Morgunblaðið - 27.04.1995, Qupperneq 37
J
I
!
I
í
I
í
3
j
<
4
i
i
i
i
í
í
i
4
H
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 37.
Elite-líósmyndafyrirsætukeppnin á Hótel íslandi
Ásdís Maria Franklín,
16 ára, 174 sm.
Sigurveg-
ari valinn
í kvöld
SIGURVEGARI í Elite-ljósmynda-
fyrirsætukeppninni verður valinn á
Hótel íslandi fimmtudaginn 27.
apríl. Húsið verður opnað kl. 19.30.
Þrettán stúlkur keppa til úrslita.
Karen Lee, fulltrúi Elite í New
York, útnefnir íslenska sigurvegar-
ann en þetta er í tólfta skipti sem
Nýtt Líf og Elite standa fyrir fyrir-
sætukeppni hér á landi. Þær stúlk-
ur sem tekið hafa þátt í keppninni
til þessa hafa margar hverjar átt
mikilli velgengni að fagna og eru
starfandi víða um heim. Sem dæmi
má nefna þær Kristinu Haralds-
dóttur, sem var fyrsti sigurvegar-
inn hér á landi, Bertu Maríu Waag-
fjörð, Snæfríði Baldvinsdóttur,
Brynju Sverrisdóttur, Rögnu Sæ-
mundsdóttur, Bryndísi Bjarnadótt-
ur og Andreu Róbértsdóttur.
Að þessu sinni tóku tæplega
eitt hundrað stúlkur þátt í keppn-
inni. Elite í New York valdi síðan
úr hópnum þær þrettán stúlkur
sem taka þátt í úrslitakeppninni á
Hótel íslandi.
Kolbrún Aðalsteinsdóttir hjá
John Casablancas skólanum sá um
að setja upp tískusýningamar og
þjálfa stúlkurnar fyrir keppnina.
Hólmfríður Jónsdóttir,
17 ára, 177 sm.
Áslaug Pálsdóttir,
21 árs, 175 sm.
Estrid Þorvaldsdóttir, 17
ára, 174 sm.
Guðrún Lovísa Ólafsdóttir,
17 ára, 184 sm.
Helga Zoega,
19 ára, 176 sm.
Hulda M. Einarsdóttir,
22 ára, 181 sm.
Sunna Birna Helgadóttir,
16 ára, 178 sm.
Sunna Þorsteinsdóttir,
15ára, 178 sm.
Ásdís Sif Gunnarsdóttir,
18 ára, 177 sm.
Gyða Hlín Björnsdóttir,
16 ára, 177 sm.
Helga Erla Gunnarsdóttir,
17 ára, 176 sm.
Sólveig Helga Zophonías-
dóttir, 15 ára, 173 sm.
Fr ímerkj asýn-
ing 5.-8. maí nk.
FRIMERKI
Safnaöarltcimili
Ilátcigssóknar
FRÍMSÝN 95
Landsþing L.I.F. 6. mai.
FRÍMERKJASÝNING verður
haldin í nýju og glæsilegu safnaðar-
heimili Háteigssóknar við Háteigs-
veg í Reykjavík dagana 5.-8. maí
nk. Er hún haldin í tengslum við
árlegt þing Landssambands ís-
lenzkra frímerkjasafnara. Sér Félag
frímerkjasafnara um allan undir-
búning undir sýninguna, enda gest-
gjafi þingsins að þessu sinni.
Á Frímsýn 95 verður margt
áhugavert, m. a. ýmislegt, sem hef-
ur ekki sézt áður opinberlega. Enn
fremur nokkur íslenzk söfn, sem
hafa ekki verið á sýningum um
árabil. Þá verða þar sýnd í fyrsta
skipti nokkur ný unglingasöfn. Gert
er ráð fyrir, að frímerkjaefni verði
í um 150 römmum. Auk þess verða
sýnd söfn margra annarra hluta.
Má þar m. a. nefna póstkort, barm-
merki, minnispeninga og vindla-
miða. Enn fremur mun mega sjá
þarna söfn fingurbjarga, eldspýtu-
stokka og spila.
Ekki er unnt að nefna hér allt
það, sem verður á Frímsýn 95, enda
er sjón alltaf sögu ríkari. Þó skal
vikið að nokkrum söfnum, sem mér
er kunnugt um að verði á sýning-
unni. Eins og venja er, verður sýn-
ingarefni skipt í ýmsa flokka eða
deildir, svo sem samkeppnisdeild,
unglingadeild, opinn flokk og svo
dómaraflokk. Síðastnefndi flokkur-
inn kemur af eðlilegum ástæðum
ekki til umsagnar, því að þar sýna
dómarar sýningarinnar eigin söfn.
Sigurður R. Pétursson sýnir safn
sitt af Tveimur kóngum 1907-
1915, Jón Aðalsteinn Jónsson safn
af dönsku tvílitu frímerkjunum
1870-1904, og Ólafur N. Eliasson
verður í þessari deild með sýnishorn
af svonefndum AV2 og OAT-
stimplum frá stríðsárunum 1939-
1945.
í samkeppnisdeild verða sex söfn.
Af þeim á Þorvaldur Jóhannesson
tvö um íslenzka flugpóstsögu á ár-
unum 1945-1990. Er hann eini
íslendingurinn, sem á efni i þessari
deild. Hér má einnig nefna frímerki
frá Dönsku Vestur-Indíum, sem
Gunnar Loshamn frá Noregi sýnir.
