Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Norrænar bókmenntir á Spáni Kuldi og hiti í norðri o g suðri ÞRJÚ skáld „kynslóðarinnar frá 1927“ saman á mynd þetta bók- menntasögulega ár: Federico García Lorca, Pedro Salinas og Rafael Alberti. NORÐRIÐ er í augum Spánveija tákn kuldans. Spánveijum verður því tíðrætt um kulda þegar þeir ræða við og um Norðurlandabúa. Skáldið Luis García Montero frá Granada sem skrifar inngang að bókinni Norrænar smásögur í hundrað ár sem komin er út hjá Ediciones de la Torre í Madríd legg- ur út af kuldanum í umfjöllun sinni um norrænar bókmenntir. Inngangurinn nefnist Sagt frá kuldanum og þar er komist að þeirri niðurstöðu að frásagnir af kuldan- um auki skilning Spánveija á hitan- um því að sérhver vitneskja um aðra stuðli að sjálfsskilningi, sé manni sjálfum spegill. Samkvæmt því sé unnt að vera norrænt skáld á Spáni eða Miðjarðarhafshöfundur í Noregi. Við berum öll norðrið og suðrið í okkur, kuldann og hitann. í þessu tilviki má líklega enn einu sinni leita fanga í Alsnjóa Jónasar Hallgrímssonar: „Ber sig það allt í ljósi lita, lífið og dauðann, kulda og hita.“ García Montero vitnar í sögu Guðbergs Bergssonar, Maðurinn er myndavél sem birtist í Norrænum smásögum og segir í upphafi frá dögunum sem voru: „Undarlega sólríkir, hafið rennislétt eins og nýrunnið út úr minni guðs. Og það var undarlega hlýtt, svona langt í norðri, en það var svalt í söngvum og ljóðum." Norðmaðurinn Rafael Alberti Rafael Alberti (f. 1902) er eina skáld „kynslóðarinnar frá 1927“ sem enn er á lífi. Þessi Andalúsíu- maður að uppruna lýsti því yfir ungur að árum og í því skyni að storka umhverfí sínu að hann væri í raun og veru norskur höfundur. Að mati García Monteros vildi Rafa- el Alberti ekki láta líta á sig sem skáld vinsællar andalúsískrar hefð- ar sem García Lorca var meðal annars fulltrúi fyrir. Hann vildi ekki láta skipa sér í sveit eða binda sig við menningu föðurlandsins. „Kynslóðin frá 1927“ er ein hin merkasta í spænskri bókmennta- sögu og hefur verið kölluð ný gull- öld. Ung skáld komu saman í Se- villa 1927 til að minnast skáldsins Luis de Góngora. Auk Albertis til- heyra þessari kynslóð Federico García Lorca, Pedro Salinas, Jorge Guillén og Dámaso Alonso. Síðan bættust við Gerardo Diego, Luis Cemuda, Emilio Prados, Manuel Antolaguirre og Vicente Aleix- andre. Alberti vakti mikla athygli fyrir ljóðabók sína, Sjómaður í landi (1924), en kunnasta ljóðabók hans er Um englana (1929). Þetta er heimslokabók, myndrík ljóð í anda súrrealista. Eini engillinn sem lifir ósköpin af er sár og vængbrotinn. Spænskur súrrealismi En það var ekki síst Vicente Aleixandre með Skugga paradísar (1944) og öðrum verkum sem gerði spænskan súrrealisma svo sérstæð- an og magnaðan að oft heyrist því fleygt að súrrealisminn hafí náð lengra á Spáni og skilað dýpri list en í heimalandinu, Frakklandi. Hjá García Lorca var skrefið stig- ið til fulls í Skáldi í New York (ljóð- in ort í New York 1929-30, komu fyrst út 1940 í Mexíkó og Banda- ríkjunum). Skáld í skugga í skugga „kynglóðarinnar frá 1927“ hafa spænsk skáld ort síðan. Það hefur ekki komið í veg fyrir að mörg merk skáid hafa komið fram á Spáni: Miguel Hemández, Blas de Otero, José Hierro, Jaime Gil de Biedma, Pere Gimferrer og fleiri. Hið eilífa þroskar djúpin sín, úrval spænskra ljóða 1900-1992 í þýðingu Guðbergs Bergssonar sýnir þetta meðal annars. Yngsta