Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 B 11 VIÐSKIPTI Fjarkennslíi Tölvur Með bættum tölvusamskiptum hefur opnast fyrir ýmsa möguleika á fjarkennslu með hjálp tölva, segir Marinó G. Njálsson, í grein sinni um þetta gróskumikla svið. TILKOMA íslenska mennta- netsins, fyrir nokkrum árum, hefur breytt möguleikum í notkun tölvusamskipta í skólastarfi hér á landi. Er svo komið að óvíða í heiminum er gróska jafnmikil. Til merkis um þetta þá þótti öðrum Norðurlandaþjóðum sjálfsagt að líta til íslands, þegar Norræna skólanetið var sett upp fyrir einu ári. Undanfarin ár hafa nokkrir skólar reynt fyrir sér með fjarkennslu. Flest- ir eru á algjöru tilraunastigi, en aðrir hafa gengið lengra og bjóða upp á þokkalega viðamikið nám með hjálp tölvusamskipta. Islenska menntanetið hefur meðal annars boðið upp á nám- skeið fyrir kennara í framhaldsskólum sem ber heitið „Fjarkennsla með tölv- usamskiptum". Til að ýta undir þátt- töku og sýna stuðning í verki, þá greiðir menntamálaráðuneytið kostn- aðinn af námskeiðinu. Tveir skólar eru komnir öðrum lengra í þróun fjarkennslu. Þetta eru Kennaraháskóli íslands og Verk- menntaskólinn á Akureyri. Vegna starfs míns við Iðnskólann í Reykja- vík hef ég verið að skoða hvað þess- ir skólar eru að gera og langar mig til að reifa það stuttlega hérna. Kennaraháskólinn Kennararháskóli íslands (KHÍ) er miðstöð kennaramenntunar á íslandi og útskrifar um 100 kennara á ári. Farskóli KHÍ er samheiti yfir fjar- kennslu á vegum skólans. Fjar- kennsla hefur verið í geijun á öllum stigum kennaranámsins; í grunnn- ámi, endurmenntun og viðbótar- og framhaldsmenntun. Undanfarinn áratug hefur fjar- kennsla aukist hjá KHI. Til að byija með fólst kennslan í bréfaskóla ásamt hefðbundnum námskeiðum. Útibú frá KHÍ hafa síðan tekið við hluta af kennslunni. Nýr hópur hóf nám í ársbyijun 1993 og mun hann brautskrást haust- ið 1996. í þetta sinn var bætt við nýjum þætti í fjamámið. Til viðbótar stuttum námskeiðum, bréfaskóla og símtölum eru nýttir möguleikar upp- lýsingatækninnar, þ.e. samskipti um tölvunet. Settar hafa verið upp ráð- stefnur á íslenska menntanetinu fyrir einstaka námsþætti. Vissulega verður aldrei hægt að stunda kennaranám eingöngu í ijarnámi. Til þess byggir kennsla of mikið á mannlegum samskiptum. Kennarar án réttinda eru víða um land (sérstaklega á landsbyggðinni) og vilja margir hveijir tryggja betur starfsöryggi sitt. Að gefa þeim kost • á að taka svo og svo stóran hluta námsins heima í stofu hjá sér getur ekki gert neitt annað en að bæta kennsluna. í framhaldinu flytja þeir þekkingu sína á tölvusamskiptum til nemenda sinna og opna þeim um leið dyr inn í nýjar víddir við upplýs- ingaöflun og til samskipta. Verkmenntaskólinn á Akureyri Það er ekki á neinn framhalds- skóla hallað, þó sagt sé að Verk- menntaskólinn á Akureyri (VMA) sé kominn lengst á braut fjar- kennslu á framhaldsskólastigi. Hún hófst með lítilli tiiraun á vorönn 1994. Byijað var á fáum áföngum. Reynslan varð það góð, að á haust- önn var boðið uppá 11 áfanga. Það athyglisverða við áfangavalið var að ekki var boðið upp á einn einasta tölvuáfanga. Reynsla VMA er, líkt og víðast þar sem fjarkennsla hefur verið reynd á þennan máta, að árangur nemenda er betri en þeirra sem sitja í kennslustofum. Haukur Ágústsson, kennslustjóri hjá VMA, telur það meðal annars að þakka viðmiðum sem skólinn setti í upphafi. Þau voru: 1. Nemendur teljast nemendur skól- ans, sbr. öldungadeildamemendur. 