Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sagan um meistaratiakkarann Kevin Mitnick, sem á yfir höfði sér allt að 35 ára dóm fyrir tölvuglæpi Að baki sakleysislegrar fréttar um að mikilvirkur tölvuhakkari hefði náðst í Bandaríkjunum fyrir skömmu liggur löng saga óum- deilds snillings á sínu sviði. Kevin Mitnick byrjaði á að svindla með símakerfíð í upphafí síðasta áratugs, líkt og fleiri bandarískir ungl- ingar. Síðan hófust ránsferðir hans um alþjóðleg tölvukerfí. Eftir dóm o g tölvuafvötnun fyrir fímm árum virtist hann ætla að taka upp nýja lífshætti. Sigrún Davíðsdóttir segir frá þessum tölvukú- reka, sem aldrei hefur getað haldið sig réttu megin í tölvurýminu. ORÐSTÍR Kevins Mitnicks er svo mikill að um hann og nokkra fleiri hefur verið skrifuð bókin „Cy- berpunk“ eftir Katie Hafner og John Markoff. Mitnick leit ekki á sig sem glæpamann, heldur fremur sem kúreka er þeysti um tölvurým- ið án þess að skeyta um hvar mörk- in lágu milli svæða sem mátti reika um og hinna, sem voru lokuð. Hann komst um allt... og fór líka um allt. Aðgangshindranir urðu honum áskorun um að bijótast í gegn. Þegar hann var tekinn fastur 1988 eftir að hafa stundað tölvuferðalög- in árum saman fékk hann vægan dóm, því verjandi hans hélt því fram að hann væri tölvufíkill og því fór hann í afvötnun líkt og áfengis- sjúklingar og aðrir fíklar. Batinn varð þó ekki algjör og hann tók aftur til við fyrri iðju. Nú á hann yfir höfði sér allt að 35 ára dóm. Kevin Mitnick átti tætingslega æsku með fráskildri móður, sem stöðugt leitaði nýrra manna og þau fluttu oft. Faðir Mitnicks hafði lítinn áhuga á syninum, sem var eins og pera í laginu og heldur þungur í lund. Frá barnsaldri hékk Mitnick í símanum, sem var hans helsta samband við umheiminn. Þegar hann var sautján ára kynntist hann nokkrum strákum, sem stunduðu það sama, nefnilega að bijótast inn á símalínur og nota þær að vild. í sameiningu tókst þeim að fram- kvæma undraverða hluti. Markmið þeirra var að fá frjáisan aðgang að símakerfinu. Þessi íþrótt hafði lengi verið iðkuð meðal lítils hóps unglinga. Símakerfínu var stjórnað með hljóðmerkjum og krakkarnir náðu tökum á að smíða kassa, sem sendu frá sér sams konar hljóð- merki. A þann hátt gátu þeir ruglað símakerfið og talað ókeypis. Þetta var til dæmis upphafið að fram- kvæmdaferli Stephens Wozniaks og Stevens Jobs, sem síðan stofnuðu Apple-tölvufyrirtækið. Viðskipta- vinirnir voru háskólastúdentar. Mitnick og félagar hans náðu fljótt undraverðum tökum á síma- kerfinu. List þeirra fólst í að búa til það sem þeir kölluðu lykkjulínur, nefnilega línur, sem voru leiddar af öðrum línum og veittu þeim því ókeypis notkun. Þannig gátu þeir til dæmis leitt hringingar til skrif- stofu símafélagsins í símaklefa, þar sem þeir svöruðu sjálfír og tóku á mót símkortanúmerum, þegar fólk tilkynnti um glötuð kort. Hugmyndaflugið í leit að upplýs- ingum átti sé engin takmörk. Þeir voru slyngir að hringja í starfsfólk símafélaga og lokka út upplýsingar á fölskum forsendum, eða stofna til kynna við það. Þeir leituðu í papp- írsrusli frá símafélögunum og tölvuvæddir gátu þeir notað tölvum- ar til upplýsingaleitar í tölvukerfum. Þeir voru lauslega tengdir skólum, en lifðu annars algjörlega í eigin heimi, borðuðu skyndimat og sinntu engu öðru en þessu áhugamáli sínu. Þolinmæði þeirra var takmarkalaus og þeir sátu hálfu og heilu sólar- hringana við skjáinn þar sem síma- númer og aðrar upplýsingar flæddu um. Mitnick var auk þess gæddur fágætu sjónminni og lærði talnarun- ur utan að fyrirhafnarlaust. í fyrstu notuðu strákarnir hæfi- leika sína til að eignast símavini og gefa fólki tækifæri til að tala ókeypis saman. Á þessum neðan- jarðarlínum hittist fólk, sem á ein- hvem hátt var einangrað og ein- mana, líkt og strákarnir, sem ráku starfsemina. En smátt og smátt datt áhuginn á símamalinu upp fyr- ir og tölvuinnbrot tóku hug þeirra allan. Og þau voru bamaleikur í kringum 1980 og reyndar lengi fram eftir síðasta áratug.