Morgunblaðið - 26.04.1995, Side 5

Morgunblaðið - 26.04.1995, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 B 5 Hæg* en stöðug aukning á sölu íslenzkrar bleilgu í Bandaríkjunum bandaríkin ísland stærsti framleiðandi markaðurerfjrií á eldisbleikiu í heiminum eidisbieikju og " kostnaður við markaðssetningu er hár en bestu hugsanleg gæði og stöðlun framleiðsl- unnar gefur það verð sem þarf. Þetta kemur fram í erindi eftir Mari- on Kaiser forstjóra Aquanor Marketing í Boston sem flutt var á ráð- stefnu um bleikjueldi á íslandi sem haldin var á dögunum en fyrirtæk- ið hefur unnið að markaðssetningu á bleikju vestan hafs í samstarfi við íslenska aðila. „Við höfum náð árangri en verðum að vinna saman til að viðhalda því sem náðst hefur og byggja upp frekari þróun.“ Aguanor kynnti íslenska bleikju í fyrsta sinn á sjávarvörusýning- unni í Boston árið 1992 og í erind- inu segir Kaiser að hún hafi reynst miklu erfiðari í markaðssetningu en talið var í fyrstu. Að hennar mati stafar þetta einkum af því að bleikjan var óþekkt, líkist laxi en er minni, er miklu dýrari en lax, roð- og holdlitur hennar er breytilegur og gæðin mismunandi frá einum framleiðanda til annars. Aquanor þurfti því að taka til óspilltra málanna við að kynna vöruna og fá hana samþykkta. Kaiser segir að fyrsta aðalkynn- ingin hafi verið mjög gagnleg sak- ir þess að þar hafí fyrirtækið lært að bregðast við gagnrýni á vöruna. Bleikja erekki lax „Bleikja er ekki lax. Bleikja bragðast ekki eins og lax. Bleikja er bleikja og bragðast eins og bleikja." Með nákvæmlega þessum orðum markaðssetti Aquanor bleikjuna og benti þannig við- skiptavinum sínum á að blanda ekki saman bleikju og laxi þar sem ekki væri um hliðstæða vöru að ræða. Kaiser segir að verð sé varan- legt vandamál á Bandaríkamark- aði. „Það er öf mikið framboð og úrval á markaðnum vegna þess að á þennan markað vilja allir selja sakir stærðar hans og um- fangs. Vegna hins mikla framboðs þarf hver tegund að beijast. fyrir sinni hlutdeild á markaðnum.“ Enda þótt verð á bleikju sé hátt í samanburði við aðrar vörur segir Kaiser að Aquanor hafi tekist að laða til sín og halda viðskiptavin- um við mörg veitingahús í hæsta gæðaflokki. Þetta hafi verið gert með þeim hætti að viðurkenna að bleikjan sé dýr en bæta því hins vegar við að hún sé þess virði. „Salan hefur verið stöðug en hefur vaxið afar hægt. Sem betur fer bjóða ekki margir aðrir aðilar bleikju á markaðnum enda myndu þá kaupendur grípa tækifærið og þrýsta niður verðinu og þar með binda endi á feril margra framleið- enda þannig að eftir sæti einn stór aðili með eitt stöðugt verð.