Morgunblaðið - 26.04.1995, Side 1

Morgunblaðið - 26.04.1995, Side 1
1 SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 BLAD 4 Aflayfirlit og staðsetning fiski- skipanna Markaðsmál 0 Minna var selt á Fiskmarkaði Suð- urnesja en verð- mæti meiri Greinar 7 Páll Þorgríms Jónsson Fyrirtæki Aflabrögð 3 Kassagerð Reykjavíkur heimsótt GOTAIM SÖLTUÐ Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson • SJÓMENN halda viða þeim góða gamla sið að hirða gotuna á hrygningartímanum. Hrognin hefur áhðfnin oftast fyrir sig, en þau eru söltuð í tunnur úti á sjó og siðan seld til vinnsiu, þegar i land kemur. Siguijón Heigason, skipveiji á Árbaki EA, stendur liér yfir fullri tunnu af hrognum, en nú fer þeirri vertíð að Ijúka. Japanir ekki byijaðir að kaupa úthafskarfa ■■■^■■■■■■■■■^■■■^^^^^■■B JAPANIR halda enn að Aflinn fer til Suður-Evrópu "ð Sat og til vinnslu innanlands birgðir hafa venð af ° Russakarfa þar í landi og talið er að kaupendur hafi verið að bíða með kaup til að skapa sér betri samningsstöðu þar sem búist hefur verið við mikilli sóknaraukningu í karfann. Það sem af er vertíð hefur hins vegar verið minni afli en á sama tíma undanfar- in ár. 3-4 skip lönduðu úthafskarfa í gær og fyrradag og fer megnið á markað í Suður-Evrópu og í vinnslu í frystihúsum hér innanlands. FuIItrúar sölufyrirtækjanna segjast lítinn karfa hafa haft til að bjóða til sölu og því lítið reynt á það hvað Japan- ir vildu greiða. Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna var á þessum tíma í fyrra búin að afskipa 1.500 tonnum af út- hafskarfa á Japansmarkað. Minni afli Aflinn hefur verið mun minni en í fyrra, að sögn Guðbergs Péturssonar stýrimanns á Haraldi Kristjánssyni. Skipið kom í fyrradag úr sínum fyrsta úhafskarfatúr á vertíðinni með nálægt fullfermi, 300 tonn. Um þetta leyti í fyrra kom Haraldur og fleiri skip úr sinni annarri veiðiferð á Reykjanes- hrygg. Haraldur var 22 daga úti. Seg- ir Guðbergur að veiðin hafi verið mjög góð fyrstu vikuna en síðan hafí hún verið lélegri en oftast áður. Veiðisvæð- ið er mun vestar og norðar en síðustu ár. En Guðbergur segist vonast tii að veiðin fari að lagast. Gengur á birgðirnar Halldór G. Eyjólfsson, markaðsstjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, segir að meginhluti úthafskarfans til þessa hafi farið á markað í Suður-Evr- ópu. Helgi Kristjánsson, forstöðumaður sjófrystideildar Islenskra sjávarafurða, hefur 'svipaða sögu að segja og bætir því við að töluvert fari einnig til vinnslu í frystihúsunum hér heima. Lægra verð þýði að fleiri möguleikar opnist. Eru þeir ánægðir með verðið, segjast ekki sjá að japönsku kaupendurnir yfirbjóði þá evrópsku eins og er. Halldór segir að gríðarlegar birgðir af Rússakarfa hafi verið á Japansmark- aði en nokkuð hafi þó gengið á þær að undanförnu. Um áramót voru þar 15 þúsund tonn en núna væru 4.500 tonn eftir. Ekkert hefði þýtt að bjóða úthafskarfa til sölu við þessar aðstæð- ur. Samkvæmt fréttum að austan allra síðustu daga væri heldur að létta yfir. íslensku seljendurnir segja þó að Japan- irnir haldi enn að sér höndum og sé talið að þeir bíði frétta af sókninni í karfann og aflabrögðum. Utlit hafi verið fyrir gríðarlega aukningu og ef það yrði fengju þeir betri samnings- stöðu. Halldór segir að markaðsverðið í Japan nú í upphafi vertíðar sé um það bil 6% lægra en í upphafi síðustu vertíð- ar. Venjan er að