Morgunblaðið - 26.04.1995, Page 2

Morgunblaðið - 26.04.1995, Page 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ k r FRÉTTIR Sfldarhrogn á þara rándýr vara í Japan NORÐMENN gera sér vonir um, Tilr'mnir í að síldarhrogn á þarablaði geti iiuauiiu t mui cgi orðið nýr útflutningur til Japans. þykia lofa sróðu lar f lardi,er Þessi rétíur if1a!1?ður r 0 Kazunokokombu og í Tokýo er hann seldur á hvorki meira né minna en 6.500 kr. kílóið. Arvid K. Beltestad, starfmaður norsku hafrannsóknastofnunar- innar, kynntist þessum rétti í Jap- an fyrir tveimur árum en kazunoko þýðir síldarhrogn og kombu þari. Þykir rétturinn svo fínn og dýr, að hans er aðeins neytt við hátíð- leg tækifæri, til dæmis við brúð- kaup eða þegar nýju ári er fagnað. Um er að ræða mjög gamlan rétt í Japan en vegna þess hvernig komið er fyrir síldinni þar við land geta Japanir ekki lengur framleitt hann sjálfir. Er framleiðslan nú aðeins á þremur stöðum, í Alaska, Bresku Kólumbíu og í San Franc- isco-flóa. Þar á hún sér stað úti í náttúrunni þar sem síldin gýtur á þara. Síldargot í nót Beltestad segir, að unnt sé að fá síldina til að gjóta í nót og með það er hann nú að gera tilraunir í Koparvík á eynni Körmt. Setur hann mikið af þara á nótarbotninn en þegar síldarhrogn hafa verið frjóvguð gefa þau frá sér efni, sem límir þau á þarann. Þegar komið er nógu mikið af hrognum á þara- blöðin, eru þau tekin og söltuð. Þúsund tonna framleiðsla áári? Eftir tvo eða þrjá daga eru blöð- in tekin og sett í 30 kg ílát til útflutnings og eiga að vera í því 15 kg af hrognum og þara og 15 af pækli. Segir Beltestad, að til- raunir með þessa framleiðslu lofi mjög góðu og japanskur sérfræð- ingur frá San Francisco tekur undir það með honum. Beltestad telur, að þessi fram- leiðsla geti orðið um 1.000 tonn árlega í Noregi og miðað við 1.000 t-il 2.000 kr. fyrir kg yrði þá um að ræða verðmæti upp á einn, tvo milljarða kr. Morgunblaðið/EBB HELGI Árnason frá Vélsmiðju Húnvetninga og Hans Sveinjónsson frá Óðni hf. við nýju þvottavélina. Þorskurinn á 950 krónur í Boston Boston. Morgunblaðið. FISKVERÐ í Bandaríkjunum breytist dag frá degi eftir fram- boði, en hefur þó farið hækkandi undanfarið. Helst hefur þorskur hækkað og má rekja það til veiði- banns á stórum hluta Georgs- banka. Fiskverð er nú orðið svo hátt að við liggur að almenningur veigri sér við að kaupa fisk. Sem dæmi um dýrtíðina má nefna að verslunin Fishmonger í Cambridge í Massachusetts keypti hvorki ýsu né þorsk einn daginn í dymbilviku vegna verðlags. „í hugum fólks á fiskur að vera ódýr matur,“ sagði flsksali í Fish- monger. „Verðið núna er einfald- lega of hátt til að við getum selt fískinn." Morgunblaðið kannaði verð hjá þremur fisksölum í Boston og fylg- ir verðið í krónum hér á eftir. Fishmonger: Court House Wulf’s Fish Fish Market Market Grákoli: 1.500 1.260 Lax: Sneið: 1.260 1.000 Flak: 1.500 1.130 Ýsa: Of dýr 1.000 Þorskur: Of dýr 950 Verð á stórmörkuðum er ívið lægra. í Star Market í Boston kostaði þorskflakið t.d. 630 krón- ur, ýsuflak 760 laxasneið 880 og flak 1.000 krónur, þegar verðið 1.600 1.260 1.140 1.130 1.000 var kannað. Það er hins vegar ekki