Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. APRÍL1995 B 21 ATVINNU l YSINGAR Kennarar Handmenntakennara (smjða) vantar að Kirkjubæjarskóla á Síðu, næsta skólaár. Upplýsingar gefur Hanna Hjartardóttir í síma 98 74635 eða 98 74638. Offsetprentari óskast Við hjá ísafoldarprentsmiðju hf. óskum eftir að ráða offsetprentara til starfa sem allra fyrst. Við leitum að vandvirkum og vinnusöm- um starfsmanni í fjölbreytt starf. Farið verð- ur með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Upplýsingar gefur Kjartan Kjartansson, í síma 563 2990. Tölvunarfræðingur Þekkt útgerðarfyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða tölvunarfræðing til starfa. Starfið felst m.a. í hönnun, þróun og reksti upplýsingakerfa fyrirtækisins. Við leitum að tölvunarfræðingi sem hefur haldgóða starfsreynslu af sambærilegu starfi. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti starfað sjálfstætt og sýntfrumkvæði í starfi. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., Skeif- unni 19, Reykjavík merktar: „150“. Umsóknarfrestur er til og með 3. maí nk. Hagva ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 G-7 Ráöningarþjónusta Rekstrarráögjöf Skoðanakannanir | McDonald’s liðsstjóri óskar eftir að ráða 6 starfsmenn í liðstjórastörf. Lyst hf., rekstraraðili McDonald’s á íslandi, er íslenskt fyrirtæki í eigu íslenskra aðila. Fyrirtækið starfar samkvæmt ströngum kröfum McDon- ald’s International um gæði, hreinlæti og þjónustu. Mikil áhersla er lögð á þjálfun starfsfólks og fer hún fram á veitingastöðunum, námskeiðum og með skólasetu. McDonald’s liðstjóri hefur umsjón með svæðum og/eða vöktum og þarf, eins og allir yfirmenn á McDonald’s, að kunna skil á öllum störfum á veitingastaðnum. Þar með talin pappírs- og skýrsluvinna. Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði: 1. Vera fæddir 1975 eða fyrr. 2. Vera nákvæmir, töluglöggir, stundvísir og áreiðanlegir. 3. Vera heilir heilsu og geta unnið erfiðis- vinnu. 4. Vera kurteisir og þjónustuliprir. 5. Eiga gott með að vinna sem hluti afheild. 6. Geta stjórnað fólki og fengið það til að vinna með sér. Verðandi liðstjórar ganga í gegnum sérstaka þjálfun á veitingastaðnum og þreyta eftir það liðstjórapróf. Viðkomandi þurfa að vera reiðubúnir að leggja sig alla fram til þess að ná árangri. Lyst hf. leitar að duglegu fólki sem hefur áhuga á veitinga- og viðskiptarekstri. Eingöngu koma til greina aðilar, sem vilja leggja þetta fyrir sig sem framtíðarstarf. Lyst hf. býður upp á starfsþjálfun, skemmti- legt og líflegt vinnuumhverfi og mikla mögu- leika að vinna sig upp hjá ungu fyrirtæki, sem á framtíðina fyrir sér. Umsóknir, ásamt mynd, sendist til skrifstofu Lystar hf., Fákafeni 9, 108 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl nk. Öllum umsóknum verður svarað. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Vestmanneayja óskar að ráða hjúkrunarfræðing á 20 rúma öldrunardeild í 70%-100% starf nú þegar eða eftir sam- komulagi. Ennfremur óskast hjúkrunarfræðingar til sumarafleysinga á lyf- og handlækningadeild og öldrunardeild. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 98-11955 og heimasíma 98-12116. Sjúkrahús Vestmannaeyja. Kennarar óskast Eftirtaldar stöður við Fjölbrautaskóla Suður- nesja eru auglýstar lausar til umsóknar. Danska, eðlisfræði, fatasaumur, hársnyrti- greinar, íslenska, listgreinar, málmiðnir, námsferilsstjóri, samskipti og tjáning, vélrit- un (hálf staða) og viðskiptagreinar. Umsóknarfrestur er til 19. maí. Umsóknir skulu sendast undirrituðum. Skólameistari. hAskúunn A AKUREYRI Háskólinn á Akureyri Á rannsóknastofu Háskólans á Akureyri er laus staða til umsóknar. Starfið felur í sér umsjón með efnafræði- stofu, efnalager og rannsóknatækjum. Vænt- anlegur starfsmaður mun einnig aðstoða við efnafræðikennslu og rannsóknavinnu. Meinatækni eða önnur sambærileg menntun æskileg. