Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Danir famir að am- ast við farsímunum Eigendunum stundum vísað á afvikinn stað til að hringja FARSÍMAEIGENDUM hefur fjölgað mikið í Danmörku sem viðar og nú ræður um það bil tíundi hver Dani yfir slíku tæki. Oft getur fylgt farsímanotkun- inni mikið ónæði fyrir aðra og það þykir því ekki vonum seinna, að farið er að krefjast aukinnar tillitssemi hvað þetta varðar. Það er auðvitað mjög þægilegt fyrir hann Jensen að geta seilst eftir símanum ofan í vasann hvar sem hann er staddur, hringt heim og tilkynnt, að sér seinki, en það er ekki vist, að Hansen í næsta sæti líki að hlusta á samtöl af þessu tagi. Stundum geta þau orðið mjög persónuleg og snúist um einkamál, sem öðru fólki 'koma ekki við. Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst og nú hefur danskur þingmaður, Tommy Dinesen, skorið upp herör gegn þessari „plágu“, sem hann kallar far- símanotkunina. Segir hann, að fyrir farþega með dönsku járn- brautunum sé ástandið sérstak- lega slæmt en þeir verða oft að hlusta á einkasamtöl manna hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Vísað niður í kjallara Sumir hafa nú þegar gripið til sinna ráða gegn farsímaplág- unni, eins ogtil dæmis eigandi veitingahússins „Sir Henry“ í SKILTI á veitingastaðnum „Sir Henry“ í Kaupmannahöfn þar sem farsímaeigendum er vísað niður í kjallara til að hringja. Kaupmannahöfn. Hann hefur sett upp skilti þar sem farsíma- eigendum er vísað á afvikinn stað í kjallaranum vilji þeir hringja. „Símtölin trufla gesti og þau eiga ekki við á veitingastað. Ef fólk kemst ekki hjá því að hringja verður það að bregða sér frá til að aðrir fái frið,“ segir eigand- inn, Ib Nielsen. Nielsen fannst mælirinn fullur þegar gestur við barinn fór að sussa á aðra vegna þess, að hann þurfti að hringja og þegar hann var beðinn að fara niður í kjall- ara og hringja þaðan, varð hann sármóðgaður. A Restaurant d’Angleterre er farsímamálið öllu viðkvæmara en staðurinn er mikið sóttur af kaupsýslumönnum, sem segja má að hafi gengið í heilagt hjóna- band með farsímanum sínum. „Notkunin hefur stórvaxið á síðustu árum,“ segir forstöðu- maður staðarins, John Sauer- berg. „Við vildum gjarna losna við þetta en höfum þó ekki sett upp skilti, sem banna hringing- ar.“ ESB rannsakar Nordic Satellite Óttast að það geti náð einokunaraðstöðu á norræna sjónvarpsmarkaðinum FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins, ESB, hefur hafið rannsókn á því hvort fyrirhugað samstarf þriggja norrænna fjar- skiptafyrirtækja um gervihnatta- og kapalsjónvarp á Norðurlöndum bijóti í bága við lög um hringa- myndun. Hafa menn af því áhyggjur, að nokkrar stórar fyrir- tækjasamsteypur skipti á milli sín evrópska sjónvarpsmarkaðinum. Að samsteypunni, sem um ræð- ir, Nordic Satellite Distribution, standa danska ríkisfyrirtækið Tele Danmark, Norsk Telekom, sem er hluti af norska símafyrirtækinu Telenor, og Industriforvaltnings AB Kinnevik en það er sænskt einkafyrirtæki með ítök í síma-, fjölmiðla- og sjónvarpsiðnaðinum. Er Kinnevik annað stærsta auglýs- ingasjónvarpsfyrirtækið í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð