Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 B 31 EYSTEINN SIG URJÓNSSON mundi Guðmundssyni. Dætur þeirra eru Sigrún, búsett í Reykja- vík og Inga búsett í Vestmannaeyj- um. Eftir að Eymundur lést var ég eitt sinn tvær vikur á Hásteins- veginum hjá Þóru, þá tíu eða ellefu ára. Þóra var skarpgreind, átti mikið af bókum, og prýddi auk þess heimilið með blómum og hann- yrðum. Hún kunni ógrynnin öll af ljóðum, langir kvæðabálkar voru hennar yndi. Við áttum langar sam- ræður um Tyrkjaránið, sem ég var þá nýbúin að lesa um í skólanum og mér er minnisstætt þegar hún fór með utanbókar fyrir mig kvæð- ið Drottningin í Algeirsborg. Yngsta systirin var Steinunn Kristín (Dídí), amma mín. Hún flutti til Reykjavíkur og fór í Kenn- araskólann. Aður hafði hún verið á Eiðaskóla. Seinna árið í Kennara- skólanum var elsta barnið fætt. Imba hljóp þá undir bagga og gætti barnsins og aðstoðaði við heimilishaldið. Eftir námið kenndi hún yngri börnum til undirbúnings fyrir skóla, og auk þess tóku hún og afi nemendur í aukatíma í tungumálum og stærðfræði. Amma hafði ágætt vald á ensku, dönsku og norsku. Oft var mér sagt frá fallega hárinu hennar, þykku og síðUj með sjaldgæfan brúngullinn lit. A hveiju kvöldi losaði hún flétt- urnar og kembdi hvora fléttu hundrað sinnum áður en hún flétt- aði á nýjan leik. Afi minn var Stef- án Hannesson frá Tandraseli í Norðurárdal. Þau áttu fjögur börn, Inga Þór, sem lést 1966, Svan- hildi, móður mína, búsetta á íra- fossi, Sigurð, búsettan í New York og Kristinn, sem býr í Reykjavík. Imba var komin yfir sextugt þegar ég og bræður mínir komumst til vits og ára, og þá þegar orðin göm- ul í okkar augum. Hún vann þá við skúringar í Landsímahúsinu við Sölvhólsgötu. Imba og Gunna skip- uðu stóran sess í lífi okkar systkin- anna og samgangur milli heimil- anna var mikill. Margar góðar minningar ylja. Kaffisopinn sem Imba laumaðist til að gefa okkur var nokkrir dropar af kaffi, fyllt upp með mjólk og moli með. Ósjald- an fengum við að heyra frásögnina af því þegar Imba sá kveikt á raf- magnsljósi í fyrsta sinn. Hún kom ásamt móður sinni í hús á Seyðis- firði, þegar þær voru sestar við borð ýtti húsmóðirin við takka og þá kom ljós á peruna yfir borðinu. Imba sagði söguna alltaf eins og benti upp í loftið á ímyndað ljósið. Sagan var ekki löng en við lifðum okkur andaktug inn í tímann þegar þetta undur gerðist. Imba var einstaklega barnelsk. Hún var líka létt í lund og hafði næmt auga fyrir spaugilegum hlið- um tilverunnar. Þessir eiginleikar hennar voru alltaf til staðar þrátt fyrir minnistap. Farið var að bera á því þegar ég man eftir Imbu fyrst, fyrir rúmum 30 árum. Eftir að fór að halla undan fæti hjá henni og hún hætti að geta hugsað um sig sjálf með góðu móti var hún lang- dvölum á heimilum Kristins, móð- urbróður míns og heimili foreldra minna. Okkur systkinunum þótti ekkert sjálfsagðara en að Imba byggi á heimilinu. En ekki varð umflúið að Imba vistaðist á stofn- un. Það var erfið ákvörðun. Sjálf- sagt var það hennar fjörlega og góða viðmót sem gerði það að verk- um að hún var svo lengi