það lækki eftir þvi sem líður á vertíðina. Verð „nærstrandarkarfa" hefur lækkað mikið í vetur, að sögn Halldórs Eyjólfssonar. Hann segir að SH hafi fengið 310 jen fyrir kílóið í haust og verðið hafi verið komið niður í 240 jen í mars. í síðustu viku hafi verðið hins vegar lækkað enn þegar Islenskar sjáv- arafurðir hafi selt- tæp 500 tonn á 190 jen hvert kíló. Sagðist hann þó vona að nú væri botninum náð. Fréttir Markaðir Margir sýna í Brussel • MIKIL þátttaka verður á Evrópsku sjávarútvegssýn- ingunni í Brussel í Belgíu nú fyrrihluta maímánaðar. Þetta er þriðja árið, sem sýningin er lialdin og er hún nú tvöfalt stærri en fyrsta árið og verður gólf- flötur hennar um 16.000 fermetrar. Skotar eru með stærsta sýningarsvæðið, en þátttaka Islendinga er einn- ig umtalsverð./2 Þvottavél fyrir fiskikör • NÝ sjálfvirk þvottavél fyrir fiskikassa er nú komin á almennan markað. Vélin er hugarsmíð Alexanders Sigurðssonar, vélahönnuð- ar til 30 ára. Vélsmiðja Húnvetninga hefur hafið framleiðslu á henni og er þegar kominnokkur reynsla á hana en Óðinn vélar hf. mun annast sölu á vélinni./2 Trostan kaupir á Bíldudal • TROSTAN hf. á Bíldudal, nýstofnað fyrirtæki Eiríks Böðvarssonar fram- kvæmdastjóra á Isafirði, hefur fengið afhentar eign- ir Sæfrosts hf. á Bíldudal. Eiríkur hyggst hefja þar rekstur. Eignir Sæfrosts hf. voru slegnar Fiskveiðasjóði á nauðungaruppboði fyrr á árinu. Um er að ræða frysti- hús með tækjabúnaði og lít- illi fiskmjölsverksmiðju. Ei- ríkur keypti eignirnar nú á 61 milljón króna. /7 Grálúðan enn til vandræða • ÞÓTT deilum Kanada og Evrópusambandsins, ESB, sé lokið með undirritun samkomulags eiga ESB-rík- in sjálf eftir að leysa úr ýmsum vandamálum varð- andi það sín í milli. Er þar helst að nefna hvernig skipta skuli grálúðukvótan- um á milli Spánverja og Portúgala, hve mikið sænsku skipin hafa í raun veitt á þessu ári og hve mikinn kvóta ESB geti fengið keyptan eða í skipt- um frá Rússum og öðrum aðildarríkjum NAFO, Norð- vestur-Atlantshaf sf iskvei- ðinefndarinnar./8 Framboð á fiski eykst • FRAMBOÐ á sjávarafurð- um í heiminum hefur farið vaxandi undanfarin ár og náði hámarki 1993 í rúmlega 101 milljón tonna samkvæmt nýjustu tölum frá FAO, mat- væla- og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna. Aukningin er fyrst og fremst tilkomin vegna aukins eldis á ýmis konar fiski og skel- dýrum. Aukningin milli ára er um 3,3 milljónir tonna. Reyndar eru ýmis tákn talin á lofti um að, bætt umgengi um fiskimið víða um heim sé farin að skila sér í styrk- ari stofnum og hugsanlega meiri veiði síðarmeir. Heimsframleiðsla fiskeldis og fiskveiða 1986- 1993 Milljónir tonna 100 80 60 40 20 o '86 ‘87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 Mikið selt við Breiðafjörð Hlutfall markaða íslandsmarkaðar, selt magn 1994 7.112 tonn FIÞ 8.196 tonn FMH 15.250 tonn FXM 6.149 tonn SKM 3.074 tonn FMB 17.286 tonn • FISKMARKAÐIR innan Islandsmarkaðar seldu í fyrra samtals 57.000 tonn af fiski, en markaðir innan Reiknistofu fiskmarkaða 39.000 tonn. Fiskmarkaður Breiðafjarðar seldi mest markaða innan Islandsmark- aðar, 17.300 tonn. Fiskmark- aður Hafnarfjarðar var næstur með 15.250 tonn, en aðrir markaðir mun minna. Á fiskmarkaði Vestmanna- eyja voru seld 7.100 tonn, í Þorlákshöfn 8,200, 5.150 á Faxamarkaði og 3.000 tonn á Skagamarkaðnum./6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.