Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.04.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MAZDA 323 er nokkuð laglegur bíll. Morgunblaðið/Þorkell Lipur Mazda 323 oq rúmgóður bíll «A MAZDA 323 var nýlega kynntur hjá umboðinu, Ræsi í Reykjavík, en þessi nýjasta kynslóð er fáanleg í nokkr- ; ~l um gerðum og útfærslum, 2 með 1300 eða 1500 vélum ¦¦J og F-gerðin reyndar með «g 1800 og 2000 vélum og eru • ' hestöflin frá 75 og allt uppí jJJ 147 á 323F GT gerðinni sem ; kostar þá yfir 2,2 milljónir. En ódýrari gerðirnar kosta frá 1.429 þúsund krónum. Mazda 323 er í stórum dráttum hefðbundinn fimm manna og framdrifinn fjölskyldubíll, þriggja, fjögurra eða fimm hurða, stall- bakur eða hlaðbakur. Þetta er laglegur bíll, ekki stórkostlega breyttur frá síðustu kynslóð en mjög mikið ávalari og mýkri en sú kynslóð sem mikið var keypt af á árunum 1986-88. Við skoðum í dag bæði sjálfskiptan og hand- skiptan bíl með 1300 og 1500 vélum. Mazda 323 er sléttur og felldur og mjög látlaus. Framendinn er sæmilega stór, stuðari samlitur, luktir mjóslegnar og fínlegar og grillið sömuleiðis. Hliðarnar eru örlítið bogadregnar en þar eru engin brot eða línur. Þaklínan er mjög bogadregin frá hallandi framrúðunni og afturendinn frem- ur stuttur. Rúður eru stórar og góðar en ef finna á eitthvað að útliti bflsins er eins og hjólbarðar megi vera heldur voldugri - bfllinn virðist heldur of síður tilsýndar. Rúmgóður Einn stærsti kosturinn við Mazda 323 er rýmið að innan. Vel fer um ökumann sem farþega í framsæti. Þar er bæði nóg fóta- rými og heldur engin hætta á að menn reki sig upp undir. Rýmið er einnig nóg til allra átta í aftur- sætum. Þó verður að segja um þennan bfl eins og svo marga aðra af svipaðri stærð að menn ferðast varla langar dagleiðir með þrjá fullvaxna fullorðna farþega í aftursætum. Farangursrými myndi heldur ekki leyfa mikinn útbúnað fyrir bíl fullskipaðan far- þegum með tilheyrandi farangur. Útsýni er gott og ökumaður á ekki erfitt með að Iæra á það sem honum viðkemur enda er stað- setning tækja góð og rofar skýrir og greinilegir undir bogadreginni mælaborðslínunni. í LX gerðunum, þ.e. þeim ódýr- ari, er staðalbúnaður ekki mikill; það er samlæsing og útvarp og MÆLABORÐ og aðstaða ökumanns sem og farþega er með ágætum. F ARANGURSRYMI má drýgja verulega með þvi að leggja fram bak aftursætis. Lipur Hljóðlátur Rúntgóöur Takmork- aður stod- albúnoður þar með upptalið. Væri alveg óhætt að setja eitthvað meira í bílinn fyrir þetta verð. í GLX gerð- inni sem kostar um 100 þúsund krónum meira bætist ýmislegt við, svo sem fjarstýring á samlæsing- una, rafdrifnar rúður og spegla- stillingar, sóllúga og vindskeið að aftan. Ekkert af þessu er þó bráð- nauðsynlegt og aðeins til þæginda og þar sem þessi atriði hafa næsta lítil áhrif á daglegan akstur má alveg spara sér þau útgjöld. Ef menn eru hins vegar reiðubúnir að snara fram enn meira fé má nefna að til að fá hemlalæsivörn og líknarbelgi fyrir ökumann og farþega þarf að greiða um 170 þúsund krónur í viðbót og verður að kaupa þetta í einum pakka. Hljóölátarvélar Tvær vélar eru í boði í 323 (fyr- ir utan þær sem eru í F-gerðinni og ekki verður farið út í hér) og er sú minni 1300 rúmsentimetra, fjögurra strokka 16 ventla og 75 hestafla en sú stærri 1500 rúms- entimetrar og þá orðin 90 hest- öfl. Þetta eru þýðgengar og hljóðl- átar vélar og sparneytnar einnig, eyða rúmlega 8 lítrum í borga- rakstri með beinskiptingu, 9,6 með sjálfskiptingu en fara rétt niður fyrir 6 lítra á þjóðvega- akstri á jöfnum 90 km hraða. í meðhöndlun allri er Mazda 323 ósköp þægilegur og venjuleg- ur bíll og þar er fátt sem kemur á óvart. Vélarnar eru ekki haldnar neinum ofurkrafti en gefa þokka- legt viðbragð og vinnslu. Fimm gíra handskiptingin gefur mun skemmtilegri nýtingu en sjálf- skiptingin og er óhætt að mæla með að menn kjósi hana fremur en þægindi sjálfskiptingar. Með því að spila á handskiptinguna og íáta vélina ná sæmilegum snún- ingi komast vinnsla og viðbragð Mazda 323 LX í hnof skur n Vél: 1.500 rúmsentimetrar, 4strokkar, löventlar, 90 hestöfl. Framdrifinn - fimm manna. Vökvastýri. Sjálfskipting. Samlæsing. Otvarp ogtveir hátalarar. Lengd: 4,33 m. Breidd: 1,46 m.Hæð: 1,42 m. Hjólhaf: 2,60 m. Hjólbarðar. 