Morgunblaðið - 27.04.1995, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 33
MINNINGAR
+ Margrét Gísla-
dóttir fæddist
19. ágúst 1912 að
Vallarhjáleigu í
Gaulverjabæjar-
hreppi, Arnes-
sýslu. Hún lést 15.
apríl sl. á heimili
sínu í Smára-
hvammi 15 í Hafn-
arfirði. Foreldrar
hennar voru hjón-
in Guðfinna Sig-
urðardóttir frá
Borg á Stokkseyri,
fædd 5. júní 1885,
dáin 20. október
1944, og Gísli Jónsson bóndi,
frá Stórólfshvoli, Hvolshreppi,
Rangárvallasýslu, fæddur 26.
október 1883, dáinn 26. desem-
ber 1962.
Systkini Margrétar voru:
Sigurður, f. 9. júlí 1905, d. 20.
nóvember 1976, Andrés, f. 10.
nóvember 1909, Þórður, f. 28.
MAGGA á Hvaleyri eins og hún var
ávallt kölluð bjó mestan hluta ævi
sinnar í Vesturkoti á Hvaleyri,
ásamt systkinum sínum, eða þar til
apríl 1911, d. 7. maí
1989, Ragnar, f. 21.
mars 1917, Guð-
mundur Óskar, f. 21.
febrúar 1921, d. 25.
ágúst 1967, Guðný,
f. 20. ágúst 1923, og
Hafsteinn, f. 13. júlí
1926, d. 16. mars
1981. Foreldrar
hennar hófu búskap
á Stokkseyri. Arið
1915 fluttu þau að
Vesturkoti á Hva-
leyri við Hafnar-
fjörð og bjuggu þar
allan sinn búskap.
Margrét bjó á Hvaleyri til árs-
ins 1967 er hún fluttist að
Smárahvammi 15, Hafnarfirði,
þar sem heimili hennar var upp
frá því.
Útför Margrétar Gisladóttur
verður gerð frá Hafnarfjarðar-
kirkju í dag, 27. apríl, og hefst
athöfnin kl. 13.30.
þau fluttu árið 1967 inn í Hafnar-
fjörð í Lindarhvamm 20, sem nú
heitir Smárahvammur 15.
Þqú af systkinunum eru á Iífi,
Ragnar sem býr á Haukabergi við
Hlébergsveg í Hafnarfirði, en af
þeim fímm sem fluttu f Smára-
hvamminn eru Andrés og Guðný
eftir.
Margar minningar koma í hugann
þegar hugsað er til baka, en flestar
tengjast þær dvöl okkar í Vestur-
koti á Hvaleyri við Hafnarfjörð, þar
sem nú er golfvöllur Keilis.
Sem böm vorum við systkinin oft
á Hvaleyrinni hjá afa og systkin-
unum, og var það okkar sveit þótt
ekki væri hún langt frá heimili okk-
ar í Hafnarfirði.
Þær systur voru ávallt nefndar
saman og sagt: Ég er að fara til
Möggu og Guðnýjar.
Auðvitað mæddi mest á þeim
Möggu og Guðnýju að hugsa um
okkur krakkana þegar við vorum í
heimsókn, og álltaf vom þær tilbún-
ar með mat og kaffi á réttum tíma.
Heimabökuð brauð og kökur vant-
aði aldrei á borð.
Þessi regla á matar- og kaffitím-
um breyttist ekkert þótt flutt væri
inn í Hafnarfjörð.
Mjög ofarlega í minningunni er
dvölin á Hvaleyrinni, hvort sem var
að vetri eða sumri.
Það er ómetanlegt hverju bami
að fá að kynnast sveitinni, og kom-
ast í svo nána snertingu við dýrin
og náttúruna. Þegar mjólkað var,
þótt gott að fá mjólkina spenvolga
beint í munninn.
Þótt búskapurinn teldist ekki
stór, vom þó öll helstu húsdýrin á
staðnum.
í heyskap tóku allir þátt í að
heyja, og var spennandi að fá að
sitja á rakstrarvélinni og múavél-
inni, en þær vom í fyrstu dregnar
af hestum. Miklar breytingar voru
að gerast í landbúnaði á þessum
tímum og kynntumst við þeim.
