Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.04.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA WtottSttnWábib 1995 SKIÐI LAUGARDAGUR22. APRIL BLAÐ D Morgunblaðið/Rúnar Þór Veistu hver er stærsti vinningurinn á Andrésar andar-leikunum á skíðum? „ VEISTU hver er stærsti vinningurinn á Andrésar andar-leikunum? spurði einn skíðaþjálfarinn á Akureyri ungan keppanda sem var að undirbúa sig fyrir svigkeppnina á fimmtudaginn. „Nei," svaraði sá stutti og horfði undrandi á þjálfarann, sem sagði; „Það er að fá að taka þátt í þessari skiðahátíð, sigur skiptir ekki máli." Þessi orð þjálfarans eru í tíma töluð og það sem málið snýst um. Andrésar andar-leikarnir eru fyrst og fremst hugsaðir sem skemmtun og til að auka tengsl og vináttu þeirra sem leikana sækja. Einkunnarorð Vetrarólympíuleikanna í Lillehammer í fyrra voru: „Leikar fyrir lífið". Þessi orð eiga vel við á Andrésar andar-leikun- um sem voru settir á Akureyri á miðvikudagskvöld. Tæplega 900 krakkar á aldrinum sex til tólf ára mættu til leiks og þar af erlend- ir gestir frá Svíþjóð og Grænlandi. Leikarnir eru sérstakir fyrir þær sakir að nú eru tuttugu ár síðan þeir voru fyrst haldnir og er þess sérstaklega minnst með því að keppnisdagarnir eru nú fjórír í stað þriggja áður. I gær hófst keppnin og á myndinni er Fannar Smári Vilhjálmsson frá Akureyri á fleygiferð í stórsvigi átta ára stráka. ¦ Andrósar andar leikarnir / D2. Héðinn aftur heim og íviðræðum viðFH-inga HÉÐINN Gilsson, landsliðsmaður í handknatt- Ieik, hefur ákveðið að koma heim og sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins bendir allt til að hann gangi aftur tii Iiðs við FH. Viðræð- ur hafa staðið yfir að undanf örnu og samning- ur er á borðinu en ekki hefur enn verið skrif- að und ir. Hins vegar voru samningar undirrit- aðir við Guðmund Karlsson, þjálfara, í vikunni og verður hann áfram með Iiðið næsta keppnis- tímabil. Eins og greint var f rá i vikunni fer Héðinn í rannsókn á mánudag vegna meiðsla í hæl og gctur svo f arið að hann þurfi að fara í uppskurð. Rondey og Teitur áfram hjá Njarðvík RONÐEY Robinson, miðherji körfuknattleiks- liðs Njarðvikur undanfarín f imm á r, hefur ákveðið að vera áf ram í herbúðum í slands- meistaranna. Hann hafði lýst því yfir að kom- inn væri timi til að breyta li I og vildi reyna fyrir sér á meginlandi Evrópu en snerist hugur og gerði eins árs samning. Sama á við um Teit Örlygsson en nokkur félög höfðu sýnt áhuga að fá hann. David Seaman varði þrjár vítaspyrnur DA VID Seaman tók heldur betur á honum stóra sinum í vítakeppni að loknum framlengdum undanúrslitaleik Sampdoria og Arsenal í Evr- ópukeppni bikarhafa í knattspyrnu í fyrra- kvöld. Énski landsliðsmarkvörðurinn varði þá þrjár vitaspyrnur og tryggði enska liðinu úr- slitaleik gegn Real Zaragoza frá Spáni i París lO.maí. Arsenal vann fyrri leikinn 3:2 en útlitið var allt annað en bjart hjá enska liðinu eftir að varamaðurinn Claudio Bellucci hafði gerttvö mðrk fyrir heimamenn í Genúa á þremur mín- útum, staðan 3:1 og fjórar inínútur til leiks- ioka. En Svíinn Stefan Schwarz tryggði fram- lengingu með því að skora á síðustu mínútu venjulegs lciktítna og Seaman sá um ai'ganghm með tilþrifum. „ Ég er í óþægilegri stöðu en það er ekki hægt að vinna allt.," sagði Lombardo sem átti góðan Icik í f ramlínu Sanipdoria eu lét verja frá sér síðasta vitíð. „II vað er hægt að segja eftir svonatap," spurði Svíinn Goran Eriksson, þjálf ari ítalska liðsins. „ Við lékum ekki vel fyrr en Uðið var á seinni hálfleik og það verð- ur að hrósa leikmönnuin Arsenal sem hættu aldrei að berjast." Ruud Gul lit., David Platt og Fausto Salsano léku ekki með ítalska liðinu. HANDKNATTLEIKUR Geir gerdi samn- ing við Montpellier Qeir Sveinsson, fyrirliði lands- liðsins og íslandsmeistara Vals í handknattleik, samdi sím- leiðis við franska félagið Montp- ellier síðasta vetrardag, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins. Hann gerði samning til tveggja ára og á að vera mættur 24. júlí nk. þegar æfingar hefjast fyrir næsta tímabil. Eftir að hafa leikið með Val alla tíð fór Geir til Spánar og lék með Granollers og Alzira en sneri aftur til Vals fyrir tveimur árum. Fyrir um það bil þremur vikum höfðu talsmenn frönsku meistar- anna samband við Júlíus Jónasson og spurðust fyrir um hvernig hægt væri að ná í Geir. í kjölfarið höfðu þeir samband við fyrirliðann nokkrum sinnum og úr varð að hann skaust til Frakklands um páskana til að líta á aðstæður. Heimildir Morgunblaðsins herma að þá hafi verið gengið frá málinu og Geir síðan staðfest það áður en hann hélt með landsliðinu til Danmerkur. Mlklar breytlngar Ljóst er að margir af lykilmönn- um Vals íhuga að leika annars stað- ar næsta tímabil. Eins og greint hefur verið frá er Dagur Sigurðs- son alvarlega að hugsa um að taka tilboði frá Sviss, Júlíus Gunnarsson er að skoða tilboð frá Þýskalandi, félag í Sviss hefur sýnt áhuga á að fá Jón Kristjánsson og Finnur Jóhannsson íhugar skipti í Selfoss. Hins vegar verður Ólafur Stefáns- son áfram í herbúðum Vals. FRJÁLSÍÞRÓTTIR: 80. VÍÐAVAIVIGSHLAUP ÍR / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.