Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.04.1995, Blaðsíða 4
BADMINTON Frost mætir meðDani til íslands Norðurlandamótið í badminton verður haldið hér á landi í fjórða sinn um næstu helgi í húsum TBR við Gnoðarvog. Flestir bestu badmintonmenn Norðurlandanna mæta til leiks og má þar nefna, bronsverðlaunahafa síðustu Ólymp- íuleika, Thomas Stuer Lauritsen frá Danmörku, einn sterkasta einliða- leikssþilar heims sl. ár og Thomas Lund og Marlene Thomsen, en þau hafa ekki tapað tvenndarleik á síð- ustu tíu Grand Prix mótum. Af sterkum konunum sem keppa má nefna sænsku stúlkuna Liam Xiao Qing sem er í þriðja sæti á heims- listanum og Camillu Martin, en hún er í fjórða sæti á sama lista. Af þessu leiðir að Norðurlanda- mótið að þessu sinni er eitt sterk- asta mót í Evrópu. Þess má geta að þjálfari danska landsliðsins sem hingað kemur er enginn annar en Morten Frost, en hann er einn þekktasti badmintonmaður allra tíma. GLIMA ISHOKKI / HM Morgunblaðið/Reuter Rússar burstuðu Svisslendinga RUSSAR unnu Svisslendlnga 8:0 á HM í íshokkí sem fram fer í Svíþjóð f gærkvöldi. Rússn- eska liðið varð þó fyrir áfalll því framherjinn Oleg Belov meiddlst og lelkur ekki fleiri leiki í keppninni. Rússar hafa unnið báða leikl sína en lelka gegn Frökkum, sem unnu Kanada óvœnt 4:1 í gær. Bandaríkjamenn unnu Norðmenn 2:1 og Flnnar lögðu Svía 6:3. Á myndinni reynir Svisslendlngurinn Bertaggia að stöðva Rússann SergeJ Berezin í ieiknum í gærkvöldl. Kristján var elstur kepp- enda og sigraði samt MEISTARAMÓT Glímusam- bandsins fór fram á Laugum í Þingeyjarsýslu sl. sunnudag og f ór í alla staði vel f ram. Keppt var um íslandsmeistaratitilinn í fimm aldurs- og þyngdarflokk- um kvenna og sex karlaflokkum. Keppendur voru 67 talsins og var víða hart barist. Flestir ís- landsmeistaratitlar féllu íhlut heimamanna í HSÞ sem hlutu sex eða rúmlega helminginn. Skarphéðinsmenn hlutu þrjár meistara og glímufélagið Ar- mann tvo. Onnur félög hiutu ekki meistara. Keppt var í þrem þyngdarflokkum karla og voru keppendur á ýmsum aldri. Alkunna er að margir MHMHi glímumenn hafa Jón keppt um áratuga skeið og hvergi gefið þeim yngri eftir. Lík- lega slær Kristján Yngvason HSÞ þó öll met. Hann var elstur keppenda, 48 ára, en gerði sér lítið fyrir og sigraði í -90 kg flokki. Var þó við margan knaan að eiga, svo sem Eyþór Pétursson, glímukóng íslands 1987, en reynsla og útsjónar- semi Kristjáns færði honum sigurinn og sýndi hann að þessir þættir vega þungt í mikilli tækniíþrótt eins og glíman er. Þingeyingar sigruðu þre- falt í flokknum, enda á heimavelli. í léttasta flokknum, -81 kg sigr- aði Arngeir Friðriksson HSÞ létti- lega. Arngeir er einn öflugasti glímu- maður landsins þótt hann sé ekki hár í loftinu. Kristinn Guðnason HSK, bóndi á Þverlæk í Holtum veitti ívarsson skrifar KEPPENDUR í +90 kg flokkl á melstaramóti GLÍ. Frá vinstrl: Rögn- valdur Ólafsson, formaður GLÍ sem keppti fyrlr KR, Þórður Hjarar- son, Ármannl, Ólafur Slgurðsson, Ármanni, Pétur Yngvarson, HSÞ og Ingibergur Sigurðsson, Armannl. honum þó harða keppni. Kristinn er orðinn 35 ára en hefur aldrei verið betri. í þyngsta flokknum +90 kg sigr- aði Ingibergur Sigurðsson Ármanni með nokkrum yfirburðum. Pétur Yngvason, hinn fimmfaldi glímu- kóngur Þingeyinga kom næstur og skaut hinum upprennandi Ólafi Sig- urðssyni, Ármanni, aftur fyrir sig. Mikil tilþrif voru í karlaflokkunum, en í flestum tilfellum þokkalega glímt og engin spöld sáust á lofti. Allt síðan konum var veitt inn- ganga í karlavígi glímunnar hafa þær verið að sækja í sig veðrið og eru nú ágætir keppnismenn í þeirra hópi. í flokki hnáta 10-11 ára sigr- aði Andrea Pálsdóttir HSK, en tvær þingeyskar stöllur komu næstar. Inga Gerða Pétursdóttir HSÞ sigr- aði í telpnaflokki 12-13 ára og viti menn, hún er dóttir Péturs Yngva- sonar glímukappa. Pétur hefur kennt dótturinn afgerandi hábrsögð og réð það úrslitum. Næstar komu Rakel Theódórsdóttir frá Laugarvatni og Tinna B. Guðmundsdóttir frá Sauð- árkróki. Öflugar stúlkur en þurfa að læra meiri tækni. Margrét Ingjaldsdóttir HSK sigr- aði nokkuð örugglega í meyjaflokki. Þar voru eingöngu Skarphéðinsstúlk- ur mættar til leiks og var keppnin nokkuð jöfn um næstu sæti. í léttari kvennaflokki -60 kg sigr- aði