. Hún er alls ekki öll þar sem hún er séð. Hlæðu Magdalena hlæðu er sér- stæð og skemmtileg stúdía á sam- bandi tveggja einstaklinga sem búa saman án gagnkvæmrar virðingar og jafnræðis. En í þessu einkennilega jafnvægisleysi eru konumar tvær al- gerlega háðar hvor annarri. Magda- lena, með sín silkinærföt, er háð að- dáun og þjónustu Ingiríðar og Ingiríð- ur, með sín bómullarnærföt, er háð því að Magdalena þurfí á henni að halda, auk minninganna um glað- værðina. Þetta er glettilega vel skrifað leik- rit, stíllinn knappur; aðeins sagt það sem þarf að segja og varia það. Text- inn er fyndinn og það er óhætt að segja að þetta sé biksvartur gaman- leikur. Hins vegar hefur ekki tekist eins vel og skyldi með uppfærsluna. Það sem vegur þyngst á metunum þar, er að leikkonumar, Halla Margrét Jóhannsdóttir (Magdalena) og Sigrún Sól Ólafsdóttir (Ingiríður), eru alltof ungar og skortir töluvert á reynslu til að leika svo langt upp fyrir sig í aldri. Sigrún Sól leikur ýmsa takta og kæki sem oft einkenna mjög gam- alt fólk, svona milli 80 og 90 ára en einhverra hluta vegna hefur mér aldr- ei þótt Ingiríður skrifuð svo gömul. Þó voru taktamir kannski fremur klisjur um það hvemig gamalt fólk kemur fyrir en að þeir væru persónu- skapandi. Halla Margrét gerði hvorki að skapa persónu né gæða Magdalenu - einhveijum aldurstöktum. Hún var bara afskaplega ung og sæt. Þar sem mjög takmörkuð persónusköpun á sér stað, gekk þeim stöllunum illa að skila hugsun. Aðdáun Ingiríðar og andstyggð Magdalenu kemur aðeins fram í textanum. Það vantar tog- streituna og hin djúplægu, nánast þöglu, átök í sýninguna; vantar allan skepnuskapinn. Sú viðbót við verkið sem tónlistin er og þær dansa við, hjálpaði lítið, því þar sem ekki er hugsun í tjáningunni er fremur erfítt að skapa eitthvert andrúmsloft. Leikstjómin gengur ekki upp. Það er ekki nóg að raða upp hlutum, stilla upp leikurum og hreyfa þá snyrtilega til. Hlæðu Magdalena hlæðu er ekki snyrtilegt verk, heldur verk sem af- hjúpar afar ógeðfelldar hliðar á mann- legum samskiptum, þegar einsemdin, innilokunin, vonbrigðin og skorturinn á kærleika eru orðin að viðvarandi og óumbreytanlegu ástandi. Áskorun- in felst ekki síst í því hvað verkið er fyndið, en það má ekki misskilja og setja verkið upp sem léttvægt. Súsanna Svavarsdóttir Pólsk söngkona í Gerðarsafni LÍKLEGAST er það ekki á hverj- um degi sem Islendingar fá að heyra sönglög eftir Chopin á frummálinu, pólsku. En í dag kl. 17 gefst tónlistarunnendum kost- ur á að hlýða á pólsku mezzo- sópransöngkonuna Alinu Dubik í Gerðarsafni. Alina er mikil tungumálamann- eskja og flytur lög frá sex þjóð- löndum á jafn mörgum tungumál- um. „Lögin syng ég öll á frum- máli þeirra en auk pólsku kann ég þýsku, rússnesku, ítölsku, frönsku og Íslensku. En vitanlega er ég ekki jafngóð í öllum tungu- málunum," segir Alina og brosir. Þijú verk eftir Chopin eru á efnisskránni: Söngur frá Litháen, Óskin og Hringurinn. Ljóðin eru eftir pólska þjóðskáldið Witwicki. „Lögin eru öll í þjóðlegum stfl. Bæði \jóð og lög eru skrifuð á þeim tíma er Pólland var undir rússneskum yfirráðum og fjalla um pólskt þjóðlíf á 19. öld. Chop- in skrifaði verkin þegar hann bjó í Frakklandi og þráði nyög að koma heim og þau berakeim af því. Ég mundi segja að Óskin sé verk með mikilli þjóðemisróman- tík, en hin lögin eru rómantísk ástarljóð." Alina segir að þó verkin á efnis- skránni séu ólík innbyrðis og komi frá mismunandi löndum myndi þau saman Evrópu. „Þetta eru nágrannalönd og byggja á svip- aðri hefð þó að vitanlega sé menn- ingarlegur mismunur mikill. Og það er ákaflega gaman að skipta svo alltaf um hlutverk, sum verk- in er ljóðræn, önntn* eru drama- tískari