skáldið í þeirri bók er Blanca Andreú (f. 1959), en hún hefur tekið upp dul- úðgan og myndrænan stíl sem minnir fremur á „kynslóðina frá 1927“ en hina svokölluðu „kynslóð frá 1936“ sem kennd er við borga- rastyijöldina og var skorinorð í ljóð- um sínum sem oft vora ádeilur. Til gamans má geta þess að Blanca Andreú leitar á slóðir kuldans því að hún tileinkar sænska skáldinu Wemer Aspenström ljóð sem að einhveiju Ieyti sækir innblástur til hans. Dæmigert skáld fyrir kynslóð borgarastyijaldarinnar er José Hi- erro (f. 1922). Hann sat lengi í fangelsi á Francotímunum og hefur ort raunsæislega um samtímann, en hallast að annars konar ljóða- gerð nú. Hierro býr í Madríd og er mjög viðurkennt og margverðlaun- að skáld, m.a. hlaut hann Spænsku þjóðarverðlaunin í bókmenntum 1990. Bók ofskynjananna eftir Hi- erro kom út 1966 og hafa menn til einföldunar freistast til að skipta ljóðagerð hans í tvö tímabil: Heim- ilda- og ofskynjana. „Við lifum og deyjum dauða og annarra manna lífi. / Hinir dauðu hvfla níðþungt á herðum okkar“, yrkir Hierro í þýðingu Guðbergs. Jóhann Hjálmarsson Klukku- streng’ir í Hveragerði Hveragerði. Morgunblaðið. LEIKFÉLAG Hveragerðis fram- sýnir leikritið Klukkustrengi eftir Jökul Jakobsson í Hótel Ljósbrá í kvöld laugardagskvöld kl. 20.30. Leikritið Klukkustrengir §allar um líf fólks í litlum bæ þar sem lítið er um að vera. En koma orgel- stillara til bæjarins veldur upp- námi meðal bæjarbúa og á eftir að verða afdrifarík. Leikstjóri verksins er Anna Jór- unn Stefánsdóttir og með helstu hlutverk fara Svala Karlsdóttir, Stefán Pétursson og María Krist- jánsdóttir. Leikfélagið hefur nú fengið að- stöðu í Hótel Ljósbrá undir æfing- ar og sýningar og er það mikil bót frá því sem áður var er leikfélagið sýndi í Grannskólanum í Hvera- gerði. Næstu sýningar á Klukku- strengjum verða síðan á Hótel Ljósbrá sunnudags- og þriðjudags- kvöld kl. 20.30. ♦ ♦ » Burtfarar- tónleikar GESTUR Pálsson saxófónleikari heldur burtfarartónleika í dag laugardag kl. 16 í sal FÍH-tónlist- arskólans að Rauðagerði 27. Á efnisskránni era lög úr ýmsum áttum og hefur Gestur fengið til liðs við sig Árna Heiðar Karlsson píanóleikara, Ró- bert Þórhallsson bassaleikara og Einar Val Scheving trommuleik- ara. Sérstakur gestur er gítarleik- arinn Kristján Eldjárn. Aðgangur er ókeypis. Gestur Pálsson Barnabókaútgáfa 1994 Hvað bjóðum við bömunum? í fyrri yfírlitsgrein sinni um bama- og unglingabækur liðins árs gallar Sigrún Klara Hannesdóttir um frumsamdar íslenskar bækur og víkur að þeirri staðreynd að dregið hefur verið úr bamabókaútgáfu. ETTA er í ijórða sinn sem undirrit- uð gerir tilraun til að draga saman yfírlit yfír barnabókaútgáfu næstl- iðins árs. Tilgangur yfírlitsgreinar af þessu tagi er þó ekki að gefa einstökum bókum umsögn. Fyrst og fremst er verið að skoða afrakstur liðins árs, leita að ein- hvers konar tilhneigingum, benda á það sem vekur athygli og skoða þá þróun sem orðið hefur. Að sjálfsögðu er ekki mögulegt að nefna allar bækur sem út koma og ekki er heldur gerð tilraun til að fjalla um rit eftir einhverri gæðaröð. Árin 1992 og 1993 virtist bókaútgáfa fyrir böm og unglinga vera nokkuð grósku- mikil og bæði árin komu fram á sjónarsvið- ið nýir höfundar sem bættu við gróðri á akur íslenskra bamabóka. Þetta hefur verið mjög ánægjuleg þróun því þjóðinni er mjÖg mikilvægt að bömin hafí gott úrval af lestr- arefni við