Morgunblaðið - 26.04.1995, Síða 7

Morgunblaðið - 26.04.1995, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ GREINAR MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL1995 B 7 Hvað er fiskverð? ÚR SKÓLA Á SJÓINN ALLTAF er hægt að deila um fiskverð'. Fiskverð ræðst af framboði og eftirspurn, þegar um er að ræða verslun milli tveggja óskyldra aðila, þ.e. veiðiskips ann- arsvegar og fisk- kaupanda hinsveg- ar. En þá er hægt að fá verð sem er hærra en þegar landað er í vinnslu hjá útgerðinni, því þá er oftast um að ræða fast verð sem er ekki í neinu samræmi við það sem fæst í gegnum fiskmarkaði. Það er öllum í fersku minni þegar togarar Eskfirðinga létu ekki úr höfn í janúar 1995, vegna óánægju um fiskverð sem samið var um fyrir nokkrum misserum til áhafnar. Deil- an leystist í bili með því að útgerðin hótaði öllum í áhöfnnum uppsögn úr skipsrúmi. Ef við skoðum mun á fiskverði á fijálsum markaði og viðskipti á föstu verði og tökum meðalverð á öllum fiskmörkuðum til viðmiðunar og sömu daga og landað var á föstu verði kemur dálítið einkennilegt í ljós, þ.e. útgerðin fær um það bil 11 milljónum lægra aflaverðmæti yfír fjögurra mánaða tímabil, heldur en ef landað er á markaði. Hvað veldur? í samningum sjómanna segir „að útgerðarmaður skal tryggja hæsta gangverð alls sem aflað er og aldrei lægra en útgerðarmaður fær fyrir sinn hlut“. „Sjómenn taki ekki þátt í útgerðarkostnaði." Þetta þýðir að sjómenn taki ekki þátt í kvótakaupum, en það hefur TROSTAN hf. á Bíldudal, nýstofnað fyrirtæki Eiríks Böðvarssonar fram- kvæmdastjóra á ísafirði, hefur feng- ið afhentar eignir Sæfrosts hf. á Bíldudal. Eiríkur hyggst hefja þar rekstur. Eignir Sæfrosts hf. voru slegnar Fiskveiðasjóði á nauðungaruppboði fyrr á árinu. Um er að ræða frysti- hús með tækjabúnaði og lítilli fisk- mjölsverksmiðju. Rekstur Sæfrosts hf. stöðvaðist á síðasta ári en það hafði þá starfað í á annað ár. Áður var reksturinn í mörg ár á vegum Fiskvinnslunnar hf. en það fyrirtæki varð gjaldþrota árið 1992. Eiríkur Útgerðin fær mun lægra verð fyrir fisk, segir Páll Þorgríms Jónsson, þegar landað er „með föstu verði“ en á fískmörkuðum. tíðkast undanfarin ár þótt það sé bannað og brot á kjarasamningum. Ef við skoðum nokkrar staðreynd- ir í sambandi við fast verð og hæsta verð og aftur fast verð og meðal- verð, lítur þetta svona út þann sjö- unda nóvember 1994: Fast verð var 80 krónur, hæsta verð 170 krónur og meðalverð 113 krónur, þarna munar 33 krónum á kíló miðað við meðalverð og 90 krónum miðað við hæsta verð. Aflinn þennan dag hjá þeim sem landaði á föstu verði var 25.281 kíló og munar því 834.273 krónum í aflaverðmæti. Er þetta nokkur hemja? Ef við skoðum svokallað „Tvöföld- unartímabil“, þ.e. nóvember, desem- ber, janúar og febrúar, sést að þorsk- ur á föstu verði er á 78,33 krónur pr. kíló, en meðalverð er 107,77 krón- ur pr. kíló, mismunurinn er því 29,44 krónur pr. kíló, og aflinn er 385.489 kíló sem gera í aflaverðmæti á föstu verði 30.198,754 kr., en á meðal- verði 41.547.739 krónur og mismun- urinn er því 11.348.985 kr., sem út- gerð og þá áhöfn fá í sinn hlut. Þetta vekur upp þá spurningu, að þar sem ekki er fiskað svokallað tohn á móti tonni, hlýtur hugsun útgerðarmanns sem gera þetta svona að vera sú að fá ódýrari beitu, keypti eignirnar nú á 61 milljón, að sögn Hinriks Greipssonar hjá Fisk- veiðasjóði. Unnið úr 2.000 tonnum Eiríkur er einn eigenda og fram- kvæmdastjóri rækjuverksmiðjunnar Básafells hf. á ísafirði. Hann hefur lýst því yfír að hann hyggist selja hlut sinn í fyrirtækinu og flytja með sér línubát til Bíldudals. Áætlanir hans gera ráð fyrir vinnslu á 2.000 tonnum af bolfiski á ári og myndi það skapa 30-40 manns atvinnu. Til þess þarf hann að fá báta í ná- grannabyggðarlögum í viðskiptj. heldur en að kaupa hana beint sjálf- ur þ.e. að sá sem kaupir þorskinn beint láti bátinn fá beitu á lægra verði, þ.e., sjómenn taka þátt í út- gerðarkostnaði, vegna þess að beitu- kaup er hluti af útgerðarkostnaði. Og þá erum við komin að ákvæði kjarasamninga er segja: „sjómenn taki ekki þátt í útgerðarkostnaði“. Ég veit að báturinn í dæminu fiskaði ekki tonn á móti tonni, vegna þess að hann var sviptur veiðileyfi vegna umfram afla í lok febrúar. Þorskkvóti bátsins var fyrir þetta kvótaár 151 