Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ■ TANNIHF. sem er með umboð- in fyrir Alexandra vinnu- og kokka- föt, Jerzees sportfatnað og boli, Bingham fána og veifur hefur flutt sig um set. Var áður í Borgartúni 29 en er nú kominn á Höfðabakka 9, beint á móti Landsbankanum. Opið frá kl. 9-17 nema á laugar- dögum. -----♦ ♦ ♦----- Fyrirlestur um vatnafar SÍÐASTI fræðslufundur Hins ís- lenska náttúrufræðifélags verður mánudaginn 24. apríl kl. 20.30 í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans. Á fundinum flytja jarðfræðing- arnir Freysteinn Sigurðsson, deild- arstjóri Jarðfræðikortalagningar Vatnsorkudeildar Orkustofnunar, og Guttormur Sigbjarnason, fyrr- verandi deildarstjóri Jarðkönnunar- deildar Orkustofnunar, erindi sem þeir nefna: Hamfarahlaupsfarvegir og vatnafar við Jökulsá á Fjöllum. -----♦ ♦ ♦----- McDonald’s án hamborgara Nýju Delhi. Reuter. MCDONALD’S hamborgarakeðj- an hyggst opna skyndibitastað í Bombay og Nýju Dehli á Indlandi í upphafi næsta árs. Þar verða hins vegar ekki á boðstólum ham- borgarar éða annað úr nauta- kjöti. McDonald’s, sem er stærsta skyndibitastaðakeðja heims, mun fara að siðum innfæddra, sem líta á nautgripi sem heilög dýr og því kemur ekki til greina að fram- leiða hamborgara úr nautakjöti. Hins vegar verða í boði kjúklinga- borgarar og fiskborgarar auk þess sem verið er að gera tilraun- ir með fleiri tegundir sem ættu að falla Indverjum í geð. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu SUNNUDAGIIR 23. APRÍL 1995 B 11 HbtipiliM -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.