Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Viðamikil handverkssýning í Perlunni Smllingar upp úr skúffum í júní nk. verður haldin í Perlunni handverks- sýning fyrír íslenskt handverks- og hugvits- fólk frá öllum landsfjórðungum. Hanna Katrín Fríðriksen talaði við Rósu Ingólfs- dóttur, framkvæmdastjóra sýningarínnar. „Þetta var upphaflega hugsað sem farandssýning handverkmið- stöðvar landsfjórðunga. Þátttakan var hins vegar það mikil að það er aðeins hægt að halda sýninguna í Reykjavík að þessu sinni,“ segir Rósa. „Síðar væri hægt að taka ákveðin atriði út úr sýningunni og ferðast þannig með hana. Þar er ég ekki síður að horfa til útlanda." Að sögn Rósu er íðir fyrst og fremst hugsuð sem menningar- og sölusýning. „Þetta á líka að vera virðingarvottur við það fólk sem af dugnaði og þrautseigju í bland við alveg ótrúlega listræna útsjónar- semi hefur brotið sér frumlega og listræna leið til nýsköpunar. Hér er um að ræða atvinnuskapandi farveg til framtíðar, en það er jafn- framt undirtitill sýningarinnar," segir Rósa. „Með því að efna til þessarar sýningar og bjóða fólki að taka þar þátt, er ég í raun að draga snillinga upp úr skúffum. Ég vil hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft." Samræmt útlit Litir sýningarinnar eru svartur og gylltur eins og litir íslenska skautbúningsins. Verið er að hanna búninga fyrir þátttakendur í þeim litum og segir Rósa skilyrði að vera í þeim. Það sé_ í samræmi við þá stefnu að hafa íði fyrstu sýninguna af því tagi þar sem útlitið í öllu sýningarhaldinu væri samræmt eins og tíðkist víða á stórsýningum er- lendis. „Þátttakendur fá þessi föt frítt sem og ferðir utan af landi til Reykjavíkur. íslandsflug mun fara nánast á hvaða krummaskuð sem er og lenda hjá snúrustaurunum til þess að ná í fólk. Þá fá þátttakend- ur fría gistingu á vegum Ung- mennafélags íslands og ég er að vinna í því að útvega þeim ódýrt fæði. Þetta er allt í samræmi við það markmið að gera öllu hand- verksfólki um allt land jafnhátt undir höfði varðandi sýningarþátt- töku.„ Meðal mikils fjölda sýningarhluta verður fatnaður og fylgihlutir úr ýmis konar hráefni, skartgripir, borðbúnaður, listmunir og ýmsir Morgunblaðið/Kristinn RÓSA Ingólfsdóttir hefur undanfarið ár unnið að undirbúningi yfirgripsmikillar handverkssýningar sem haldin verður í Perlunni í júní nk. Utskriftamemar Samvinnuháskólans á Bifröst í námsferð í Portúgal Myndum við fá trílljón úr sjóðum Evrópusambandsins? * Utskriftamemar Samvinnuháskólans á Bif- röst fóm í námsferð til Portúgals. Þessi grein er hin fyrsta af fjórum sem munu birt- ast í viðskiptablaðinu um rekstrarskilyrði í Portúgal og um íslensk fyrirtæki þar. Á MEÐAN nýjar atvinnugreinar hafa byggst upp í Portúgal í kjölfar inngöngu í ESB hefur staða hinna hefðbundnu atvinnu- greina, svo sem landbúnaðar, sjávarútvegs og fataiðnaðar, versnað. LÉLEG lífskjör, mikið atvinnu- leysi og verðbólga einkenndu efnahagslíf í Portúgal fyrir inngöngu þeirra í Evrópusambandið, ESB, í janúar árið 1986. Erlendar íjárfestingar voru litlar, samkeppnis- hæfni hefðbundinna atvinnugreina fór versnandi og Iífskjör landsmanna voru léleg. Með aðstoð frá ESB hefur Portúgölum