Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL1995 B 9 VIÐSKIPTI Lánshæfimat skuldabréfa og fjárfestingar fagfjárfesta Sjónarhorn Getur skortur á lánshæfí- mati valdið því að athygli markaðarins beinist meira að ávöxtun en tryggingum að baki viðkomandi bréfa? Davíð Bjömsson telur að gera verði meiri kröfur um upplýsingar um einstaka útgefendur skuldabréfa Davíð Björnsson 0 FRÉTTABRÉFI Landsbréfa hf. hefur undanfarin tvö misseri verið fjallað um breytingar á íslenskum skuldabréfamarkaði, sem á þessu tímabili hafa einkennst af fjölgun aðila, sem nota skuldabréfamark- aðinn til fjármögnunar. Það hefur orðið mun algengara að skulda- bréfaflokkar fyrirtækja og sveitar- félaga séu settir á markað án þess að þeim fylgi aðrar tryggingar en þær sem felast í fjárhagsstöðu og fjárhagslegum styrkleika viðkom- andi útgefanda. Með þessu hefur íslenski markaðurinn færst nær erlendum verðbréfamörkuðum, þar sem reglan er sú að ekki séu settar sérstakar tryggingar fyrir skuldabréfum, sem sett eru á markað, en að sjálfsögðu gerð krafa um það á móti að fyllstu upplýsingar fylgi um fjárhags- stöðu útgefanda. í flestum tilvik- um eru viðkomandi útgefendur einnig lánshæfiflokkaðir, en það auðveldar fjárfestum mat á því hversu fysileg viðkomandi bréf eru miðað við þá fjárfestingarstefnu sem þeir kjósa að fylgja. Auknar kröfur um staðlaðar upplýsingar um útgefendur skuldabréfa Sú breýting á íslenska skulda- bréfamarkaðinum, sem hér hefur verið lýst, veldur því að gera verð- ur meiri kröfur um upplýsingar um einstaka útgefendur, sem setja skuldabréf á markað, jafnframt því sem biýnt er orðið að starfsemi markaðarins sé aðlöguð því sem tíðkast erlendis. Þar má helst nefna staðlað lánshæfímat að er- lendri fyrirmynd, sem Landsbréf hf. hafa hvatt til að tekið verði upp, en það myndi auðvelda mjög kaupendum og seljendum á verð- bréfamarkaði að mynda sér eigin skoðanir um það hvert eðlilegt samspil öryggis (lánshæfiflokkun- ar) og ávöxtunar skuldabréfa þurfí að vera, en á því virðist nú nokkur misbrestur. Lánshæfileikaflokkun þarf að ná til allra tegunda útgefenda Sé vikið að fyrra atriðinu, láns- hæfiflokkun, er æskilegt að allir útgefendur skuldabréfa, sem seld eru án sérstakra trygginga, verði metnir með tilliti til lánshæfis, bæði hvað varðar útgáfu skulda- bréfa til lengri og skemmri tíma, en þetta mat þarf alls ekki að vera hið sama fyrir báða flokka. Þeir aðilar sem hér er um að ræða á íslenska markaðinum eru eftir- taldir: Útgefandi Ríkissjóður Bankar og sparisjóðir Aðrar fjármálastofnanir Fyrirtæki/ sveitarfélög Langtimamarkaður Spariskírteini Bankabréf Húsbréf, skuldabréf Skuldabréf Skammtimamarkaður Ríkisbréf og ríkisvíxlar Bankavíxlar Víxlar Víxlar Aðrir aðilar sem tengjast verð- bréfamarkaðinum hafa undanfarið tekið undir sjónarmið Landsbréfa hf. um nauðsyn lánshæfiflokkun- ar. Þannig hefur nokkuð verið um það ritað undanfarið að nauðsyn beri til að lánshæfiflokka sveitar- félög og tvær tilraunir gerðar til þess, en eins og ofangreind upp- talning ber með sér er slíkt eitt og sér ekki nægjanlegt til að bæta skipulag