hægt að reiða sig á að fiskur- inn í stórmörkuðunum sé jafn ferskur og í fiskbúðunum. Ný sjálfvirk þvottavél fyrir fiskikassa og kör NY sjálfvirk þvotta- vél fyrir fiskikassa er nú komin á al- mennan markað. Vélin er hugarsmíð Alexanders Sigurðssonar, vélahönnuðar til 30 ára. Vélsmiðja Húnvetninga hefur hafíð framleiðslu á henni og er þegar komin nokkur reynsla á hana en Óðinn vélar hf., Nýbýlavegi 20, Kópavogi, mun annast sölu á vélinni. Afköstin 20 kör eða um 100 kassar á klukkustund Þvottavélin er alsjálfvirk og þarf því mannshöndin hvergi að koma nærri. Hún tekur allt að 1.000 kör og afkastar um 20 slíkum á klukku- stund. en allt að 100 70 lítra fiski- kössum á klukkustund. Það sem gerir vélina frábrugðna öðrum slík- um vélum er burstakerfí, sem burst- ar kerin að innan og utan. Sjálfvirk- ur búnaður vélarinnar lætur kerin og kassana snúast inn í vélinni á meðan þvottur fer fram. Þannig er hægt að hafa mun kraftmeiri og skilvirkari sprautunarbúnað en ella. Burstarnir eru gerðir úr nælonefni og skemma því ekki fiskikerin. Vélin notar heitt vatn og sápu. Að fenginni reynslu hefur ís- lenska hreinsiefnið SÁM-SÚPER- EXTRA reynst afburðavel og mæla hönnuður og framleiðandi vélarinn- ar með notkun þess. Nokkrar vélar í smíðum Nú þegar hefur framleiðsla hafíst og eru nú nokkrar í smíðum. Hans Sveinjónsson hjá Óðni hf. hefur unnið að kynningu vélarinnar hér- lendis. Ein vél hefur verið í notkun á Fiskmarkaði Hafnarfjarðar í ár, en önnur hefur þegar verið seld til Hraðfrystishúss Eskifjarðar. Samningur Vélsmiðju Húnvetn- inga við Alexander Sigurðsson, hönnuð vélarinnar, hefur þegar tryggt atvinnu hjá vélsmiðjunni til langs tíma. Óðinn vélar hf., söluum- boðsaðili þvottavélarinnar, stefnir á að markaðssetja vélina erlendis, m.a. á sjávarútvegssýningunni í Brussel næstkomandi maí. Nauðsynlegt að halda ílátunum hrelnum Allsheijar kara- og kassavæðing í íslenskum sjávarútvegi hefur tryggt betri meðferð á fiski. Að halda ílátunum hreinum er nauð- synlegt fyrir gæði fisksins enda er óheimilt að notast við skemmd og óhrein ílát, skv. reglugerð nr. 181/1993. Þessari skýlausu krafu um hreinlæti munu aðilar eins og Fiskistofa beita sér fyrir að verði fylgt í hvívetna. Sömu aðilar hafa lýst ánægju sinni með, að fram sé nú komin vél sem leysir manns- höndina af hólmi við kera- og kassa- þvott. Mikil þátttaka á sýningu í MIKIL þátttaka verður á Evrópsku sjáv- arútvegssýningunni í Brussel í Belgíu nú fyrrihlúta maímánaðar. Þetta er þriðja árið; sem sýningin er haldin og er hún nú tvöfalt stærri en fyrsta árið og verður gólfflötur hennar um 16.000 fermetrar. Skotar eru með stærsta sýningarsvæð- ið, en þátttaka íslendinga er einnig umtalsverð. Evrópska sjávarafurða- sýningin festir sig í sessi Skotaráberandi Sjávarafurðir eru þungamiðja sýningarinn- ar og á síðasta ári voru 85% sýnenda að kynna fiskafurðir, ferskan fisk, frystan, sér- og neytendapakkningar, niðursoðnar og reyktar afurðir og skelfísk af ýmsu tagi. Aðrir sýnendur kynntu ýmis konar þjónustu, umbúðir og búnað til fiskvinnslu. Á þessu ári verða sjávarafurðir frá meira en 400 fyrir- tækjum í 46 þjóðlöndum kynntar og búizt er við