Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ NAMSAÐSTOÐ á lokasprettinum fyrir vorprófin ■ réttindakennarar • flestar greinar • öll skólastig , Innritun í síma 79233 frá kl. 16.30 til 18.30 virka daga Nemendaþjónustan sf. Kripalujóga er líkamsrcekt og sjálfsnekt sem byggirá teygjum, öndun ogslökun. ^ypALU-JÓGA Síðdegistímar Morguntímar - fyrir konur: - fyir karla og konur: I Mánudaga og miðvikudaga Mánudagar, ! frá kl.16:30-18:00. miðvikudagar og ■ Þriðjudaga og fimmtudaga föstudagar frá kl.8-9 \ \ frá k!.16:30-18:00 ÍJÍU Hlíða-jóga Mánaðarkort á aðeins kr. 4000,- L_ Mánaðarkort á aðeins kr. 4000,- Stakkahlíð 17 Sími 552-3481 & Heiðrún Kristjánsdóttir Kripalujócakennari Hópferðir ? Flug & bíli 1 Flug & hótel á verði fyrir alla flugsœti með flugvallagjöldum Borg hins Ijúfa iífs Hópferð 2.-7. júní kr. Innifalið: Flug Keflavík-París-Keflavík, flugvallagjöld, akstur milli flugvallar og hótels í París. Gisting í 5 nætur á Hotel Belloy St. Germain, þriggja stjömu hóteli í tvíbýli m/morgunverði, skoðunarferð um París og íslensk fararstjóm. FERÐAMIÐSTQÐ AUSTURLANDS HF Skógarlöndum 3 - Egilsstöðum - Sími 97-12000 g7 1 IKII V af r BSSSS Reykjavíkurvegl 64 • Hafnarfirði • Simi 651147 MINNINGAR INGIBJÖRG ÞÓRAR- INSDÓTTIR FRÁ SEYÐISFIRÐI + Ingibjörg Þór- arinsdóttir fæddist við Seyðis- fjörð 11. nóv. 1900. Hún lést 13. apríl sl. Foreldrar henn- ar voru Ingigerður Hallsteinsdóttir f. 25.8. 1869 í Braut- artungu í Lundar- reykjadal, d. 29.12. 1954, og Þórarinn Þórarinsson, f. 14.2. 1858 að Minni- Okrum í Skaga- firði, d. 21.1. 1950, sonur Guðrúnar Bólu-Hjálmarsdóttur. Systkini Ingibjargar voru Friðþjófur, f. 12.8.1898, d. 1984, maki Dagný Einarsdóttir, Guðrún, f. 27.1. 1903, d. 25.1. 1971, Þóra, f. 4.3. 1906, d. 5.1. 1971, maki Eymundur Guð- mundsson, og Steinunn Kristín, f. 17.3. 1909, d. 26.1. 1949, maki Stefán Hannesson. Hálf- systur samfeðra voru Dóróthea, f. 2.10. 1883, d. 7.4. 1933, maki Jóhann- es Magnússon, og Anna, f. 17.2. 1900, d. 2.12. 1980, maki Bjarni Guðmunds- son. Ingibjörg verður jarðsung- in á morgun, mánudaginn 24. apríl, frá Fossvogskapellu og hefst athöfnin kl. 13.30. ÞAÐ VORU blendnar tilfinningar sem fóru um hugann þegar hringt var frá Kumbaravogi og mér var sagt að Ingibjörg móðursystir mín, eða Imba, eins og hún var alltaf kölluð, hefði sofnað svefninum langa. Þetta kom ekki á óvart. Hún var á 95. aldursári og kraftar þrotn- ir. Hvíldin eflaust verið henni kær- komin. Nú voru kaflaskil í lífi mínu, allar góðu stundimar sem ég átti með Imbu heyrðu fortíðinni til. Imba var næstelst systkina sinna. Hún fór ung að vinna fyrir sér, vinnukonustörf og ræstingar urðu hennar ævistarf. Um tíma var hún í vist hjá Dórótheu hálfsystur sinni og átti góðar minningar frá því stóra og myndarlega heimili. Ónnur samskipti urðu ekki milli alsystkina og hálfsystra. Systurnar Imba óg Guðrún voru samrýndar og bjuggu lengst af saman eftir að þær fluttu frá Seyð- isfirði hingað til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum. Fyrst bjuggu þau hjá foreldrum mínum en Guðrún keypti árið 1946 lítið hús inni í