Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 B 3 FYRIRTÆKI Vertíðarandinn nær inn í umbúðaframleiðsluna Meira lagt í umbúðirnar en áður KASSAGERÐ Reykjavíkur er stærsta fyrirtækið hér á landi í framleiðslu umbúða fyrir sjávarút- veginn. Það veltir 1,2 milljörðum á ári og eru 65% veltunnar af við- skiptum við sjávarútveginn. Um 55% af framleiðslu fyrirtækisins er bylgjupappaumbúðir og 45% öskjur, að sögn Leifs Agnarssonar framkvæmdastjóra. 150-160 manns vinna hjá fyrirtækinu og er unnið úr níu þúsund tonnum af pappa á ári. Harðnandi samkeppni „Það er stefna okkar að þjóna sjávarútveginum sem best. Við þekkjum öll þau vandamál sem upp koma við pökkun, bæði í land- vinnslu og á sjó, og getum leyst þau,“ segir Leifur í samtali við Morgunblaðið. Leifur segir að fyrirtækið eigi í mjög harðri samkeppni á um- búðamarkaðnum. Auk samkeppni innlendu framleiðendanna hafí er- lend fyrirtæki sótt inn á þennan markað, erlendir sölumenn séu stöðugt á ferðinni og sumir hafí íslenska umboðsmenn. „Okkur hefur tekist bærilega að mæta þessari samkeppni. Enn sem komið er hafa er- lendu fyrirtækin náð lít- illi fótfestu hér. Þeim hefur tekist að selja eitt- hvað af bylgjupappa- kössum en lítið af öskjum,“ segir Leifur. Hann segir að verð á fiskum- búðum hafi farið stöðugt lækk- andi. Innlendir framleiðendur njóti ekki lengur fjarlægðarverndar. Fraktgjöld hafi lækkað og nú sé allt flutt í gámum þannig að ekki skipti öllu máli hvort fluttar séu inn tilbúnar um- búðir eða hrá- efni á rúllum. Almennt hafi bilið milli landa í viðskiptalegu tilliti minnkað. Flutt út fyrir 800 milljónir kr. Kassagerðin hefur flutt út umbúðir í fjöru- tíu ár í þau 62 ár sem fyrir- tækið hefur starfað. Síðari árin hefur út- flutningur verið 7-10% af veltu hvers árs. Á síðasta ári voru fluttar út vörur fyrir 86 milljón- ir kr. og síðustu tíu árin nemur útflutningurinn samtals hátt í 800 milljónir kr. Mest eru þetta umbúðir fyrir sjávarútveginn enda markaðssetur Kassagerðin sig erlendis sem sérhæft fyrirtæki í pökkun sjávarfangs. • Sóknin á erlenda markaði hófst með útflutningi á öskjum og köss- um til Færeyja og Kassagerðin hefur síðan alltaf haft ákveðinn hlut af markaðnum þar en>átt í harðri samkeppni við danska umbúðaframleiðendur, norska og sænska sem allir eru framarlega á þessu sviði. Um þessar mundir á fyrirtækið einkum í viðskiptum í Skotlandi og Frakklandi, auk Færeyja. Einnig í Norður- og Suður-Ameríku. Það hefur áður selt á ýmsa aðra markaði, svo sem íslenski umbúðamarkaðurinn nýtur ekki lengur þeirrar fj arlægðarverndar sem hann lengi gerði. Verksmiðjur sem framleiða pappaumbúðir fyrir sjávarútveginn eru að keppa við sterk umbúðafyrir- tæki á Norðurlöndunum og og Norður-Ameríku og Leifur Agnarsson, framkvæmdastjóri Kassa- gerðar Reykjavíkur hf., segir Helga Bjarnasyni að í raun sé fyrirtækið að keppa á markaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Fyrirtækið flytur út 7-10% framleiðslu sinnar og hefur á síðustu tíu árum flutt út vörur fyrir hátt í 800 milljónir kr. til Norðurlandanna og Græn- lands. „Öflugur sjávarútvegur er í Noregi og Danmörku og sterkir umbúðaframleiðendur sem sækja á þessa markaði. Við erum því að keppa við jafningja okkar á þessu sviði, sérstaklega í hefð- bundnum pakkningum. Aftur á ________ móti er tiltölulega mikið um sjófrystingu hér og í kjölfar þeirrar þróunar höfum við náð ákveðnu forskoti í umbúðafram- ““leiðslu fyrir sjófryst- ingu.