tonn. Samdráttur hjá þessum báti milli kvótaára var um 8%. Er hægt að skerða meira hjá báti sem notar vistvæn veiðarfæri, þ.e. veiðir á línu? Ég segi nei, vegna þess að afli er þessi bátur og aðrir sambærilegir koma með að landi er betra hráefni en fískur sem er búinn að liggja í kös. Þegar þorskkvótinn er búinn er bátnum meinað að stunda aðrar veiðar, þ.e. á físki sem er utan kvóta t.d. steinbít, keilu og löngu, vegna þess að þorskur flækist alltaf með. Það sem gerir það að verkum að „tvöföldunarbátar" lenda í vandræð- um er ákvörðun sjávarútvegsráðu- neytisins að allur undirmálsþorskur skuli teljast til kvóta, áður voru að- eins 10% talin til kvóta. Þessi ákvörðun varð til þess að undirmáli var hent. Já, ég segi og skrifa hent. Sér er nú hver veiðistjórnunin. Verð á undirmálsfiski á Fiskmark- aði Suðurnesja þann sjöunda nóvem- ber 1994, var 75,47 kr. pr. kíló á móti 80 kr. fyrir þorsk á föstu verði, sem var að meðalvigt 2,48 kg, að- eins 4,53 kr. hærra en fyrir undir- málsfisk. En eftir lagabreytinguna breyttist þetta, þannig að undirmál lækkaði úr ca. 5.000 kg í veiðiferð niður í ca. 300 kg, í veiðiferð, þó veitt hafí verið á svipuðum slóðum allan tím- ann. Hvað veldur? Sjómönnum þykir miður að þurfa að henda því sem þeir veiða, en verða að gera það til þess að skerða ekki kvótann um of og eins til þess að fá meira aflaverðmæti í sinn hlut. í nóvember var meðalverð á und- irmálsþorski á FS 72,48 kr. á meðan meðalverð í föstum viðskiptum var 76,93. Þetta heitir veiðistjórn. Góð veiðistjórn felst í því að gera veiðiskipum kost á að koma með allan veiddan fisk á land án þess að refsa sjómönnum fyrir það. Það skapar þjóðarverðmæti að koma með allan afla að landi og fá fyrir það krónur. Höfundur er kvótalaus sjómaður. •ÞÓRDÍS Þórðardóttir var ekkert að tvínóna við hlutina í kennaraverkfallinu. Hún drejf í túr með frystitogaran- um Vestmannaey og er hér önnum kafin við að pakka ýsuflökunum. Henni líkaði svo vel um borð, að þar er hún enn, en skólinn bíður síðari tíma. TIL SOLU m/b Tjaldanes ÍS-552 25 brt. eikarbátur (skskrnr. 1944), smíðaður á Akureyri 1988. Lengd x breidd x dýpt: 15,54 x 3,96 x 1,98 m. Aðalvél Volvo Penta 143 kW (195 hö). Varanlegur kvóti: 62.674 kg þorskígildi. Nánari UDolvsingar veita: Ráðgjafaþjónusta JAK, Jón Atli Kristjánsson, sími 562-7036, fax 562-6635. Fiskiskip - Skipasala, Gunnar Hafsteinsson, hdl., sími 552-3340, fax 562-3373. Páll Þorgríms Jónsson Trostan hf. hefur rekstur á Bfldudal WtÆkMÞA UGL YSINGAR BA TAR - SKIP TIL SÖLU Fiskiskip til sölu Til sölu eru vélskipið Gústi í Papey SF 88 (1739). Skipið selst með aflahlutdeild og hluta aflamarks fiskveiðiársins 1994/1995. Krókaleyfisbátur Óskum að kaupa krókaleyfisbát, ca 6 tonna plastbát. Upplýsingar um skipaskrárnúmer og allan búnað óskast sendar á faxi 55 11 751. Lögmenn Garðar og Vilhjálmur, Hafnargötu 31, Keflavík, s. 92-11733, bréfas. 92-14733. Vantar bát - staðgreitt Erlendur aðili leitar að stálbát. Lengd ca 10-12 metrar, breidd ca 4-5 metrar. Bátinn á að nota til þjónustu við fiskeldis- kvíar, því þarf dekkpláss að vera gott. Þeir, sem áhuga kynnu að hafa, sendi inn til afgreiðslu Mbl. nafn og ca verðhugmynd fyrir 3. maí, merkta: „Eldi - 18076“. Staðgreiðsla. Óskum einnig eftir miklu magni af 70 og 90 lítra fiskikössum (togarakössum), 660 lítra Sæplast/Borgarplast fiskikörum, sambyggð- um plötufrystum, grásleppuhrognaskyljum, humarflokkurum, kassaþvottavélum, karfa- flokkurum o. fl. fiskvinnsluvélar - útgerðarvörur Austurbugt 5, Reykjavík, símar 55 11 777, 989-31802 ÁLFTAFELLHF. og 985-31802. Grásleppuleyfi Til sölu er grásleppuleyfi fyrir allt að 12 rúm- lesta bát, ásamt 300 neta úthaldi. Einnig er til sölu á sama stað tæki til verkun- ar hrognanna. Upplýsingar í símum 95-13180, 985-28111 og 985-28187. Tiísöíu fiskvinnslubúnaður: Baader 185, Baader 184, Baader 150, Baad- er 157, Baader 189 flökunarvélar, Baader 695 marningsvél, Baader 440 flatningsvélar, beltafrystar, blástursfrystar, fullbúin rækju- verksmiðja, Bread & Battervélar, loðnuflokk- arar, loðnuhrognabúnaður. Flestar vélar og búnaður til fiskvinnslu. Upplýsingar hjá: Ingvar Co, Aðalstræti 4, 101 Reykjavík, sími 55 289 55, fax, 55 289 54, farsími 989 41235.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.