Kringlumýri, skammt frá Seljalandi og annaðist þar foreldra sína með- an þau lifðu. Móðir mín, Steinunn Kristín, var yngsta systir þeirra og lést tæplega fertug eftir erfið veikindi. í mörg ár kom Imba óbeðin til okkar, þvoði þvotta og gólf og sá um ýmislegt sem viðkom venjulegu heimilis- haldi. Það var alla tíð mikill sam- gangur milli heimilanna, Imba og Gunna báðar ógiftar og barnlausar svo við systkinabörnin nutum allrar athygli þeirra. Þær voru einstak- lega barngóðar, áttu alltaf óþijót- andi þolinmæði og umburðarlyndi þegar börn voru annars vegar. Góð eðlisgreind, gott skap og^instak- lega skemmtilegur húmor ein- kenndi þær og kom öllum til að líða vel í návist þeirra. Það var mikið áfall fyrir Imbu og aðra ættingja 5. janúar 1971 þegar systur hennar Guðrún og Þóra urðu fyrir bíl á Hringbraut- inni. Þóra, sem bjó í Vestmannaeyj- um, lést samstundis en Guðrún lést nokkrum dögum síðar. Þá var Imba þegar farin að tapa andlegri heilsu og fór hrakandi eftir það. Flesta daga koma dýrmætar minningar upp í hugann frá hinum mörgu samverustundum okkar Imbu og Gunnu. Eftir að ég fór að búa héldum við jólin og fleiri hátíðir saman. Mér finnst alltaf hafa verið hátíð þegar við hitt- umst. Ekkert sjónvarp en alltaf nóg umræðuefni. Þær systur voru vel lesnar og höfðu gaman af kveð- skap. Þær kunnu heil ósköp af kvæðum og vísum og sögðu skemmtilega frá. Þær voru báðar jákvæðar og einstaklega orðheppn- ar. Imba var alltaf létt á sér, gekk ekki heldur hljóp við fót eða skokk- aði. Hún sagðist vera náskyld hlaupa-Manga og okkur þótti það fullgild skýring. Allar góðar minn- ingar ylja en góðum minningum fylgir líka mikill söknuður. Frá barnæsku var ég nokkuð viss um að Imba kynni Biblíuna utanbókar og auk þess íslendinga- sögurnar og mannkynssöguna. Börnin mín óskuðu þess eins og við systkinin áður að við gætum sent hana í prófin fyrir okkur. Imba var trúrækin kona. Þegar hún sat í stofu og hlustaði á útvarps- messur þá stóð hún upp þegar við átti rétt eins og hún væri stödd í kirkjunni. Sömu virðingu sýndi hún þjóðsöngnum. Frá 1979 var Kumbaravogur heimili Imbu. Hún þurfti mikla aðhlynningu og þar leið henni vel. Mér fannst gott að heimsækja hana þangað, hef alltaf fundið að starfs- fólki og vistmönnum þótti vænt um Ert þú á aldrinum 18-30 ára? Hefur þig alltaf dreymt um að fara sem skiptinemi? Pá eru Alþjóðlegu ungmennaskiptin eitthvað fyrir þig? Ennþá nokkur pláss íboði: Nígería, Þýskaland, Belgía, Spánn, Kólombía, S-Kórea, Indland. Allar frekari upplýsingar á skrifstofu samtakanna eða í síma 561 4617 alla virka daga milli kl. 9 og 12. AUaJÓÐLEG UNGMENNASKIPTI Imbu. Ég er þakklát stjórnendum og starfsfólki Kumabaravogs fyrir hlýhug og umönnun sem Imba hef- ur notið þar. Guð blessi störf þeirra. Imba hélt ætíð sinni ljúfu lund. Eftir að hún átti erfitt með mál og var jafnvel hætt að þekkja okk- ur ættingjana var samt hægt að ná sambandi við hana með því að fara með vísur sem hún kunni áður, þá kom glampi í augun og hún reyndi af veikum mætti að taka undir. Þegar löngu dagsverki er lokið er gott að hafa lifað þannig að