og alltaf er maður að breyta um persónuleika." Alina Dubik stund- aði söngnám í heima- landi sínu. Að því loknu söng hún með óperunni í Krakau og ferðaðist vítt og breitt um Evrópu með óperu- flokknum. Hingað flutti hún með manni sínum sem er fiðhdeik- ari í Sinfóníuhljóm- sveitinni. Alina hefur tekið þátt í óperuflutn- ingi hér á landi með Islensku óperunni. Hún hefur sungið einsöng með söngsveitinni Fflharmóníu og kennir nú söng við Nýja Tónlistarskólann í Reykjavík. „Það er n\jög fínt að kenna en það er nauðsynlegt fyr- ir söngkennara að komast upp á svið. Fyrir mig er ákaflega mikil- vægt að syngja einsöng og finna mig á sviðinu." Á efnisskránni eru sönglög eft- ir Chopin, R. Strauss, Tsjækovský' Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Halldórsson. Einnig verða fluttar óperuaríur eftir C. Saint-Saens, G. Verdi og Donizetti. Undirleik- ari er Úlrik Ólason en hann er stjórnandi Söngsveitarinnar Ffl- harmóníu. Tónleikarnir í Gerðarsafni í dag eru endurtekning á tónleikum sem voru haldnir í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði laugardaginn 5. mars. Þ.J. Morgunblaðið/Emilía PÓLSKA söngkonan Alina Dubik og Ulrik Ólason halda tónleika í Gerðarsafni í dag. Kór Hafnarfíarðarkírkju og Kammersveit Hafnarfjarðar Kirkju- verk Mozarts Kór Hafnarfjarðarkirkju og Kammersveit Hafnarfjarðar ásamt einsöngvurum munu um helgina flytja fjögur af kirkju- verkum Mozarts. Verkin eru valin með það í huga að sýna þverskurð af verkum tónskáldsins. Kirkjutónlist á dögum Mozarts í Salzburg átti sér langa hefð. Allt frá sextándu öld hafði tónlist- in í Salzburg verið í miklum blóma. Frá barokktímanum og fram að dögum Mozarts var tón- listarhefðin í dómkirkju Salz- burgar leiðandi, að sögn Helga Bragasonar kórstjóra. Þar störf- uðu m.a. C.H. Biber, J.E. Eberlin, C. Aldgasser, Leopold, faðir Moz- arts, og Michael Haydn. „Skipta má kirkjulegum verk- um Mozarts í þrjá flokka,“ segir Helgi, „messur og þar með talin sálumessan, smærri kirkjuleg verk með hinum ýmsu textum og kirkjusónötur sem í raun tilheyra messunum.11 Talið er að Mozart haí i samið fyrstu messuna aðeins tólf ára, en flestar urðu til þegar hann var í þjónustu Hieronymusar CoIIe- redo erkibiskups í Salzburg. Messurnar eru mismunandi að lengd. Efnisskrá Fyrst á efnisskránni er Regina coeli, laetare sem er samið fyrir KÓR Hafnarfjarðarkirkju ásamt stjórnandanum Helga Bragasyni sópran, kór og hljómsveit. Text- inn er antífóna og er í fagnaðar- tóni Um Maríu, drottningu himn- anna, sem er þess verðug að bera hinn mikla ávöxt. Verkið er í fjór- um þáttum og fer Margrét Bóas- dóttir með einsöngshlutverkið. Annað verkið er kirkjusónata sem að öllum líkindum tilheyrir Krýningarmessunni og er fyrir orgel og strengi. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. Þriðja verkið er einsöngsmót- ettan Exultate, jubilate sem er eitt þekktasta verk Mozarts. Verkið er í fjórum þáttum. Mar- grét Bóasdóttir syngur mótettuna og Kammersveit Hafnarfjarðar leikur með. Síðasta verkið á tónleikunum er Krýningarmessan. Messan er dagsett 23. mars 1779 og hefur líklegast verið frumflutt í Salz- burg skömmu seinna. Einnig er vitað að hún var flutt í Pílagríma- DÓMKIRKJAN í Salzburg 1735. kirkjunni í Maria Plain á minning- arhátíð um Maríulíkneski kirkj- unnar, en sú hátíð er jafnan hald- in fimmta sunnudag eftir hvíta- sunnu. Messan ber einkenni hátíð- armessu fyrir það að auk strengja notar Mozart blásturshýóðfæri og pákur. Fyrsti þáttur Krýningarmess- unnar, Kyrie, hefst á ákalli kórs. I miðjum kafianum taka einsöngv- arar við með söngrænar línur. Kaflanum lýkur svo með kór. Öðrum og þriðja þætti, Gloria og Credo, er skipt milli einsöngvara