á skuldabréfamarkaði. Mun fleiri aðilar þurfa þannig að falla undir lánshæfiflokkun og í raun allir útgefendur sem setja skuldabréf á markað án þess að þeim fylgi sérstakar utanaðkom- andi tryggingar. Samanburður við erlend skuldabréf verður erfiðari Eitt af því sem gerir það að verkum að telja verður eðlilegt að lánshæfiflokkun allra markaðs- skuldabréfa verði hafin hér á landi er að hún auðveldar augljóslega samanburð við erlend skuldabréf, sem boðin eru til sölu hér á landi. Kaup á slíkum skuldabréfum eru nú án allra takmarkana og íslensk- ir fjárfestar hljóta að óska þess að geta borið innlend og erlend skuldabréf saman með þessum hætti, en sem stendur er einungis hægt að bera þau saman með tiÞ^ liti til ávöxtunar. Nú nýlega voru seld hér á landi skuldabréf úr út- boði NIB, Norræna fjárfestingar- bankans, en skuldabréfin eru í ís- lenskum krónum, verðtryggð, og nú er um l'A ár fram að því að þau greiðist upp. Norræni fjárfest- ingarbankinn hefur lánshæfimatið AAA hjá erlendum lánshæfiflokk- unarfyrirtækjum. íslenska ríkið hefur til samanburðar lánshæfi- matið A á langtímaskuldabréfum og aðrir innlendir útgefendur hefðu væntanlega lægra lánshæfi- mat, frá A- og niður. Flestir ís- lenskir fjárfestar áttuðu sig á fjár- festingargildi viðkomandi bréfa, sem þrátt fyrir lánshæfimat NIB voru seld með mun hærri ávöxtun en spariskírteini og önnur svipuð bréf, eða á 5,60-5,70% ávöxtun. Einstaka fjárfestar töldu þó ekki veijandi að kaupa viðkomandi bréf meðan ávöxtun þeirra væri ekki hin sama og ávöxtun tiltölulega smárra innlánsstofnana, sem á þeim tíma voru að selja banka- eða sparisjóðabréf á íslenska markaðinum. í því sambandi má geta þess að eigið fé NIB nam 66,5 milljörðum króna um síðustu áramót meðan samanlagt eigið fé íslenskra innlánsstofnana nam á sama tíma 71,5 milljörðum króna. Að auki eru Norðurlöndin sameiginlega í ábyrgð gagnvart NIB. Ef þeir aðilar, sem á þessum tíma voru að selja bréf á innlenda markaðinum, hefðu verið lánshæ- fiflokkaðir er hins vegar trúlegt að niðurstaða viðkomandi aðila hefði orðið önnur, þ.e. athygli hefði verið beint að samskipi öryggis og ávöxtunar en ekki einungis að öðrum þættinum, þ.e. ávöxtun. Hefur samkeppni á markaði minnkað eðlilegt vaxtabil skuldabréfa? Annað atriði sem nefna má í tengslum við lánshæfimat inn- lendra skuldabréfa er nauðsyn þess að reglulegum kaupendum á skuldabréfamarkaði sé gerð betur grein fyrir því hver sé eðlileg ávöxtunarkrafa tiltekinna skulda- bréfaflokka, en slíkt verður ekki með góðum hætti gert nákvæm- lega öðruvísi en lánshæfiflokkun sé til staðar. Ástæða er til að ætla að mikil samkeppni verð- bréfafyrirtækja á markaði hafí skekkt nokkuð eðlilegt vaxtabil á markaðinum og að ásókn sumra fjárfesta í hærri vexti geti á stund- um verið á kostnað eðlilegra ör- yggis- og áhættudreifingarsjón- armiða. Nefna má að skuldabréf ýmissa smærri fyrirtækja og sveit- arfélaga hafa verið seld með ávöxtun, sem er lítið umfram ávöxtun skuldabréfa stærstu fyrir- tækja og sveitarfélaga. Jafnframt hefur munur á ávöxtun húsbréfa og t.a.m. skuldabréfa