eftirlifendur minnast samverunnar með bros á vör og þakklæti í hjarta. Svanhildur Stefánsdóttir. Ingibjörg Þórarinsdóttir er látin í hárri elli, 94 ára gömul. Með henni er gengin sú kynslóð í fjölskyld- unni sem fædd var um og upp úr aldamótum. Imba var fædd alda- mótaárið 1900 og sagði stundum, kankvís á svip, að ef hún lifði fram yfir 2.000 yrði þriggja alda barn. Ekki auðnaðist okkur að halda henni 100 ára afmælið eins og við höfðum vonast eftir. Imba var næstelst fimm systk- ina, elstur var Friðþjófur, á eftir Imbu kom Guðrún, þá Þóra og yngst var amma mín Steinunn Kristín. Auk þeirra voru tvær hálf- systur, samfeðra. Á uppvaxtará- rum sínum bjuggu þau við Seyðis- fjörð. Þegar amma fæddist bjuggu þau á Borg, en fluttust síðar að Eiríksstöðum á Vestdalseyri þar sem þau bjuggu lengst af. Móðir þeirra Ingigerður Hallsteinsdóttir var frá Akranesi. Faðir þeirra Þór- arinn Þórarinsson var sonur Guð- rúnar, dóttur Bólu-Hjálmars. Imba mundi vel eftir ömmu sinni frá því hún kom og heimsótti þau á Seyðis- flörð. Mikið var lesið á heimilinu og rætt um efnið. Biblían, íslend- ingasögurnar og kveðskapur ýmis- konar var lesið spjaldanna á milli. Kvæði Bólu-Hjálmars voru auðvit- að lærð utanbókar, sem og önnur kvæði sem vöktu áhuga og urðu lifandi í umræðunni. Þegar amma var á Eiðaskóla skrifaði hún upp heilu kvæðabálkana og sendi heim á Vestdalseyri. Þórarinn var lengi formaður á báti, sjósókn varð hans aðalatvinna og Friðþjófur reri með honum frá því hann hafði aldur til. Búskapur var smár í sniðum og eingöngu hafður til framfærslu heimilisins. Friðþjófur, eða Frissi eins og hann var jafnan kallaður, bjó alla tíð á Seyðisfirði. Okkur systkinun- um þótti ævintýraljómi yfir frænda okkar, sem var sjómaður og refa- skytta. Að sofa einn á fjöllum í svefnpoka undir berum himni og með byssu sér við hlið, það þótti okkur sérstakt. Á ferðum sínum safnaði hann steinum, sem gaman var að skoða, átti m.a. baggalúta og steingervinga. Kona Frissa var Dagný Einarsdóttir. Synir þeirra Hallsteinn og Vífill eru búsettir á Seyðisfirði. Guðrún var flutt á Nýbýlaveginn þegar ég man eftir henni fyrst. Þar hafði hún keypt sér lítið hús og átti fallegt heimili. í stásstofunni voru falleg húsgögn, skápur með uppstoppuðum fuglum og fallegum munum sem gaman var að skoða. Hún átti líka mikið af fallegum blómum, iðnu-lísu, pelargóníu, kaktus sem blómstraði ofl. í eldhús- inu var vandlega bronsuð kolavél, og útsýnið úr eldhúsglugganum yfir Fossvogsdalinn var fallegt. Hjá henni fengum við systkinin iðulega að gista þegar við komum í bæinn. Imba kom þá yfirleitt í heimsókn líka og margt var skrafað og gjarn- an rifjuð upp prakkarastrik úr bernsku þeirra systra. Fyrst eftir að Gunna kom til Reykjavíkur vann hún sem framreiðslustúlka og var glæsileg á upphlutnum. Upphlutinn notaði hún mikið alla tíð, fór ekki í búð nema að klæða sig upp á. Seinni hluta ævinnar vann Gunna heima undirbúningsvinnu fyrir bók- band fyrir Helga Tryggvason bók- bindara. Þóra fluttist til Eyja og bjó þar alla tíð. Hún giftist Ey-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.