Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 C 5 Áhorfandinn kemur inn í herbergi og sér þar tvær síendurteknar myndir sem varpað er á vegg og fjögur sjónvarpstæki að auki með þremur myndskeiðum. Öll þessi myndbönd eru leikin samtímis og ráðast á áhorfandann með óhljóðum og myndefninu; í þeim öllum eru trúðar við óþægilegar aðstæður. Þeir öskra, hrópa „Nei! Nei“ í sí- fellu og einn situr og rembist á al- menningsklósetti. Nýjustu verkin endurkalla eldri þemu úr list Nau- mans, en með breyttum áherslum. „Tíu höfða hringur/upp og niður“ (1990), skúlptúr úr vaxi og vír, minnir á eldri verk um ofbeldi og aflimun. í myndbandinu „Potaði í auga/nef/eyra“ (1994), snýr Nau- man aftur til líkama síns sem aðal- viðfangsefnisins, í rannsókn sem er fyndin er pínleg um leið. Hin sérstöku, persónulegu áhrif sem Nauman nær að kalla fram í bestu verkum sínum, virka iðulega á líkamann og höfuðið í senn. Eins og Robert Storr, sýningarstjóri Núlistasafnsins bendir á, þá hefur Nauman náð að víkka verulega út vitræn, tilfinningaleg og andleg svið hugmyndalistarinnar. Að hluta til stafar hið þrönga mat á hug- myndalist og annmörkum hennar, af þeim hugmyndafræðilega að- skilnaði hugar og iíkama sem er svo áberandi í vestrænni heim- speki. Hugmyndir eru, samkvæmt þessu, háðar rökum og skynsemi, meðan líkaminn bregst við þörfum og áreitum. Nauman ræðst á þessa tvíhyggju með hæfileikum reynds rökræðumeistara. Og leitar um leið til manna sem hann segir hafa ver- ið áhrifavalda á sig: Ludwig Wittg- enstein, Man Ray, Alain Robbe- Grillet og Samuel Beckett. Bruce Nauman skapar gjarnan verk sem geta látið áhorfendur hlæja og gretta sig um leið. Hann mætir þeim ekki aðeins með list sem er skopleg og hryllileg í senn; hann umlykur þá með taugatrekkjandi áreitum sem skilja lítið rými eftir fyrir íhugun. Með því að fylla rým- ið með blikkandi ljósum og sker- andi hávaða breytir Nauman upplif- uninni að horfa í athöfn sem reynir stundum á þolgæðið. Markmiðið með þessum umlykjandi innsetning- um er ekki að fylla fólk hryllingi, og ekki heldur stílbragðið eitt og sér, heldur tilraun til að virkja öll skilningarvitin. Sjálfur er Bruce Nauman maður andstæðna. Listamaðurinn sem skapar verk sem vekja þessi sterku viðbrögð býr í Nýju Mexíkó og ná- grannarnir þekkja þann aðeins sem kúrekann Bruce. Á búgarði sínum elur hann upp hesta og temur, hjálpar nágrönnum að smala kún- um, og vinnur þess á milli að list sinni í stórri skemmu. Eiginkonan, Susan Rothenberg, er einn kunn- asti málari Bandaríkjanna í dag og skapa þau hjón vægast sagt ólíka myndlist. Nauman er lítið gefinn fyr- ir sviðsljósið og vill ekki sýna of mikið eða víða. Athygli vakti þannig að hann hafnaði boðum um að vera miðpunkturinn á síðustu Docu- menta í Kassel og á þeim Whitney- tvíæringi sem stendur nú yfir í New York. Hann heldur áfram að skapa og finna nýjar leiðir, en eins og list- rýnir New York Times benti á, þá hefur hann „annaðhvort verið í far- arbroddi eða framarlega í svo að segja hverri nýrri bylgju í myndlist- inni - póst-mínimalisma, konsept- list, líkamslist, myndbanda- og inn- setningarlist", og frægð og frami hafa ekki fengið hann til að slaka á kröfunum. í viðtölum kýs Nauman heldur að tala um hrossatamningar en eigin listsköpun, en hefur þo lýst verkum sínum sem svo, að þau „séu eins og að vera sleginn með kylfu í andlitið. Eða hnakkann öllu heldur. Þú séð hana ekki koma; ert bara sleginn niður.