175/70R 13. Þyngd: 1.110 kg. Ummál bensíntanks: 55 lítrar. Bensíneyðsla í þéttbýlí: 9,51 - á þjóðvegi á 90 km hraða:5,7L Staðgreiðsluverð kr.: 1.635.000. Umboð: Ræsir hf., Reykjavík. á þokkalegt stig en það var þó ekki reynt með fullskipaðan bíl. Er helst við því að búast að nokk- uð skorti á vinnsluna í þjóðvega- akstri með vel hlaðinn bflinn, þar gæti hann verið leiðinlega hægur t.d. í framúrakstri. Sjálfskiptingin er vissulega þægileg og vitanlega nægir viðbragð hennar ágætlega við allan venjulegan og eðlilegan akstur. En bíllinn er léttur og lipur og strax og ökumaður hefur lært nákvæmlega á hægra framhornið er hann ekki í vandræðum með að meðhöndla bílinn og allur urri- gangur er þægilegur og farang- ursrýmið opnast upp á gátt og niður á stuðara. Það er ekki mjög djúpt en hægt er að drýgja það verulega með því að leggja fram hluta aftursætisbaks. Mlklð verðbil Verðið á Mazda 323 bflunum er sæmilega fjölbreytt og er kannski í heildina ívið of hátt. Hér er þó þess að gæta að þarna er á ferðinni nýr og vel hannaður bíll og þó að hann sé ekki fullkom- inn býður hann af sér góðan þokka og er traustvekjandi. Odýr- asta gerðin, þriggja hurða með 1.300 rúmsentimetra vélinni, kostar 1.429 þúsund krónur. Sá sem hér hefur mest verið fjallað um, sá með 1.500 rúmsentimetra vélinni og sjálfskiptingu kostar kr. 1.635 þúsund en sé hann tek- inn þriggja hurða er verðið 1.615 þúsund krónur. Handskipti fjög- urra hurða stallbakurinn með 1500 vélinni kostar kr. 1.540.000 en sé hann tekinn með 1300 vél- inni er verðið 1.444.000 kr. og er hér alls staðar átt við LX gerð- irnar. 1 lokin má nefna að hagstæð- ustu kaupin hjá Mazda í dag er ein útgáfan af gömlu gerðinni sem enn er fáanleg og verður út þetta ár en það er 323 langbakurinn með sítengdu aldrifi. Hann kostar kr. 1.493 þúsund og má segja að hér fái menn ágætlegan kost fyr- ir þá sem þurfa og vilja aldrif en þeir verða þá líka að láta sér lynda gamla lagið ogtakmarkaðan stað- albúnað. ¦ Jóhannes Tómasson Ur 25% í 2,5% toll NISSAN hefur nú náð sínu fram gegn bandarískum stjórnvöldum sem hafa lagt 25% toll á innflutta fernra dyra jeppa. Nissan stefndi bandaríska fjármálaráðuneytinu 1989 en bflar af þessari gerð höfðu fram til þessa verið í sama toll- flokki og pallbílar og borið 25% toll. Tollurinn lækkar nú í 2,5%, ekki einasta á Nissan bflum heldur einnig öðrum gerðum smájeppa sem seljast eins og heitar lummur í Bandaríkjunum, t.a.m. Land Ro- ver Defender 90, Toyota RAV4, Kia Sportage og Suzuki X-90. Á Trabant til Nepal TVEIR Ungverjar ætla að aka 15 þúsund kílómetra leið frá Ung- verjalandi til Nepals í sjö ára göml- um Trabant. Tibor Hubert, 26 ára, og Gergely Nemth, 22 ára, ætla að aka í gegnum íran, Pakistan og Indland á litla, hávaðasama og reykspúandi Trabant bílnum sem var helsta samgöngutæki almenn- ings í Austur-Þýskalandi kommún- ismans. Félagarnir vörðu sem svar- ar 30 þúsund ÍSKtil endurbóta á bflnum fyrir ferðalagið en hann nær mest 80 km hraða á klst. Skynvæddur stööumælir ÞAÐ léttir mörgum lund þegar þeir finna bílastæði við stöðumæli þar sem tíminn er ekki útrunninn. Nú getur orðið breyting á þessu víða því fyrirtæki eitt í Fíladelfíu í Bandaríkjunum hefur smíðað stöðumæli sem er með innbyggðan skynjara sem endurstillir mælinn þegar bíl er ekið úr bílastæðinu. Tíu slíkir stöðumælar verða próf- aðir í sumar í Fíladelfíu og geta þeir einnig talið hve mörgum bílum hafi verið lagt í stæðið á hverjum degi, hve lengi hver bíll hafi verið við mælinn þegar tíminn hafi verið útrunninn og lýsir rauðu Ijósi þegar tíminn er úti. Skyndivæddur stöðumælir það sem koma skal? Fimm strokka vélar vinna á VOLVO hefur sem kunnugt er skorið af einn strokk af sex strokka línuvél sinni til þess að koma henni þversum fyrir í vélarrými Volvo 850. Fiat samsteypan hefur einnig hannað fimm strokka útfærslu af sex strokka vél sinni sem verður í Lancia Kappa. Næsta fimm strokka vél sem kynnt verður er VR5 sem verður sett í Golf. Fimm strokkar þykja einna hentugastir í vélar sem eru með 2ja til 3ja Iítra slagrými en slíkar vélar þykja nógu stórar til þess að knýja nútímalega fjórhjóladrifsbíla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.