Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 3
+ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 C 3 Láttu umferðina ekki fara í taug- arnar á þér. Ef þú æsist upp þá er eins víst að þú látir það bitna á bensíngjöfinni og þar með á budd- unni þinni. • Þú tekur fótinn vitanlega ef bensíngjöfinni þegar þú ekur niður brekku, en láttu bílinn ekki fríhjóla í hlutlausum gír eða með dautt á vélinni. Á sumum bílum læsist stýr- ið þegar svissað er af. Príhjólun með dautt á vélinni getur einnig valdið skemmdum á gírkassa, eink- um sjálfskiptingu, ef brekkan er löng. • Aktu á vegum með föstu slitlagi þegar þess er kostur. Grófir malar- vegir og aðrir vegir sem þarfnast viðgerða valda aukinni bensín- eyðslu. • Ef bíllinn þinn er útbúinn sjálf- virkri ökuhraðastjórnunm skaltu nota hana þegar þú ekur utanbæj- ar. Það hjálpar þér til að halda ökuhraðanum réttum og jöfnum. • Þegar þú ætlar að bakka bflnum skaltu ekki setja í bakkgírinn fyrr en bremsurnar hafa stöðvað bílinn alveg. Sjálfskiptan bíl er auðvelt að setja í bakkgírinn þó að hann sé á ferð áfram, en það fer bæði illa með skiptinguna og eyðir bens- íni. • Ef þú átt kost á að nota bílskúr eða bílskýli skaltu notfæra þér það. Það heldur bílnum heitari að vetrin- um svo að það tekur skemmri tíma að ná upp eðlilegum vinnuhita. • Allur aukabúnaður notar elds- neyti, m.a. miðstöðvarmótorinn, ljósin og rúðuhitarinn8. Notaðu því aðeins þann rafbúnað sem nauð- synlegur er hverju sinni4. • Þó að leiðbeiningar þessar séu gerðar með bensínsparnað í huga þá fæst einnig fleira í kaupbæti sé eftir þeim farið. Þar má nefna t.d. lægri viðhaldskostnað og minni hættu á umferðaróhöppum. Hér er aðallega átt við bensln en gteti einnig eftir atvikum verið dfeselolía eða fljótandi gas. 1 Þarna koma vitaskuld einnig við sögu hleðslu- astand, landslag og færð. 1 Rúðuhitarinn er meðal orkufrekustu neystutækja I rafbúnaði bifreiða (ca. 12 amper sem gera 168 W miðað við 14W, en það er áltka mikið og öll ljósin taka). ' Það er lógskipað að aka með futl Ijðs bæði í myrkri og björtu. Þetta er öryggisatriði sem ber að virða þó að það kosti nokkur hundruð krónur á ári. Sigfás B. Sigurðsson UR söludeild B&L að Ármúla. BMW og Renault þjón- ustan á Suðurlcmdsbraut ÖLL þjónusta fyrir BMW og Re- nault, bæði varahluta og verkstæð- isþjónusta, hefur verið flutt í þjón- ustuhúsnæði Bifreiða og land- búnaðarvéla að Suðurlandsbraut 14. B&L hefur nú á höndum sölu og þjónustu fyrir Lödu, Hyundai, Renault, BMW og einnig Arctic cat vélsleðana. Þá er varahlutaþjón- ustan að Suðurlandsbraut 14 og verkstæðið þar fyrir ofan ásamt sölu á notuðum bílum en sala á nýjum bflum er að Ármúla 13. Bifreiðar & Landbúnaðarvélar voru stofnaðar árið 1954 en það ár höfðu íslendingar fært fiskveiði- lögsögu sína út um 1 sjómílu eða úr 3 í 4 sjómílur. Af þessum sökum lögðu Bretar bann við innflutningi á físki og fiskafurðum frá íslandi. Sovétríkin buðu þá upp á við- skiptasamning sem meðal annars fól í sér kaup á verulegu magni af físki og fiskafurðum með greiðslu í olíu, timbri og stáli. Einn- ig óskuðu þeir eftir því að íslend- ingar keyptu bifreiðar og var þá samið um kaup á fyrstu bifreiðun- um af Pobeda gerð. Lada