“ Sýningunni á verkum Bruce Naumans í Nýlistasafninu (MoMA) í New York lýkur 23. maí. Þaðan ferðast hún til Kunst- haus í Ziirich, Sviss, og stendur þar fram á haust. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins íNew York. Uppreisn öreiganna Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞÆR ERU skrautlegar margar uppákomurnar í gamanleiknum „ Við borgum ekki, við borgum ekki“ sem frumsýndur verður á fjölum Borgarleikhússins í kvöld. HVAÐA dagur er eiginlega í dag?“ spyr aumingja Giovanni áður en tjaldið fellur og ekki að ósekju því atburðarásin sem á undan er gengin hefur verið með þvílíkum ólíkindum að það hálfa væri nóg. Allar konurnar í hverf- inu — frá 8 ára til 84 ára — eru ófrískar af tvíburum og jafnvel herlögreglan er orðin gild undir belti. Óreigarnir hafa skorið upp herör gegn oki kapítalismans og allt getur gerst. Bókstaflega allt! Farsinn „Við borgum ekki, við borgum ekki!“ eftir Dario Fo, sem frumsýndur verður á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld, var upphaflega ekki á verkefnaskrá vetrarins lyá Leikfélagi Reykja- víkur. Hugmyndin að uppfærsl- unni er runnin undan rifjum Þrastar Leós Gunnarssonar sem sá sér leik á borði þegar Stóra sviðið losnaði nú undir vor. Bar hann hugmyndina fyrst undir hús- ráðendur í Borgarleikhúsinu og síðan fimm valinkunna leikara — hugnaðist hún öllum. Það var því að hrökkva eða stökkva og rúmum fjórum vikum síðar stendur frum- sýningin fyrir dyrum. Fékk toppleikara með sér „Ég setti „Við borgum ekki“ upp með áhugaleikhópi á Bildudal fyrir fimm árum, þannig að ég þekkti verkið og taldi mig því geta gert þetta á svona stuttum tíma. Eg hefði hins vegar ekki þorað að fara út í þetta ef ég hefði ekki fengið toppleikara með mér,“ segir Þröstur Leó sem þreytir nú frumraun sína sem leik- stjóri í atvinnuleikhúsi. Hann seg- ir að allir hafi verið boðnir og búnir til að leggja sitt af mörkum, enda hafi ekki veitt af þar sem tíminn var knappur. „Þetta varð að gerast strax, enda nennir fólk ekki að fara í leikhús þegar lengra er liðið á sumarið." „Við borgum ekki, við borgum ekki!“ var frumsýnt á íslandi af sunnandeild Alþýðuleikhússins í Lindarbæ 1978 undir leikstjórn Stefáns Baldurssonar og féll þá í fijóa jörð. Hefur leikritið síðan verið flutt af ýmsum áhugaleikfé- lögum víða um land. Með aðalhlut- verk leiksins fara að þessu sinni Margrét Helga Jóhannsdóttir, Magnús Ólafsson, Ari Matthías- son, Eggert Þorleifsson og Hanna María Karlsdóttir sem tók einnig þátt í uppfærslunni fyrir sautján árum. Leikmynd gerir Jón Þóris- son, lýsingu hannar Ögmundur Þór Jóhannesson en þýðing er eftir Ingibjörgu Briem og Guð- rúnu Ægisdóttur. Ótvíræðir hæfileikar Magnús og Margrét eru flestum hnútum kunnug í leikhúsi en hafa sjaldan eða aldrei upplifað aðra eins keyrslu og nú. Þau segja að knappur tími kalli á mikið erfiði en fyrir vikið hafi