sitt hæfi. Bækumar þurfa að vera vandaðar, vel unnar og efnið að höfða til lesendanna. Hvort íslensk þjóð verður jafn- vel læs í framtíðinni og hún hefur verið hing- að til fer eftir því hvort bækur era þannig úr garði gerðar að þær geti keppt við ótal aðra miðla sem kalla á athygli yngri kynslóð- arinnar. Samkvæmt íslenskum bókatíðindum 1994 komu út um það bil 40 framsamdar bækur (þar með taldar endurútgáfur) og um 60 þýddar bækur. Þetta er talsvert minna en undanfarin ár, þegar útgáfan hef- ur verið 140-150 titlar á ári, en þó má vera að eitthvað komi út af bókum sem ekki komast inn í íslensku bókatíðindin. Þar má telja til dæmis allar bækur Námsgagnastofn- unar, sem sinnir talsvert mikilli útgáfu ann- arra bóka en beinna kennslubóka, en heldur er ólíklegt að þar hafí orðið aukning milli ára. ADDA lærir að synda eftir Jennu og Hreiðar kom út í fjórðu útgáfu. Mynd- skreytingar eru eftir Erlu Sigurðar- dóttur. Nýir liðsmenn Þótt augljóslega sé samdráttur í bókaút- gáfu fyrir börn á íslandi skal þó fyrst nefna vaxtarbroddana, þá sem nýir koma fram á sjónarsviðið. Þar má fyrst telja Guðrúnu Eiríksdóttur, sem fékk Islensku barnabóka- verðlaunin árið 1994 fyrir bók sína Röndótt- ir spóar. Enn hefur nýr höfundur fengið fyrstu bók sína útgefna fyrir tilstilli Is- lensku bamabókaverðlaunanna og hefur sjóðurinn því náð fyllilega þeim tilgangi sínum að örva höfunda til skrifta og auka fjölbreytni á íslenskum bamabókamarkaði. Ánnar nýr höfundur er Hildur Einarsdóttir, sem sendi frá sér nútíma sveitasögu með nafninu Dekurdrengur á dreifbýlisbomsum. Báðar era sögurnar rótfastar í íslensku nútímasamfélagi og sýna börn í eðlilegu umhverfi. Hér má einnig nefna yngsta rit- höfundinn, Helga Bachmann, sem er aðeins níu ára. Saga hans Ævintýraprinsinn vekur bjartsýni á að í framtíðinni vilji höfundar leggja það fyrir sig að skrifa bækur fyrir börn. Samt vekur það athygli hversu fáir nýir höfundar feta nú út á þessa braut og er hér talsvert mikil fækkun á milli ára. Má getum að því leiða að útgefendur séu heldur ragir við að gefa út bækur óþekktra höfunda. Myndlistarmenn Fleiri nýliðar reyna sig við myndskreyt- ingar og er það athyglivert að sjá hversu margir íslenskir myndlistarmenn era til taks við að myndskreyta. Má ef til vill þakka það þróttmiklu starfi myndlistarskól- anna. Af nýliðum hér má nefna Þorfínn Sigurgeirssön, sem á myndir og texta í bókinni Lísa Dóra súpersterka. Þar segir frá lítilli stelpu sem getur horfíð frá hafra- grautnum á augabragði og tekst að láta hversdagsleikann víkja fyrir hugarfluginu. í hennar heimi er ekkert vandamál að binda hnút á Kuldabola. Þó kann ég ekki við þessa nafngift. Við eigum ágætt orð yfir það sem á enskunni er kallað „super“. Þorfínnur á einnig myndir við texta Sigríð- ar T. Óskarsdóttur í bókinni Rebbabræður eignast vini. Tófumyndir hans vantar feg- urð refsins og tign og rebbarnir hans eru ekki nógu íslenskir. Halla Sólveig Þorgeirs- dóttir myndskreytir Kvöldsögur Þorgríms Þráinssonar. Myndimar eru í fullum litum, líflegar og skemmtilegar. Auk heilsíðu- myndanna eru litlar skrejlingar á textasíð- unum. Halla er greinilega upprennandi myndskreytir. Olga Bergmann mynd- skreytir sögu Árna Bergmanns um Stelp- una sem var hrædd við dýr. Ásta er hrædd við öll dýr, stór og smá, en tekst að yfír- vinna hræðsluna. Myndirnar era vatnslita-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.