Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF TEL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Síinbréf 569 1329 Grettir I HUN UTUZEKe/ sem veesrúr v ftUÐVTTAS? /HÆrri HON HAFAPAUT/ð FLEIU VÖfiTVZ- ■Ní--— É6EE HíÆDdT OZm AÐþA B þUEF/ ME/RA 711 EN VÖRTVE-J Y~----" Baráttan um Mj ólkursamlagið Frá Sigurbjörgu Viggósdóttur: ÉG vil í upphafi, fyrir hönd okkar allra starfsmanna Mjólkursam- lagsins í Borgarnesi, þakka þeim fjölmörgu hér- aðsbúum og öðrum, sem studdu okkur í mótmælagöngu okkar gegn úr- eldingu Mjólk- ursamlagsins. Bæði þeim sem gengu með okk- ur og einnig þeim Ijölmörgu sem hringdu í okkur eða sendu skeyti með stuðningsyfirlýsingum og baráttukveðjum. Þetta er afgreitt mál! Svo segir Þórir Páll Guðjónsson kaupfélagsstjóri. Ég er á annarri skoðun. A meðan landbúnaðarráð- herra hefur ekki afgreitt málið þá er enn nokkur von um að hægt sé að snúa við. Við megum ekki missa mjólkurvinnsluna og þau störf sem fylgja í kjölfar hennar hér í þessu blómlega landbúnaðar- héraði. Hræðslufundurinn Það hefur sá fundur verið kall- aður, sem haldinn var í nóvember sl. með fulltrúum af aðalfundi kaupfélagsins. Þar var haldið uppi svo skefjalausum áróðri, af stjórn endurskoðenda, formanni sam- lagsráðs, og fleirum, svo að fólk gegnt vilja sínum þorði ekki annað en greiða atkvæði með því að kaupfélagið fengi heimild til að semja við Mjólkursamsöluna með úreldingu samlagsins í huga. Landbúnaðarráðherra Hann stöðvaði málið með því að neita að skrifa undir, meðan ekki væri úr því skorið hveijir væru raunverulega eigendur Mjólkursamlaganna og Mjókurs- amsölunnar. Vonandi verður á ein- hvernt hátt hægt að skera úr því deilumáli, og það sem fyrst. Þá væri hægt að koma öllum þessum málum á hreint og finna bestu leiðina til hagræðingar í mjólkur- iðnaðinum. Eg tel að það sé alls ekki besta leiðin, að leggja niður Mjólkursamlagið Borgarnesi, sem er það nýjasta á landinu. Stjórn er féll! Á nýafstöðnum aðalfundi gerð- ist það, að einungis 2 af 7 stjórnar- mönnum náðu endurkosningu. Það var kosin ný 5 manna stjórn, í stað 7 áður. Formaður fráfarandi stjórnar fékk aðeins örfá at- kvæði, en sá maður sem best hefur unnið að hagsmunum Mjólkursamlagsins fékk flest at- kvæði. Segir þetta sína sögu um breytt viðhorf fulltrúanna á aðal- fundi. Að lokum vil ég ítreka þá ósk mína, að farsæl lausn finnist á þessu máli sem fyrst, þar sem þetta er algerlega óviðunandi ástand fyrir alla aðila. SIGURBJÖRG VIGGÓSDÓTTIR, Rauðanesi III, Borgarhreppi Sigurbjörg Viggósdóttir Hann var ekki Ferdinand Segðu sætakrúttinu mínu, að ég Segðu henni að ég sé ekki Hvað veit hann? færi honum Valentínusarkort... sætakrúttið hennar! einn til frásagnar Frá Leó M. Jónssyni: í GREIN Þorleifs Friðrikssonar „Hin kynhreina grimmd“, í Mbl. súnnudaginn 23. apríl sl., segir m.a. á eftir millifyrirsögninni: „Hann lifði af en ...“: „Leif MiiII- er iifði af, já, en hann kostaði miklu til. Hann var einn íslendinga til frásagnar um vistina í fanga- búðum nasista . . . (leturbreyting mín). Hér hefur sagnfræðingnum sést yfir bók Baldurs heitins Bjarnasonar magisters og sagn- fræðings, „í Grini-fangelsi“. Bald- ur segir þar frá fangavist sinni hjá þýska hernámsliðinu (nasist- um) í Ósló. Leif Múller var sjálfur í Grini-fangelsi áður en_ hann var sendur til Þýskalands. Á bls. 50 í hinni áhrifamiklu bók Garðars Sverrissonar, „Býr íslendingur hér“ minnist Leif einmitt á að Baldur Bjarnason hafi verið einn þeirra íslendinga í Ósló, sem sáu ekki ástæðu til að forða sér yfir til Petsamo (til að fara með Esj- unni heim) eða Svíþjóðar haustið 1940 en þá um vorið höfðu Þjóð- veijar hertekið Noreg. Á bls. 210-211 í bók Garðars er opnu- mynd af grein úr Morgunblaðinu 10. júlí 1945 þar sem Leif Múller segir m.a. frá því að þeir hafi ver- ið samtímis fangar nasista í Grini, hann og Baldur Bjarnason. Las Þorleifur Friðriksson sagnfræð- ingur ekki alla kafla bókarinnar, „Býr íslendingur hér“ áður en hann skrifaði greinina í Morgun- blaðið? ’ LEÓ M. JÓNSSON, tæknifræðingur, Höfnum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.