Ekki má gleyma öllum þeim
möguleikum til leikja sem vom til
staðar á Hvaleyrinni með túnin, fjör-
una og hraunið.
Á Hvaleyrinni vom fleiri býli og
var talsverður kunningsskapur þar
á milli, og lékum við krakkarnir
okkur saman.
Fastur punktur í tilvemnni var
áramótabrennan á Hvaleyri, þar
sem allir krakkamir höfðu undan-
fama mánuði safnað dóti á brenn-
una. Á gamlárskvöld var svo kveikt
í að viðstöddum flestum íbúum Hva-
leyrar ásamt skyldmennum.
Eftir að flutt var í Smárahvamm-
inn fékk Bjami smíðaaðstöðu í bíl-
skúmum og þá gætti Magga þess
vel að ekki félli úr kaffítími og mat-
ur ef vart var við hann í skúmum,
enda var það svo að ávallt var okkur
boðið upp á veisluborð þegar okkur
eða ijölskyldurnar bar að garði.
Þótt heimsóknum í Smára-
hvamminn hafi fækkað hin síðari
ár fylgdist Magga alltaf vel með
hvemig okkur vegnaði, og aldrei
gleymdi hún bömunum. Afmælum
barnanna mundi hún ávallt eftir og
rétti þeim einhvern glaðning þegar
þau komu í heimsókn. /
I öllu því amstri og tímaleysi sem
fylgir hinu daglega lífi nú til dags,
gleymist oft hversu tíminn líður
hratt og allt í einu stöndum við
frammi fyrir því að skarð er höggv-
ið í fjölskylduna eða vinahópinn.
Alla tíð var mikill samgangur
milli systkina og vinafólks á Hval-
eyri, og fjölskylduboð um stórhátíð-
ir fastur liður.
Alltaf var mikil tilhlökkun að fara
í þessi boð, ekki síst suður á Hva-
leyri til Möggu og Guðnýjar.
Um jólin var oft mikill snjór og
ófærð og erfítt að komast, því trað-
irnar fylltust af snjó. Þá var stund-
um ekið yfir túnin ef frost var í
jörðu, annars varð að leggja bílunum
og ganga hluta leiðarinnar.
Hægt er að skrifa langa grein
um þau ævintýri og þær minningar
sem við upplifðum í æsku og tengj-
ast Hvaleyrinni og er minningin ljós-
lifandi í hugskotum okkar.
Við viljum þakka Möggu sam-
fylgdina á liðnum árum og flytjum
saknaðarkveðjur frá okkur, mömmu
og fjölskyldum.
Systkinum Möggu og aðstand-
endum sendum við hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Guð blessi minningu Margrétar
Gísladóttur frá Hvaleyri.
Guðfinnur Gísli Þórðarson,
Bjarni Rúnar Þórðarson,
Hrafnhildur Þórðardóttir.
MARGRET
GÍSLADÓTTIR
ÓLAVÍA ESTER
STEINADÓTTIR
-4- Ólavía Ester
■ Steinadóttir
frá Narfastöðum
fæddist 3. janúar
1905 á Narfastöð-
um í Melasveit í
Borgarfirði. Hún
lést á Dvalar-
heimilinu Skjóli
17. apríl síðastlið-
inn. Ólavía Ester
var dóttir þjón-
anna Steinunnar
Sigurðardóttur
og Steins Björns
Arnórssonar sem
bjuggu á Narfa-
stöðum. Systkini Esterar, eins
og hún var oftast kölluð, voru
12 að tölu. Af þeim eru nú lif-
andi Þór og Jóhanna, hæsta-
réttarlögmaður.
Ólavía Ester var jarðsungin
frá Fossvogskapellu 25. apríl
síðastliðinn.
ESTER ólst upp í sínum stóra systk-
inahópi á Narfastöðum. Hún lagði
stund á klæðskerasaum í Reykjavík
á unga aldri og var einstök hag-
leiksmanneskja í kúnststoppi. Ester
lagði stund á leirkerasmíð á fullorð-
insárum. Ég á græna leirkönnu eft-
ir hana sem hún gaf mér og er
mér dýrmæt Systir Esterar, Efem-
ía, lagði á fullorðinsaldri stund á
myndlist og eftir þær systurnar eru
mörg listaverk úr hinu ótrúlegasta
efni. Ester gætti bama Öddu Báru
Sigfúsdóttur veðurfræðings, og
eigimanns hennar, Bjarna Bene-
diktssonar frá Hofteigi. Ester var
skyld Bjarna. Geirþrúður, móðir
Bjarna, var systir Esterar.
