Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 B 7 BROTAJÁRNSVINNSLA Furu hf. í Hafnarfirði er drjúg við- bót við þær útflutningstekjur sem íslenskur iðnaður skilar í þjóðarbúið á hverju ári. í febrúar 1993 hætti fyrir- tækið alfarið verktaka- starfsemi og festi kaup á málmtætara sem hafði um nokkurt skeið verið í eigu Búnaðarbanka ís- lands og Iðnþróunarsjóðs í kjöl- far gjaldþrots íslenska stálfé- lagsins haustið 1991. Það hóf síðan vinnslu á brotajárni til útflutnings á fyrrum verk- smiðjulóð íslenska stálfélags- ins í Hafnarfirði. Frá þeim tíma hefur náðst að skapa um 300 milljóna króna útflutningstekj- ur. Vinnslan hefur gengið mjög vel, að sögn Haraldar Þórs Óla- HELGI Magnússon, fram- kvæmdastjóri málningarverk- smiðjunnar Hörpu hf., segir fyrirtækið vissulega hafa notið góðs af bætt- um starfsskil- yrðum og stöðugleika í efnahagslíf- inu. „Einnig finnum við fyrir þeim hægfara bata sem er hafinn í þjóðfélag- inu. Við seljum viðhaldsvörur sem mögulegt er að slá á frest að kaupa en með auknum kaup- mætti og bættum hag fyrir- Plastprent hf. Gjörbreytt rekstr- arstaða EYSTEINN Helgason, fram- kvæmdastjóri Plastprents hf., segir hagstætt umhverfi iðnað- ar á síðustu misserum hafa gjörbreytt rekstrarstöðu fyrir- tækisins. „Umhverfið hefur verið að batna síðustu 2-3 ár og við sjáum það glögglega í rekstrinum. Jafnvægi í þjóðfé- laginu og stöðugleiki í gengis- málum skiptir sköpum fyrir iðnfyrirtæki sem eru á heima- markaði því mörg þeirra eru skuldsett og hafa lítið eigið fé. Vaxtalækkanir og friður á vinnumarkaði hafa komið þeim VIÐSKIPTI Fura hf. Vinnsla á brotajámi skilar 300 milljónum sonar, framkvæmdastjóra. „Við höfum bæði flutt út brota- járn, góðmálma og rafgeyma. Frá því við byijuðum í febrúar 1993 höfum við flutt út um 3 þúsund tonn af góðmálmum og 30 þúsund tonn af brotajárni," segir Haraldur. Auk málmtætarans hefur Fura fest kaup á stórri Cater- pillar beltagröfu með skærum framan á sem notuð er til að klippa niður þykkt járn og stærri hluti. Þá hefur fyrirtæk- ið keypt tvo flutningabíla sem Málningarverk smidjan Harpa hf. Veltuaukn- ing á síð- asta ári tækja eykst eftirspurn eftir viðhaldsvörum og -þjónustu. Það varð veltuaukning hjá okk- ur á síðasta ári og við erum bjartsýnir á að framhald verði á því á þessu ári. Hins vegar öllum til góða.“ Þá segir Ey- steinn að hag- stætt raun- gengi hafi gert fyrirtækinu kleift að hefja útflutning á ákveðna mark- aði. „Við byrjuðum fyrir tveim- ur árum í litlum mæli en út- flutningur er aukast og við stefnum að því að hann verði um 10% af veltu innan fárra ára.“ Síðasta ár var mjög vel viðunandi hjá Plastprenti þar sem velta jókst úr 730 milljón- um í 790 miiyónir. Þá nam hagnaður ársins um 74 milljón- um. Eysteinn segir hins vegar mikilvægt að islenskum iðnfyr- irtækjum takist að fóta sig í þeirri hægfara uppsveiflu sem hafin er. m.a. eru notaðir til að þjónusta sveitarfélögin á Suðurlandi. „Við erum að kynna fyrir sveit- arfélögum úti á landi okkar þjónustu þessa dagana og ætl- um að bjóða þeim gáma í sam- starfi við Eimskip. í vetur hreinsuðum við upp um 500 tonn af brotajárni á_Akranesi.“ Stálbræðsla sem íslenska stálfélagið reisti í Hafnarfirði hefur staðið ónotuð frá gjald- þroti félagsins og Haraldur segist ekki sjá nein teikn á lofti um að hún verði tekin í notkun á nýjan leik. Fura hefur hins vegar unnið úr brotajárnshaug sem safnast hafði upp við verk- smiðjuna. „Við erum búnir að flytja út 33 þúsund tonn sem unnin eru úr 42 þúsund tonnum af járni. Það falla hins vegar til um 15-20 þúsund tonn af brotajárni á ári í landinu eftir árferði þannig að það verður hægt að halda þessu áfram eft- ir að búið verður að vinna úr haugnum.“ verður að hafa i huga að máln- ingarsala er mjög háð veðri.“ Helgi telur að betra hljóð sé í flestum iðnrekendum núna en var fyrir einu og hálfu ári. „Menn finna fyrir bata og hafa orðið bjartsýnni á framhaldið. Margir stjórnendur hafa hins vegar upplifað kollsteypur í efnahagslífinu og þeir eru sér meðvitaðir um að missa ekki tök á ástandinu þó bjartsýni aukist. Ég vona það að menn muni fara í gegnum þetta ár og nánustu framtíð með báða fætur á jörðinni því sígandi lukka er best.“ Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabit) fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! Skeif an - til leigu 846 fm jarðhæð / kjallari Hentar fyrir t.d. verslun eða lager o.fl. Uppl. í síma 872220 og á kvöldin og um helgar í síma 681680 í# /// ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS EXPORT COUNCIL OF ICELAND Aðalfundur Útflutningsráðs íslands verður haldinn á Hótel Sögu þriðjudaginn 2. maí kl. 14.00. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Kl. 13.45 Skráning Kl. 14.00 Ávarp Halldárs Ásgrímssonar, utanrikisráðherra Kl. 14.15 Skýrsla stjórnar. Páll Sigurjónsson, formaður stjórnar Útflutningsráðs íslands Kl. 14.30 Reikningar Útflutningsráðs. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Kl. 14.40 Tilkynnt um skipan nýrrar stjórnar Útflutningsróðs íslands Kl. 14.50 Almennar umræður Kl. 15.00 Kaffihlé Kl. 15.20 Erlend fjárfesting á íslandi - meginverkefni nýrrar fjárfestingarskrifstofu. Halldár Kristjánsson, skrifstofustjóri. Kl. 15.45 Samkeppnisstaða íslands til ársins 2010. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjári Kl. 16.10 „The Novia Scotia Experience." Daniel G. McB Brennan, Executive Director Kl. 16.40 Almennar umræður Kl.17.00 Fundarslit Við sjáum um hraðsendingarnar á HM 95 FORGANGSPÓSTUR 90 afgreiðslustaðir um land allt Viðtökustaðir sendinga eru á póst- og símstöðvum um land allt og í Hraðflutnings- deildinni, Suðurlandsbraut 26,108 Reykjavík. Þar eru veittar allar nánari upplýsingar í síma 550 7300, fax 550 7309. Opið frá kl. 8:30-18:00 alla virka daga og á laugardögum frá kl. 9:00-12:00. PÓSTUR OG StMI ÞJÓNUSTUAÐIU HM 1995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.