Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 23. APRÍL1995 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL gróska er í fjölda list- greina á íslandi og hefur stór hópur ungs fólks ákveðið að leggja á listabrautina. Hildur Friðriksdóttir ræddi við þrjá nemendur sem eiga það sameigin- legt að vera bjartsýnir á framtíðina og hafa gam- an af því námi sem þeir eru í. Hildigunnur Þráins- dóttir valdi sér leiklist eins og faðir hennar Þráinn Karlsson, Kristjana Stefánsdóttir er að læra söng enda er flöldi tónlistarfólks í ættinni, meðal annars Stefán íslandi. Aftur á móti fór * Asgeir Jónsson óhefðbundna leið miðað við aðra í fjölskyldunni - valdi sér grafíska hönnun. UNGTFOIK | í listnámi ÖLL TÓNLIST HEILLANDINEMA DAUÐAROKK KRISTJANA Stefánsdóttir sópransöngkona hóf tónlistar- feril sinn í poppinu 18 ára gömul og söng með danshljómsveitinni Karma á Selfossi þar sem hún bjó. Þegar kom að því að hana langaði til að læra söng varð Diddú fyrir valinu sem kennari og sótti Krist- jana einkatíma hjá henni í eitt ár. Síðan hóf hún nám í Söngskólanum og var fyrstu þijú árin hjá Guð- mundi Jónssyni en hin síðari tvö hjá Elísabetu Eiríksdóttur. Fyrir skömmu söng hún einsöng á tónleikum hjá Sinfóníuhljómsveit Islands, þrátt fyrir að vera enn í námi og hafa einungis lokið 6. stigi. „Þetta var mikið tækifæri og óskap- legt stökk að syngja með heilli hljómsveit í stað þess að hafa ein- ungis undirspil píanós. Það var góð stemmning í húsinu og þetta var mjög skemmtileg upplifun," sagði Kristjana um þessa fýrstu stórtón- leika sína. Í nánti h|á Gwómundi Jónssyni Hún segist aðspurð ekki telja algengt að kvenmenn séu í söng- námi hjá karlmönnum. „Ég ráð- færði mig við Diddú, sem hvatti mig til að fara í Söngskólann og hún sagði að Guðmundur Jónsson væri rétti kennarinn fyrir mig, sem reyndist svo koma á daginn.“ - Hvemig þá? „Hann er svo afslappaður og spáir mikið í að fólk syngi án áreynslu," svarar Kristjana kímileit og Ijóst er að hún hefur sjálf náð tökum á slökuninni, því á kaffíhús- inu, þar sem við mæltum okkur mót, situr hún mjög svo afslöppuð, hallar sér upp að vegg með fætur uppi á bekk. Hún segir að röddin hafí verið orðin tætt og þreytt eftir tímabilið með danshljómsveitinni og því hafí henni ekki veitt af slökun. „Þegar Guðmundur vísaði mér áfram valdi ég Elísabetu, sem hefur verið að taka mig í karphúsið undanfarin tvö ár,“ segir Kristjana og bætir sann- færandi við: „Hún er alveg déskoti góð í því.“ Jassinn heillar - Nú lýkur þú 8. stigi að ári. Hvað sérð þú þá fyrir þér? „Ég hef ekki gert það upp við mig ennþá, en ég stefni til útlanda í frekara nám og þá sennilega til Danmerkur. Ég er ekki endilega að hugsa um klassíska tónlist, því ég er áhugasöm um allt sem snýr að tónlist og fínnst allar tegundir heillandi, nema kannski dauða- rokk,“ segir hún og hlær við. „Jass- tónlist er mjög í hávegum höfð hjá mér,“ heldur hún áfram. Kristjana segist fá útrás fyrir jassinn á sumrin, en þá kemur fast- ur kjami áhugafólks saman á Sel- fossi og syngur og spilar. Hún hef- ur einnig sungið bakraddir inn á jassplötu með Bimi Thoroddsen. Auk þess hefur hún sungið inn á plötur hjá Sálinni hans Jóns míns, Sniglabandinu og Vinum vors og blóma. Þegar hún er spurð hver sé uppá- haldssöngvarinn svarar hún að það séu systkinin Diddú og Palli ásamt Ellu Fitzgerald, „því hún sveiflar svo vel“. Bókwó flestar helgar Þegar talið berst að því hvort hægt sé að lifa af sönglistinni einni saman segir hún misjafnt hvort fólk telji sig geta það og alltaf séu einhveijir sem líti á sönginn sem aukabúgrein. En hvernig skyldi henni sjálfri hafa gengið? „Ágætlega hingað til. Ég hef töluvert sungið við kirkjulegar at- hafnir og hef verið bókuð nánast allar helgar yfír sumartímann. Hálfur annar mánuður hefur nú þegar verið bókaður næsta sumar,“ segir hún. „Það er fljótt að spyijast út ef maður stendur sig vel.