Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 B 3 _________________VIÐSKIPTI__________________ Afkoma Tryggingar í fyrra hin besta frá upphafi Hagnaður félagsins nam 31 milljón króna HAGNAÐUR Tryggingar hf. á síð- asta ári nam alls um 31 milljón króna á síðasta ári samanborið við tæplega 20 milljónir árið áður. Þetta er besta afkoma félagsins frá upphafi og því ákveðið að greiða starfsfólki svokallaðan „afkomu- bónus“ sem nam hálfum mánaða- launum, að sögn Ágústs Karlsson- ar, forstjóra Tryggingar. Heildariðgjöld Tryggingar í fyrra námu alls 863 milljónum og höfðu hækkað um 10% frá fyrra ári. Ág- úst segir að þessa aukning skýrist einvörðungu af því að nýir við- skiptavinir hafa verið að bætast í hópinn því iðgjöld af bílatrygging- um hafi lækkað og afsláttur af kaskóiðgjöldum hækkað. Af heildariðgjöldum runnu 324 milljónir til endurtryggjenda þannig að eigin iðgjöld voru 539 milljónir sem er 4% hækkun. Tjón námu alls 706 milljónum þegar tekið hefur verið tillit til breytinga á bótasjóð- um, en tjón endurtryggjenda námu 191 milljón. Laun og launatengd gjöld hækkuðu úr 88 milljónum í 99 milljónir en annar kostnaður lækkaði þannig að kostnaður lækk- aði um 7%. Fjármunatekjur umfram gjöld námu 124 milljónum sem er 16% lækkun frá árinu á undan. Afkoma einstakra trygginga- greina varð jákvæð að bifreiða- tryggingum undaskyldum þar sem tjón urðu um 56 milljónum hærri en iðgjöld og umboðslaun. Á heild- ina litið skilaði tryggingareksturinn sjálfur fyrir fjármagnsliði og rekstr- um 64 milljóna hagnaði samanborið við 13 milljónir á árinu 1993. Tryggingarsjóður félagsins nam í árslok samtals 1.552 milljónum og skiptist hann þannig að iðgjalda- sjóðurinn er 374 milljónir en bóta- sjóður 1.178 milljónir. Á aðalfundi var samþykkt var að greiða 10% arð af hlutafé og auka hlutafé um 10% með útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. í stjóm voru kjörnir þeir Geir Zoega, formaður, Stefán Páls- son, hrl., Árni Jónsson, ritari, Óskar Sveinbjörnsson, fulltrúi tryggingar- taka og Árni Þorvaldsson, með- stjórnandi. ♦ » ♦---- * Osvör Bolungarvík leitar ábyrgða ÁGÚST Oddsson, forseti bæjar- stjórnar Bolungarvíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að ef ábyrgðir fyndust sem væru jafn- gildar bæjarábyrgð, svo unnt verði að gera nafnabreytingu á lánum bæjarins hjá Byggðastofnun, þá væri málið leyst fyrir bæinn. Áðal- björn Jóakimsson, framkvæmda- stjóri Bakka hf., sagði að tilboð Bakka í bréf Bolungarvíkurkaup- staðar í Ósvör stæði áfram. Stjórn Byggðastofnunar hefur samþykkt að veita væntanlegu sameinuðu útgerðarfyrirtæki í Bol- ungarvík 91 milljón króna víkjandi lán, en heimilar ekki nafnabreyt- ingu á lánum, sem Bolungarvíkur- bær er greiðandi að, nema boðin verði jafnörugg trygging í staðinn. Tilboðið stendur Aðalbjörn Jóakimsson, fram- kvæmdastjóri Bakka hf. sagðist ekki hafa fengið neitt yfir af- greiðslu stjórnar Byggðastofnunar og því ekki geta tjáð sig um fram- vindu mála, það væru forsvarsmenn Bolungarvíkurkaupstaðar sem myndu gera það. Hans tilboð stæði hins vegar áfram. Reynt