Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Bjartari tímar í iðnaði NOKKUÐ hefur rofað til í íslenskum iðnaði á síðustu misserum eftir erfíð ár þar á undan. Hafa starfsskilyrði greinarinnar batnað verulega sem komið hefur fram í lægra raun- gengi, minni skattaálögum, lægri vöxtum og öflugri útflutningsmörk- uðum. í þessu hagstæða umhverfi jókst velta um 7,8% í almennum iðnaði á árinu 1994 og útlit er fyrir að tekist hafí að snúa tapi í hagnað. Sam- kvæmt könnun á afkomu 43 fyrir- tækja í almennum iðnaði á fyrri árs- helmingi 1994 stefndi í að hagnaður yrði um 3,5% af tekjum en árið áður varð 0,5% halli. Forsvarsmenn iðnaðarins telja þó ástæðu til að fara að öllu með gát og stilla væntingum um aukna hag- sæld í hóf. í ársskýrslu Samtaka iðn- aðarsins sem lögð verður fyrir Iðn- þing á morgun er bent á í þessu sambandi að afkoman sé tæplega nægilega góð tii að það fjármagn sem bundið sé í greininni skili ásættanleg- um arði miðað við hóflega ávöxtun- arkröfu. Auk þess sé á það að líta að iðnaðurinn þurfti að þola verulega þyngri búsifjar vegna efnahagslægð- arinnar en samdráttur í landsfram- leiðslu gaf tilefni til. Það sé enn langt í land að iðnaðurinn nái fullum styrk og fái til baka allt það sem tapaðist í efnahagslægðinni. Velta jókst í flestum greinum Samkvæmt virðisaukaskatts- skýrslum jókst velta í flestum grein- um iðnaðar á árinu 1994. Mest var veltuaukning í stóriðju, ál- og kísil- járnframleiðslu eða um 19%. í vefj- ariðnaði, skó- og fatagerð og sútun og verkun skinna var aukningin tæp- lega 14%. í efnaiðnaði er aukningin tæplega 13% og í málmsmíði, véla- viðgerðum, skipasmíði og skipavið- gerðum ríflega 12%. í matvælaiðnaði öðrum en fískiðnaði jókst veltan um 5,5% og í steinefnaiðnaði er aukning- in tæplega 4%. í pappírsiðnaði jókst veltan um 1,4% en í byggingariðnaði dróst velta saman um 0,2%. Þessar tölur verður þó að skoða með þeim fyrirvara að ekki er tekið tillit til þess ef um er að ræða blandaða starf- semi í tilteknu fyrirtæki heldur er sá þáttur sem er fyrirferðarmeiri lát- inn ráða flokkuninni. Útflutningsiðnaðurinn náði veru- legum árangri á síðasta ári. Útflutn- ingur stóriðjufyrirtækjanna nam um 13,5 milljörðum og jókst um liðlega 27% milli ára enda varð mikill bati á útflutningsmörkuðum þessara fyr- irtækja. En árangur smærri fyrir- tækjanna er ekki síður athyglisverð- ur því útflutningsverðmæti annarra iðnaðarvara nam 7,5 milljörðum og Starfsskilyrði iðnaðar hafa batnað verulega á síðustu misserum vegna lækkunar raun- gengis, lægri skatta, lægri vaxta og hagstæðari útfiutningsmarkaða. Krístinn Bríem kynnti sér þau viðhorf sem verða uppi á Iðnþingi á morgun um stöðu iðnaðarins Heildarvelta í janúar-desember 1993 og 1994 Samkv. virðisaukaskattskýrslum AtVÍnnugreín MiUjónir króna Ja^es' Jaí^es- Matvælaiðnaður 26.520,0 27.990,7 +5,5% Vefjariðn., skó- og fatagerð, skinnav. 4.793,8 5.454,3 +13,8% | Trjávöruíðnaður 5.646,7 5.724,3 +1,4% a Pappírsiðnaður 12.626,9 12.803,8 +1,4% | Efnaiðnaður 8.641,0 9.751,5 +12,9% f Steinefnaiðnaður 6.017,0 6.244,7 +3,8% * Ál- og kfsiljárnframleiðsla 11.013,6 13.135,0 +19,3% s Málm- og skipasm., véla- og skipaviðg . 12.196,1 13.714,4 +12,4% s Ymisl. iðnaður og viðgerðir 2.399,0 2.085,0 -13,1% Útflutningur í janúar-desember 1993 og 1994 Uinnclimroin Bráðab.tölur Jan.-des. Jan.-des. Hlutfallsleg breyting, % vnmsiuyrem /m/W. króna 1993 1994 Magn verðmæti Afurðir niðursuðu og niðurl. 1.521,0 1.850,1 +19,05% +21,64% § Afurðir sútunar og skinnav. 