og það eina, sem er með rekstur í öllum löndunum þremur. Auk þessa á Kinnevik meiri- hluta hlutafjár í ýmsum öðrum útvarps-, sjónvarps- og kapalfyrir- tækjum og því er talið, að það nokkurn tíma fyrir framkvæmda- stjórn ESB að kanna áhrif fyrir- hugaðs samstarfs fyrirtækjanna þriggja á samkeppnismarkaðinn. Gervihnattasjónvarp framtíðin Samkvæmt reglum ESB hefur það fjóra mánuði til að samþykkja eða hafna samstarfi af þessum toga en megintilgangur rannsókn- arinnar verður að kanna hvort það muni öðlast varanlega yfirburða- stöðu á norræna sjónvarpsmark- aðinum. Á Norðurlöndum er talið, að gervihnattasjónvarp sé framtíðin vegna mikilla fjarlægða og dreifðrar búsetu og er ekki búist við neinni aukningu í kapalkerfun- um. Af þeim sökum er litið á Nordic Satellite Distribution sömu augum og Media Service GmbH, sem Deutsche Telekom og þýsku risarnir Bertelsmann og Kirch Gruppe ætluðu að stofna með sér á síðasta ári. Framkvæmdastjórn ESB kom hins vegar í veg fyrir það af ótta við, að það næði einok- unaraðstöðu á þýska markaðinum. Var það aðeins í annað sinn, sem svona samstarfi er hafnað síðan reglur ESB um hringamyndun tóku gildi fyrir ijórum árum. Enska kirkjan tapaði 80 millj- örðum á braski Einhverjum kirkjum hugsanlega lok- að og prestum sagt upp ENSKA biskupakirkj- an tapaði 60% af öllum tekjum sínum á fast- eignabraski á síðasta áratug. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu þar sem kirkjuráðið er tekið heldur betur á beinið. Afleiðingamar geta orðið þær, að ein- hveijum kirkjum verði lokað og prestum sagt upp. I skýrslunni, sem nefnd á vegum neðri deildar breska þings- ins tók saman, segir, að með ábyrgðarleysi sínu hafi leiðtogar kirkjuráðsins valdið kirkjunni „óbætanlegum skaða“ og stuðlað að eyðileggingu á safnaðarkerfi hennar. Sumum aðgerðum kirkjuráðsins er lýst sem „siðferðilega vafasöm- um“ og sagt, að fjármunum kirkj- unnar hafi verið sóað burt með braski og ekki hafi verið stuðst við næga sérþekkingu og ráðgjöf. Braskið kostaði ensku biskupa- kirkjuna 80 milljarða ísl. kr. Spákaupmennska kirkjuráðsins á fast- eignamarkaðinum var rekin án venjulegrar endurskoðunar og í ársreikningunum var vaxandi tapið ávallt falið. Það olli því, að yfirmaður kirkjunnar, George Carey, erki- biskup af Kantara- borg, frétti fyrst af ástandinu af blaða- skrifum. Ákvörðunina um spákaupmennskuna tóku þeir tveir menn í kirkjuráðinu, sem báru ábyrgð á fast- eignum kirkjunnar og fjármála- rekstri, og án samráðs við aðrar stjórnarstofnanir kirkjunnar. Var mikið fjárfest og enn meira fé lán- að til ýmissa framkvæmda. Á árunum 1985 til 1990 fór skuld kirkjunnar úr 500 milljónum kr. í 60 milljarða og á árinu 1991 voru vaxtagreiðslurnar einar fimm milljarðar kr. Loksins sprakk blaðran með hruninu á fasteigna- markaðinum. GEORGE Carey, erkibiskup af Kantaraborg. Hollywoodævintýrinu hjá Matsushita lokið Ætlar að segja skilið við dagdraumana og einbeita sér að kjarnanum FYRIR fjórum árum fjárfesti jap- anska rafeindafyrirtækið Matsus- hita Electric Industrial grimmt í Hollywood og draumurinn var að tengja saman framleiðslu tækja- búnaðar og skemmtiefnis í einum stórum