æfingatíminn verið ákaflega skemmtilegur og spennandi. Þau hafa lítið sem ekk- ert leikið saman áður og kveðst Magnús vera þakklátur fyrir tæki- færið sem gefist nú. „Elskan mín, þetta er bara byijunin. Nú verða það M&M kúlur í framtíðinni," svarar Margrét um hæl. Hæla þau einnig Þresti á hvert reipi og segja hann hafa ótvíræða hæfileika til að leikstýra. „Hann er góður leik- ari en verður ekki síðri leikstjóri; hann fer þannig að manni,“ verður Magnúsi að orði. Sjálfur segist Þröstur vera stoltur af því að jafn reyndir leik- arar skuli hafa treyst honum fyrir verkefninu. Hann segir að það taki miklu meira á taugarnar að vera leikstjóri en leikari. „Sem leikari þarf maður bara að hugsa um eigin frammistöðu en sem leik- stjóri verður maður að halda utan um allt saman. Oft langar mann að stökkva upp á svið og skakka leikinn ef eitthvað fer aflögu, en það þýðir víst ekki á sýningum.“ Þröstur hyggst því einbeita sér að því að leika í nánustu framtíð en útilokar ekkert þegar leik- stjórnina bera á góma. „Maður á kannski eftir að gera þetta aftur.“ Dario Fo er íslenskum leikhús- gestum að góðu kunnur en farsar hans og ærslaleikir hafa notið ómældra vinsælda meðal íslenskra leikhúsgesta síðan Leikfélag Reykjavíkur kynnti einþát- tungana „Þjófa, Lík og Falar kon- ur“ í Iðnó 1963. Baráttumál líðandi stundar Fo er einn virtasti leikhúsmaður Evrópu í dag. Hann er fæddur í verkalýðsstétt og hefur alla sína starfsævi sem leikari, leikstjóri og höfundur unnið að framgangi gamanleiks sem pólitísks tækis. Fo sækir efnivið sinn í baráttumál líðandi stundar en leikir hans hafa í meðförum leikhúsfólks annarra landa öðlast víðari skirskotun. „Við borgum ekki, við borgum ekki!“ var frumsýnt í leikhúsi Fo og konu hans, Frönku Rama, árið 1974. Efni leiksins, misskilningur og átök, voru sótt í efnahagserfið- leika sem ríktu á Norður-Ítalíu og leiddu til gífurlegra hækkana á verðlagi, lækkunar kauptaxta og uppsagna verkafólks. I kjölfar þessa risu upp andstöðuhópar verkafólks sem neituðu að greiða uppsett verð á matvöru í verslun- um og tilkynntu kaupmönnum verðskrá á matvöru í samræmi við kaupgetu sína. Margrét og Magnús eru á einu máli um að það sé erfitt að leika verkið sem sé afar vel skrifað og uppfullt af ýmsum smáatriðum sem verði að koma til skila. Þau segja ennfremur að farsinn hafi aldrei notið viðunandi virðingar hér á landi þótt hann sé í hávegum hafður víða um lönd. Nefna þau sérstaklega gagnrýnendur í því samhengi. „Eg hef ekki leikið mikinn farsa en að mínu mati er þetta lang erfiðasta formið,“ segir Margrét og Magnús bætir við: „Góður leikari er sá sem getur leikið farsa!“ „Við borgum ekki, við borgum ekki!“ á að mati aðstandenda sýn- ingarinnar fullt erindi við íslend- inga í dag, enda hafi nokkurrar ólgu gætt á vinnumarkaði hér í vetur. Þeir líta hins vegar fyrst og fremst á sýninguna sem skemmtun. „Þetta er verk sem þjóðfélagið þarf á að halda. Þetta hefur verið harður vetur og fólk þarf að skemmta sér,“ segir Mágn- ús og Margrét tekur í sama streng: „Það er nauðsynlegt að hlæja svo- lítið og labba síðan út í vornótt- ina.“ OPO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.