Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. APRÍL 199'5 B 29 _______MHMIMIIMGAR______ SIGURÞÓR HELGASON + Sigurþór Helgason var fæddur 19. febrúar 1913 á Háreksstöðum í Norðurárdal. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 4. apríl sl. og var jarðsunginn frá Borgarnes- kirkju 11. apríl. FALLINN er frá mikill heiðursmað- ur, maður sem gefið hefur ómælt af sjálfum sér til samferðamanna. Sigurþór Helgason var um árabil verkstjóri hjá Borgarneshreppi. I upphafi á þeim tímum sem lítið var um vélknúin hjálpartæki. Járnkarl, haki og skófla voru þau verkfæri sem starfsmenn hreppsins báru með sér til verka að morgni hvers dags og heim að kvöldi að loknum löngum og oftast erfiðum starfsdegi. Sigurþór var ekki verkstjóri þeirr- ar gerðar að setja menn il verka og fara síðan af vettvangi. Nei, hann stóð ávallt í fremstu víglínu og barð- ist við hlið sinna manna frá morgni til kvölds og bætti síðan við sinn vinnutíma þeim tíma sem þurfti í skipulagningu og undirbúning verka. Störf starfsmanna Borgames- hrepps voru mörg mjög erfið og kröfðust mikils eftirlits og útsjónar- semi. Borgnesingar sóttu neysluvatn sitt suður í Hafnarfjall og var aðveit- an lögð þvert um Borgarfjörð. í vatn- avöxtum féllu skriður í Seleyrargili þar sem vatnsbólið var og þegar frost var mikið þá var stöðug hætta á að frysi í firðinum. Allt sem laut að því að tryggja Borgnesingum vatn hvernig sem viðraði krafðist því mik- ils af starfsmönnum hreppsins og þá sérstaklega af verkstjóranum. Sigurþór leysti öll þau störf sem undir hann heyrðu af einstökum dugnaði og fómfýsi. En hann var ekki bara þessi duglegi verkstjóri. Hann var einnig húmoristi eins og þeir gerast bestir. Eitt sinn vann hjá hreppnum ungur maður, sögumaður góður, en Sigurþór þótti hann verka- smár á stundum og ekki svo iðinn við mokstur sem vera skyldi og að beita mætti verkfærum að meira krafti. Þessum starfsmanni lýsti hann svo: „Það er alveg gasalegt með hann ... Hann getur haldið 20 manna vinnuflokki aðgerðarlausum lang- tímum saman. En það má hann eiga, hann fer vel með verkfæri, hann brýtur ekki skófur.“ Margur Borgnesingurinn hóf sinn starfsferil undir verkstjórn Sigurþórs og engan hef ég hitt úr þeim hópi sem ekki minnist þess tíma með sér- stökum hlýhug til verkstjórans. Við Borgnesingar höfum verið sparsamir á viðurkenningar til sam- borgara borið saman við mörg önnur sveitarfélög. Hér hefur enginn hlotið þá viður- kenningu að verða heiðursborgari okkar byggðar. Margir hafa að sjálf- sögðu lagt mikið af mörkum til þessa samfélags okkar hér í Borgarnesi og hafa því átt skilið viðurkenningu fyr- ir sín störf. Ég tel á engan hallað þótt því sé haldið fram að Sigurþór Helgason hafi öðrum fremur fómað sér og lagt allt sitt af mörkum fyrir þetta samfélag og hafi því verið með sæmd óskráður heiðursborgari Borg- arness. Sigurþór var hagleiksmaður til flestra verka, starfsorka og vilji mik- ill. Þegar hann hætti störfum hjá Borgarneshreppi fór hann að stunda viðgerðir á reiðhjólum og stundaði þann starfa af miklum krafti á með- an heilsa leyfði. Margir nutu þjónustu hans á þessu sviði, ekki síst yngri kynslóð bæj- arbúa. Sigurþór átti gott ævikvöld hér í Borgarnesi í skjóli sinna góðu barna. Nú er leiðir skilja vil ég þakka Sig- þór fómfúst starf í þágu Borgnes- inga. Bömum hans og öðru venslafólki vottum við Asta innilega samúð. Halldór Bryiyúlfsson. Tjaldurinn er kominn á Borgar- voginn. Vetrarflugan skríður fram úr fylgsni sínu og skjögrar um á veikburða fótum. Vorið tekur völdin, dagarnir eru orðnir langir og grasið kemur grænt undan snjónum. Látinn er á sjúkrahúsi Akraness góður Borgnesingur, Sigurþór Helgason verkstjóri. Hann dó inn í vorið. Það fór vel á því. Hann var maður vorsins og æskunnar. Síðustu misserin var heilsu hans svo komið, að ekki var annars að óska, en hann losnaði við slitinn og lasinn líkamann. Það