Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Móðir okkar, lést á Hrafnistu + STEFANÍA EINARSDÓTTIR, Hafnarfirði þriðjudaginn 25. apríl. Sigríður og Jóhanna Hinriksdætur.
Móðir okkar, er látin. + ÞÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR, Rifkelsstöðum, Börnin.
Systir okkar, +
GUÐNÝ ELÍSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu, Reykjavík, þann 25. apríl.
Halldóra Elísdóttir,
Díana K. Kroyer.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐJÓN MAGNÚSSON
bifreiðastjóri,
Laufbrekku 27,
Kópavogi,
lést í Landspítalanum 25. apríl sl.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og
barnabarna,
Áslaug Sigurðardóttir.
t
Elskuleg frænka Okkar,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
frá Helgastöðum,
andaðist á elliheimilinu Grund 15. apríl sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðný Erla Eiríksdóttir,
Jóna Maria Eiriksdóttir,
Gísli Ástvaldur Eiriksson,
Svava Eiríksdóttir.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir ogafi,
EINAR ÁSGEIRSSON
forstjóri,
Hvassaleiti 56,
sem lést 20. apríl síðastliðinn, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 28. apríl kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Hjartavernd.
Ásgeir Einarsson, Elín Elíasdóttir,
Sigurveig Einarsdóttir,
Guðrún Einarsdóttir, Sölvi M. Egilsson,
Einar Karl Einarsson,
Magnús Stefán Einarsson, Dana Lind
og barnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT JÓNÍNA
GUNNLAUGSDÓTTIR,
Hrafnistu,
áðurtil heimilis
á Kleppsvegi 132,
sem lést þann 19. apríl sl., verður jarð-
sungin frá Bústaðakirkju föstudaginn
28. apríl kl. 15.00.
Þorbjörg R. Einarsdóttir, Gunnlaugur Gunnarsson,
Kristín Einarsdóttir, Einar Hjaltason,
Jón H. Einarsson, Hulda Björnsdóttir,
Gunnlaugur G. Einarsson, Jóna Haraldsdóttir,
Hafdís M. Einarsdóttir, Gunnar Fjeldsted,
Ingvar Einarsson, Ingiríður Þórisdóttir,
Kjartan Einarsson, Katrín Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
HANNA
KRISTJÁNSDÓTTIR
+ Hanna Kristj-
ánsdóttir fædd-
ist 17. október 1911
á Bíldudal. Hún lést
19. apríl sl. Foreldr-
ar Hönnu voru
Kristján Sigurður
Magnússon, skip-
sljóri, Bíldudal, og
síðar fisksali í
Reykjavík, f. 2.9.
1883 að Krossadal í
Tálknafirði, d. 29.9.
1949 í Reykjavík,
og kona hans Guð-
mundína Ámadótt-
ir, f. 15.9. 1886 í
Reykjavík, d. 23.10.
1968 í Reylqavík. Systkini
Hönnu voru: Magnús Kristjáns-
son, sjómaður í Reykjavík, f.
20.7. 1905, d. 14.7. 1989, Lýður
Hólm Kristjánsson, f. 17.10.
1906, d. 8.11. 1907, Guðný
Kristjánsdóttir, f. 7.10. 1907,
dvelur á Hrafnistu í Reykjavík,
Sigrún Krisljánsdóttir, f. 29.5.
1909, d. 21.9. 1987, Guðbjörg
Kristjánsdóttir Milner, f. 2.7.
1910, býr í Seattle í Bandaríkj-
unum, Viktoría Kristjánsdóttir,
f. 22.9. 1916, d. 10.1. 1987, og
Þórður Krisljánsson, f. 12.10.
1919, dvelur á Vífilsstaðaspít-
ala. Hanna giftist
Jónasi Ingvari Ás-
grímssyni rafverk-
taka, f. 16.10. 1907
að Brimnesi við Fá-
skrúðsfjörð, f. 2.9.
1978, og eignuðust
þau fjögur börn. Þau
em 1) Ásgrímur Jón-
asson, rafm.iðnfr. í
Reylqavík, maki Þó-
rey Sveinbergsdótt-
ir. Þeirra börn em
Jónas Yngvi, Lára
Sveinbjörg og
Hanna María. 2)
María, húsmóðir í
Euclid, Ohio í
Bandarikjunum. Maki hennar
var Lonnie Lee Rall, látinn.
Þeirra börn era Gary Dean (lát-
inn), og Donna María. 3) Edda
Guðmundina, íþróttakennari í
Hafnarfirði. Maki hennar er
Þórir Ingvarsson. Þeirra börn
era Ivar, Gyða og Jónas Þór.