“ Staðlað útlit lykilatriði Kaiser segir að staðlað útlit sé lykill að sölu á eldisvöru. Kaupend- ur vænti þess að slík vara beri öll einkenni staðlaðrar framleiðslu fremur en náttúrulegrar afurðar. Breytilegur roð- og holdlitur bleikjunnar hefur hins vegar reynst Aquanor óþægur ljár í þúfu. „Við útskýrum fyrir viðskiptavin- um okkar að bleikjan sé tiltölulega ný í fiskeldi og sé því á vissu þró- unarstigi. Seiðaframleiðendur vinni ötullega að því að rækta upp bestu og mest eftirsóttu afbrigðin og því muni með tímanum skapast betra samræmi í útliti. Við bendum viðskiptavinum okkar einnig á að í villtum fiski er einnig að ræða náttúrulega fjölbreytni í útliti.“ Kaiser segir að stundum hafí borist á Bandaríkjamarkað bleikja frá íslandi sem ekki hafi uppfyllt kröfur um gæði. Þetta megi aldrei gerast þar sem nokkrar lélegar sendingar stórspilli ímynd ís- lenskrar bleikju á markaðnum. „Ég hvet bleikjuframleiðendur til þess að gæta þess ávallt að varan sem þeir senda frá sér sé í hæsta gæðaflokki ef senda skal hana á Bandaríkjamarkað. Það hefur ætíð verið ljóst að mörg ár tekur að byggja upp góðan orðstír; hins vegar er hægt að eyðileggja hann á örfáum dögum. Markaður fyrir bleikjuna er líka sérlega viðkvæm- ur.“ Hæg en stöðug söluaukning í máli Kaiser kemur fram að sleitulausri sölu- og kynningar- starfsemi á íslenskri eldisbleikju hafi verið haldið uppi. Engu að síður muni hár framleiðslukostn- aður valda því að bleikjan verði alltaf dýr í samanburði við aðra matvöru. „Ef litið er á markaðinn sem píramída kæmi sala bleikjunn- ar efst á örmjóan toppinn. Þótt bleikjunni sé dreift á alla stærri markaði frá austur- til vestur- strandar selst lítið magn, af þeirri einföldu ástæðu að hátt verð tákn- ar takmarkaða sölu.“ Kaiser telur að söluaukning verði hæg en stöðug í Bandaríkj- unum og vill hún stýra henni með afmarkaðri og vel skipulagðri markaðssetningu. „Þetta er eina leiðin til að viðhalda ímynd og verði bleikjunnar meðan við störf- um saman að þessum viðskiptum. Við verðum ávallt að muna að gæði og stöðlun framleiðslunnar ræður úrslitum um framtíð hennar á markaðnum." Forstjóri Aquanor varar íslend- inga við því að verið sé að byggja eldisstöðvar í Kanada og Noregi sem muni reyna að beina viðskipt- um sínum inn á þann markað sem sé þegar til staðar og reyna að ná þar hlutdeild. „Til að bregðast við þessu höfum við lagt áherslu á það við viðskiptamenn okkar að við seljum einungis bestu bleikju sem völ er á - frá íslandi. Við höfum einnig auglýst ísland sem landið þar sem bleikjan var þróuð sem markaðsvara. Við höfum einnig selt bleikjuna undir okkar vörumerki til að fullvissa kaupend- ur um gæði hennar. Þannig teljum við okkur geta komið í veg fyrir að bleikjunni frá okkur verði ruglað saman við lélega vöru sem koma kann inn á markaðinn.