Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 23. APRÍL1995 MORGUNBLAÐIÐ RAÐAUGÍ YSINGAR Sumarskóli í Skotlandi Þriggja og fjögurra vikna alþjóðlegu, ensku- skóli fyrir 13-16 ára unglinga í júlí, í úthverfi borgarinnar Dundee við austurströnd Skot- lands. Skólinn er staðsettur í fallegu og ró- legu umhverfi og býður upp á fjölbreytta íþrótta- og tómstundaiðkun ásamt fjölda skoðunarferða. Einnig er sérstakur golfpakki í boði enda fjölmargir golfvellir í nágrenninu. Reyndur, íslenskur fararstjóri verður með börnunum allan tímann. Að auki býður skólinn upp á samskonar nám- skeið í Kanada og námskeið fyrir 18 ára og eldri í Dundee. Nánari upplýsingarfást hjá Karli Óskari Þráins- syni í síma 557 5887 og á faxi 587 3044. ||j Boðskeppni um hönnun á leikskóla Forval Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík auglýsir eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna boðskeppni um hönnun leikskóla í Borgar- holti, fyrir Reykjavíkurborg. Rétt til þátttöku í forvalinu hafa allir þeir sem rétt hafa til að skila inn aðaluppdráttum til byggingarnefndar Reykjavíkur. Valdir verða fjórir til fimm þátttakendur til að taka þátt í boðskeppninni. Við val á þeim verður færni, menntun, reynsla, afkastageta og hæfileikar til sam- vinnu og stjórnunar, lagt til grundvallar. Sérstök forvalsnefnd mun velja þátttakendur í boðskeppnina. Boðskeppnin fer fram á grundvelli sam- keppnisreglna Arkitektafélags íslands og er dómnefnd skipuð samkvæmt því. Forvalsgögn liggja frammi hjá Borgarverk- fræðingnum í Reykjavík, Skúlatúni 2, þriðju hæð, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegin- um 25. apríl 1995. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila til Borgarverkfræðingsins í Reykjavík, Skúlatúni 2, þriðju hæð, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 13.00, föstudaginn 12. maí 1995, merktum: Boðskeppni um leikskóla FORVAL Þrotabú Dröfn fasteignaþjónusta hf. Eignir þrotabúsins eru til sölu og verða til sýnis að Strandgötu 75, Hafnarfirði, mánu- daginn 24. apríl og þriðjudaginn 25. apríl frá kl. 10-16 báða dagana og verða allar nánari upplýsingar þá veittar. Um er að ræða mikið úrval ýmiss konar lausafjármuna: Bifreiðar, dráttarvélar með loftpressu og dráttarvél með háþrýstidælu, tengivagn, vinnuskúra, hrærivél, málning- arsprautur, háþrýstidælur, vélar og hand- verkfæri á trésmíðaverkstæði og ýmis önnur trésmíðaverkfæri, vélar og verkfæri til múr- viðgerða, vinnupallar úr áli og stáli, efni og verkfæri í byggingavöruverslun og skrifstofu- búnaður og áhöld. Leitað er tilboða í heildarsafn einstakra vöru- flokka og einstakar verðmeiri eignir, sérstak- lega samkvæmt tilboðsskrám. Tilboðsfrestur er til og með föstudeginum 28. apríl og skulu tilboð vera bindandi til og með föstudeginum 5. maí 1995. Tilboðum skal skilað til undirrit- aðs skiptastjóra. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Þrotabúið undanþiggur sig ábyrgð á ölium göllum. Hlöðver Kjartansson hdl., skiptastjóri, Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði, sími 565 2211, fax 565 3213. KENNSLA w Odýr saumanámskeið - samvinna við Burda Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Dag- og kvöldnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Ókeypis Burda sníðablöð. Upplýsingar gefur Sigríður Pétursdóttir, saumakennari, f sima 17356. Frönsku námskeið Alliance Francaise Sumamámskeið í frönsku verða haldin 2. maí til 28. júní. Innritun fer fram alla virka daga frá kl. 15.00 - 19.00 á Vesturgötu 2, í síma 23870. ALLIANCB PRANCAISB Frá starfsþjálfun fatlaðra Tölvunámskeið Grunnnámskeið í tölvunotkun, 30 tímar, verður haldið 11. maí til 10. júní. Frekari upplýsingar og skráning hjá Starfs- þjálfun fatlaðra, Hátúni 10a, í síma 29380 til 4. maí. Forstöðumaður. + Rauði kross Islands Rauöarárstíg 18, 105 Reykjavík, sími 91-626722 Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands verður haldinn þriðjudaginn 25. apríl 1995 kl 20.30 að Hótel Lind, Rauðarárstíg 18. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lög- um félagsins. 2. Önnur mál. Félagsmenn sýni félagsskírteini við inn- ganginn (gíróseðill fyrir félagsgjald 1994). Stjórn Reykjavíkurdeildar RKÍ. Matreiðslumenn og nemar Fundir um nýgerða kjarasamninga verða á Akureyri í Fiðlaranum þriðjudaginn 25. apríl kl. 14.00 og í Reykjavík í Þarabakka 3 mið- vikudaginn 26. apríl kl. 15.00. Félag matreiðslumanna. Frá Mýrarhúsaskóla Innritun nýrra nemenda fer fram í skólanum dagana mánudaginn 24.4. og þriðjudaginn 25.4. Sími 611980. Skólastjóri. Aðalfundur Aðalfundur Tölvusamskipta hf. verður hald- inn þriðjudaginn 2. maí 1995 kl. 16.00 í Lund- ey Hótel Esju. Dagskrá: - Venjuleg aðalfundarstörf. - Tillaga um breytingar á samþykktum fé- lagsins til samræmis við ákvæði nýrra hlutafélagalaga nr. 2/1995. Grænlensk-íslenska félagið KALAK Aðalfundur Aðalfundur KALAK verður haldinn í Norræna húsinu mánudaginn 24. apríl 1995 kl. 20.00. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Friðrik H. Guðmundsson, yfirverkfræðing- ur, og Guðmundur Gunnarsson, arkitekt, ræða um nýju flugstöðina í Kulusuk. 3. Guðmundur Eyjólfsson, göngugarpur, segir frá gönguferð um Ketilsfjörð á Grænlandi. Nýir félagar velkomnir. Stjórn KALAK. Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður haldið föstudag- inn 28. apríl nk. Þingið er haldið í nýjum samkomusal í Húsi iðnaðarins, Hallveigarstíg 1. Dagskrá: 11.45 Mæting og afhending fundargagna. 12.00 Setning Iðnþings. Hádegisverður í boði Sl. Dr. Karl Jalas: Fyrstu skref Finna inn- an ESB. 13.15 Ræða formanns Sl, Haraldar Sumarliðasonar. Ræða iðnaðarráðherra. 14.15 Aðalfundarstörf. Ályktun Iðnþings lögð fram. 15.00 Stefnumótun Samtaka iðnaðarins. Framsögumenn: Eysteinn Helgason, Þlastprent hf. Finnur Geirsson, Nói-Siríus hf. Sigurður R. Helgason, Björgun hf. Vilmundur Jósefsson, Meistarinn hf. Þorsteinn M. Jónsson, hagfræðingur Sl. 16.45 Ályktun Iðnþings afgreidd. Þingslit. 17.00 Móttaka í boði Samtaka iðnaðarins í samkomusal Húss iðnaðarins. Afhending bókaviðurkenningar Sl. SAMTÖK IÐNAÐARINS Málverkauppboð 4. maí Tökum á móti verkum til föstud. 28. apríl. éra$£tc BORG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.