4) Ólöf Viktoría, þroskaþjálfi i
Bteykjavík. Hennar börn era
Ægir Eyberg Helgason, Sveinn
Gauti Arnarsson og Hanna Rún
Amarsdóttir. Hanna verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju í
dag, 27. apríl, og hefst athöfnin
kl. 15.00.
ELSKU mamma mín.
Nú ert þú farin frá okkur og því
verður líf okkar ekki eins ljúft og
áður. Þú kvaddir á þinn ljúfa hátt,
í þann mund að sumarið birtist
heima á íslandi, eins og kertaljós í
andvara, ofurmjúkt.
Og þú varst farin á hans fund,
skaparans sem öllu ræður.
Alltaf þegar öryggisleysi sótti á,
var hægt að reiða sig á þig, mamma
min. Þegar allt fór úrskeiðis gat
ég alltaf farið til mömmu sem kyssti
mig og huggaði þannig að lífíð
brosti við mér á ný.
Þannig var það með öll þín böm,
bamaböm og tengdaböm.
Þegar þú veiktist, drógumst við
að þér eins og að segli. 011 vildum
við hlynna að þér, eins og best við
gátum. En það var lítið sem við
gátum gert.
Eg hef aldrei þekkt neinn sem
svo margir hugsuðu hlýtt til. Allir
vildu gera eitthvað. Okkur fannst
heiður að geta á okkar litla hátt,
hlynnt að þér, eins og þú annaðist
okkur, öll þessi ár.
Þú varst eins og sólargeisli. Og
þegar ég sé slíkan smjúga gegn um
skýin, þá hugsa ég til þín.
Vertu blessuð, elsku mamma
mín, þangað til við hittumst aftur.
Þín,
María D.J. Rall.
Tengdamóðir mín, Hanna Krist-
jánsdóttir, er látin eftir stutt en
erfíð veikindi. Hún veiktist í byijun
febrúarmánaðar og við greiningu
reyndist sjúkdpmurinn vera illkynja
og ólæknanlegur. Það var aðdáun-
arvert og lærdómsríkt að fylgjast
með því hvernig hún brást við og
undirbjó brottför sína úr þessum
heimi.
Hún setti sér það takmark að
ná að samgleðjast dóttursyni sínum
á fermingardegi hans og að taka á
móti dóttur sinni sem kom heim
erlendis frá. Þessu takmarki náði
hún.
Ég var 19 ára þegar ég hafði
mín fyrstu kynni af Hönnu. Það var
um páska 1962 en þá kynnti sonur
hennar mig fyrir henni sem verð-
andi eiginkonu sína.
Hún tók mér eins og dóttur og
þróaðist með okkur vinátta þar sem
hún leiddi mig og leiðbeindi og átt-
um við góða samleið alla tíð.
Hanna var af vestfírskum sjó-
mannsættum, fædd og alin upp á
Bíldudal við Arnarfjörð. Hún var
dóttir Kristjáns Magnússonar sem
lengi stýrði þilskipum frá Bíldudal
og konu hans Guðmundínu Áma-
dóttur sem ættuð var úr Reykjavík.
Hún var sjötta bam í stómm og
samhentum systkinahópi og hefur
þessi grunnur eflaust mótað þá já-
kvæðu afstöðu sem hún hafði til
lífsins og sér í lagi til okkar yngra
fólksins. Hanna fluttist ung til
Reykjavíkur og þar hitti hún sinn
lífsförunaut, Jónas Ásgrímsson raf-
verktaka, en hann lést árið 1978.
Þau bjuggu alla tíð hér í Reykjavík.
Ég þakka tengdamóður minni sam-
leiðina og þá væntumþykju sem hún
ávallt sýndi mér og óska henni
góðra samfunda við áður gengna
ástvini.
Þórey Sveinbergsdóttir.
Einu sinni áttu heima á Kalda-
bakka á Bfldudal sex systur og tveir
bræður. Magnús, Gauja, Rúna,
Gugga, Hanna, Viktoría, Bíbí og
Doddi. Margar sögur hafa verið
sagðar frá þeim æsku- og hamingu-
dögum. Tengsl systkinanna hafa
alltaf verið mikil og oft kátt á hjalla
þegar þau hafa komið saman.
Viktoría móðir mín og Hanna
voru góðar vinkonur. Var ég skírð
í höfuðið á Hönnu, en dóttir hennar
eftir mömmu. Á meðan mamma lifði
höfðu þær Hanna samband við hvor
aðra á hveijum degi.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR KRISTINN
ÞÓRÐARSON,
Hátúni 19,
verður jarösunginn frá Háteigskirkju
föstudaginn 28. apríl kl. 15.00.
