Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ St. Emilion og Pomerol 1994 Nýrra árganga frá bestu framleiðendum Bordeaux-héraðsins er ávallt beðið með mikilli eftirvæntinffli. Steingrímur Sigur- geirsson smakkaði á dögunum „grand cru“ vín uppskeruársins 1994 o g segir ágætan árgang í vændum, þegar þessi vín koma á markaðinn á næsta ári. Að MORGUNÞOKA á vínekrum Chateau Angelus. BORDEAUX þarf svo sannarlega á góðum árgangi að halda. Und- anfarin þijú ár hafa öll verið nokkuð undir meðallagi þó að vissulega megi líkt og ávallt finna vín frá einstökum framleið- endum, sem standa vel undir nafni. A heildina litið hafa árgang- amir 1991, 1992 og 1993 hins vegar verið fremur dapuriegir, ekki síst í ljósi þess hversu góðu vanir við neytendur erum orðnir í ljósi allra þeirra frábæru ár- ganga, sem níundi áratugurinn skartaði. Fyrstu smakkanirnar á víni ársins 1994 hafa nú farið fram og á heildina litið lofa vínin góðu. 1994 er þó árgangur, sem erfitt er að alhæfa um. í flestum héruðum Bordeaux geta menn verið ágætlega sáttir við meðal- gæðin og sumum framleiðend- um, ekki síst í Pauillac, St. Juli- en, Pomerol og St. Emilion, hef- ur tekist að búa til afbragðs vín. í öðrum héruðum eru gæði vín- anna misjöfn, ekki síst í Saut- ernes, þar sem árið 1994 verður líklega ekki hátt skrifað. Á heildina litið er samt um ágætan árgang að ræða, sem helst er borinn saman við árið 1988. Ekki toppár, en gott ár sem skilar sígildum vín- um. Auðvitað eru þau vín, sem smökkuð voru, enn á frumstigi, og mörg þeirra eiga um ár eftir í eikartunnunum áður en þau verða sett á flöskur. Þau eiga því eftir að taka verulegum breytingum en með því að smakka þau nú má þó fá góða vísbendingu um hverju þau eigi eftir að skila í framtíðinni. St. Emilion Chateau Larcis Ducasse ein- kenndist af megnri krækibeija- lykt og sætum, ungum beijatón- um. Tiltölulega milt og frekar stutt í munni með nokkurri sýru í lokin. Ch. Grand-Mayne var dökkt og djúpt í lit, ilmur [angan víns- ins er stundum kölluð „nef“ þess] sætur og áfengur, allt að því út í kardimommudropa. Góður ávöxtur í bragði og nokkuð tann- ískt og langt. Það er hins vegar ekki hægt að segja um Ch. Villemauvin. Litur var meðaldjúpur og bragð stutt og fremur þunnt. Hvarf líkt og hurð væri skellt er víninu var spýtt. Ch. Fonplegade. Litur ekki mjög djúpur, nef lítið og lokað. Uppbyggingu vínsins virðist ábótavant og bragð frekar út- vatnað. Ch. Troplong-Mondot. Litur fallega dökkur og bláleitur. Sæt- ur viður í nefí. Eikin heldur áfram út í bragðið og skefur vel í gómi. Hins vegar er á mörkunum að nægilega mikill ávöxtur sé á bak við eikina. Morgunblaðið/Steingrímur ST. EMILION er án efa fallegasta þorp Bordeaux-héraðsins. , "!■. ,* li .'saégí Ch. Pavie. Rauður litur, ekki mjög djúpur. Krækiber í nefi. Ágæt stemma [þ.e. tannín úr eik og beijum sem valda þurri stamri tilfínningu í gómi og á tungu] og ávöxtur sem veltist um í munni. Langt eftirbragð. Ch. La Dominique. Djúpur, fagurblár litur og sætur áfengur ilmur. Vínið óvenjulega sætt og milt í munni. Þétt uppbygging, með nokk- urri sýru og stemmu. Ch. Pavie Decesse. Ilmgóð, dökk ber í nefi. Bragð flókið og sér- stakt, minnir helst á sjampóilm (ekki bragð) eða aðrar hreinlætisvörur í jákvæðri merkingu. Situr lengi í munni. Vín sem gæti orðið mjög athyglis- vert með tímanum. Ch. Canon la Gaffelérie. Nokkuð djúpur litur en nef lok- að. í munni mikil stemma og þéttriðinn bragðvefur. Lofar góðu. Ch. Dassault. Sérstakt nef, sem minnir allt að því á eitthvað er ekki var ætlunin að geijast ætti. Skoppar á milli ofþroskaðra og nær skemmdra ávaxta. Fín stemma í lokin. Ch. Canon. Nef opið og sætt, áfeng ber í öndvegi. Bragð er þétt, mikil sæta og dökkir ávext- ir. Þynnist nokkuð út í lokin. Mjög fágað vín. Ch. Franc-Mayne. Meðalþéttur litur, nokkuð blátt. Sæt ber í nefí. Meðalþungt, meðalþétt, meðalvín. Ch. Angelus. Djúpur, djúpur litur. Örlítið lokað nef en góður massi undir niðri. Yndislega þétt, sætt og mjúkt, þrátt fyrir að vera nokkuð tannískt. Nokkuð grænt [óþroskað], minnir á blautt lyng og birki. Ch. Clos Fortet. Ágæt dýpt. Nef lokað en þétt. Skortir lengd í annars ágætt bragð. Ch. Larmande. Verulegur ávöxtur og eik í nefí. Sætt og gott á tungu með góðri stemmu í lokin. Kannski fullmikil eik mið- að við annað. Ch. Figéac. Lokað nef en ilmur fremur sveitalegur. í munni bragðgóður ávöxtur og brenndar greinar. Nokkuð grænt og ekki yfirþyrmandi. Fágað glæsilegt vín. Ch. Le Tour Figéac. Sætt og mikið í munni. Árásargjarn bragðmassi, sem ræðst á mann en dregur sig strax í hlé. Sofandi vín, sem eflaust verður spenn- andi þegar það vaknar. Ch. Cap de Mourlin. Sam- þjappaður ávöxtur í nefi en bragð fyrst og fremst áfengt og tann- ískt. Skortir ávöxt. Ch. Ballestard La Tonnelle. Meðalalykt eða vítamínmixtúra í nefi. Góð bragðvídd en skortir samþjöppun eins og stendur. Vín sem hefur flest það sem til þarf og gæti náð vel saman þegar fram í sækir. Ch. Cheval Blanc. Hreinn, djúpur og fallegur litur. Þéttur bragðmassi, allt að því út í marsípan! Breytist stöðugt í munni og kemur manni á óvart. Hoppar frá ávexti yfir í stein- efnakennt flúorbragð. Lítill risi, sem slær 1993 frá Cheval Blanc út með látum. Pomerol Chateau La Cabanne. Góður massi í nefí, nokkuð sultukennd- ur massi í munni. Ágæt stemma og þétt uppbygging. Ch. La Croix de Gay. Nef nokkuð brennt og minnir á of- soðna sultu. í munni svífur eikin yfír vötnum af brenndum ávaxtamassa. Ch. La Pointe. Þónokkur van- illa í bland við ávöxtinn. Milt og viðarkennt í munni. Ávöxtur fal- inn. Ch. Nenin. Opinn, áberandi ávöxtur. Bragð fremur stutt og svekkjandi miðað við nef. Ch. Petit Village. Góð, áleitin ber í nefi. Bragð þægilegt en þunnt og lítið. Ch. Beauregard. Skarpur beijailmur, nokkuð sterkur. Bragð nú þegar orðið margslung- ið og uppbygging skemmtileg. Ch. Gazin. Verulegur massi virðist blunda undir niðri, þó nef sé enn nokkuð lokað. Mikið sam- þjappað og lokað bragð. Vín sem ætti að eldast vel. Stækkar og stækkar í glasi. Ch. La Conseillante. Nef lokað og læst. Grófur jarðvegur áber- andi í bragði. Mikið og flókið vín. Ch. Vieux Chateau Certan. Lokað nef. Bragð þétt en ekki mjög spennandi. Skortir líf og lit. Ch. Clinet. Grænn og* lokaður ávöxtur. Mikil stemma í munni, langt bragð en ungt og grænt.’ þessu sinni er fjallað um vín héraðanna St. Emilion og Pomerol.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.