heima sem raun bar vitni. Við hefðum getað sparað okkur áhyggjurnar. Á Kumbaravogi naut Imba elskulegs viðmóts starfsfólks og íbúa. Síðustu árin þekkti hún nánast engan, nema helst móður mína. Þrátt fyrir það lifnaði yfir henni þegar komið var með börn til hennar og glampi kom í augun. Sama gerðist þegar farið var með gamalkunnar vísur fyrir hana. Fyrstu jól Imbu með börnum mínum verða mér ætíð ógleyman- leg. Það var fyrir tíu árum og nokk- uð um liðið frá því smábörn voru í fjölskyldunni. Imba sýndi þá á sér hliðar sem við héldum gleymdar. Hún kjáði framan í ungbarnið og fylgdist með hverri hreyfingu 2ja ára barnsins, og þó hún gæti ekki munað nafn barnsins, né hver átti það, þá gleymdist henni ekki að í húsinu var barn, sem þurfti að gæta að. Barnasöngvarnir rifjuðust upp, Imba tók undir í Adam átti syni sjö og fylgdi með í hreyfingun- um. Sprellið rifjaðist upp og Imba fór í feluleik. Það varð eins með mín börn og okkur systkinin, að frá fyrstu kynnum átti Imba í þeim hvert bein. Breytti þar engu þó ferðir til hennar væru stijálar. Með langri ævi sinni, frásögnum sínum og gömlum hefðum varð Imba tenging okkar við gamla tímann. Megi minningin um samfylgdina við Imbu lifa. Steinunn K. Jónsdóttir. + Eysteinn Siguijónsson fæddist 19. febrúar 1923 í Hraunkoti í Aðaldal, Suður- Þingeyjarsýslu, en ólst upp á Húsavík. Hann andaðist í Land- sjpítalanum 4. apríl síðastliðinn. Utför hans var gerð frá Húsa- víkurkirkju 15. apríl sl. Kveðja frá samstarfsfólki í Landsbanka íslands, Húsavík OKKAR kæri vinur og fyrrverandi samstarfsmaður er horfinn sjónum okkar. Minningin er ljúf — kær- leiki, glettni og hlýja var hans við- mót. Hann var sá samnefnari sem gaf svo mikið af sér — sá karakter sem laðaði það besta fram í sam- ferðafólki sínu. Kynslóðabil var ekki til í hans huga — strengir hans voru jafnt stilltir á unga sem aldna og nýliðar í starfí áttu gott skjól þar sem Eysteinn var. At- hugasemdir og tilsvör skelegg og hnyttin í senn og allir gátu vel við unað. Á góðri stund var Eysteinn ávallt hrókurinn — hans hljómm- ikla og góða söngrödd var svo oft farmiðinn að vel heppnuðum sam- verustundum. Vart var talið mögu- legt að gera okkur glaðan dag væru Eysteinn og Dúdda ekki á staðnum — þau voru samhent, skemmtileg og gestrisin — að koma á heimili þeirra var veröld út af fyrir sig. Viðgjörningurinn, viðmótið og garðurinn, já, það voru sannarlega samhent hjón sem föðmuðu okkur öll þegar okkur bar að garði. Fyrir allt þetta viljum við þakka. Elsku Dúdda og fjölskylda, megi góður guð styrkja ykkur — góður drengur er genginn á braut en minningin lifir í hjarta okkar um ókomna tíð. NOTAÐIR BíEAR * NOTAÐIR BTíAR • NÚMÐIRBIÍAR ♦ NOTAÐÍR'BILÁR * 'NOTAÐÍR BILÁR "\ NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT 12 SÍMI: 568 1200 beint 581 4060 Opið laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl 13-17. BWBBiiiillilBHiiilll Dagana 24. til 30. apríl bjóðumlvið notaða bíla með vgtxtalausu láni að hámdrki 600.000 kr. til alWað 24 mánaða. W'án,ti^Zí,^iUlá,,Uöi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.