2. Kennslan miðast við áfanga kennda í skólanum. Fullri yfirferð er náð á hverri önn. Föst skilaskylda á verkefnum. Nemandi strikast út af nemendaskrá, ef skilað var einni viku of seint. 4. Aðeins eru lögð fyr- ir verkefni sem hægt er að senda um tölvunet. 5. Nemendur þurfa ekki að taka fyrir hendur ferðir vegna námsins. Próf eru tekin í skóla í nágrenni nemandans. Eins og áður sagði varð sl. haust stökkbreyting á umfangi fjarkennsl- unnar á Akureyri. Það sem áður var sjálfboðavinna tveggja kennara, er orðið að skipulögðu námi í samræmi við námsskrá. Boðið var upp á ellefu áfanga. Þetta voru byijunaráfangar í bókfærslu, dönsku, ensku, sögu, stærðfræði, sálfræði, íslensku og þýsku. Auk þess eru kenndir þrír framhaldsáfangar í ensku. Aukin tækifæri Pjarkennslan hjá VMA er ennþá á vaxtarskeiði. Hún er komin til að vera og mun vafalaust verða_ fyrir- mynd annarra framhaldsskóla á landinu. Fyrir nemendur mun þetta þýða mikla breytingu. Nemendur sem áður þurftu að flytjast búferlum til að stunda nám, geta að miklu leyti stundað nám sitt heiman frá sér. Þó svo að verklegt nám verði enn að sækja í skólann, þá mun fjar- kennslan stytta til muna þann tíma, sem nemandinn þarf að vera fjarri sinni heimabyggð. Jafnframt mun nemandinn átta sig á þeim kostum sem fjarþjónusta hefur upp á að bjóða og mun það eitt auka atvinnu- möguleika hans umtalsvert. Aukin bandvídd, lægra gjald Fyrr í vetur ijallaði ég um ráð- stefnu um fjarþjónustu. Minntist ég þar á bandvídd þeirrar gagnalínu sem ber tölvusamskipti til og frá landinu. Hún var á þeim tíma 64 kílóbitar, sem ég taldi allt of litla. Jafnframt upplýsti ég að til stæði að auka þessa bandvídd í 256 kílóbita. Þessu hefur núna verið hrint í framkvæmd. Er rétt að þakka Pósti og síma fyrir það. Samhliða þessari breytingu mun gjaldskrá Pósts og síma fyrir gagna- flutning hafa lækkað eitthvað. Fyrir þetta ber einnig að þakka. Það er með þessa breytingu, eins og ýmsar aðrar, að betur má ef duga skal. Það kom fram í máli Friðriks Skúlasonar á ráðstefnunni, að hann þyrfti að fela það fyrir viðskiptavin- um sínum, að hann hafi aðsetur á íslandi. Væri það fyrst og fremst vegna þeirrar litlu bandvíddar á þeirri línu sem tengir okkur við um- heiminn. Friðrik taldi á þeim tíma að eðlileg bandvídd væri 2 megabit- ar, sem væri það sama og Færeying- ar notuðu. Á næstunni mun Póstur og sími opna fyrir svokallaða ISDN tengingu til landsins. Með henni má búast við að aftur verði aukning á bandvídd- inni. Vona ég innilega að svo verði. Höfundur er tölvunarfræðingur. Dagbók Aðalfund- ur Útflutn- ingsráðs ÚTFL UTNINGSRÁÐ íslands boðar til aðaifundar þriðjudaginn 2. maí nk. í A-sal Hótel Sögu kl. 14.00 Á fundinum mun utan- ríkisráðherra, Halldór Ás- grímsson, flytja ávarp, Páll Sigurjónsson, stjórnarformaður Útflutningsráðs, flytur skýrslu stjórnar og Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri ráðsins, gerir grein fyrir ársreikningum. Á fundinum verður tilkynnt um skipan nýrrar stjórnar í sam- ræmi við lög um Útflutningsráð íslands. Síðari hluti fundarins er helgaður erlendri fjárfestingu og samkeppnisstöðu Islands á komandi árum. Munu þeir Hall- dór Kristjánsson, skrifstofu- stjóri í iðnaðarráðuneytinu, og Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfamark- aðar íslandsbanka. Þá mun Daniel G. McBrennan, fram- kvæmdastjori Nova Scotia Mar- keting