mátti segja um Sigurþór, að hann starfaði meðan dagur gafst, það kom í hans hlut, að vera verk- stjóri hjá hreppsfélagi Borgarness yfir 40 ár, mestan hluta starfsævi sinnar. Þar var hann vel virtur að verðugu. Bæjarstæði Borgarness er fagurt, en erfítt til bygginga og götu- lagninga, skiptast á klapparholt og sund á milli, sem Hvítá hefur fyllt sandi. Ásýnd bæjarins hefur stórum breyst til hins betra á þessum árum. Þar átti Sigurþór stóran hlut að. Við þetta allt var líka hugur hans bund- inn svo að eftir að hann var kominn á sjúkrahúsið og var eins og milli tveggja heima fannst honum annrík- ið mikið og mörgu ólokið. Eftir að Sigurþór lagði frá sér hakann og skófluna fekkst hann við ýmilegt, m.a. annaðist hann reið- hjólaviðgerðir. Kom þá margur nið- urlútur snáði með fararskjótann í lamasessi, en fór svo með hjólið sitt heim eftir viðgerð glaður í bragði. Óhætt er að fullyrða, að gjaldi var í hóf stillt. Hjálpsemi Sigurþórs var viðbrugð- ið. Leituðu því margir til hans og fengu góða aðstoð og eða ráðlegg- ingar, því maðurinn var frábærlega fjölhæfur og vildi hvers manns vanda leysa. Borgnesingar sakna því vinar í stað. Við samstarfsmenn hans hjá Borg- arneshreppi minnumst með þakklæti ósérhlífni hans í starfi, honum brá aldrei þótt eitthvað væri erfítt, það voru bara fundin ráð. Raunar sóttust allir eftir návist hans, eldri og yngri, sökum þess, að hann var alla daga glaður og spaugsamur og gerði lífið svo bjart. Fram um áttrætt var Sig- urþór fyrstur út á gólfíð þegar stig- inn var dans, spaugaði mest og hló hæst. Það var vandfundinn sá mað- ur, sem ekki skemmti sér þá líka. Sigurþór ólst upp í sveit, að mestu í Norðurárdal, og vann þar á unga aldri öll þau fjölbreyttu störf, sem þurfti að leysa af hendi í sveitinni. Verkkunnátta hans var því æði fjöl- breytt. Hann gerði ekki víðreist, en marga ferðina áttum við vinimir saman fram í dalinn (Norðurárdal) þegar um hægðist hjá okkur báðum. Var þá stundum tekið til hendi hjá göml- um nágranna. Sigurþór missti sína ágætu konu fýrir aldur fram, en var eftir það lengst af kyrr í sinni íbúð og sinnti um sig með dyggri aðstoð sinna góðu bama, Margrétar og Vignis. Hér ertu kvaddur með söknuði, en ég er þess fullviss, að þér verður falið „meira að starfa guðs geim“ og þú nýtur nú samvista við Jónu, þinn ástríka lífsförunaut. Þiðrik Baldvinsson. Vek/araklukkur TihraUn Velrur með elrta mótorhfóla drunum og framlfósið kvlkni Harley Davidson úra- og skartgripaverslun Axel Eiríksson úrsmiður tSAFlRÐ1 • AÐAIiíTRÆTl 22-SIMI94-3023 ALFABAKKA 16»MJODD«SÍMI 870706 60 klst tölvunám Almenn tölvufræði, Windows, stýrikerfi, Word 6.0 ritvinnsla, Exel 5.0 töflureiknir og tölvufjarskipti, m.a. kynning á „lnterneti“. i Tölvuskóli Reykiavíkur Borsartúni 28. sími 561 6699 White-Westirighouse Amerísk gæða framleiðsla Auðveld í notkun Topphlaðin Þvottamagn 8,2 kg. Tekur heitt og kalt vatn Fljót að þvo « 4 Auðveldur í notkun Þvottamagn 7 kg. Fjórar hitastillingar Fjögur þurrkkerfi Stjgjjjejjm. RAFVORUR 121.233,- Þurrkari 72.650,- Frt heimsending í Rvk. og nágrenni Hringið og fáið upplýsingar og bækling Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. I.O.O.F. 10 = 1764248 =MR. □ GIMLI 5995042419 III 1 □ MlMIR 5995042419 I Lf. I.O.O.F. 3 = 1764248 = M.R. m YWAM • lceland - Samkoma ( Breiðholtskirkju I kvöld kl. 20. Þorvaldur Halldórs- son predikar og Helga Magnús- dóttir syngur einsöng. Mikil lof- gjörð og fyrirbænir. Allir vel- komnir. „Varöveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins". (Orðskv. 4:23.) □ HELGAFELL 5995042419 VI2 Nýja postulakirkjan, Ármúla 23, 108 Reykjavík. Hátíðarguðsþjónusta á sunnu- dag kl. 11.00. Wilhelm Leber svæðapostuli þjónar. Gestir hjartanlega velkomnir. Grensásvegi 8 Samkoma og sunnudagaskóli kl. 11. Allir velkomnir! Sjónvarpsút- sending á OMEGA kl. 16.30. Pýramídinn ■ andleg miðstöð Vlnnur kristalheilL Jafnar oi flæði i orkustöðva hreinsar. Vinnur eir Dagmar Koeppen sem sPám með indie spil (Medicine Wheel Cards) hætti indíána. Ilmoliunudd Vinnur með streitu, kvíða, sv truflanir o.m.fl. Tímapantanir: Pýramidinn, Dugguvogi 2, símar 588 1415 og 588 2526. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Sheila Fitzgerald. Barnagæsla og barnasamkoma á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. M':. VEGURINN <ÍgT ‘ Krístið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Morgunsamkoma, barnakirkja og krakkastarf kl. 11.00. ( sam- komunni verður barna- og ungl- ingablessun. Ræðumaður Samúel Ingimarsson. Samkoma kl. 20.00. Ræðumað- ur Einar Gautur Steingrímsson. „Drottinn er öllum góður" Sálm. 145:9. Allir hjartanlega velkomnir. Aðalstöðvar KFUM og KFUK Holtavegi 28 Samkoma í dag kl. 17.00 (ath. t(mann). Ræðumaður: Ragnhildur Ás- geirsdóttir. Sönghópur unglinga úr Neskirkju syngur. Léttar veitingar seldar að lokinni samkomu. Komum saman og lofum Drottinn. Þú ert velkominn. Somhjólp Almenn samkoma í Þríbúöum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00. Fjölbreyttur söngur, vitnisburðir, barnagæsla, Samhjálparkórinn tekur lagiö. Ræðumaður: Krist- inn Ólason. Kaffi að lokinni sam- komu. Allir velkomnir. Mánudagur: Hópastarf. Miðvikudagur: Viðtöl ráðgjafa kl. 10-16. Fimmtudagur: Tjáning kl. 19.00 og bænastund kl. 20.15. Sunnudagur: Samkoma kl. 16.00. Samhjálp. §Hjálpræðis- herinn y Kirkjustræti 2 Kl. 11 Fjölskyldusamkoma. Erl- ingur og Ragnheiður stjórna og tala. Kl. 20.00 Hjálpræðissam- koma. Sr. Lárus Halldórsson talar. Mánudag kl. 16.00 Heim- ilasamband. Ann Merethe Jak- obsen talar. Allir velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Miðvikudagskvöld 26. april kl. 20.30 Hekla í máli og myndum Þetta er kvöldvaka í tilefni út- komu árbókar um Heklu (í maO í umsjá Árna Hjartarsonar, jarð- fræðings og höfundar árbókar- innar og Grétars Eiríkssonar. Kvöldvakan verður í nýja salnum að Mörkinni 6. Nánar auglýst eftir. helgina. Ferð á Öræfajökul (Skaftafell) er 28/4-1/5. Brottför föstudag- inn kl. 18.00 Miðar á skrifst. Ferðafélag islands. Hallveigarstig 1 • simi 614330 Dagsferð sunnud. 23.4. Kl. 10.30 Djúpgrafningur-Hvera- gerði. Kjörganga, lokaáfangi. Verð kr. 1.400/1.600. Brottför frá BSÍ bensínsölu, miðar við rútu. Dagsferð sunnud. 30.4. Kl. 10.30 Blákollur. Helgarferð 29.4-1.5. Gengiö verður á Snæfellsjökul og farið um áhugaverða staði á Snæfellsnes. Gist í svefnpoka- plássi á Arnarstapa. 28.4-7.5 Fjallamannahringur, ferð um Suðurjökla, í aldarminningu fjalla- mannsins Guðmundar frá Miðdal. Fá sæti laus. Nánari uppl. og miðasala á skrif- stofunni. Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Sunnud. 23. apríl kl. 13.00 Náttúruminjagangan l.áfangi Fræðslu- og fjölskylduganga: Suðurnes-Valhúsahæð. Nátt- úruminjagangan, raðganga árs- ins er tileinkuð náttúruverndar- ári Evrópu. Farið verður í 8 áföngum frá Suðurnesi á Sel- tjarnarnesi yfir að Reykjanesfjall- garði og göngunni lýkur á Sela- töngum þann 25. júni. Sjá nánar í ferðaáætlun Fl. Með göngunni er vakin athygli á stöðum og svæðum sem eru sérstæð að náttúrufari. i 1. áfanganum verður gengin hringur um Suðurnes á Sel- tjarnarnesi, með Seltjörn og Bakkatjörn. Nú er skemmtilegur tími til fuglaskoðunar, m.a. er komið mikið af umferðarfarfugl- um. Með i för verða sérfróðir menn um fugla, þeir Ólafur Karl Niel- sen, Gunnlaugur Þráinsson og Árni Waag. Haukur Jóhannes- son, jarðfræðingur og varafor- seti, mun setja gönguna af stað. Brottför er með rútum kl. 13.00 frá Ferðafélagshúsinu, Mörk- inni 6, og BSÍ, austanmegin. Þátttökugjald er ekkert í þess- um fyrsta áfanga (Vestfjarða- leið gefur aksturinn). Þátttak- endur geta einnig mætt við Suðurnes (bflastæði við golf- völlinn). Þetta er ferð við allra hæfi. Fjölmennið! Ferðafélag (slands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.