Morgunblaðið - 23.04.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.04.1995, Qupperneq 1
NOKKUR GÓÐ RÁÐ UM BENSÍNSPARNAÐ - BLAZER ÁRGERÐ ’95 ÍSTUTTUM REYNSL UAKSTRI - NÝRRI KYNSLÓÐ MAZDA 323 REYNSLUEKIÐ - SUBARUÁRGERÐ1986 EKINN 240.000 KM SUNNUDAGUR 23. APRÍL r* 1995 BLAÐ VJ <Sg> TOYOTA g Tákn um gæði HCDIII - kraftalegur sportjeppi Hyundai HYUNDAI, stærsti bílafram- leiðandi í Suður-Kóreu, kynnti nýlega þriðju kynslóð HCD hugmyndabílsins en hann er að ollu leyti þróaður í hönnunar- miðstöð Hyundai í Kali- forníu. Hyundai HCD III eins og bíllinn heitir er blendingur sportbils og fjór- hjóladrifsbíls segja forsvarsmenn Hyundai að ekki hafi áður verið smíðaður bíll með þessum eiginleikum. Þó má geta þess Mega Track gengur út frá sömu hugmynd en er öllu stærri og ólíklegri til að vera settur framleiðslu. HCD III er með tölvustýrðu fjöðrunarkerfi og nægir að ýta á hnapp sé farið af vegi með bundnu slitlagi yfir á malar- vegi. Fjöðrunarkerfið stillir jafnframt veghæð bílsins. Bíll- inn er með fjögurra strokka, 2 lítra vél með tveimur ofaná- liggjandi knastásum, forþjöppu með millikæli og 16 ventla WT-kerfi (breytilegri ventla- opnun). Þessi vél skilar 240 hestöflum við 6.100 snúninga á mínútu. Fjölstiilanlegt þak HCDIII er með fimm gíra handskiptingu og sítengdu al- drifi og meðal öryggisbúnaðar má nefna tvo líknarbelgi og ABS-hemlalæsivörn. Undir- vagninn er úr stáli og gólf úr áli en yfirbyggingin er úr sterkri trefjaefnisblöndu sem eykur henni styrk og gerir bíl- inn léttari en ella. HCDIII er með opnanlegu þaki sem er stillanlegt á þrjá vegu. Þá er hægt að velja um hvort skott- lokið á bílnum opnist upp eða niður. Að innan er bíllinn sportleg- ur eins og tveggja sæta sport- bíll. Mælaborðið umlykur öku- mann og sætin sömuleiðis sem liggja lágt í bílnum. Hins vegar minnir áklæðið og aftursætin á hlutverk bílsins utan vega en HCD III er ný kynslóð hugmyndabíls Hyundai um sportjeppa. SKOTTLOKIÐ opnast hvort sem er upp eða niður. aftursætin er aðeins að nýta þegar bíllinn er hafður opinn. Fyrir iniðju mælaborðinu er Navitac- fjölkerfið sem sameinar í einu tæki leiðsagnarkerfi og ýmsa stillingarmöguleika, t.a.m. á sætum, sem eru til hægðarauka fyrir ökumann. ■ Ný E-lína Mercedes væntanleg I júlí NY E-lína Mercedes-Benz er vænt- anleg á markað hérlendis í júlí en bíllinn er nýr frá grunni með mikl- um útlitsbreytingum. E-línan er stærðarflokkurinn mitt á milli C-lín- unnar og S-línunnar. Nýlega sendi Mercedes-Benz frá sér fyrstu opin- beru myndirnar af nýja bílnum en reyndar kynnti fyrirtækið coupé- útfærsluna með svipuðu útliti bílasýningunni í Genf fyr- tveimur árum. Helsta einkenni nýja bílsins gerbreyttur framendi með kringlóttum fram- lugtum og hallandi vélarhlíf sem sker sig frá öðrum gerðum Merce- des. Mercedes fylgir þeirri tilhneig- ingu bílahönnuða að hanna bíla með framenda sem sker sig úr frá öðrum gerðum bíla. Sama má segja um nýjustu línu Ford, sér í lagi Ford Scorpio. Fyrir nokkrum misserum var það fremur reglan en undantek- ingin að nýjar útfærslur sem leystu eldri af hólmi væru þyngri og stærri en þó sérstaklega dýrari en fyrir- rennarinn. Nýi E-bíllinn er hins vegar léttari og um 6% eyðslu- grannari en forverinn. Þar fyrir utan staðhæfir Mercedes að nýi E-bíllinn sé sá öruggasti í sínum stærðarflokki og vísar þar með á bug þeirri kenningu að aukið ör- yggi í bílum sé ástæðan fýrir stöð- ugri þyngdaraukningu bíla. ESP-kerfl Mercedes segir að nýi bíllinn verði aðeins lítillega þyngri en for- verinn og helgist það af því að í nýja bílnum er fjöldi tækninýjunga, eins og t.a.m. ESP-kerfið sem sér um að leiðrétta of- og vanstýringu og með aðstoð ABS-hemlalæsi- varnakerfisins gerir bílinn stöðugri í beygjum. Mercedes hefur í átta ár unnið að þróun búnaðarins en hann vinnur þannig að hann hemlar eða losar hemlun á hveiju einstöku hjóli og hjálpar þannig ökumanni að halda þeirri stefnu sem hann hefur valið. Verði vart mikils skriðs á afturenda bílsins hemlar hann sjálfvirkt á því afturhióli sem er nær þeirri átt sem bíllinn skríður en létt- ir hemlaátakið á framhjóli fjær þeirri átt sem bíllinn skríður. Hækkar lítlð sem ekkert í verðl Stefán Jónsson hjá Ræsi sagði að búist væri við að E-bíllinn kæmi á markað hér í júlí og gefnar hefðu verið vonir um að bíllinn hækkaði lítið sem ekkert í verði. Sama hefði verið uppi á teningnum þegar C- línan tók við af 190-bílnum, hækk- unin hefði verið lítil sem engin þótt um betur búinn bíl hefði verið að ræða. Gamli E-200 kostaði 3,4 milljón kr. með bensínvél grunn- gerðin. Það sem af er þessu ári hafa selst sjö Mercedes-Benz C-bíl- ar en grunngerð ódýrasta bílsins, C-180, kostar 2.935.000 kr. Sá bíll er búinn íjögurra strokka vél með ABS-kerfi, samlæsingum og þjófa- vöm í lykli, rafspeglum og fleiru. MERCEDES-BENZ E-línan er stærri, öruggari og spar-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.