Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 B 5 VIÐSKIPTI nytjamunir. Þá verða sýnishorn af lífrænni ræktun, jurtalyf, snyrtivör- ur og heilsuleir ýmis konar. Einnig munu ýmsir aðilar kenna gamalt handbragð, s.s. að spinna á rokk og framleiða sauðskinnsskó o.fl. Kvenfélög Gullbringu- og Kjósa- sýslu hafa tekið að sér að sjá um veitingasölu á sýningunni og að sögn Rósu verður þar allt heima- bakað. Meðal veitinga sem boðið verður upp á er kartöfluterta skv, fornri uppskrift. „Með þessu er ég að skapa heimavinnandi húsmæð- rum atvinnu auk þess sem mér þykir upplagt að útlendingar fái að kynnast íslenskum heimabakstri." Önnur markmið sýningarinnar eru að sögn Rósu að auka sölu- möguleika á þjóðlegum listum, að gera alþýðulistina að viðurkenndu listafli þar sem allir sitja við sama borð og að tengja alþýðulistina öðr- um listgreinum, s.s. þjóðdönsum, glímu, myndlist, leiklist, ballet og tónlist. Standa vörð um þjóðlegt handbragð Það er greinilega í töluvert ráð- ist. Er hægt að gera þessu öllu skil í einni sýningu? „Þetta verður yfirgripsmesta handsverkssýning sem haldin hefur verið hér á landi. Sýningunni er ætlað að standa vörð um þjóðlegt handverk og sérkenni íslensk þjóð- lífs. Það hlýtur að eiga að teljast stolt hverrar þjóðar,“ segir Rósa. Undirbúningur sýningarinnar hefur staðið yfir frá júní á síðasta ári. Um 150 umsóknir hafa borist um þátttöku í sýningunni, jafnt frá einstaklingum sem hópum, og segir Rósa að fleiri komist ekki að. Upp- haflega hafi verið gert ráð fyrir 30-40 sýningaraðilum þannig að það sé ljóst að fjöldinn sé margfalt meiri en upphaflega var gert ráð fyrir. „Perlan í Reykjavík er eini staðurinn sem nær að taka við svona mörgum sýningaraðilum,“ segir Rósa. Rósa segir ennfremur að við und- irbúning sýningarinnar hafi verið lögð áhersla á að tengja saman atvinnulíf og skóla annars vegar og hins vegar að halda öllum kostn- aði eins mikið niðri og unnt væri. Þannig hefði t.d. verið valið sýning- arfólk fyrir tískusýningu úr röðum leikara og dansara úr listaskólum landsins. Þá munu nemar á 2. ári í grafískri hönnun í Myndlista- og handíðaskóla íslands teikna merki sýningarinnar og sjá um útlitshönn- un undir leiðsögn Rósu auk þess sem nemar tónlistaskóla frá Kefla- vík, Njarðvíkum og Garði munu flytja tónlist.„Hugmyndin með þessu er að slá saman hagsýni og nýsköpun,“ segir Rósa. „Þama verður líka kórsöngur, leiksýningar, danssýningar, fyrirlestrar, leik- brúðusýningar o.fl. o.fl.“ „Áhugi landsmanna á þjóðlegu handverki hefur aukist verulega undanfarið. Handverksfólki hefur fjölgað jafnt og þétt og nú er svo komið að margir þeirra geta lifað af handíð sinni. Sýning sem þessi býður því upp á mikla sölumögu- leika á vöru handverksfólksins sem höfðar bæði til íslendinga og út- lendinga.“ Fjallkonan ímynd sýningarinnar Að sögn Rósu verður leitað nýrra leiða við markaðssetningu sýning- arinnar. „Merki sýningarinnar verð- ur málað utan á hitaveitutanka Perslunnar í um 11 metra hæð. ímynd sýningarinnar verður síðan fjallkonan, frú Sigríður. Við erum að útbúa 5,5 metra hátt líkan af henni sem verður ekið um götur borgarinnar." Fjallkonan verður með innbyggt hátalarakerfi og þaðan mun koma ýmis fróðleikur sem tengist sýning- unni. Frú Sigríður verður þarna í fylgd lögreglunnar, en hún hefur að sögn Rósu tekið að sér að verða vemdari sýningarinnar sem stendur frá 8.