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Félags háskólakennara á Akureyri. Upplýsingar um starfið gefur forstöðumaður sjávarútvegsdeildar í síma 96-30953 eða 96-30900. Umsóknir skulu hafa borist Háskólanum á Akureyri fyrir 15. maí nk. Háskólinn á Akureyri. Framkvæmdastjóri fyrir nýtt hugbúnaðarfyrirtæki Leitað er að framkvæmdastjóra fyrir nýstofn- að hugbúnaðarfyrirtæki, Skyggni hf., upplýs- ingaþjónustu, sem er í eigu Hf. Eimskipafélags Islands og Strengs hf. Markmiðið með stofnun Skyggnis er þróun og markaðssetning á hugbúnaði hér á landi og erlendis. Starfið ★ Stjómun og rekstur fyrirtækisins. ★ Markaðs- og kynningarmál. ★ Þjónusta og samskipti við viðskiptavini. Fyrirliggjandi verkefni 1. Þjónusta og markaðssetning á Fjölnis- kerfum í samvinnu við Streng með það að markmiði að auka þjónustu við notend- ur hér á landi. 2. Ýmis hugbúnaðargerð fyrir Eimskip, einkum þá er tengist aukinni upplýsinga- þjónustu fyrir viðskiptamenn fyrirtækisins. Hæfniskröfur Leitað er að traustum og kraftmiklum einstaklingi, sem hefur áhuga og metnað til að byggja upp öflugt hugbúnaðarfyrirtæki á vaxandi markaði. Haldgóð reynsla úr hugbúnaðariðnaðinum æskileg. Hér er á ferðinni gott tækifæri til að móta og leiða nýtt fyrirtæki, sem traustir aðilar . standa að. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði. Umsóknir og fyrirspurnir verður farið með sem algjört trúnaðarmál ef óskað er. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs, merktar: „Skyggnir hf. - framkvæmdastjóri", fyrir 29. apríl nk. RÁÐGARÐUR hf. STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17105 REYKJAVÍK SÍMI616688 Laus störf Sölumaður (122) til starfa í verslun í Reykja- vík, sem selur heimilistæki, búsáhöld og ýmsar smávörur. Vinnutími 9.00-18.00 mánudaga-föstudaga. Laus strax. Matreiðslumaður (152) til starfa á hjúkrunar- heimili á höfuðborgarsvæðinu. Starfið er staða aðstoðarrðatreiðslumanns. Vinnutími 8.00-16.00, unnið í 10 daga, frí í 4 daga. Laust fljótlega. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar númeri viðkomandi starfs fyrir 27. apríl nk. Hagva ngurhf C—^ í — Skeifunni 19 Reykjavík Sími 81366ó Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir M Tæknival Tœknival hf. er 12 ára gamalt framscekið tölvufyrirtœki með u.þ.b. 100 starfsmenn og veltan á síðasta ári var yfir milljarð ísL króna. Fyrirtœkið býður viðskiptavinum sinum heildarlausnir i iðnaði, sjávarútvegi og verslunarrekstrL Vegna enn aukinna umsvifa óskar Tœknival hf. eftir að ráða starfsmann i þjónustudeild fyrirtœkisins. TÆKNIMAÐUR I ÞJÓNUSTUDEILD VIÐ LEITUM AÐ duglegum og framsýnum einstaklingi sem hefur áhuga á netstýrikerfum og er tilbúinn að leggja sig fram í kröfúhörðu og líflegu starfsumhverfi. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu með tæknimenntun og/eða haldbæra reynslu af Novell netkerfum. Ahersla er lögð á fagleg og skipulögð vinnubrögð, þægilega framkomu auk dugnaðar og eljusemi í starfi. I BOÐI ER áhugavert starf hjá öflugu og framsæknu fýrirtæki með góðan liðsanda. Gerð er krafa um að starfsmaðurinn ljúki CNE-prófi innan 12 mánaða frá ráðningu. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum varðandi ofangreint starf verður eingðngu svarað hjá STRÁ Starfsráðningum hf. Umsóknarfrestur er til aprílloka. Umsóknareyðublöð cru fyrirliggjandi á skrifstofunni scm opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar cru frá ST kl. 10-14. Starfsrádningar hf Suiurlandsbrout 30 ■ 5. hcet ■ 108 Reykjavik rá 588 3031'Fax 588 3010 Guitný Haríardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.