Steinunn Jóhannsdóttir, dóttir
Jóhanns bróður Esterar, var heima-
gangur hjá föðursystur sinni á
æskuárum sínum. Steinunn var
mikið á Narfastöðum hjá frændfólki
sínu. Ester og Arnbjörg, elsta syst-
ir hennar, byggðu sér íbúð í fjölbýl-
ishúsinu í Sólheimum 25. Steinunn
á góðar minningar þaðan
eins og víðar þar sem
Ester bjó. Steinunn hefur
alla tíð annast föðursyst-
ur sína af mikilli alúð og
séð um öll hennar mál.
Hefur hún launað Ester
vel umhyggjuna og
reynst henni sem besta
dóttir.
Ég var svo lánsöm að
alast að hluta til upp í
Borgarfirði líka. Sælar
voru þær stundir þegar
móðir mín, Sigríður
Oddsdóttir, og Halldóra
Hjartardóttir bóndakona
í Árdal í Andakílsárhreppi lögðu
hnakkana á Jarp fyrir mömmu og
Brún hans Jóns í Árdal fyrir Hall-
dóru. Síðan héldu þær af stað ríð-
andi í heimsókn til Péturs í Höfn
og fólksins á Narfastöðum í Mela-
sveit. Þetta voru dásamlegar stund-
ir, af því að þessar tvær ágætiskon-
ur áttu annars svo fáar tómstundir
sem þær nutu eins ríkulega og þess-
ara. Ég fékk stundum að fara með
á Hvanna, sem kom frá Hvanneyri.
Og þá var sko gaman.
Síðan liggja leiðir mínar og Est-
erar saman í Reykjavík þegar ég
rek dagvistun fyrir aldraða á heim-
ili mínu á Miklubraut 26. Og þar
mætti einn Borgfirðingurinn til,
Bjöm Guðmundsson, sonur sýslu-
mannsins í Borgarnesi, Guðmundar
Bjömssonar, Björn ólst upp í Borg-
amesi. Alveg var dásamlegt að
hlusta á Bjöm og Ester tala saman
um daginn sem þau gengu, ásamt
fleirum úr Borgarnesi og nærsveit-
um, upp á Hafnarfjall. Þau töldu
aftur og aftur um þennan dáindis-
dag og eiginlega voru margar út-
gáfur af þessari göngu, að minnsta
kosti var afar skemmtilegt að heyra
þau lýsa göngunni og aðdraganda
hennar.
Við settumst yfirleitt saman að
snæðingi klukkan tólf og þá var
sýslumannssonurinn Björn mættur
í pressuðum jakkafötum í skyrtu
og með slifsi og með hatt enda
fyrirverandi forstjóri Sænsk-
íslenska frystihússins. Björn var
herramaður til orðs og æðis og
hafði ríka kímnigáfu. Sama var að
segja um Ester. Ingibjörg Pálsdótt-
ir, sem rak matsölu á stríðsárunum
á Reyðarfirði íklædd, samkvæmt
tísku þess tíma, íslenskum skaut-
búningi, var hógvær, þakklát og
fádæma dugleg. Ég var tíður gest-
ur á heimili Ingibjargar í Mjóuhlíð
8, enda aðeins yfir Mjóuhlíðina að
fara að heiman frá mér. Ingibjörg
sýndi mér mynd af sér í skautbún-
ingnum með gult slegið hárið niður
á mjaðmir. Ingibjörg hefði sómt
sér vel sem fegurðardrottning
Austurlands ef slík kosning hefði
tíðkast þá. Ásta Jónasdóttir vissi
mikið um hollustumataræði og
vissi alltaf allt um heilsufæði og
mataijurtir ræktaðar innanhúss
meðal annars, því hún er dóttir
Jónasar Kristjánssonar, sem stofn-
aði heilsuhælið í Hveragerði. Eftir
matinn vildi Ester snara sér í uppv-
askið því hún þekkti ekki tækið
uppþvottavél. Síðan fórum við oft
í eftirmiðdagskaffi til Ingibjargar,
Esterar, Björns, Ástu, Fanneyjar
fi
Styrktarfélag krabbametnsélúkra barna
Minningarkort Styrktarfélags
Krabbameinssjúkra barna
fást hjá félaginu
í síma 676020. Ennfremur í
Garðsapóteki og
Reykjavíkurapóteki.