“ Leifur telur að við markaðs- setningu erlendis njóti Kassa- gerðin þess orðspors sem fer af gæðum íslenskra sjávarafurða. ðbeint hugsi menn sem svo að fyrst fyrirtækið geti þjónað fram- búðaframleiðsluna. „Við erum til dæmis alltaf jafnspenntir og út- gerðarmennirnir sjálfír þegar líð- ur að loðnuvertíð og fylgjumst grannt með fréttum af loðnuleit. Við þurfum að birgja okkur upp af hráefni fyrir loðnufrystinguna en vitum ekkert hvað mikið verð- ur fryst, það getur orðið ______ frá engu og upp í tugi þúsunda tonna. Ef lítið er fryst verðum við fyrir miklu óhagræði en vel gengur þarf verksmiðj- ... an að ganga allan sólarhringinn á meðan frystingin stendur yfir,“ sagði Leifur. Umbúðirnar þurfa að vera söluhvetjandl Leifur Agnarsson á ekki von á IMjóta góðs af íslenskum fiski þjonusta = HÉÐINN = SMIÐJA STÚRÁSI6 • GAROABÆ • SlMI 565 2921 • FAX 565 2927 Hönnun • smlði • viðgeröir • þjónusta Morgunblaðið/Emilía UMBÚÐIR fyrir fullunnar afurðir hcfur verið vaxtarbroddurinn hjá umbúðaframleiðendum. Hér er Leifur Agnarsson, framkvæmdastjóri Kassagerðar Reykjavíkur, með öskjur fyrir sjófrysta rækju sem eru að koma út úr véiasainstæðunni. leiðendum sem selji fisk á kröfu- hörðum mörkuðum í Bandaríkjun- um og Evrópu ætti að vera óhætt að skipta við það. Kassagerðin telur sig vera vel samkeppnisfæra við evrópska keppinauta í minni og meðalstór- um upplögum. Fyrirtækið er sveigjanlegra en margir erlendu keppinautanna og segir Leifur að það stafi ef til vill einkum af því hvað erfitt hafi verið fyrir frysti- húsin að skipuleggja framleiðsl- una fram í tímann. Skipin hafi haldið til veiða og enginn vitað hvað þau kæmu með til baka. Þetta sé nú að breytast. Þó segir Leifur að vertíðar- stemmningin nái enn inn í um- neinurn stórum breytingum í um- búðaframleiðslunni, aðeins áfram- haldandi þróun. Vegna aukinnar sjófrystingar og fullvinnslu í landi hefur umbúðanotkun aukist og kröfur breyst. „Eftir því sem menn nálgast viðskiptavininn meira með aukinni framleiðslu í neytendaum- BYLGJUPAPPAKASS AR eru 55% af framleiðslu Kassagerðarinnar. búðir þurfa menn að leggja meira í umbúðirnar. Ekki er nóg að þær komi vörunni óskemmdri á mark- að, umbúðirnar þurfa einnig að ________ vera söluhvetjandi. Svo- kölluð fullvinnsla hefur þróast hægt hér á landi, hægar en Leifur átti von á. Kassagerðin leigir ““““ viðskiptavinum -sínum vélasamstæður fyrir þessa fram- leiðslu og er framleiðsla hafin á nokkrum stöðum. Framleiðendur umbúða fyrir sjávarútveginn nota vax til að vatnsverja umbúðirnar. Plast- húðaður pappi hefur einnig verið notaður í ákveðnar teg- undur umbúða. Ekki er mögu- legt að endur- vinna vaxbor- inn pappa, þó hann henti vel til brennslu og þar með orku- framleiðslu, og á sumum mörk- uðum hefur komið til tals að banna notkun slíkra efna. Umbúðafram- leiðendur hafa af þessu áhyggjur, þó Leifur segi að þeir þurfí að hafa það eink- um í huga að þeir séu að framleiða um- búðir fyrir mat- væli og megi því ekki nota önnur efni en þau sem hæfi því hlut- verki. Hafa fram- leiðendur lagt áherslu á að finna aðra vatnsvörn, einkum fyrir blokkarumbúðir þar sem vaxið hefur verið ómissandi, en engum hefur tekist það enn sem komið er. Leifur segir að einhvern tímann komi að því að lausn fínnist á þessu vandamáli. VOGIR settt VIT erí..! ... Stórar og smáar vogir í úrvali. Sölu- og þjónustuumboð: ....:..............£ 'i,$r • s IÍÐUMÚLA13,108 REYKJAVlK (91) 882122 [ PÓLS Rafeindarvörur hf., Ísafirðí f ESAB Allt tll rafsuðu esjS RAFSUÐUTÆKI FYLGIHLUTIR RAFSUÐUVÍR ESAB Forysta ESflB er tryyging fyrir gæðum og góðri þjónustu. = HEÐINN s VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 ARGUS/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.