“ Söngur í brúðkaupi á laugardegi þýðir að ekkert skemmtanalíf má stunda á föstudeginum, til þess að röddin sé þýð og hvíld. „Eg held að það sé algengur misskiiningur hjá fólki að söngvarar stökkvi inn og syngi eitt eða tvö lög án undir- búnings. Hið rétta er hins vegar að röddin þarf mikla hvfld og ég tel mig til dæmis þurfa 9-10 tíma svefn ef ég á að vera í fínu formi að morgni í skólanum." Þwlinmóóir nágrannar Þijú kvöld í viku vinnur Krist- jana í félagsmiðstöðinni Ekkó í Kópavogi, þar sem hún segir að sé mikið líf og fjör. Einnig er mik- ið líf og fjör í kringum hana heima við, þótt af öðrum toga sé, því hún leigir íbúð ásamt Nönnu Cortes, sem er í söngnámi og Vigni Stef- ánssyni, sem er að ljúka klassísku píanónámi. „Stundum er mikið sungið og spilað. Annaðhvort eru nágrannarnir heyrnarlausir eða svona rosalega geðgóðir,“ segir Kristjana og getur ekki varist brosi. Síðan segir hún alvarlegri á svip: „Það er reyndar oft hvetjandi að vera í félagsskap annarra sem eru líka að æfa sig.“ Þegar hún er spurð hvert sé uppáhaldslag hennar fómar hún höndum og kveðst ekki geta svarað því. „Það eru mörg góð lög til,“ segir hún svo og bætir við eftir stutta umhugsun: „Grieg virðist henta mér vel í klassíkinni. Ætli það sé ekki vegna þess að hann er Iéttvæminn!" Gamalt lag kemur síðar meir upp í hugann, sem hún segist hafa hald- ið upp á frá því hún var lítil, en það er „My Funny Valentine" eftir Richard Rogers. „Svo er eitt guð- dómlegt lag sem ég fæ að syngja á 8. stigi og það er „Hjá lygnri móðu“ eftir Jón Ásgeirsson. „Ég er svo heppin að vera í hljómfræði hjá tónskáldinu sjálfu. Tímamir eru oft hávaðasamir og skemmtilegir, enda gustar af manninum," segir Kristjana hlæjandi. Morgunblaðið/Kristinn SONGNEMINN Krisljana Stefánsdótlir byr|aói i poppinu, er nú í Söngskólanum og heillast einna mest aó jassinum. LEIKLISTIN ER BAKTERÍA SEM ERFITT ER AÐ LOSNA VID HILDIGUNNUR Þráinsdótt- ir er 24 ára nemi á 2. ári í Leiklistarskóla íslands. Hún á ekki langt að sækja áhugann á leikhúsi, því hún er dóttir Þráins Karlssonar leikara á Akureyri. Eins og oft er með böm leikara steig hún ung á svið í fyrsta sinn, eða einungis 9 ára. Þá lék hún Björtu, dóttur Ástu Sóllilju í Sjálfstæðu fólki. „Pabbi fór með hlutverk Bjarts í Sumarhúsum og spurði hvernig mér fyndist sú tilhugsun að vera með í leikritinu. Ég held að ég hafi grenjað í tvær klukkustundir á eftir, því þetta fékk svo á mig,“ segir Hildigunnur, sem getur nú brosað að atburðinum. Hún segist á næstu árum þar á eftir hafa verið ákveðin í að verða leikari, en síðan hafí sú skoðun breyst. „Ég þreytti reyndar prófíð þegar ég var 19 ára en komst ekki að,“ segir hún og neitar því aðspurð að fjölskyldan eða hún sjálf hafí gert of miklar kröfur. „Fjölskyldan var aftur á móti mjög skilningsrík. Fjöldi ungs hæfileikaríks fólks kemst ekki að, því prófið er margþætt og viðkomandi verður að vera vel upp- lagður. Einnig skiptir máli hvort maður sjálfur er bjartsýnn eða ekki.“ Kenndi i Bolungarvik Hildigunnur sneri sér því að kennslu í Bolungarvík aðeins 20 ára gömul og minnist þeirra tíma með ánægju. „Það var mjög gaman og ég lærði öguð vinnubrögð," segir hún. Því næst lá leiðin í háskólann í bókmenntafræði. Þar var hún í tvö ár, en enn togaði leiklistin í hana. Á skólaárunum hafði hún reyndar leik- ið með unglingaleikhúsinu Sögu, Morgunblaðið/Júlíus LEIKLISTARNEMINN Hildigunnur Þráinsdóttir segist ekki eyóa orkw nó tíma i aó hafa áhyggjwr af framtíóinni. Henni likar vel í skólanum og segir aó þaó sé kjarni málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.