og kórs. Fjórði kaflinn, Sanctus, hefst á inngangi klórs og hljóm- sveitar. Fimmti kaflinn, Benedict- us, er einsöngskvartett og inn á milli syngur kórin. Lokakaflinn, Agnus Dei, hefst á sópranaríu. Verkinu lýkur síðan með hluta einsöngv.ara og kórs. Einsöngvarar eru þau Margrét Bóasdóttir sópran; Ingunn Ósk Sturludóttir mezzósópran; Guð- laugur Viktorsson tenór og Valdi- mar Másson bassi. Tónleikarnir verða i Hafnar- fjarðarkirkju sunnudaginn 23. apríl kl. 17 og í Kristskirkju mánudaginn 24. apríl kl. 20.30. Aðgangaseyrir er 1.200 kr. og er veittur 400 kr. nemendaafsláttur. MYNDLIST Kjarvalsstaðir Studio Granda, ísl. abstraktlist og Tóm- as Magnússon til 7. maí. Asmundarsafn Samsýn. á verkum Ásmundar Sveinss. og Jóhannesar S. Kjarval til 14. maí. Safn Asgríms Jónssonar Vatnslitam. Asgríms til 7. maí. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Sýn. Þessir kollóttu steinar til 1. júní. Gallerí Úmbra Marria Widenor sýnir til 10. maí. Hafnarborg Patrick Huse sýnir til 8. maí. Nýlistasafnið Þrjár sýn; Steinunn G. Helgadóttir, Ingi- björg Hauksdóttir og Edward Mansfíeld til 7. maí. Listfaúsið Laugardal Andrés Magnússon sýnir til 1. maí. Listmunahús Ófeigs Helga Magnúsdóttir og Sigurður Þórir sýna til 16. maí. Listfaús 39 Ljósmyndasýning Jean-Yves Courageux til 23. apríl. Mokka Ljósm.sýn. Bob Flanagan til 22. apríl. Gerðuberg Pétur Ö. Friðriksson sýnir til 23. apríl. Gallerí Birgis Andréssonar Ólafur Lárusson sýnir til 27. apríl. Norræna húsið Samsýning fjögurra myndlistarmanna til 23. apríl. Niels Macholm sýnir til 1. maí í anddyrinu. Gallerí Sævars Karls Páskasýning 29 listamanna. TONLIST Laugardagur 22. apríl Burtfarartónleikar Gests Pálssonar saxófónleikara í sal FÍH kl. 16. Skag- firska söngsveitin í Langholtskirkju kl. 17. Hallfríður Ólafsdóttir og Mik- los Dalmay í Gerðubergi kl. 17. Sunnudagur 23. apríl Vortónleikar yngri nemenda söng- leikjahópa Söngsmiðjunnar í Ráðhús- inu kl. 15. Burtfarartónleikar Gunn- laugs Þórs Briem píanóleikara í Kirkjuhvoli, Garðabæ, kl. 17. Mánudagur 24. apríl Burtfararpróf Guðrúnar Hrundar Harðardóttur víóluleikara í Listasafni íslands kl. 20.30. Diddú og Karlakór Reykjavíkur í Langholtskirkju kl. 20. Miðvikudagur 26. apríl Diddú og Karlakór Reykjavíkur í Langholtskirkju kl. 20. Fimmtudagur 27. april Diddú og Karlakór Reykjavíkur í Langholtskirkju kl. 20. Laugardagur 29. apríl Diddú og Karlakór Reykjavíkur í Langholtskirkju kl. 16. LEIKLIST Þjóðleikhúsið West Side Story lau. 22. aprfl, sun, fös. Taktu lagið, Lóa! lau. 22. aprfl, sun, fím, fös. Snædrottningin sun. 23. aprfl kl. 14. Lofthræddi Orninn hann Orvar lau. 22 aprfl kl. 15. Borgarleikhúsið Við borgum ekki - við borgum ekki frums. lau. 22. aprfl, sun, fím, fös. Dökku fiðrildin mið. 26. apríl, lau. íslenska óperan La Traviata lau. 22. aprfl, fös, sun. Kaffileikhúsið Sápa tvö lau. 29. apríl. Gömul íslensk dægurlög sun. 23. apríl. Sögukvöld mið. 26. apríl. Hlæðu Magdalena, hlæðu fím. 27. apríl. Leggur og skel mán. & fös. fyrir hópa. Leikfélag Akureyrar Djöflaeyjan lau. 22. apríl, fös. lau. Möguleikhúsið Astarsaga úr fjöllunum lau. 22. apríl kl. 16. Umferðarálfurinn Mókollur sun. 23. apr. kl. 14. Hugleikur Fáfnismenn lau. 22. apríl, fös. Leikfélagið Grímnir Svört kómedía lau. 22. aprfl. KVIKMYNDIR Norræna húsið Gummí Tarzan sun. kl. 14. MÍR Uppgangan sun. kl. 16. LISTAKLÚBBUR Leikhúskjallarinn Gospel-kvöld mán. kl. 20.30. Umsjónarmenn listastofnana og sýningarsala! Upplýsingar um listviðburði sem ósk- að er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merkt- ar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvk. Myndsendir: 91-691181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.