að finna aðrar ábyrgðir Ágúst Oddsson, forseti bæjar- stjórnar Bolungarvíkur, sagðist tjá sig með þeim fyrirvara að hann' hefði ekki nákvæmar upplýsingar um samþykkt stjórnar Byggða- stofnunar. Hann sagði þó að ef ábyrgðir fyndust sem væru jafn- gildar bæjarábyrgð þá væri málið leyst fyrir bæinn, hins vegar væri fullsnemmt að úttala sig um það hvort það væri gerlegt, það yrði að koma í ljós næstu daga. Reynt yrði að fá fram ábyrgðir sem ekki yrðu ábyrgðir kaupstaðarins og sem Byggðastofnun teldi fullgildar og sætti sig við. Enn bók um hæstu útsvarsgreiðendur UPPLÝSINGAR um alla greiðend- ur útsvars í Reykjavík er að finná í nýrri bók sem Nútíma samskipti hf. hafa gefið út. Fyrir nokkru gaf fyrirtækið út bók með upplýs- ingum um 14.000 hæstu greiðend- ur útsvars í Reykjavík. Sú bók var bönnuð af tölvunefnd, en nú hafa Nútíma samskipti bætt um betur með nýrri útgáfu. „Við gefum þessa nýju bók út á breyttum forsendum," segir Hermann Valsson, hjá Nútíma samskiptum hf. „Hún er núna byggð á gögnum sem við fengum frá skattstjórum alls staðar á land- inu.“ Hermann segist líta á bann tölvunefndar við fyrri útgáfunni sem hreina valdníðslu þar sem nefndin hafi farið langt út fyrir valdsvið sitt. „Við ákváðum því að fara enn lengra í endurútgáf- unni. Þar erum við ekki aðeins með 14.000 hæstu greiðendur út- svars eins og í fyrri bókinni, held- ur alla gjaldendur í Reykjavík. Síðan koma samsvarandi upplýs- ingar út fyrir landið í heild. Upp- lýsingarnar sem við birtum nú eru ekki aðeins útsvar einstaklinga heldur allir gjaldaliðir sem við- komandi er gert að standa skil á. Útgáfan er á bókarformi og. CD Rom diskum. Síðan ætlum við að hnykkja á þessu með útgáfu á tölvutæki formi og á Internetinu.“ Að sögn Hermanns var fyrri bókin unnin upp úr álagningar- skrá. „Nú fórum við aðra leið, þ.e. fengum frumgögnin hjá hvetj- um skattstjóra í landinu og hvorki fjármálaráðuneytið né ríkisskatt- stjóri hafa gert athugasemdir. Það stendur í skattalögum að heimild sé opinber notkun á þeim upplýs- ingum um álagða skatta sem fram koma í skattskrá sem og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta,“ segir Hermann. „Grund- vallaratriðið er að mínu mati að þessi útgáfa getur komið í veg fyrir skattsvik. Ef aðgangur að þessum upplýsingum er opinn get- ur hver og einn fylgst með með- borgurum sínum." Hermann segist munu fagna aðgerðum tölvunefndar í þá átt að reyna að stöðva útgáfu bókar- innar. Hann segist vilja fá umræðu um þessi mál auk þess sem slíkar aðgerðir undirstrikuðu fáránleika fyrri aðgerða. IB MÖLLER Við bjóðum fulltrúum fyrirtækja og stofnana til KYNNINGARFUNDAR á PHOENIX-námskeið - LEIÐIN TIL ÁRANGURS OG BRIAN TRACY NÁMSKEIÐA s.s. SÖLUNÁMSKEIÐA OG ÞJÓNUSTUNÁMSKEIÐA 3. maí kl. 16-18, á Scandic, Hótel Loftleiðum með lb Möller forseta BRIAN TRACYINTERNATIONAL Fanný Jónmundsdóttir, sími 5671703. Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi ? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. ö LANASJOÐUR VESTUR - NORÐURLANDA ENGJATEIG 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.