Sesselja Víglundsdóttir,
Þórhildur Vigdís Sigurðardóttir,
Helga Sigurðardóttir, Hörður Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ég lít til liðins tíma og staldra
við um stund. Hér er gott að vera
og það birtist mynd af Hönnu minni.
Hún kallar mig alltaf nöfnu sína.
Það er eitthvað sérstakt við að vera
nafna og setur mig á stall.
Við Laugaveginn eiga Hanna og
Jónas heima og Ásgrímur, María,
Edda og Ólöf Viktoría (Lalla).
Ég er lítil stúlka í heimsókn hjá
þeim. Það er sólskinsdagur. Hanna
er að skera niður franskbrauð. Ég
vil gera eins. „Nei, þú ert of lítil
og gætir skorið þig,“ segir frænka
mín. Ég breytist í stóra frekju.
Hanna réttir mér hnífínn og heldur
við brauðið. Ég sker sigri hrósandi,
margar sneiðar. Nú er því lokið og
Hanna horfír brosandi á mig, hlær
og segir: „Ég var búin að skera
brauðið nafna mín og þú hélst bara
að þú værir að skera.“ Sjálfsvirð-
ingu minni er hnekkt í nokkrar sek-
úndur, en svo skellihlæjum við báð-
ar, nöfnurnar.
Já, það er alltaf sólskin við
Laugaveginn.
Sólin færir sig í Skeiðarvoginn
og við Bjössi bróðir fáum að búa
þar, hjá Hönnu og Jónasi. Mamma
er mikið veik, en okkur líður vel.
Bjössi er niðri í kjallara með Jónasi
að búa til flugdreka. Bjössi hleypur
út á eftir drekanum með Eddu á
hælunum. Ég og Lalla skokkum út
í búð fyrir Hönnu. Svangur krakka-
hópurinn er í kringum Hönnu í eld-
húsinu. Hanna er ein af festingum
tilverunnar. Hér eigum við heima
þar til mömmu batnar.
Kærleikurinn er dýrasta gjöfín
frá Guði og frænka mín var rík.
Sendi ég öllum ástvinum hennar
innilegustu samúðarkveðjur.
Perlur minninganna glitra, en
það er gott þú þurftir ekki lengur
að vera veik, Hanna mín. Ég veit
að margir bíða heimkomu þinnar i
ljósinu. Vertu sæl, elsku nafna mín.
Bergný Hanna.
Kynni okkur Hönnu hófust vetur-
inn 1984 til 1985. Þá fluttum við
báðar í götuna okkar, Boðahlein í
Garðabæ. Hér hefur okkur liðið svo
vel.
Það var mikil eftirvænting hjá
mér að flytja í nýbyggða eign, í
nýju sveitarfélagi, í nýju hverfí.
Ekki var eftirvæntingin minni að
vita hvers konar nágranna maður
kæmi til með að eignast. Það eina
sem maður vissi að þeir myndu all-
ir vera 67 ára eða eldri, en sjálf
var ég 68 ára.
Fljótlega eftir að ég flutti þama
inn var fundur með nýbúum á svæð-
inu og fór maður þá að grennslast
fyrir um íbúa götunnar, hvort mað-
ur þekkti ekki einhvem. Kom þá
fljótt í ljós að einn nágranni minn
var Hanna Kristjánsdóttir, og var
íbúð hennar hinum megin götunn-
ar, beint á móti minni. Ekki þekkti
ég hana fyrir, en það kom í ljós að
hún þekkti til mannsins míns, sem
þá var nýlátinn.
Tókust strax með okkur góð
kynni, sem reyndar urðu að góðri
vináttu okkar og fyrir þá vináttu
og tryggð vil ég nú þakka, er leiðir
okkar skiljast um stundarsakir.
Þær em ófáar ferðimar sem við
höfum farið saman, á kaffíhús eða
skemmtikvöld, í búðir eða bíó og
ferðalög innanlands og utan, en
árið 1987 fórum við saman ógleym-
anlega ferð til Spánar, áasmt Aðal-
heiði vinkonu okkar hér í götunni.
Þeir verða víst ekki fleiri í bráð,
kaffibollamir, sem við drukkum
gjarnan hvor hjá annarri, yfír léttu
spjalli um lífíð og tilveruna, börnin
okkar og bamabörnin.
Ég kveð þig kæra vina, með
klökkva, í hinsta sinn.
Fjölskyldu Hönnu og ástvinum
votta ég mína dýpstu samúð og bið
ykkur Guðs blessunar.
Hver minning er dýrmæt perla
að iiðnum lífsins degi.
Hin Ijúfu og hljóðu kynni
af alhug þðkkum vér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum,
sem fengu að kynnast þér.
(Davíð Stefánsson.)
Sigríður Pálsdóttir.