622,6 838,4 +16,24% +34,62% | Afurðir ullarvinnslu 379,1 402,7 +4,63% +6,20% | Afurðir álvinnslu 8.258,7 10.833,0 +12,22% +31,17% | Kísilgúr 414,2 540,7 +23,31% +30,55% Kfsiljárn 2.360,5 2.669,3 +10,72% +13,93% | Aðrar iðnaðarvörur 2.968,9 3.885,6 +26,88% +30,88% I! Morgunblaðið/Þorkell SÝNISHORN af framleiðslu Góu hf., en íslenskur sælgætisiðnað- ur hefur sótt í sig veðrið í hagstæðu umhverfi síðustu misseri. jókst sömuleiðis um liðlega 27%. Er þar um að ræða um 22% magnaukn- ingu. Útlit fyrir að greinin dafni áfram á þessu ári En hvernig skyldu horfurnar vera á þessu ári? „Öll skilyrði iðnaðar á þessu ári eru talin í meginatriðum mjög svipuð og þau voru í fyrra,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. „Raungengi krónunnar breytist mjög lítið sam- kvæmt því sem við áætlum. Raun- gengið er núna nálægt því að vera 10% lægra en það var að meðaltali 1980-1993 miðað við hlutfallslegt verðlag. Munurinn er ennþá meiri á hlutfallslegum launum eða 15-20% sem raungengið er lægra. Þetta er tiltölulega mjög hagstætt raungengi fyrir iðnaðinn og mun hagstæðara en hann hefur búið við mjög lengi. Til viðbótar við þetta hefur lækkun skatta verið að skila sér og einnig að hluta lækkun vaxta sem þó hefur að nokkru gengið til baka. Vextir hér á landi hafa einfaldlega verið að hækka seinna hér en í öðrum löndum. Starfsskilyrði iðnaðar eru um flest góð og þess vegna er ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en greinin dafni vel á þessu ári. Við reiknum með því að það verði töluverð aukning í um- svifum iðnaðar og ekki sfst sam- keppnisgreina og útflutningsiðnaðar. Það má nefna sem dæmi að útflutn- ingsiðnaður jók útflutning sinn um 22%. Það er dæmi um að góð vaxtar- skilyrði og stöðugleiki geta áorkað miklu.“ Leysa þarf sambýlisvandann við sjávarútveg En Þórður tekur undir þau vam- aðarorð að hægt sá að búast við kollsteypum af því tagi sem áður hafa verið greininni mjög erfíðar. „Einna þýðingarmesta verkefnið framundan sem snýr að atvinnulífinu og sérstaklega iðnaðinum er að gefa honum vissu um það að sveiflur í starfsskilyrðum eins og greinin hefur þurft að búa við gegnum tíðina verði ekki jafnmiklar og erfiðar í framtíð- inni. Þetta tengist því að það þarf með einhverjum hætti að leysa sam- býlisvandann við sjávarútveg, báðum þessum greinum til hagsbóta. Hvor- ug greinin hefur hag af þessum sveiflum og það er alveg ljóst að miðað við þau hagstjórnartæki sem eru til reiðu núna kemur ekkert sjálf- krafa f veg fyrir það að raungengi krónunnar hækki verulega og þar méð skaði starfsskilyrði iðnaðar ef uppsveifla verður í sjávarútvegi. Það hamlar hugsanlega fjárfest- ingu í greininni að geta búist við því að það verði einhvers konar koll- mita HOLL HÚSBÓNDA SÍNUM VÆqvW Guttormsson-Fjölval hf. ■128 Reykjavík • Símar: 581 2788 og 568 8650 • Bréfsími: 553 5821 Mörkin 1 ■ Helstu söluaðilar: REYKJAVÍK, Penninn Hallarmúla - AKUREYRI, Bókval - SAUÐÁRKRÓKUR, Bókabúð Brynjars - ÍSAFJÖRÐUR, Straumur. _ # * ® mita CC-50 Frísklegt vortilboð MJOG TAKMARKAÐ MAGN VERÐ AÐUR 3JL9.52U KR TILBOÐSVERÐ ^150 blaða bakki fyrir A4 blöð. -Ljósritar 10 síður á mínútu. ►Sérstök stilling til að ljósrita ljósmyndir. “Minnkun og stækkun 64% - 156%. >-Blaðastærð: Frumrit B4 og minna, afrit A5 og A4. steypur sem áður hafa verið grein- inni mjög erfíðar. Þetta sýnir hversu mikilvægt er að leikreglur og megin- atriði í hagstjórninni til lengri tíma séu tiltölulega fastmótuð til þess að auðvelda mönnum að taka ákvarðan- ir um fjárfestingar og framkvæmdir í stað þess að óvissa um framtíða- rumhverfí haldi aftur af mönnum." Hagvaxtarnefnd