tekist að endurmóta sam- félagið með nýjum áherslum á at- vinnugreinar svo sem; gármálaþjón- ustu, iðnað og ferðamannaþjónustu. Á meðan nýjar atvinnugreinar hafa byggst upp hefur staða hinna hefð- bundnu atvinnugreina, svo sem land- búnaðar, sjávarútvegs og fataiðnaðar, farið versnandi. Ólíkar aðstæður á íslandi og í Portúgal benda ekki til þess að við myndum njóta sömu að- stoðar frá sambandinu og þeir. Efnahagslíf í Portúgal hafði fyrir inngöngu í ESB verið frekar bágbor- ið. Atvinnuleysi var um 20% þegar það var mest í kringum 1980. Helstu atvinnugreinar voru sjávarútvegur, fataiðnaður, efnaiðnaður og land- búnaður. Það má segja að það sem stóð Portúgal fyrir þrifum var að það hafði ekki yfír neinum hefðbundnum náttúruauðlindum að ráða, s.s. olíu, orku eða auðugum fískimiðum. Lífs- kjör voru léleg, verðbólga var um 30% árið 1984 og fjárfestingar er- lendra aðila var lítil. Það má því segja að við inngöngu í ESB hafi Portúgal haft mikið að vinna og litlu að tapa. Innganga Portúgal í ESB Innganga í ESB hefur haft gríðar- leg áhrif á efnahagslíf í Portúgal. Samkvæmt upplýsingum frá ICEP (Fjárfestinga- og viðskiptaskrifstofa Portúgals) þá hefur stökkbreyting átt sér stað bæði hvað varðar uppbygg- ingu atvinnuveganna og rekstrarum- hverfi fyrirtækja. Hefðbundnu at- vinnuvegimir standa nú flestir höllum fæti og fólk streymir úr sveitunum í bæina, í leit að bættum lífskjörum. Tækifæri sem sköpuðust með inn- göngu í ESB: * Möguleikinn á aðstoð frá ESB hvað varðar uppbyggingu á efna- hagsumhverfi í Portúgal. * Aðgengi að Evrópumarkaði (common market) með íbúafjölda upp á 340 miljónir. * Opnara hagkerfí Portúgala gagn- vart erlendum fjárfestum og sam- keppni. * Róttækar breytingar á möguleik- um erlendra fjárfesta í landinu. * Þrýstingur á fyrirtæki að laga sig að aðstæðum og standast samkeppni á Evrópumarkaði. * Tengja escudo, gjaldmiðli Portúg- als við aðra gjaldmiðla í Evrópu í gegnum Myntbandalagið. * Stuðla að fijálsum fjármagnsflutn- ingi milli landa í Evrópusambandinu. Portúgal liggur landfræðilega vel við hvers konar þjónustu og iðnaði við ESB. Þeir hafa lagt áherslu á að kynna sig gagnvart erlendum fjár- fÉSBtum hvað varðar aðgengi að Evrópumakaði og ýmis vilyrði gagn- vart fjárfestum í landinu. Fjárfesting- ar erlendra aðila tífölduðust á árunum 1986-1993 og horfðu þeir löngunar- augum á þau tækifæri sem skapast við það að komast inn á þennan 340 milljóna íbúa markað. Ennfremur hefur ESB veitt fyrirtækjum sem tek- ið hafa þátt í þessari uppbyggingu ríflega styrki og góð lán. Portúgalar hafa aðallega verið þiggjendur fjármagns af ESB og munu fá 20 milljarða dollara (1,2 trilljónir íslenskra króna) í styrki fram að aldamótum. í kjölfar aukinn- ar fjárfestingar fjölgaði fyrirtækjum og þá sérstaklega sterkum erlendum fyrirtækjum eða sameignarfyrirtækj- um (joint venture) og útflutningur jókst um 10-20% á árunum 1986- 1994. Atvinnuleysi sem var um 20% fyrir inngöngu hefur minnkað niður í 6% og er nú töluvert lægra en meðaltalsatvinnuleysi í ESB. Lands- framleiðsla hefur aukist um 30% á þessum árum og verðbólga hefur lækkað úr 30% niður í 5% árið 1994. Aðstoð ESB hefur verið í samráði við stjómvöld