Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSM'ANN-A Wtot&vmSAábib 1995 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL BLAÐ c KNATTSPYRNA / HM U-21 Brasilía og Argentína í úrslit ARGENTINA og Brasilía leika til úrslita á hemsmeistaramóti leikmanna 21s árs og yngri í . kna <(spyrnu sem nú stendur yfir í Qatar. í gær sigraði Brasilía lið Portúgals með einu marki gegn engu í hörkuleik sem var fram- lengdur. Mark Brasilíu skoraði Caio á fjórðu minútu framleng- ingar. Mikil harka var í leiknum og misstu Portúgalir tvo leik- menn út af með rautt spjald, þann fyrri á 84. mínútu og hinn í upphafi framlengingarinnar. Portúgalir voru ekki ýkja hrifnir af þessum ákvörðunum dómar- ans, sem kom frá Mexíkó, og vönduðu honum ekki kveðjurnar í leikslok. í hinum undanúrslita- leiknum báru Argentinumenn sigurorð af Spánverjum með þremur mörkum gegn engu. Myndin hér fyrir ofan er úr leik Brasilíu og Portúgals í gær og sýnir brasilíska leikmanninn Leonardo hindra framherjahn Diogo. Reuter Hert viðuríöcj við brqtum á HM á Islandi DÓMARANEFND Alþjóðahandknattleikssam- bandsins, IHF, er að ganga frá reglum vegna heimsmeistarakeppnhuiar í 11 andknattlei k á ís- landi 7. til 21. maí. Þessar reglur verða kynntar í næstu viku enþar er að fínna harðari viðurlög við brotum en áður var. Þegar sóknarnvaður í onmi færi eða á auðum sjó er „keyrður" niður eða hann stöðvaður með þvi að toga f hann verður viðkomandi varnar- manni umsvifalaust vikið af v elli með rautt spjaid og þar með verður hann útílokaður frá frekari þátttðku i leiknum. í öðru lagi verður tekið ákveðið á því þegar sóknarmanni er hrint þegar hann er kominn fram- hjá varnar m ai íni. Áður var þetta matsatriði, þýddi jafnvel bara áminningu en núna tveggja mínútna brottvisun og ekkert amiað. Þriðja atriðið sem dómaranefndin leggur áherslu á að sé framfylgt eru leiktafir. Stefnan er að s tu ð la að hraðari leik og verður dómurum uppálagt að Uita lið ekki komast upp með að tefja leikinn. Farið vcrður y fir regl urnar með dómurunum á islandi í næstu viku og þeim uppálagt að fára eftir þeim en að öðmm kosti að eiga á hættu að verða sendir heini. Lærisveinar Kristjáns í Evrópukeppni? BAYER Dormagen, sem Kristján Arason þjálfar í Þýskalandi, Ieikur við Hamelu um sæti í Borgar- keppni E vrópu í bandknattleik næsta vetur. Þar sem þýska félagið Niederwtirzbach sigraði í úrslit- um keppninnar um helgina kemst það sjálfkrafa í hana næsta vetur og þvi fá Þjóðverjar annað lið í keppnina. Hamehi og Dormagen urðu j 8 f n að stígum í deildinni og því þurfa þau að leika til úrslita um Evrópusæt ið. Röber og Höness reknir f rá Stuttgart JÚRGEN RSber, þjálf ari Suttgart og Dieter Hö- ness, framkvæmdast jóri liðsins, voru báðir reknir frá félaginu í gær vegna slakrar f rammistöðu liðs- ins að undanfornu. Stuttgart, sem var ð þýskur meistari árið 1992, er nú í 11. sætí deildar innar og hefur aðeins fengið eitt stíg úr siðustu þrcmur leikjum. Fyrrum þjálf ari f étagsins, Jiirgen Sunder- mann, tekur við liðinu ut þetta tímabil. Helgi Sig- urðsson er leikmaður með félagínu sem kunnugt er. HANDKNATTLEIKUR Þorbergur Aðalsteinsson tók gleði sína á ný eftirsigur á Dönum Lékum með hjartanu ISLENDINGAR sigruðu Dani, 22:20, á fjögurra þjóða mótinu í handknattleik í Danmörku í gærkvöidi. Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðs- þjálfari íslands í handknattleik, var allt annað en ánægður eftir Svía- leikinn en tók gleði sína á ný í gær- kvöldi þegar öruggur sigur gegn Dön- um var í höfn. „Við lékum með hjartanu," sagði hann við Morgunblaðið. „Gegn Svíum höfðum við ákveðið að gera ákveðna hluti en þeir gengu ekki upp, eitthvað truflaði okkur en það liggur fyrir að við förum einhvern tíma út af braut- inni og gerðum það gegn Evrópumeist- urunum. Við fórum ítarlega í gegnum öll mistökin sem við gerðum, lærðum af þeim og framkvæmdum það sem við ætluðum að gera." Þorbergur sagði að ekkert eitt atr- iði hefði gert gæfumuninn heldur nán- ast allt. „Það gekk allt upp hjá okk- ur. Ég er mjög ánægður með Berg- svein sem varði mjög vel, ég er ánægð- ur með varnarleikinn og ég er ánægð- ur með sóknarleikinn. Það var greini- legt að Danir óttuðust Geir og höfðu því sérstaklega góðar gætur á honum á línunni en það er gaman að hafa svona mann þvt hann opnaði svo vel fyrir skytturnar." Þungu fargi var létt af hópnum og þjálfarinn var að vonum ánægður. „Við erum sannir íþróttamenn og tök- um tapi illa. Þegar illa gengur forum við í fylu sem varir í nokkrar klukku- stundir en við náum okkur svo aftur á strik því það þýðir ekkert væl." Sviar burstuðu Pólverja á mótinu í gær og hafa því sigrað í báðum leikj- um sínum. Hafa 4 stig, ísland og Danmörku eru með 2 en Pólverjar ekkert. Ekkert er leikið í dag en á morgun mæta fslendingar Pólverjum og Danir mæta Svíum. Samhentir og samstíga / C3 Alexandr Tútskijn Tútskíjn meðáHM ALEXANDR Tútskíjn, vinstrihandar skyttan frábæra, sem lengi var talinn besti handknattleiksmaður heims þegar hann var upp á sitt besta í eftir- minnilegu liði fyrrum Sovétrflganna, lýsti þvi yfir um helgina að hann ætlaði sér að vera með Hvit-Rússum á HM á íslandi í næsta mánuði. Ótt- ast var að Tíitskíjit, sem leikur með Essen i Þýskalandi, gætí ekki leikið á HM vegna meiðsla, en kappinn seg- ir þau ekki stöðva sig og hyggst mæta galvaskur tii leiks. Hvít-Rússar eru í D-riðli og leika á Akureyri ásamt Svíum, Spánverjum, Egyptum, Brasil- íumönnum og liði Kúveits. HANDKIMATTLEIKUR: SPÆNSK FÉLÖG HIRTU ÞRJÁ EVRÓPUTITLA AF FJÓRUM / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.