“ Tryggja þarf stööugt framboð Gunnar Már Kristjánsson hjá íslenskum sjávarafurðum fjallaði einnig um framleiðslu og markaðs- setningu bleikjuafurða á ráðstefn- unni. Til að ná árangri þarf að hans mati að tryggja stöðugt framboð, framleiða vöru sem er jöfn að gæðum - sérstaklega með tilliti til jafns litarháttar fiskholds og kanna möguleika á stærðar- flokkun sem auðveldar flökun og bitaskurð. Þá þarf að nýta sér þekkingu, vinnslutækni og neyt- endapökkun fiskvinnslunnar, fjár- festa í flökunarvélum, gera til- raunir með flutning á ferskum fiökum innanlands til frekari vinnslu í frystihúsum, kanna möguleika á að hreinsa beingarð úr flökum með beinsugu og skoða bitaniðurskurð á flökum.. Gunnar Már sagði ennfremur að markaðsetja þyrfti bleikjuaf- urðir sem hágæðavöru og bjóða upp á fastvigtarpakkningar - til dæmis tveggja eða þriggja bita pakkningu á stórmarkaðsverði. Að hans mati skilar hagkvæmni sér í lækkuðu verði til neytandans sem eykur neysluna og möguleika á meiri eftirspurn. „Kröfuharður og ánægður kaupandi er besta auglýsingin fyrir vöruna." Gunnar Már er þeirrar skoðunar að hægt sé að gera marga góða hluti í sölu, markaðssetningu og vöruþróun á frosinni bleikju. „Það þarf að vinna samviskusamlega og ná fram eins mikilli hagræðingu og hægt er. Með samstarfí bleikju- framleiðenda og frystihúsanna er hægt að gera góða hluti með því að nýta vannýtta vinnslugetu og þekkingu sem er fyrir hendi í frystihúsunum. Hráefnisverð bleikjunnar inn í vinnsluna verður að liggja á milli hluta þangað til annað kemur í ljós en lægri verð gera vöruna samkeppnishæfari og auka það magn sem hægt er að selja ásamt jöfnum vörugæðum.“ _ ar TOGIÐ SPLÆST Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson •ÞAÐ eru mörg handtökin við SH á Qrundarfírði er hér að sjðmennskuna. Magnús splæsa tógið f langþráðri blíðu Magnússon, skipstjóri á Fanney fyrir vestan. JC-hreyfingin dreifir myndefni um hval- og selveiðar í erlenda skóla JC-HREYFINGIN á íslandi hefur hrundið úr vör söfnun á fé vegna dreifingar 10.000 eintaka af kvik- myndum Magnúsar Guðmundsson- ar til erlendra menntastofnana, einkum Bandarískra háskóla. Myndir Magnúsar fjalla um baráttu íbúa ýmissa landa, einkum á norð- urhvelinu fyrir því að fá að veiða sjávarspendýr, hvali og seli. Mynd- efni það, sem fyrirhugað er að dreifa, mun að mestu byggjast á myndinni Lífsbjörg í Norðurhöfum. Þetta átak er byggðarlagaverk- efni JC-hreyfíngarinnar í ár og seg- ir meðal annars í kynningu um átakið, að leitað sé til áhafna fiski- skipa, úrgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækja, stéttarfélaga, sveitarfélaga og fyrirtækja um allt land til að legga átakinu lið með því að festa kaup á tilteknum íjölda mynd- banda, sem síðan verði dreift skipu- lega fyrir hönd kaupenda til nem- enda i skólum erlendis. Hvert myndband kostar 2.500 krónur Hvert mynband kostar 2.500 krónur, en hugmynd þeira, sem að átakinu standa, er að áhafnir á stærri fískiskipum slái saman í 10 myndbönd, sem send verða skólum sem gjöf frá viðkomandi skipshöfn. Áhafnir minni sikpa kaupi fimm myndbönd í sama markmiði. Jafn- framt er