-.... ►<<--■--
MRNRÐEflG
Glæsilegur saiur, góð þjónusta
og veglegt kaffihiaðborð kr. 790-
ERFE
DRYKHAN
Veislusalur Lágmúla,4, simi 588-6040
Guðmundsdóttur eða Gyðu í
Drápuhlíð svo einhveijar þessara
dýrðarmannvera séu nefndar. Öll
voru heimili þessa fólks fádæma
fallega búin með handsaumuðum
dúkum, púðum, myndum og lista-
verkum. Ester bauð okkur upp á
kaffi úr handgerðu leirbollastelli.
Það var líka stór dagur þegar við
drukkum eftirmiðdagskaffi saman
á Hótel Borg og þá var með okkur
Anton Sigurðsson húsasmiður á
Fornhaga 26 með nýjan hattkúf!
Þegar til þess viðraði, sem var
oft því það er mikið skjól í görðun-
um í Hlíðahverfi, settum við upp
græna spilaborðið úti á stéttinni í
garðinum og spiluðum brids. Við
sátum með hatta til að láta sólina
ekki trufla okkur. Starfstúlkur mín-
ar, Þórdís Hauksdóttir og Brynja
Gísladóttir, voru mjög svo liðtækar
við spilamennskuna. Við fórum líka
og spiluðum brids eða vist með
öðrum öldruðum í Oddfellowhúsinu
niður í Reykjavíkurborg.
Ester bjó þá uppi í Breiðholti.
Ester gaf mér biblíuna sína, þegar
hún var flutt á Dvalarheimiiið Fell
í Skipholti í Reykjavík. Hún hafði
strikað undir með blýanti einmitt
þá ritningarstaði sem mér þykir svo
vænt um. Hún sagði hlæjandi að
það væri best að biblían væri hjá
mér. Seinna fluttist hún á Kumb-
aravogsheimilið á Stokkseyri. Hún
fór þaðan á Dvalarheimilið Skjól í
Reykjavík og andaðist þar.
Þeim fækkar óðfluga vinum mín-
um frá dagvistuninni á Miklubraut
26. Dagarnir líða og allt breytist.
En eitt er víst, góðar minningar
breytast aldrei. Minningin um Ester
er um duglega, tilfínningaríka og
kankvísa konu sem langaði mikið
til þess að hjálpa öðrum, búa til
eitthvað fallegt og þoldi aldrei að
hallað væri réttu máli. Guð blessi
hana í nýju heimkynnunum sínum.
Valgerður Þóra Benediktsson.
+ -
Útför
ÞÓREYJAR JÓNSDÓTTUR
frá Hnappavöllum,
Öræfum,
Vesturgötu 113,
Akranesi,
verður gerð frá Akraneskirkju föstudaginn 28. apríl kl. 11.00 f.h.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta Sjúkrahús
Akraness njóta þess.
Erla Guðmundsdóttir, Gísli S. Sigurðsson.
Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför elsku dóttur okkar og systur,
GUÐMUMDU VALBORGU VALGEIRSDÓTTUR.
Valgeir Ólafsson,
Jarþrúður Bjarnadóttir, Kristján Tafjord,
Vigfús Birgir Valgeirsson,
Ásgeir Örn Valgeirsson,
Guðbjörn Már Valgeirsson,
Salomon Þór Tafjord.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför
HELGA EINARS PÁLSSONAR
frá Hvammi
l'Fljótum. •
Ingibjörg Bogadóttir,
Kristrún Helgadóttir, Karl Sighvatsson,
Ingibjörg Karlsdóttir, Þórir Árnason,
Sigurður Karlsson, Kristjana Hafliðadóttir,
Helgi Einar Karlsson.