í Portúgal og hefur henni verið hrint í framkvæmd í gegnum ýmis þróunarverkefni á öll- um sviðum atvinnulífsins. Einn mikil- vægasti þátturinn í þessari uppbygg- ingu var endurbætur á samgöngu- kerfínu og á ýmsum sviðum iðnaðar. Sem dæmi má nefna verkefni í iðn- aði þar sem upplýsingamiðstöðvar iðnaðarins hafa verið reistar víðsveg- ar 1 landinu, þar sem innlendir og erlendir fjárfestar hafa getað sótt um styrki, aðstoð við þjálfun starfs- fólks auk þess sem stuðlað hefur verið að hagræði í rekstri fyrirtækja í gegnum samráð og samnýtingu á ýmsum þáttum. Einnig hafa verið þróunarverkefni í ferðamannaþjón- ustu, landbúnaði, sjávarútvegi og textíliðnaði. Atvinnulíf Portúgals hefur breyst eftir inngöngu í ESB og í stað hefð- bundinna atvinnugreina komu upp nýjar greinar svo sem iðnaður, fjár- mála- og ferðamannaþjónusta. Gífur- legu fjármagni hefur verið veitt til uppbyggingar í ferðamannaiðnaði. Að sögn deildarstjóra ICEP hefur einnig verið lögð áhersla á að einka- væða ríkisstofnanir og má nefna að nú hafa allir bankar að undanskildum Seðlabanka Portúgals verið gerðir að hlutafélögum og þar hafa erlend- ir fjárfestar átt stóran hlut. Samanburður við ísland Nær ómögulegt er að bera saman þessi tvö lönd hvað varðar áhrif inn- göngu eða hugsanlegrar inngöngu í ESB þar sem efnahagsástand, lands- hættir og almenn lifskjör eru gerólík í þessum tveimur löndum. Aðspurðir um mikilvægi ESB í uppbyggingunni í Portúgal taldi deildarstjóri ICEP að sá stuðningur ESB hefur veitt Portúgölum hafí ráðið úrslitum um hvort gengið yrði í sambandið. Þegar ESB ákveður hveijir fá styrki og hveijir ekki er sú ákvörðun tekin með hliðsjón af þróunarstigi viðkomandi landa. Sam- eiginleg jöfnunarstefna ESB kveður á um að þau svæði sem eru vanþró- uð fá sérstaka aðstoð og styrki. Port- úgal er eitt af þeim svæðum sem teljast til vanþróaðra svæða Evrópu. Ólíklegt verður að teljast að ís- lendingar muni njóta sömu aðstoðar og Portúgalir. Framlög okkar til ESB yrðu hugsanlega hærri en þeir styrk- ir sem við myndum njóta. Samkvæmt nýlegri skýrslu Viðskipta- og hag- fræðideildar Háskóla íslands kemur fram að hugsanlegt er að íslending- um yrðu veittir styrkir til þróunar í landbúnaði, til menntunar og til sér- stakra svæða á landinu þar sem upp- byggingar er þörf. Einnig gæti inn- ganga orðið til þess að erlent fjár- magn kæmi til landsins, Evrópu- markaðurinn myndi ennfremur opn- ast og meiri stöðugleiki gæti skapast í hagkerfinu með tengslum við Mynt- bandalagið og reglugerðir ESB þó að um leið myndi evigrúm til sjálf- stæðrar hagstjórnar þrengjast. Af áðumefndum ástæðum telst Portúgal ekki vera heppilegt ríki til samanburðar við ísland hvað varðar inngöngu í ESB. Hinsvegar gætu íslendingar lært af þessu og lagt meira fé í uppbyggingu og nýsköpun í atvinnulífinu. Aðalmálið er þar með ekki hvort við fengjum trilljón eður ei heldur miklu frekar hvort við get- um í framtíðinni byggt upp sterkt efnahagskerfi sem stenst samkeppni bæði við lönd innan ESB og utan þess. Ef við náum þessu takmarki þurfum við enga ölmusu og getum frekar haldið sjálfstæði okkar í al- þjóðlegum samskiptum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.