að um 10.000 gestir, smásalar, heildsal- ar, veitingamenn og fleiri, víðs vegar að úr Evrópu og öðrum heimsálfum sæki sýning- una. Sýningin að festa sig í sessi Katrín Bjömsdóttir, sýningarstjóri hjá Út- flutningsráði Islands, hefur veg og vanda af skipulagningu þátttöku þeirra íslenzku fyrir- tækja, sem verða á sameiginlegum bás Út- flutningsráðs. Hún segir að greinilegt sé að þessi sýning hafí fest sig í sessi sem sjávaraf- urðasýning Evrópu. Þátttaka hafa aukizt hratt þau þijú skipti, sem sýningin hafí verið hald- in. íslenzk fýrirtæki sjái sér hag í því að vera með enda sýni aukin þátttaka þeirra það. Nú verður íslenzka sýningarsvæðið töluvert stærra en í fyrra „heil eyja“ og verða þar 17 fyrirtæki að kynna afurðir sínar. Auk þess verða að minnsta kosti þrjú önnur íslenzk fyrirtæki á svæðinu, dótturfyrirtæki SH og ÍS í Evrópu verða hvort með sinn bás og Póls sýnir framleiðsluvörur sínar á bás hjá evr- ópsku umboðsfyrirtæki sínu. Auk Katrínar verða á sýriingunni Þorgeir Pálsson, markaðs- stjóri hjá Útflutningsráði, og Ruth Bobrich frá skrifstofu Útflutningsráðs í Berlín. Skotar voru atkvæðamestir á sýningunni í fyrra og verða með enn stærra sýningarsvæði nú, en innan vébanda þeirra kynna 22 fyr- irtæki afurðir sínar. Frakkar eru vaxandi í viðskiptum með sjávarafurðir innan ESB og á sýningunni verða 20 fyrirtæki á sameigin- legu sýningarsvæði. Þá verða Grikkir og Norð- menn með sérstaka þjóðarbása, sem telja 11 fyrirtæki hvor um sig. Að öðrum þjóðum, sem verða með sérstök svæði má nefna Kanada, Chile, Danmörku, Færeyjar, ísland, Indland, Holland, Norður-írland, Pakistan, Spán og Bandaríkin. Ráðstefna um markaðl og framboð sjávarafurða Þá verður að venju haldin ráðstefna um markaðinn fyrir sjávarafurðir innan Evrópu- sambandsins og framboð á físki og fískafurð- um í tengslum við sýninguna. Nú hefur ráð- stefnan verið flutt inn á sýningarsvæðið og verður haldin á morgnana, tvo fyrstu daga sýningarinnar. Fyrri daginn verður áherzla lögð á framboð á físki úr sunnanverðu Atlants- hafí, norðanverðu Kyrrahafí og fískeldi. Þá Brussel verður sérstaklega fjallað um rækju og lax. Síðari dagurinn verður helgaður möguleik- um innan Evrópusambandsins. Meðal annars verður rætt um sölu sjávarafurða í stór- mörkuðum, möguleika í veitingageiranum, afstöðu og áherzlu neytenda, markaðsfærslu sjávarafurða og kynningu þeirra. Viðsklptasýnlng Sýningin stendur dagana 9. til 11. maí og er opin frá 11.00 árdegis til 18.00 síðdegis nema síðasta daginn, er lokað verður klukkan 17.00. Ráðstefnan stendur frá 9.30 til 12.30 þriðjudag og miðvikudag. Aðgangur að sýn- ingunni er eingöngu ætlaður fólki sem starfar í sjávarútvegi, einkum viðskiptum með sjávar- afurðir og er aðgangseyrir að sýningunni rúm- ar 200 krónur. Ráðstefnugjald er hins vegar um 20.000 krónur hvorn morgun eða 35.000 sé báðir morgnarnir teknir. íslenzku fyrirtækin á hinum sameiginlega bás Útflutningsráðs verða Ámes, Borgarplast, Fiskur, Formax, Samtök fiskeldismanna, ís- lenzkt margfang, Icebe, ísbú, Marel, Menja, Njörvi, Ora, Platsprent, Silfurlax, Sæplast, Triton og Ögurvík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.