því örygg- iseftirlit var í lágmarki. Á tölvunet- um fyrir símasvindlara auglýsti vin- ur Mitnicks að hann gæti útvegað allar hugsanlegar upplýsingar fyrir símasvindl, auk ókeypis flugmiða og hóteldvalar. Allt þetta komust félagarnir yfír í gegnum síma og tölvur fyrirtækja. í kast við lögin Einn góðan veðurdag ákváðu Mitnick og félagar að nú væri kom- inn tími til að ná fullnaðarupplýs- ingum um nýtt tölvukerfi fyrir símakerfí borgarinnar og öðlast stjórn yfír því. Fyrst fóru þeir og leituðu í ruslageymslu fyrirtækis- ins, en árangurinn var ónógur. Þá bönkuðu þeir upp á skömmu eftir miðnætti á laugardagskvöldi. Mitnick sagðist starfa hjá öðru símafélagi og vilja sýna tveimur félögum sínum fyrirtækið, auk þess að sækja upplýsingar. Vörðurinn féll fyrir þessum kurteisu, ungu mönnum og hleypti þeim inn. Það tók þá ekki langan tíma að finna höfuðtölvuna og þeir rökuðu að sér skjölum, sem lágu hjá henni. En í þetta skipti höfðu þeir gengið of langt. Þegar yfírmaðurinn mætti til vinnu eftir helgi sá hann að megnið af pappírum hans var horf- ið og hann hringdi á lögregluna, auk þess sem allt öryggi var hert. Einn í hópi Mitnicks hafði átt kær- ustu, sem áleit að hann hefði svikið sig. Hún hafði í meira en ár reynt að hefna sín á honum og gert hon- um lífið leitt, en nú hafði hún veður af innbrotinu og klagaði í lögregl- una. Hópurinn var handtekinn fyrir innbrotið. Mitnick var aðeins sautj- án ára, sá yngsti í hópnum. Hinir fengu fangelsisdóm, en hann aðeins eins árs skilorðsbundið fangelsi, svo leiðir hópsins skildu. Skömmu áður en hópurinn var tekinn hafði Mitnick kynnst Lenny, tölvugölnum strák, sem var fimm árum yngri en Mitnick. Þeir héldu til í tölvumiðstöð Suður-Kalifomíu- háskóla, þó hvorugur væri inn- ritaður þar. Eftir smá tíma sáu tölvukerfisstjórarnir að einhver hafði orðið sér úti um ólöglegan tölvuaðgang. Og einn daginn, þeg- ar eftirlitsmaðurinn sá að nú var viðkomandi á ferðinni rakti hann hvaðan skipanirnar komu og sá að þær komu úr tölvu í sama her- bergi. Hann leit í kringum sig og sá þá Mitnick og vininn sitja límda við skjáinn. Hann hafði reyndar séð þá áður og vissi hver Mitnick var. Nú var kallað á lögregluna. í þetta skiptið slapp Mitnick ekki. Hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi. Tölvufíknin ágerist Eftir fangelsisdvölina, þar sem hann bætti meðal annars tölvukerfi fangelsins, fékk hann tölvuvinnu hjá fjölskylduvini. Hann mætti á undan öðmm og vann lengur en aðrir. En meðeigandinn var áhyggjufullur þegar hann sá Mitnick liggja yfír tölvuupplýsjng- um, sem ekki komu fyrirtækinu við og heyrði að hann var í stöðugum símtölum við símafélagið, þar sem hann kynnti sig undir ýmsum nöfn- um. Hann hafði samband við sak- sóknarann, sem áður hafði haft með mál Mitnicks að gera og nú var farið að fylgjast með honum. Ljóst var að hann var aftur kominn á sömu braut. En Mitnick varð líka ljóst að fylgst var með honum og hann var ákveðinn í að láta ekki taka sig aftur, svo hann lét sig hverfa. I meira en ár vissi enginn hvar hann var, en