Ágency, greina frá hvemig Kanadamenn hafa með samhæfðu átaki unnið að því að skapa atvinnutækifæri og hag- vöxt í ríkjunum við austurströnd Kanada. Aðalfundur FVH WAÐALFUNDUR Félags við- skiptafræðinga og hagfræð- inga verður haldinn fimmtudag- inn 4. maí nk. í Þingholti, Hót- el Holti kl. 16.00. Fundur um tækniyfir- færslu WKYNNINGARMIÐSTÖÐ Evrópurannsókna, KER, og Samtök iðnaðarins efna til fundar 3. maí nk. á Grand Hót- el Reykjavík, um evrópsk sam- starfsverkefni sem íslenskum fyrirtækjum stendur til boða að taka þátt í. Verkefnin eru á sviði tækniyfirfærslu og nýtast jafnt þeim sem hafa áhuga á að taka í notkun nýja tækni frá öðrum Evrópulöndum svo og þeim sem vilja koma á framfæri tækni sem þróuð hefur verið hér. Evrópusambandið hefur aug- lýst styrki til þessara verkefna til handa þeim þjóðum sem eiga aðild að EES-samningnum. Gestur fundarins verður Guido Hasen, sérfræðingur í fram- kvæmdastjórn ESB í málefnum sem varða tækniyfirfærslu og miðlun niðurstaðna úr rannsókn- um og þróunarverkefnum. Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar- ins ávarpar fundinn og stjórnar umræðum, dr. Vilhjálmur Lúð- víksson framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs íslands fjallar um hvernig íslensk fyrirtæki geta tekið þátt í verkefnunum. Auk þess verður lýst tveimur verkefnum sem unnin hafa verið hér á landi á þessu sviði. Það eru þeir dr. Ragnar Jóhanns- soná Iðntæknistofnun og Her- mann Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Vaka hf. sem lýsa verkefnunum. Fundurinn hefst klukkan 13.00 og lýkur kl. 15.15. Fundurinn er öllum opinn sem ' hafa skráð sig í síma 621320. Iðnþing 1995 WIÐNÞING, ársþing Samtaka iðnaðarins, verður haldið á morgun í Húsi iðnaðarins, Hall- veigarstíg 1. Aðalmál þessa Iðn- þings er stefnumótun Samtaka iðnaðarins. Erlendur gestur Iðn- þingsins, dr. Kaari Jaakko Juhani Jalas, kemur frá Finn- landi. Hann hefur lengst af starfað fyrir samtök iðnaðar í Finnlandi. Ári 1986 var Jalas ráðinn sem aðalfulltrúi í sendi- nefnd finnsks iðnaðar og at- vinnurekenda í Brussel og hefur gegnt því starfi síðan. Hann er fastafulltrúi Finna hjá Samtök- um atvinnu- og iðnrekenda í Evrópu (UNICE). Jalas mun halda erindi um fyrstu skref Finna innan ESB. Á Iðnþingi verður birt niðurstaða úr könn- un Samtaka iðnaðarins á af- stöðu félagsmanna til hugsan- legrar inngöngu í Evrópusam- bandið. Kynningar fundurBrian Tracy Intern- ational WCANDEN Industries og Brian Tracy International á Islandi bjóða til kynningar- fundar á þeim námskeiðum sem stofnarinar bjóða uppá í sam- einingu. Fundurinn verður haldinn á Hótel Loftleiðum miðvikudagin 3. maí kl. 16.00- 18.00 í þingsölum. Hér er um að ræða efni á myndböndum sem fylgt er eftir með leiðbein- ingum þjálfara ,eins og Phoen- ix-námskeiðið, Leiðin til Árangurs. Ib Möller sam- starfsaðili Brian Tracy stofn- unarinnar og eigandi Canden Industries mun gefa fyrirtækj- um og stofnunum ítarlegar upplýsingar og fræðslu varð- andi námskeiðin og ráðgjöf sem fellst í eftirfylgni þeirra. (») Ráðstefnuskrifstofa Islands SÍMII626070 - FAX 626073 og ráðstefnur HÓTF.I, þg.LANP sími 687111 ilboðsverð á TulSp tölvum AÐEINS KRÓNUR: 3JJX ARA ABYFtGÐ Tulip Vision Line 486 DX2/66 4"B™T, NYHERJI 270 MB diskur SKAFTAHLlÐ 24 S|MI 569 Alltaf skrefi ú undan <Q> I IÝHERJI ‘1 =TAHLÍÐ 24 - SlMI 569 7700 9| lltaf skrefi ú undun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.