Þá er væntanlegt mótíf- eða teg-
undasafn allar götur frá Indlandi
og nefnist Fuglar kannaðir með
frímerkjum. Að sögn er þetta
stórglæsilegt safn. í þessari deild,
en svonefndum Nálarflokki, verða
þijú mótífsöfn, sem koma erlendis
frá. Nöfn þeirra eru vissulega
áhugaverð: I heimi apanna, Kettir
það bezta í heimi og Furður undir-
djúpanna.
I unglingadeild verða allmörg
skemmtileg söfn, sum áður kunn
af sýningum, en önnur ekki. Hér
eiga íslenzkir unglingar drjúgan
hlut í. Gunnar Garðarson sýnir hér
margverðlaunað safn sitt Ránfuglar
í útrýmingarhættu, nú síðast í þess-
um mánuði á COLOPEX ’95 í
Bandaríkjunum. Þar hlaut það gyllt
silfur og sérstök heiðursverðlaun
frá Amerísku frímerkjasamtökun-
um og þar að auki verðlaun sem
bezta unglingasafnið. Guðni Friðrik
Árnason sýnir safnið Kristófer Kól-
umbus og fundur Ameríku, sem
einnig hefur hlotið góð verðlaun;
nú síðast á COLOPEX ’95 silfur-
verðlaun og að auki heiðursverð-
laun. Hlýtur að vera einkar ánægju-
legt fyrir Guðna Friðrik að hljóta
þessi verðlaun einmitt í Ameríku, á
heimaslóðum Kólumbusar, ef svo
má að orði komast. Gísli Geir Harð-
arson sýnir safnið Tónskáld tveggja
tímabila, en það safn er í stöðugri
framför. Stríðið íEvrópu ogN.-Afr-
íku 1939-45, er safn, sem Steinar
Örn Friðþjófsson sýnir. Af söfnum
erlendis frá má nefna safnið Eng-
land - 2 dronninger, en það hefur
áður sézt hér á sýningu. Ýmis nöfn
erlendra safna benda til þess, að
SÉRSTIMPLAR FRÍMSÝN 95.
þau séu þess eðlis, að þau veki veru-
lega athygli ungra safnara; nöfn
eins og Risar fortíðar, Plútó og vin-
ir hans og Afrísk gæludýr.
í svonefndum opnum flokki
Frímsýn 95 verður einnig margt
að skoða. Þessi flokkur verður ekki
dæmdur til verðlauna. Segja má,
að þar geti menn séð í hnotskurn,
á hversu marga vegu má skemmta
sér við að safna frímerkjum og
stimplum. Hér verður hlaupið á
nokkrum söfnum. Indriði Pálsson
sýnir þarna Auraútgáfuna 1876-
1902. Sigurður Þormar verður með
stórt safn íslenzkra stimpla og Don
Brandt sýnir útbreiðslu brúarstimpla
um landið. Þór Þorsteins á stórt
safn af Kristjáns X. frímerkjum.
Benedikt Antonsson sýnir áreiðan-
lega forvitnilegt efni, sem nefnist
Frímerkjalandafræði. Ég veit, að
hann hefur þar farið lítt troðna slóð.
Jón Egilsson sýnir safn fjórblokka
og blokka. Garðar Jóhann verður
með söfn úr tveimur tímabilum
Ungverjalands og enn fremur nokk-
uð dularfullt efni, sem hann kallar
Fólk og fleira fólk. Einar I. Siggeirs-
son sýnir safn frímerkja, sem hann
kallar Ferðalög Jóhannesar Páls II.
um heiminn. En eins og kunnugt
er, hefur núverandi páfi ferðazt
miklu meira um heimsbyggðina en
forverar hans gerðu um sína daga.
Loks eru í þessum flokki tvö lítil
söfn, sem mig minnir ég haft séð
norður á Akureyri fyrir tæpum
tveimur árum og vöktu athygli
manna. Fanney Kristbjamardóttir á
safn, sem hún nefnir Konur og ís-
lenzk fn'merki, og Friðrik Ketilsson
safnið íslenzkir fossar.
Sýningarnefnd FRÍMSÝN 95
skipa þau Sverrir Einarsson, sem
er formaður hennar, Fanney Krist-
bjarnardóttir og Össur Kristinsson.
Að sjálfsögðu verður sérstakt
pósthús starfrækt á sýningunni, þar
sem gestir geta fengið frímerki
stimpluð með sérstimplum sýning-
arinnar. Ástæða er tij þess að vekja
sérstaka athygli á þessum stimpl-
um, því að sérhver þeirra hefur
táknrænt gildi, svo sem lesa má
um í sýningarskrá.
Rétt er að geta þess að lokum
að aðgangur að FRÍMSÝN 95 er
ókeypis. Hins vegar geta sýningar-
gestir tekið þátt í hlutaveltu með
frímerkjavinningum, þar sem verða
engin núll. Enn fremur gefst mönn-
um kostur á að leita að nafninu
FRÍMSÝN 95, sem verður í nokkr-
um römmum. Sá eða sú, sem finnur
þau öll, getur átt von á góðum verð-
launum.
Jón Aðalsteinn Jónsson