Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jónas Erlendsson MARK Measures fór með bændur úr Mýrdalnum í skoðunarferð um Þórisholt. Bændur úr Mýrdal kynna sér lífrænan búskap Fagridalur. Morgunbiaðið. MARK Measures frá Elm Farm í Bretlandi, sem er einn fremsti sérfræðingnr á sviði lífrænnar búfjár- ræktar á Vesturlöndum, var í Mýrdalnum dagana 23.-25. apríl á vegum Lífræns samfélags og var hann með sýnikennslu og einkaráðgjöf fyrir bændur í Mýrdalnum sem eru í lífrænum búskap eða hafa áhuga á að kynna sér lífrænan búskap nánar. Fréttaritari Morgunblaðsins fór í vettvangsskoðun í Þórishoiti sem er venjulegt blandað bú. Auk hans voru mættir fimmtán bændur úr Mýrdal til að fylgja Mark í gegnum búrekstur að Þórisholti. Eftir skoð- unarferð um búið var sest niður í Þórisholti og fór þá Mark yfir helstu atriði í lífrænum búskap. Rætt var um markaðsmöguleika framleiðenda, reglur og vottun, meðferð jarðvegs og sáðskipti, aðlögunarferlið, fyrstu 1-2 árin, og útgjöld vegna breytinga í lífrænum búskap. Hann taldi að ísland ætti mikla möguleika í líf- rænni ræktun. „Helstu vandamál væru fóðuröflun- in, Iítil reynsla væri af smáraræktun á íslandi, eng- ar hráfosfatsnámur væru í landinu og lífræni mark- aðurinn væri enn í mótun,“ sagði Mark. Til gamans má geta þess að nú þegar hafa þrír bændur í Mýrdal fengið vottun um lifræna fram- leiðslu og eru líkur til að fleiri bændur bætist í hópinn á þessu ári. Tvímenningur í brids A annað hundrað pör á Islandsmóti ÍSLANDSMÓTIÐ í tvímenningi í brids hefst í húsnæði Bridssambands íslands í Þönglabakka 1 í Reykjavík á morgun, föstudag, og stendur fram á mánudag. A annað hundrað pör hvaðanæva af landinu taka þátt í mótinu. Mótið er í tvennu lagi. Á föstu- dagskvöld og laugardag verður spil- uð opin undankeppni og 23 efstu pörin komast áfram í úrslitakeppnina á sunnudag og mánudag. Þar bætast einnig við tvímenningsmeistarar hvers kjördæmis auk íslandsmeistar- anna frá því í fyrra, Ásmundar Páls- sonar og Karls Sigurhjartarsonar. Meðan úrslitin eru spiluð verða í fyrsta skipti haldin aukamót þar sem keppt verður um verðlaun og verður þátttaka öllum frjáls. Skráningu lýkur í dag Skráningu í íslandsmótið lýkur í dag á skrifstofu Bridssambandsins í Reykjavík. Mótið hefst klukkan 19 á föstudagskvöld og undankeppninni lýkur kl. 21 á laugardagskvöld. Úr- slitin hefjast á sunnudagsmorgni og þeim lýkur síðdegis á mánudegi. Jafnhliða verða haldin aukamót eins og áður sagði. Samkeppnisstofnun Tilmæli um að hætta með pizzaauglýsingn SAMKEPPNISSTOFNUN hefur beint þeim tilmælum til stjómenda Pizzahússins að þeir hætti að aug- lýsa að afsláttarmiðar frá öðrum pizzastöðum gildi hjá þeim. Sigrún Kristmannsdóttir, lögfræð- ingur í Samkeppnisstofnun, segir að stofnuninni hafi ekki borist athugas- endir frá Pizzahúsinu vegna tilmæl- anna. Hún sagðist ekki vita betur en hætt hafi verið að birta auglýsing- una. Sigrún sagði Samkeppnisstofnun hefði borist athugasemd frá sam- keppnisaðila vegna auglýsingarinn- ar. Hún sagði að í tilmælunum væri vísað til 20. og 21. greinar Sam- keppnislaga. „Tuttugasta grein er eins konar meginregla. Samkvæmt henni er óheimilt að hafast nokkuð að sem brýtur í bága við góða viðskipta- hætti. En í 21. grein er talað um að auglýsingar megi ekki vera ósanngjamar gagnvart keppinautum eða neytendum vegna forms þeirra eða sökum þess að skírskotað er til óviðkomandi mála,“ sagði Sigrún. Hún sagði að fyrirtækinu hefði verið gefínn kostur á að koma með athugasemdir. Þær hefðu hins vegar ekki borist. Jón Baldvin Biðlaun Ólafur Sighvatur Engin biðlaun Rannveig Össur Ráðherrar og aðstoð- armenn á biðlaunum RÁÐHERRAR eiga rétt á biðlaun- um í sex mánuði eftir að þeir fá lausn frá embætti. Skilyrði þessa er þó, að þeir hafí 'gegnt ráðherra- embættinu í tvö ár eða lengur. Af þeini ráðherrum, sem nú gengu úr ráðherrastóli, eiga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, Ólafur G. Ein- arsson, fyrrverandi menntamála- ráðherra og Sighvatur Björgvins- son, fyrrverandi heilbrigðis-, við- skipta- og iðnaðarráðherra, rétt á biðjaunum. Össur Skarphéðinsson sat í tæp tvö ár sem umhverfísráðherra og Rannveig Guðmundsdóttir í tíu mán- uði sem félagsmálaráðherra og höfðu þau því ekki eignast þennan rétt. 70% af launum ráðherra í lögum er kveðið á um að hafí maður gegnt ráðherraembætti í tvö ár samfleytt eða lengur eigi hann rétt á biðlaunum er hann lætur af því starfi. Biðlaun skal greiða í sex mánuði, talið frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að hlutaðeigandi var veitt lausn frá embætti. Biðlaun skulu vera 70% af launum ráðherra eins og þau eru á biðlaunatímanum. Taki sá, sem nýtur biðlauna, stöðu í þjónustu ríkisins, fellur nið- ur greiðsla biðlauna, ef stöðunni fylgja jafnhá eða hærri laun, en ella greiðist launamismunurinn til loka sex mánaða tímans. Samkvæmt framansögðu eiga þrír fyrrverandi ráðherrar rétt á biðlaunum frá 1. maí að telja. Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson fá greitt þingfarar- kaup, sem nemur 177.993 krónum á mánuði, en ráðherralaun þeirra, að meðtöldu þingfararkaupi, voru 293.728 krónur. Mismunurinn nemur 115.735 krónum. Af þeirri upphæð fá þeir Jón Baldvin og Sig- hvatur 70%, eða rúmar 81 þúsund krónur. Samtals verða mánaðar- laun þeirra næstu sex mánuði því 259 þúsund krónur á mánuði. Virðingarstaða en lægri laun Ólafur G. Einarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, fær biðlaun næstu sex mánuði, líkt og Jón Baldvin og Sighvatur. Ólafur tekur hins vegar við embætti forseta Al- þingis, en laun forseta eru ívið hærri en þingfararkaup, eða 195.898 krónur á mánuði. Mismun- ur á þeim launum og ráðherralaun- um Ólafs er 97.830 krónur og af þeirri upphæð fær Ólafur 70% ofan á forsetalaunin, eða 68.481 krónu. Laun hans næstu sex mánuði, fyrir að gegna embætti forseta Alþingis og þ'ggja biðlaun ráðherra, nema því 264.379 krónum. Forseti Alþingis er æðsti yfir- maður starfsmanna Alþingis, þar sem starfa rúmlega 80 manns. Hann hefur ekki afnot af bifreið, líkt og ráðherra. í lögum um laun forseta íslands er ákvæði, þar sem tekið er fram að þeir, sem fari með forsetavald um stundarsakir skuli samanlagt, meðan þeir gegna starfanum, njótajafnra launa, mið- að við mánaðarstarfstíma, og mán- aðarlaun forseta eru. Þetta þýðir, að sé forseti íslands fjarverandi í mánuð, skipta forseti Alþingis, for- sætisráðherra og forseti Hæsta- réttar með sér tæplega 335 þúsund króna mánaðarlaunum hans og fær hver rúmar 111 þúsund krónur. Laun forseta eru undanþegin opin- berum gjöldum. Biðlaun aðstoðarmanna Laun aðstoðarmanna ráðherra nema 135.108 krónum á mánuði, en aðstoðarmenn eiga rétt á bið- launum í þijá mánuði. Þar sem þeir eru persónulegir aðstoðarmenn ráðherra lýkur starfi þeirra þegar ráðherra lætur af embætti. Um aðstoðarmennina gildir sú regla, að fari þeir í annað starf hjá hinu opinbera, sem er jafn vel eða betur launað, þá missa þeir rétt til biðlauna. Hins vegar halda þeir, líkt og ráðherrar, réttinum þótt þeir fái starf ar.nars staðar. Aðstoðarmenn ráðherra hafa flestir að öðrum störfum að hverfa. Inga Dóra Sigfúsdóttir, aðstoðar- maður Ólafs G. Einarssonar í menntamálaráðuneytinu, kveðst ætla að taka til við masters-nám í stjórnmálafræði, en hún segir að það hafi aldrei verið ætlan sín að staldra lengur við í ráðuneytinu en fram á þetta vor. Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðar- maður Halldórs Blöndal í landbún- aðarráðuneytinu, sagði að hann hefði sótt um starf framkvæmda- stjóra Bændasamtakanna, en væri annars í launalausu fríi frá starfi sínu við Rannsóknastofnun land- búnaðarins. Margrét S. Björnsdóttir, aðstoð- armaður Sighvats í viðskiptaráðu- neytinu, fékk á sínum tíma launa- laust leyfí frá forstöðumannsstarfi við Endurmenntunarstofnun Há- skólans. Sigfús Jónsson, aðstoðarmaður Sighvats í heilbrigðisráðuneytinu, var á ferðalagi erlendis þegar Morgunblaðið reyndi að ná tali af honum, en hann hefur starfað hjá ráðgjafaþjónustunni Nýsi hf.. Birgir Hermannsson, aðstoðar- maður Össurar í umhverfísráðu- neyti, sagði í gær að enn væri óljóst hvað hann tæki sér fyrir hendur. Ekki náðist í aðstoðarmennina Braga Guðbrandsson, félagsmála- ráðuneyti, sem er staddur erlendis og Þröst Ólafsson, utanríkisráðu- neyti, í gær. Sumarhús til sölu Til sölu glæsilegt sumarhús í landi Úthlíðar í Biskups- tungum. Húsið er 65 fm. Afhendist fullbúið með heitum potti. Sundlaug, verslun og golfvöllur í næsta nágrenni. Nánari upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi í síma 98-22849. Lögmenn Suðurlandi, Austurvegi 3, sími 98-22988.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.