Ingibjörg Björnsdóttir HSÞ eftir harða keppni við Jóhönnu Jakobs- dóttur Ármanni". Ingibjörg er þræl- sterk og tók hábrögð á andstæðing- unum með góðum árangri. í hnokkaflokki 10—11 ára sigraði Júlíus Jakobsson, Ármanni. Júlíus er eldsnar og liðugur og kann ýmis- legt fyrir sér. Næstir komu tveir bræður af Laugarvatni, Þorkell og Bjarni Bjarnasynir. Glímublóð rennur í æðum þeirra en langafi þeirra var einmitt Bjarni Bjarnason skólastjóri sem var einn besti glímumaður lands- ins snemma á öldinni. í piltaflokki 12-13 ára var fjöl- menn og spennandi keppní í tveim riðlum. Jón Smári Eyþórsson, HSÞ sigraði í fjögurra manna úrslitum. Jón kann sitthvað að glíma, enda sonur fyrrum glímukóngs, Eyþórs Péturssonar. Hann tekur glæsileg hábrögð og sigraði þama af öryggi. Næstir komu tveir afar efnilegir nýl- iðar í glímunni, Þórólfur Valsson frá Reyðarfirði og Þorkell Snæbjörnsson frá Laugarvatni. í flokki sveina 14-15 ára sigraði Ólafur Kristjánsson HSÞ af öryggi en næstir komu tveir glímufélagar hans. Þeir virðast ætla að fylgja þin- geyskri glímu fast fram. Synir taka við af feðrum og lofa góðu fyrir HSÞ og glímuna. FOLK ¦ SVÍAR leika gegn Ungverjum í Búdapest í undankeppin Evrópu- móts landsliða í kvöld. Svíar verða án Brolins og Henriks Larssons, sem eru meiddir og einnig án Mart- ins Dahlins og Joakims Björk- lunds sem taka út leikbann. ¦ THOMAS Ravelli, markvörður sænska landsliðsins, lenti í vand- rasðum við komuna til Búdapest því hann hafði týnt vegabréfinu sínu. Hann fékk ekki að koma inní . landið fyrr en Gabor Kuncze, inn- anríkisráðherra Ungverja, gaf hon- um sérstaka undanþágu. ¦ KLAUS Ingessqn, sem skoraði mark Svía gegn íslendingum á Laugardalsveili í fyrra, er kominn aftur inní hópinn eftir sjö mánaða fjarveru vegna meðsla. Svíar eru í þriðja sæti í 3. riðli með 6 stig eftr ir fjóra leiki, fjórum stigum á eftir Sviss og einu á eftir Tyrkjum. Ungverjar eru með 2 stig eftir þrjá leiki og íslendingar sitja á botninum með ekkert stig eftir þrjá leiki. ¦ MÐ Svía verður þannig skipað í kvöld: Thomas Ravelli, Roland Nilsson, Patrik Anderssson, Pontus Kamark, Roger Ljung, Niclas Alexandersson, Jonas Thern, Per Zetterberg, Stefan Schwarz, Klas Ingesson og Ken- net Andersson. ¦ LW Ungverja verður þannig: Zsolt Petry, Geza Meszoly, Jozsef Csabi, Peter Lipcsei, Mihaly Mracsko, Gabor Halmai, Bela II- les, Istvan Salloi, Istvan Kozma, Istvan Vincze og Jozsef Kiprich. ¦ ERIK Bo Andersen, sem leikur með AaB og er markahæstur í dönsku 1. deildinni spilar fyrsta „alvöru" landsleik sinn fyrir Dani gegn Makedóníu í Kaupmanna- höfn í kvöld. Andersen er 24 ára og stóð sig mjög vel í æfingaleikjum gegn Kanada og Portúgal í Jan- úar. Richard Möller Nielsen, þjálfari, er einnig að hugsa um að gefa miðvallarleikmanninum Claus Thompsen, sem leikur með Ipswich, tækifæri í leiknum. Fyrri leikur liðanna í september endaði með 1:1 jafntefli. ¦ STEPHEN Hendry frá Skot- landi tryggði sér sæti í undanúrslit- um heimsmeistaramótsins í snóker með því að vinna Englendinginn Ronnie O'Sullivan 13-8. Hendry á því möguleika á að verða heims- meistari í fimmta sinn á sex árum. „Þó svo að ég hafi unnið O'SuIlivan er ekki þar með sagt að ég sé orð- inn heimsmeistari. Það er enn lang- ur vegur í titilinn þó svo að O'Sulli- van hafí vissulega verið erfiður þröskuldur," sagði Hendry. ¦ ÞRÍR sjgurvegarar HSÞ, þau Ólafur Kristjánsson, Inga Gerða Pétursdóttir og Ingibjörg Björns- dóttir eru bræðrabörn. Feður þeirra eru glímukapparnir Yngvasynir af hinni kunnu glímuætt frá Skútu- stöðum. Sá fjórði, Jón Smári, er sonur Eyþórs Péturssonar fyrrum glímukóngs. ¦ RÖGVALDUR Ólafsson, for- maður GLÍ, tók þátt í keppni í þyngsta flokkinum og var hann eini keppandi KR-inga á mótinu. Rögn- valdur hafði þá ekki keppt í glímu í 8 ár en varð síðast íslandsmeist- ari árið 1985 í milliþyngd. ¦ RÖGVALDUR hyggst nú láta af störfum eftir að hafa gegnt for- mennsku í GLÍ í áratug. Honum til heiðurs var slegið upp 46 manna bændaglímu í lok mótsins. Bóndi á móti Rögnvaldi var Kiistján Yng- varsson og kusu þeir sér lið. Krist- ján skoraði í lokin á Rögnvald og sigraði hann en þá var Ingibergur Sigurðsson einn eftir í liði Rögn- valds og sigraði hann Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.