stærstu sveitarfélaga minnkað verulega undanfarið og má ætla að þar ráði miklu samkeppni verðbréfa- fyrirtækja um að annast slík út- boð. Er mæling á árangri stofnana- fjárfesta í réttum farvegi? Ef fjárfestar eru einungis metn- ir á grundvelli þeirrar ávöxtunar, sem þeir ná, en lánshæfíflokkun eigna þeirra ekki höfð til viðmið- unar, gætu þeir notið samanburð- arins, sem keypt hefðu hlutfalls- lega meira af slakari bréfum með hærri ávöxtun. Varfæmari fjár- festar gætu hins vegar goldið sam- anburðarins. Samanburður er nú þegar verulegur, t.a.m. milli þeirra lífeyrissjóða, sem reknir eru af verðbréfafyrirtækjum, og verður væntanlega í vaxandi mæli einnig milli annarra lífeyrissjóða innbyrð- is, en árleg arðsemi þeirra allra er nú reiknuð og gefin upp. Auljós- asta lausnin á þessu máli er sú, að auk árlegrar raunarðsemi gefi viðkomandi fjárfestar upp meðal- skiptingu eignanna á viðkomandi tímabili, þ.e. hversu hátt hlutfall bréfa var að meðaltali í AAA- flokki, AA-flokki, A-flokki o.s.frv., en alls geta flokkarnir verið a.m.k. 10 talsins. Aðhald að útgefendum skuldabréfa. Útgefendur skuldabréfa fá með lánshæfiflokkun aðhald, þar sem lánshæfiflokkun stjómar því á hvaða kjömm ný skuldabréf selj- ast á markaði. Útgefendur skulda- bréfa leitast sífellt við að halda sínum flokki eða hækka í lánshæ- fimati og talið er verulegt áfall fyrir útgefendur að lækkka í láns- hæfimati. Það að lánshæfimat sé til staðar beinir sjónum útgefenda því að þeim þáttum, sem þeir þurfa að varast eigi þeir ekki að falla í mati, s.s. að halda skuldsetningu innan ákveðinna marka, halda ákveðinni veltuíjárstöðu o.fl. Að útgefendur fari sér hægar í þess- um efnum eykur að sjálfsögðu öryggi fjárfesta, sem keypt hafa skuldabréf viðkomandi útgef- anda. Niðurlag Hér að ofan hefur verið getið nokkurra atriða, sem horfa til betri vegar á íslenskum verðbréfamark- aði, þar sem lánshæfiflokkun kem- ur við sögu. Lánshæfiflokkunin gagnast íjárfestum, sem rammi utan um samspil áhættu og arð- semi, og kemur í veg fyrir að ein- blínt sé á arðsemi án tillits til sam- setningar verðbréfaeignar. Árang- ursmæling íjárfesta verður mun markvissari fyrir vikið, jafnframt því sem aðhald að útgefendum skuldabréfa eykst, en hvort tveggja yrði framför á verðbréfa- markaðinum hér á landi. Því er eðlilegt að helstu hagsmunaaðilar. á markaðinum bindist samtökum um að ýta lánshæfíflokkun úr vör. Höfundur er dcildarstjóri fyrir- tækja- og stofnanasviðs Lands- bréfa hf. Sjábu hlutina í víbara samhcngi! - kjarni raálsins! SUMARTÍMI: 2. maí til 15. sept. kl. 800 - 1600 Lýsing hf. FLJÓTLEGRI FJÁRMÖGNUN SUÐURLANDSBRAUT 22, 108 REYKJAVÍK SIMI 568 9050, FAX 581 2929 IBM RS/6000 Unix tölvurnar keyra vinsælustu vidskiptaforritin og gagnagrunnana. ® Xl RISC System / 6000 DÆMI: Concorde - Fjölnir - Informix - Ingres - Oracle Þú færd nánari upplýsingar hjá sölumönnum í síma 588 8070 eða með fyrirspurn á Internetinu í netfang unix@nyherji.is <G> NÝHERJI SKIPHOLTI 37 - SÍMI: 588 8070 NETFANG: unix@ibm.is Alltaf skrefi á undan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.