Morgunblaðið - 27.04.1995, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.04.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 23 LISTIR Bíódagar í keppni barnamynda í Cannes BÍÓDAGAR, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, hefur verið valin til þátttöku í keppninni um bestu barna- myndina á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. Bíódagar unnu nýver- ið aðalverðlaun („grand prix“) á bamamyndahátíðinni í Laon í Frakk- landi. Verðlaununum fylgir 50.000 franka styrkur til dreifíngar mynd- arinnar í frönskum kvikmyndahúsum og í framhaldi af þátttöku í barna- myndakeppninni í Cannes verður myndin markaðssett í Frakklandi sem barnamynd af dreifíngarfyrir- tækinu K-Film, sem hyggst verja alls um 10 milljónum íslenskra króna til þess verkefnis. Sigri Bíódagar í keppninni eru góðar líkur á víðtækri dreifíngu hennar í frönskum kvik- myndahúsum. Bíódagar verða af þessu tilefni teknir að nýju til sýn- inga í Stjörnubíói í maí, kl. 3 á sunnu- dögum. Jafnframt hlutu Bíódagar nýverið áhorfendaverðlaunin á evrópsku kvikmyndahátíðnni Mamers en Mars í Frakklandi. Kvikmyndin er um þessar mundir sýnd í kvikmyndahús- um í tíu borgum í Þýskalandi og hefur fengið afbragðs dóma gagn- rýnenda. Gagnrýnandi tímaritsins Zitty í Berlín kallar Bíódaga „lát- laust meistaraverk". Tímaritið Ci- nema nefnir leikstiórann „hinn ís- lenska Fellini". í Joumal Frankfurt segir gagnrýnandinn m.a.: „Friðriks- son nær fram nýstárlegum blæbrigð- um í mynd sinni. Hún hefur norrænt yfírbragð sem er okkur framandi en hrífur okkur jafnframt. Á þessum norðlægu slóðum er skapgerð fólks- ins hrein og bein. Samskipti eru ein- læg, án fais og hégóma og dregin er upp mynd af lífí íbúa, sem er jafn hrein og hijúf og tært íslenskt fjalla- loftið. Fögur og einlæg mynd.“ í Foyer segir m.a. að Bíódagar séu „afar norrænt svar við „Radio Days“ Woody Allens og „Líf mitt sem hund- ur“ Lasse Hallströms. í FR segir: „Hvert myndskeið er obláta, sérhver endursýning verður endurholdgun. í Bíódögum Friðriks Þórs Friðriksson- ar tekur bíóið á sig ásjónu kirkjunn- ar.“ Berliner Morgenpost: „í smáum ævisögulegum frásagnarbrotum tekst leikstjóranum að draga upp ljóslifandi mynd af æskunni. .. að auðga evrópsku kvikmyndina með ljóðrænni og nærgætinni frásagnarl- ist sinni andspænis áhlaupi banda- rískra stórmynda." Berliner Zeitung segir m.a.: „Það er engin tilviljun að landar Friðriksson kalli hann „Fred- erico“ í minningu hins mikla ítalska leikstjóra. Reykjavík er Rimini hans. Bíódagar hans Amarcord." Bonner Generalanzeiger: „Bíódagar er fag- urt myndverk, þar sem tíminn, sið- fræðin og sálin leika stórt hlutverk. Þarna glitra glettnar perlur gaman- máls og harmleiks." Þess má að lok- um geta að Bíódagar voru nýverið frumsýndir í kvikmyndahúsum í Jap- an, þar sem gagnrýnendur völdu jafn- framt kvikmynd FViðriks Þórs, Böm náttúrunnar, eina af tíu bestu mynd- um síðasta árs. Um tíu þúsund manns hafa nú séð nýjustu mynd Friðriks , Á köldum klaka en sýningum fer senn að ljúka í Stjörnubíói. Gardiner listamaður mánaðarins ÞESSA dagana kynna verslanir Skífunnar hljómsveitarstjórann John Eliot Gardiner sem listamann mánaðarins í klassískri tónlist. Listamaður mánaðarins er úr fremstu röð listamanna og tón- skálda og geislaplötur hans eru boðnar með 20% afslætti. Þá liggur frammi sérprentað kynningarefni á íslensku og í boði upptökur með bestu flytjendum. Fyrsti listamaður mánaðarins var mezzosópransöng- konan Cecilia Bartoli. John Eliot Gardiner hefur víða komið við og spannar ferill hans breitt tónlistarsvið. „Margar upp- tökur sem Gardiner hefur haft af veg og vanda, hafa markað tíma- mót og þá þar nefna t.d. heildarút- gáfu á sinfóníum Beethovens er kom út á síðasta ári,“ segir í kynn- ingu. Tónlistarblaðið Gramophone kaus Gardiner listamann ársins og réð þar mestu útgáfa hans á sinfó- níum Beethovens. Hæst ber þó samstarf hans við hljómsveitirnar English Baroque Soloists og Orchestra Révolutionna- ire et Romantique, að ógleymdum Monteverdi-kórnum. Gæöavara, mikiö úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 Einn allra besti bíllinn í sínum verðjlokki „Ekkert er svo gott að það geti ekki orðið betra“ höfðu hönnuðir Renault að leiðarljósi þegar ákveðið var að bæta enn við kosti Renault Clio, þessa margverðlaunaða afbragðs bíls, sem nú er kominn á markað betri en áður, þótt hann sé að grunni til sami bíllinn. Það er sama hvar borið er niður, aðrar bíltegundir í þessum verðflokki hafa ekkert fram yfir Renault Clio í samspili verðs og gæða. VERÐ FRÁ KR. 1.049.000,- M/RYÐVÖRN OG SKRÁNINGU Reynsluaktu Renault! Þú gerir ekki betri bílakaup. RENAULT RENNUR ÚT! Bifreiða & Landbúnaðarvélar ¥ r

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.