og ábatasömum margmiðl- unarrisa. Það virtist þó aldrei hafa verið ljóst hvernig ætti að standa að því og nú hefur Matsushita ákveðið að selja 80% hlutafjárins í MCA Inc., dótturfyrirtækinu í Hollywood, og hverfa á braut með skottið á milli fótanna. Þessi ákvörðun Matsushita er raunar liður í nýrri stefnumörkun hjá fyrirtækinu, sem felst í því að segja skilið við dagdraumana og einbeita sér að kjarnanum,^ raf- eindatækjaframleiðslunni. Ýmsir sérfræðingar á þessu sviði segja líka, að ekki hafi verið um neitt annað að ræða fyrir fyrirtækið. Matsushita, sem var stofnað fyrir 80 árum í Osaka, þótti alltaf heldur ólíklegt til einhverra uppá- tækja úti í hinum stóra heimi enda er fyrirtækið annálað fyrir íhalds- semi. Kveður svo rammt að henni, að nýlega tók fyrirtækið upp nýtt slagorð, „Dirfist að sýna frum- kvæði“, í von um að það gæti orð- ið til að starfsliðið rumskaði að- eins. Snemma á mánuðinum tilkynnti Matsushita, að ákveðið hefði verið að selja 80% hlut í MCA til Sea- grams en viðræðum er ekki lokið enn. Misheppnaðar markaðstilraunir Klúðrið í Hollywood er aðeins ein af mörgum misheppnuðum til- raunum Matsushita til að hasla sér völl á nýjum markaði. Staf- ræna snældan, hljómikill en afar dýr keppinautur segulbandstækj- anna frá Philips, hefur ekkert gengið og tilraunir til að selja rán- dýr sjónvarpstæki með flötum skjá hafa einnig mistekist. Að lokum má nefna, að þrívídd- arleikjatölvan frá Matsushita hef- ur mætt mikilli samkeppni. Tals- menn fyrirtækisins segja, að 500.000 leikjatölvur hafi selst um allan heim frá nóvember til mars en Sony segist hafa selt 600.000 eintök af nýju leikjatölvunni sinni, PlayStation, frá desember til febr- úar og aðeins í Japan. Kemur hún á markað í Bandaríkjunum og Evrópu síðar á árinu. Sala í helstu framleiðsluvörum Matsushita, sjónvörpum, mynd- bandstækjum, fjarskipta- og heim- ilistækjum, er hins vegar farin að aukast aftur eftir samdrátt síðustu ára. Matsushita hefur ýmislegt á pijónunum fyrir framtíðina, tæki fyrir mynddiska og eiginlega vasa- tölvu, sem hafa má í hendinni, en þó er talið, að mestu möguleikarn- ir séu í tölvukubbum og flötum tölvuskjám. Telja margir víst, að söluandvirði MCA verði notað til að koma upp verksmiðjum fyrir þessa framleiðslu. Hafa enn áhuga á margmiðluninni Forráðamenn Matsushita halda því raunar enn fram, að þeir ætli sér stóra hluti í margmiðluninni en virðast þó ekki skilja almenni- lega hvað þar er um að ræða. Yoichi Morishita, forstjóri fyrir- tækisins, sagði nýlega í innanhúss- ræðu, að margmiðlunin væri eitt af meginviðfangsefnum Matsus- hita en bætti síðan við, að næstu ár yrðu notuð til að komast að því hvað það þýddi. Sony er komið miklu lengra hvað þetta varðar og margir telja, að yfirlýsingar og aðgerðir Mats- ushita-forstjóranna að undanförnu stafi af ótta manna, sem ekki viti hvert leiðin liggur. Innan fyrirtæk- isins eru líka til menn, sem telja söluna á MCA vera mikil mistök. Að henni lokinni muni Matsushita líkjast banka, sem hafi að vísu tekjur sínar af hinu og þessu en án þess að hafa nokkur stefnu- markandi áhrif á umhverfið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.