-11. júní. Aðspurð um kostnaðaráætlun segir Rósa að áætlað sé að heildar- gjöld verði um 6,5 milljónir króna. Tekjur í framlögum verða 3,7 millj- ónir, styrkir 1,4 milljónir og afgang- urinn er áætlað að náist inn sem tekjur af sýningargestum. Aðgang- syrir verður 300 krónur fyrir full- orðna en frítt inn fyrir börn. „Með þessari sýningu er ég að reyna að sýna fram á hversu miklu einstaklingsframtakið getur áork- að,“ segir Rósa og ennfremur að fjármögnunin hefði gengið ævin- týralega vel. „Það er mikilvægt að þessi þekking sem handverksfólk okkar býr yfir falli ekki í gleymsku.“ Ný verslun sem býður ímirgmiöl- unarvörur GAGNABANKI íslands sf. hefur opnað verzlun í Síðumúla 3-5, sem sérhæfir sig í margmiðlunarvörum. Gagnabanki íslands er tæplega 2 ára gamalt fyrirtæki sem hóf rekst- ur sem póstverzlun með deiliforrit en hefur fært út kvíarnar og leggur nú áherslu á vélbúnað fyrir PC tölv- ur og CD-ROM diska. í'verzluninni eru um 500 titlar á lager, en á skrá eru rétt um 2.000 titlar. í fréttatilkynningu frá Gagnabanka íslands kemur fram að einnig er boðið upp á harða diska, minni, móðurborð, prentara, uppsetningar á búnaði o.fl. Þá starf- rækir Gagnabanki íslands geisladi- skaklúbbinn Geislann, en félagar í honum fá senda verðlista og frétta- bréf ásamt því að hafa aðgang að skiptimarkaði með CD-ROM diska. Ekkert félagsgjald er í klúbbinn, engin kaupskylda og er hann öllum tölvuáhugamönnum opinn. Meðal annarra nýjunga sem fyrirtækið hefur bryddað upp á er leiga á geisladiskum og er hún öllum opin. Sjáhu hlutina í víbara samhengi! Giæsilegur safur, góð þjónusta og góðar veitingar. Tilboð. FUNDAR SALUR Veislusalur Lágmúia 4, sími 588-6040 HÁSKÓLI ÍSLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN Prófun á hugbúnaði - Efni: Skipulagning prófana. Prófanaverkfæri. Skjölun prófana. Gallaskráning og prófanamælitökur. Kerfisprófun. Heildunarprófun. Prófun rauntímakerfa. Prófun hlutbundinna kerfa. Tími: 8. - 12. maí kl. 8.30 - 12.30. Verð: 15.000 kr. Upplýsingar og skráning: „ESPITI - Software Testing“ Leiðbeinandi: Hans Schafer hjá Software Text Consulting, Noregi. Hans er þekktur á alþjóðavettvangi sem sérfræðingur í prófun hugbúnaðar. Námskeiðið fer fram á ensku. Námskeiðið er hluti af ESPITI (European Software Process Improvement Training Initiative) verkefninu á vegum Evrópusambandsins. Sími: 569 4923, fax: 569 4080, netfang: endurm@rhi.hi.is ELU hágæðaverkfæri frá Sviss. • Veltisagir • Hjólsagir • Heflar • Fræsarar • Borvélar • Kexfræsarar • Slípirokkar o.fl. Komdu eða hringdu og fáðu nánari upplýsingar. SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 • SÍMI 6272 22 MEISTARAVERKFÆRIN EuroBonus" EuroBO'nus- Hvenær, hvar og hvernig getur þú safnaö SAS EuroBonus punktum? EuroBonus er hlunnindakerfi sem SAS notar til aö verðlauna viöskiptavini sína. Þú getur fengið allar nánari upplýsingar um SAS EuroBonus hjá feröaskrifstofunni þinni eöa söluskrifstofu SAS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.