selst vel Á eftir Pobeda bflunum, árið 1955, komu Moskvich, síðar hinir vinsælu rússajeppar og þá Volga. Þegar nýja módelið af Moskvich kom á markaðinn 1966 jókst salan mikið. Árið 1978 voru Lada bílar mest seldu bílar á landinu en það ár seldust 1.411 slíkir bflar. Árið 1986 voru seldar um 2.500 Lada bifreið- ar og árið 1987 voru þær 2.800 sem samsvarar því að um 1% þjóð- arinnar hafí keypt nýja Lada bif- reið hvort árið. 22. maí 1992 hófst sala á Hy- undai bflum sem hefur gengið framar öllum vonum. í upphafi ársins 1995 keypti B&L BMW og Renault umboðin af Bílaumboðinu. 1. febrúar flutti söludeild nýrra og notaðra BMW og Renault að Ár- múla 13, húsakynni B&L. Og nú flytur öll þjónusta fyrir BMW og Renault bæði varahluta og verk- stæðisþjónusta í þjónustuhúsnæði B&L að Suðurlandsbraut 14. ¦ TILBOÐ ÓSKAST STARFSFÓLK bensínstöðva í verklegri fræðslu á námskeiði Fræðsl- umiðstöðvar bflgreina og Skoljungs hf. Bensínafgreidslumenn Skeljung á námskeiðum Morgunblaðið/Sverrir NÝR og breyttur Chevrolet Blazer er ávalari og ívið lengri en forverinn. BlLLINNerafvel búinn að innan, m.a. með raf- stillanlegu öku- mannssæti, líknar- belg og hirslur eru nægar. STARFSFÓLK á bensínstöðvum Skeljungs hf. hefur undanfarið tekið þátt í nýju námskeiði í verklegri og bóklegri fræðslu í öllum helstu þátt- um daglegra starfa þess. Námskeiðin eru haldin á vegum Shellskólans i samvinnu við Fræðslumiðstöð bíl- greina, FMB, og stendur hvert þeirra í fjóra daga, hálfan kennsludag í senn eða alls 16 klukkustundir. Ætlun er að námskeiðið sem sam- ið er af starfsfólki FMB verði í fram- tíðinni haldið reglulega fyrir nýráðið starfsfólk félagsins á þessu sviði. I hverju námskeiði er farið yfír helstu þætti bílsins, auk þess elds- neyti, olíur, kælikerfi, mengunarbún- að og varnir, rafkerfi og rafgeyma, rúðuþurrkur og fleira þess háttar. Þá er einnig tekið á málum eins og óhöppum og slysum á bensínstöðvum og hvað ber að varast, lögum og reglum um eldsneytissölu, við- bragðsáætlunum og brunaæfingum. Loks er fræðsla um meðferð pen- inga, ávísana, greiðslukorta og fjall- að er um samskipti og þjónustu við viðskiptavininn. Skeljungui ríður á vaöið Skeljungur er fyrsta olíufélagið sem lætur FMB semja og annast slíkt endurmenntunarnámskeið fyrir starfsfólk sitt. Fræðslumiðstöð bíl- greina er samstarfsverkefni Bíliðna- félagsins, Bílgreinasambandsins og menntamálaráðuneytisins. Undir- búningur FMB og Skeljungs fyrir námskeiðið hefur staðið frá því í haust og hefur því verið vel tekið af starfsfólkinu sem þegar hefur lok- ið því. Tilgangur fræðslunnar er fyrst og fremst sá að styrkja alla þjónustu við viðskiptavini og hafa á að skipa ánægðara og öruggara starfsfólki á stöðvunum. Aðalkennari á námskeiðinu er Ásgeir Þorsteinsson frá FMB og honum til aðstoðar eru ýmsir starfs- menn Skeljungs hf. ¦ íChevroletCamaro RS, árgerð '92, Ford ExplorerXLT 4x4, árgerð '91 og aðrarbifreiðarerverða sýndará Grensásvegi 9 þriðjudaginn 25. apríl kl. 12-15. Ennf remur óskast tilboð í Clark gafallyftara 6.000 Ibs. m/bensínvél. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARN ARLIÐSEIGN A Sjábu hlutina í víbara samhengi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.