vinir hans heyrðu öðru hveiju í honum og vissu af honum á símalínunum. Sumarið 1985 kom Mitnick aftur fram á sjónarsviðið í Los Angeles. Sér til skelfíngar komst saksóknar- inn að því að fyrri mál gegn honum voru fyrnd. Áftur tók hann upp samband við Lenny, sem nú vann við tölvur og enn tóku þeir á ólög- lega rás í tölvurýminu. Stundum tóku þeir dótið sitt, fóru inn á ódýrt hótel, helst nálægt sjoppu sem var opin allan sólarhringinn, tengdu sig símanum og byijuðu. En þeir not- uðu líka vinnustað Lennys og þegar það komst upp var Lenny rekinn. Þegar hann fór að vinna í blómabúð um hríð hafði Mitnick ekki samband við hann fyrr en Lenny var aftur kominn í tölvuvinnu. Lenny tók eft- ir að Mitnick virtist miður sín eftir flóttann. Hann varð æ tortryggnari og áleit stöðugt að einhver væri á hælum sér. En Lenny var ístöðulít- ill og Mitnick hafði hann í vasanum. Eiginkona í þjónustu símafélags Mitnick innritaði sig í tölvukvöld- skóla. Þar kynntist hann Bonnie, laglegri stelpu sem var sex árum eldri en hann. Hann var næstum kafnaður af hlátri, þegar hún sagð- ist vinna fyrir símafélag. Félagar Mitnicks urðu undrandi, þegar þeir fréttu um vinkonuna, því hann hafði lítinn áhuga á kvenfólki, en brostu í kampinn, þegar þeir heyrðu að sú útvalda ynni hjá símafélagi. En Mitnick hafði ekki skipt um áhugamál, þrátt fyrir ráðahaginn. Nú tók símafélag nokkurt eftir að einhver heijaði á kerfið. Símtalið var rakið. Eitt kvöldið þegar Bonnie kom heim var allt tölvudótið horfið, en ekki peningar, sem þau höfðu sparað saman, svo þarna höfðu ekki venjulegir þjófar verið á ferð. Mitnick varð gripinn örvæntingu, en gaf sig þó fram við lögregluna nokkrum dögum seinna og með góðum lögfræðingi og þeirri stað- reynd að hann hafði hvorki stolið né eyðilagt slapp hann með smá sekt og skilorðisbundinn dóm í 36 mánuði. Bonnie var kannski ekki hrifin af því sem hafði gerst, en hikaði samt ekki við að giftast Mitnick sumarið 1987. Aftur fór Mitnick í háskóla, nú 25 ára gamall. Þegar hann mætti í fyrsta tímann tók kennarinn eftir því að þar var kominn sá sami og hafði reynt að afrita forrit í háskól- atölvunni, sem voru þá metin vel á aðra milljón íslenskra króna. Slíkur var orðstír hans að um leið og sást til Mitnicks fóru allir í tölvudeild- inni í viðbragðsstöðu og skólinn hafði samband við leynilögreglu- mann, sem vann við tölvuglæpi. Sá hafði fylgst með Mitnick í nokkur ár og var sannfærður um að ekkert gæti læknað hann af tölvuáráttunni nema dijúgur tími bak við lás og slá. Þó hann fylgdist með Mitnick vikum saman og enginn væri í vafa um að hann notaði skólatölvumar til að afrita forrit sannaðist ekkert, en hann var rekinn úr skólanum fyrir að misnota tölvurnar. Þegar hann fékk vinnu við að stýra banka- tölvukerfí sem hafði umsjón með hlutabréfakaupum varaði leynilög- reglumaðurinn bankann við og Mitnick varð af starfínu. Annað hafði leynilögreglumaðurinn ekki upp úr krafsinu. Samband Lennys og Mitnicks var ýmist gott eða slæmt og Lenny var hálfhræddur við Mitnick og leiddist sífellt út í tölvuharkið með honum. Aftur var það starf Lennys við tölv- ur, sem greiddi leiðina. I ársbyijun 1988 var Mitnick kominn á kaf í nýtt verkefni, sem fólst í því að komast yfir allar upplýsingar Dig- ital-tölvufyrirtækisins um stýrikerfí og aðra tölvuinnviði. Fram eftir árinu unnu þeir Lenny markvisst að því. Starfsmenn fyrirtækisins urðu varir við innbrotin, en gátu ekki stoppað þau. Mitnick var mjög upptrekktur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.