vonazt til að fyrirtæki kaupi fleiri myndbönd, sveitarfélag allt að 100 stykki og stéttarfélög 20 til 40 bönd. í frétt frá JC-heyfingunni segir að fyrir síðustu jól hafi rúmlega 30 nemendum í virtum bandarískum háskóla verið sýnd kvikmynd Magn- úsar, Lífsbjörg í Norðurhöfum og þeir beðnir af kennara sínum að gera stutta ritgerð um um sjávar- spendýraveiðar. Niðurstaðan hafi verið sú, að undantekningarlaust hafi nemendurnir snúizt frá and- stöðu við slíkar veiðar og orðið hlynntir þeim. Því sé mikilvægt, málstað okkar til framdráttar, að koma sjónarmiðum okkar á fram- færi með þessum hætti. Fiskffélagið fyrst til að kaupamyndbönd Bjami Grímsson, fískimálastjóri, varð fyrstur til þess, fyrir hönd Fiskifélags íslands, að kaupa mynd- bönd, en hann laðgi fram fé fyrir kaupum á 10 myndböndum. Af hálfu JC sjá þeir Sævar Guð- jónsson og Jón Rafn Valdimarsson um átakið. RÆKJUBA TAR RÆKJUBA TAR Nafn Stærð Afli Flskur SJÓf Löndunarst. Nafn VINUR ÍS 8 Staarð Afli Flskur SJÓf. Löndunarst. , GftUNOFIRDINGUR SH 13 103 8 0 1 Grundarfjörður ] 257 9 0 1 Isafjörður ÁRNI ÓLA IS 81 17 1 0 3 Bolungarvík SIGURBORG VB 121 220 23 1 1 Hólmavik "] BRYNDÍS ÍS 69 14 3 0 5 Ðolungarvík ] AUÐBJÖRG HU 6 23 4 0 1 Hvammstangi GÚNNBJÖKN IS 302 57 1 1 3 Bolungarvík lÆ1?!™.?*. 29 5 0 1 Hvammstangi \ HÚNllSðB 14 3 0 4 Bolungarvík ] JOFUR IS 172 [ INGÍMUNDUR GÁMÚ HU 6S ' 254 34 0 1 Hvammstangi NÉISTt ÍSZJB 15 2 0 4 Bolungarvik 103 6 0 1 Skogaströnd SÆBJÖRNIS líl 12 T ’ 0 4 Bolungarvfk j ÞÓRIR SK 16 12 9 0 2 Sauðárkrókur SÆDÍS ÍS 67 15 1 0 2 Bolungarvík HAFÖRN $K 17 149 20 0 1 Souöérkrókur ; SIGURGEIR SIGUROSSON IS 833 21 2 0 3 Bolungarvík ] SANDvIk SK 188 15 9 0 2 Sauðárkrókur ÖRN IS 18 29 4 0 5 safjörður [ HELGA RE 49 199 30 0 1 Siglufjörftur BÁRA IS 66 25 3 0 4 safjörður StGLUVÍK Sl 2 450 38 0 1 Siglufjörður DAGNÝIS 34 11 3 0 4 safjöröur STÁLVlKSI 1 364 38 o 1 Siglufjörftur FINNBJÖRN ÍS 37 11 2 0 4 ísafjörður SÆÞÓR EA Wt 134 11 0 1 Dalvík GISSUR HVlTI IS 114 18 4 0 4 ísafjörður SÓLRÚNBA 3SI 147 2 1 1 Dalvik [ GUBMUNOUR PÉTURS ÍS 45 231 29 1 2 (safjörður STOKKSNES EA 410 451 33 1 1 Dalvik GÚNNAR SIGURÐSSON ÍS 13 11 2 0 4 Isafjörður SVANUR EA 14 218 8 1 1 Dalvik \ HALLDÓR SIGURÐSSON Is 14 27 3 0 4 Isafjörður SÆNES EA 75 110 8 0 1 Grenivík KOLBRUN ÍS 74 25 1 0 3 ísafjöröur SJOFN ÞH 142 199 6 0 2 Grenivflr [ VERlS l!0 11 2 0 4 Isafjöröur UTFLUTIMINGUR 17. VIKA Bretland Þýskaland Önnur lönd Áætlaðar landanir Þoi-sk. Ýsa Ufsi Karfi Skagfirðingur SK 4 20 200 Áætlaðar landanir samtals 0 0 20 200 Heimilaður útflutn. í gámum 112 132 5 198 Áætlaður útfl. samtals 112 132 25 398 Sótt var um útfl. í gánium 312 361 26 474 LANDANIR ERLENDIS Akurey RE 3 | 1 A.„ ] i Upptst. afia j Soluv. m. kr. ] < Maðalv.kg | 1 867 1 L_ 217.0 ] [ K»rfi [ ... 1 l24-94 1 Löndunarst. BremorÞaven

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.