Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Af landsins gæðum Um íslenskan landbúnað hafa ýmsir fjallað og ekki alltaf af sanngirni. Sjónvarpið hefur á þriðju- dag sýningar á þáttaröð um íslenskan landbúnað, þar sem leitast er við að gefa innsýn inn í störf bænda, starfsskilyrði og framtíðarhorfur í ein- stokum búgreinum. Arni Matthíasson tók handritshöfundinn Vil- borgu Einarsdóttur tali af þessu tilefni og komst að því að skoðanir hennar á íslenskum landbúnaði hafa mikið breyst við þáttagerðina. ÞÁTTARÖÐIN sem hefst á þriðju- dagskvöld heitir Af landsins gæð- um og eru þættirnir alls tíu, tutt- ugu mínútur hver. Handritshöf- undurinn Vilborg Einarsdóttir segir að eðli- lega sé ekki hægt að gera íslenskum land- búnaði tæmandi skil í þáttaröð sem þess- ari, til þess sé umfangið of mikið. Sú leið hafi verið valin að taka eina búgrein fyrir í hverjum þætti, þótt búgreinar á íslandi séu vissulega fleiri en tíu: hrossarækt, ðleikjueldi, landgræðslu, sauðfjárrækt, ferðaþjónustu, loðdýrarækt, svínarækt, nautgriparækt, garðyrkjubúskap og ali- fuglarækt. Vilborg segir að af nógu sé að taka og þættirnir hefðu eins getað orðið fleiri, en leitast hafi verið við að taka þær greinar landbúnaðarins fyrir sem lunginn af 6.000 íslenskum bændum starfar við. Áherslan er á ' búgreininni sjálfri og umhverfi hennar. Ymist er einn bóndi eða tveir leiðsögumenn í gegnum þáttinn og þá bændur sem standa framarlega í sinni búgrein og gjörþekkja hana; iðulega bænd- ur sem hafa farið mjög raunhæfar og heppi- legar leiðir til að mæta samdrætti og bregð- ast við nýjungum. Búgreinarnar standa misjafnlega vel eins og allir vita, sumar allvel, en aðrar mjög illa og Vilborg segir það eðlilega endurspeglast í þáttunum. Til að mynda dyljist engum að bleikjueldi eigi mikla framtíð fyrir sér, þá ekki síður ferða- þjónustan og hrossarækt standi vel, en á móti séu búgreinar sem eru að laga sig að gerbreyttu starfsumhverfí, eins og sauðfjárrækt sem miklir erfiðleikar eru í nú. En hún segir einnig margt benda til þess að á sama tíma geti sauðfjárræktin kannski átt mestu framtíðarmöguleikana. Vilborg segir að þáttaröðin sé ekki hall- elúja- eða hörmungasamantekt, frekar hugsuð til að gefa sem skýrasta innsýn inn í viðkomandi búgrein, með þeim skýringum sem þarf. „Aðalmálið er að sýna'hvernig búgreinin stendur í dag. Við hittum fyrir bændur sem vinna af mjög miklum krafti og framsýni og hafa gert góða hluti hver í sinni búgrein, kynnum okkur starfsum- hverfi þeirra og aðstæður, til að mynda landnýtingu og aðföng, og horfum til næstu íramtíðar." Breytt viðhorf Vilborg segir að viðhorf sitt til íslensks landbúnaðar hafí tekið nokkrum breyting- um við vinnslu þáttanna. „Ég er borgar- barn og þó ég eigi rætur í sveit eins og flestallir Islendingar þá eru þær ansi fjar- lægar og landbúnaður mér að vissu leyti framandi. Á mínum áratug í blaðamennsku fjallaði ég um flest annað en landbúnað og var aldrei í þeirri aðstöðu að þurfa að setja mig inn í landbúnaðarmál; málaflokk sem ég hef stundum sagt eftirá að mér þyki mjög margir hafa mjög miklar skoðan- ir á, sem grundvallist á mjög litlum skiln- ingi. En þar held ég að tengslaleysið á milli þéttbýlisbúans og sveitafólks spili stórt hlutverk, merkilega stórt miðað við hversu lítið okkar samfélag er." Imynd bóndans átt undir högg að sækja Vilborg segir að gerð þáttanna hafi ver- ið afskaplega skemmtileg og lærdómsríkt að kynnast því fólki sem starfar við íslensk- an landbúnað. „ímynd bóndans hefur átt undir högg að sækja og það segir sína sögu að spnur minn sex ára var mjög hissa er hann kom með mér í tökur eitt sinn og sagði, „þetta er ekki bóndi, hann er ekkert gamall". Það vill nefnilega gleymast að bændastéttinni tilheyrir fólk á öllum aldri, konur og menn." Byrjað var að huga að þessari þáttagerð fyrir nokkuð löngu, en verkefnið fór ekki af stað fyrr en fyrir um það bil ári og þá í samvinnu við Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins. Síðastliðið haust hófust kvik- myndatökur undir stjórn Sveins M. Sveins- sonar, en kvikmyndafyrirtæki hans, Plús film, sem í gegnum tíðina hefur unnið tals- vert af sjónvarpsefni tengt sveitumn lands- ins, er framleiðandi þáttaraðarinnar. Býsna margt sem kannski kemur á óvart En hvernig lítur svo handritshöfundurinn á landbúnaðinn að verki loknu? „Mín afstaða er að minnsta kosti sú að eftir þetta er ég miklu glaðari að greiða fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og með- vitaðn um þau foréttindi sem við höfum hér. ísland er afskaplega hrein og heilbrigð matarkista og það að íslenskur búfénaður drekkur sama vatnið og við mannfólkið segir allt sem þarf. Og þótt að fleiri lönd geti framleitt hreinar, eða vistvænar land- búnaðarafurðir, þá er sá stóri munur á að erlendis þurfa menn að kosta miklu til við slíka framleiðslu, en hér höfum við einfald- lega gert þetta svona alla tíð. Þegar maður leggst í gögn frá aðilum eins og Land- búnaðareftirlitsnefndUm EB, matvælaeftir- liti á Norðurlöndunum og öðrum sem mark er á takandi þá er ekkert skrýtið þótt maður ákveði með sjálfum sér að leggja sér aldrei til munns svínakjöt frá Belgíu eða nautakjöt frá Frakklandi, svo dæmi séu tekin. Og þetta snýst ekki bara um þá gífurlegu fúkkalyfja- og hormónanotkun sem víða er í evrópskri búfjárrækt, heldur ekki síður um ferlið áður en að sláturhúsi kemur. Grimmd og virðingarleysi í með- höndlun dýra á okkar mælikvarða að minnsta kosti fylgir verksmiðjubúskapnum víða og ég held að sá þáttur eigi eftir að vega miklu þyngra í umræðunni um land- búnaðarafurðir, innfluttar og innlendar, í næstu framtíð. En þarna er ég nú kannski komin nokkuð út fyrir efni þáttanna, því þar erum við ekki í einhverjum saman- burðaræfingum við erlendan landbúnað, við erum fyrst og fremst að skoða það sem íslenskir bændur eru að gera íslenskum landbúnaði til framdráttar og það er býsna margt sem kannski kemur á óvart."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.