tekur til starfa Starfshópur á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis skilaði sl. haust skýrslu um starfsskilyrði iðnaðar. Þar er m.a. lögð áhersla á að sú jákvæða þróun sem verið hefur að undanfömu feli í sér tækifæri til sóknar í íslensk- um iðnaði. Hins vegar séu sveiflur í raungengi og starfsskilyrðum óvenju miklar og hafí staðið heilbrigðri þróun í atvinnulífínu fyrir þrifum. Því sé brýnt að þeir aðilar sem mestra hags- muna hafí að gæta móti sameiginlega tillögur um leiðir til að jafna sveiflur í þjóðarbúskapnum. I því sambandi var bent á að tvær meginleiðir virð- ast vænlegastar til að draga úr áhrif- um síbreytilegra aðstæðna i sjávarú- vegi þ.e. annarsvegar verðjöfnun sjáv- arafurða og hins vegar einhvers kon- ar gjaldtaka fyrir nýtingarrétt á auð- lindinni eða auðlindagjald. Ekki var þó kveðið upp úr með það hvora leið- ina ætti að fara. Ein af megintillögum nefndarinn- ar var að skipuð yrði sérstök nefnd til að gera tillögur um hagvaxtar- stefnu til lengri tíma. „Ef að líkum lætur er þjóðarbúskapurinn nú á þeim stað í hagsveiflunni sem er varhugaverður í sögulegu samhengi með tilliti til ofþenslu og óhóflegrar bjartsýni. Því þarf að slá varnagla tímanlega svo tækifærið til að tryggja stöðugleikann í sessi og leggja varanlegan grunn að nýju og öflugu hagvaxtartímabili renni okkur ekki úr greipum. í þessu ljósi hefur ríkisstjórnin þegar óskað eftir til- nefningum í hagvaxtamefnd með fulltrúum atvinnulífsins og opinberra hagstofnana og atvinnulífsins..." Byggingariðnaður er lengur í gang En á hvaða sviðum skyldi iðnað- urinn hafa hvað mestan meðbyr? Fyrstu batamerkin komu fram í neysluvöruframleiðslu á síðasta ári og þar varð fyrst veltuaukning. Hins vegar lætur batinn ennþá bíða eftir sér í byggingariðnaði enda er sú grein jafnan einu til tveimur árum á eftir að bregðast við hagsveiflum. „Það er auðvitað misjafnt gengi í einstökum greinum," segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Sam- taka iðnaðarins. „í sumum greinum eins og byggingarvöruframleiðslu sem tengjast fjárfestingariðnaði sjáum við ennþá erfiðleika. Síðan eru sérstök vandamál í prentiðnaði vegna skattalagabreytinga. Annars má segja að hjá iðnaðinum í heild, hvort sem er í málmiðnaði, fataiðnaði eða matvælaiðnaði, hefur veltan aukist og afkoma batnað. Þetta er ein skýr- ingin á því hversu lítið launahækk- anir hafa komið fram í verðlagi. Afkoman hefur leyft að menn hafa tekið launahækkanir á sig og ekki velt þeim út í verðlagið með sama hætti og var gert áður. Þetta er mín skýring á því að Seðlabankinn spáði ekki rétt til um verðbólguna. Það er mjög algengt að iðnfyrirtæki hafí ekki hreyft verð hjá sér í þijú ár.“ Sveinn kvað það greinilegt að framhald hefði orðið á þessari já- kvæðu þróun á þessu ári. „Við erum einnig byijuð að sjá útflutning á nýjum sviðum sem er mögulegur vegna hagstæðs raungengis. Ég get nefnt útflutning á gosdrykkjum og lyfjum sem hefur ekki verið möguleg- ur áður.“ Varðandi byggingariðnaðinn sagði Sveinn að búast mætti við að hann yrði lengur í gang, sérstaklega eftir jafndjúpa niðursveiflu og raun hefði orðið á. „Fjárfestingin er ennþá mjög lítil en þegar hún fer í gang byijar hún í tölvum, bílum og öðrum smærri hlutum. Það tekur lengri tíma að taka ákvörðun um að hefja bygging- ar fasteigna." Þá benti Sveinn á að óvissu hefði verið eytt í kjaramálum og stjórnmál- um en ennþá ríkti óvissa í vaxtamál- um. „Ég held samt að það hindri ekki að fjárfesting aukist eitthvað í sumar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.