Morgunblaðið - 27.04.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.04.1995, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KNATTSPYRNA Por0iunfefai»ií> 1995 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL BLAD Reuter Jón Kr. áfram með Keflavík JÓN Kr. Gíslason hefur verið endurráðinn sem þjálfari úrvalsdeildariiðs Keflvíkinga í körfuknatt- leik fyrir næsta keppnistímabil og verður það sjötta árið sem Jón Kr. þjálfar liðið. Þá hefur einn- ig verið gengið frá því að Sigurður Ingimundar- son leiki með Kefavikurliðinu áfram, en hann hafði fengið tilboð um að þjálfa og leika með öðru félagi. Danir urðu af 1,7 millj. kr. Danir ætluðu sér stóra hluti á Bikubenmótinu í handknattleik sem lýkur í Danmörku í kvöld. Þeir skipulögðu mótið með það í huga að leikur heimamanna og Svíþjóðar í kvöld otpjnhnr yrði úrslitaleikur en tapið gegn ís- Guðbjartsson landi 1 fyrrakvöld gerði þær vonir skrifar að engu. Dönsku blöðin segja að frá Danmörku kvöldið hafi verið dýrkeypt því ekki aðeins hafi Danir legið fyrir íslend- ingum heldur hafi Ðanska handknattleikssam- bandið orðið af 1,7 miHj. kr. sem það hefði fengið í auglýsingatekjur ef leikurinn hefði verið sýndur í sjónvarpi eins og til stóð. Óánægja með danska liðið kemur fram í dönsku blöðunum. Þess er jafnframt getið að liðið hafi skapað sér tækifæri, en menn hafi ekki nýtt þau og gert Bergsvein Bergsveinsson að heimsins besta markverði eins og segir í Ekstra Bladet. B.T. seg- ir reyndar að Bergsveinn hafi ávallt reynst Dönum erfiður en Claus Jacob Jensen hafi farið með leik- inn. Svíar eru sigurvissir fyrir viðureign kvöldsins og sagði Bengt Johansson, þjálfari, við Morgun- blaðið í gær að ekki kæmi annað til greina en 1. sæti í mótinu. Hann þekkir reyndar ekki annað, Sviar hafa sigrað í 18 mótum í röð síðan 1988. Islenska liðið mætir Pólveijum í kvöld. Það æfði tvisvar í gær og ætlar sér sigur. 15 ára skor- aði í landsleik MOHAMMED Kallon varð á laugardaginn yngsti knattspyrnumaðurinn tH að skora í A-landsleik í knattspyrnu. Hann var aðeins 15 ára, sex mánaða og 16 daga gamall er hami gerði fyrra mark Si- erra Leone gegn Kongó í 2:0 sigri á laugardag- inn. Samkvæmt heimildum enska tölfræðingsins, Ray Spiller, er hann yngstur til að skora og getur fullyrt að enginn yngri leikmaður hafi nokkru sinni leikið eða skorað í landsleik svo ungur. Kellon á tvo eldri bræður sem einnig eru i landsl- iði Sierra Leone og faðir hans lék með 1. deildarl- iði þar í landi. Svíar töpuðu í Búdapest ZOLTAN Vigh, markvörður Ungverja, hélt hreinu í Búda- pest í gær í 1:0 sigri gegn Svíum undankeppni Evrópumótsins þrátt fyrir stífa pressu gestanna í lokin. Á myndinni handsamar Vigh knöttinn áður en Hákan Mild, miðvallarleikmaður Svía, nær til hans. Tyrkland vann Sviss 1:2 í Bern og deilaþessar þjóðir nú efsta sætinu í 3. riðjli, með 10 stig hvor þjóð eftir fimm leiki. Svíar eru 6 stig eftir jafn marka leiki, Ungverjar hafa 5 stig eftir fjóra leiki og íslend- ingar reka lestina með ekkert stig eftir þrjá leiki. ■ Tyrkir / D4 SKIÐI Kristinn Björnsson númer44 á heimslistanum í risasvigi „Ég er í skýjunum“ Kristinn Bjömsson skíða- kappi frá Olafsfirði er í 44. sæti í risasvigi á heimslistanum sem kemur út á vegum Alþjóða skíðasambandsins (FIS) á mánudaginn. Þessi árangur Kristins þýðir að hann hefur öðiast keppnisrétt á heimsbikar- mótunum næsta vetur og fær allt frítt fyrir sig og þjálfara, þ.e.a.s. keppnisgjöld og uppihald á keppnisstað. Sem dæmi um framfarir Kristins var hann númer 514 á heimslistanum í risasvigi sl. haust, með 60,58 punkta en er nú með 11,88 punkta. Samkvæmt nýja listan- um er hann númer 127 í svigi, með 18,22 punkta, og númer 155 í stórsvigi með 16,72 punkta. „Ég er alveg í skýjunum. Ég gerði mér vonir um að vera inn- an við sextíu á listanum svo ég get ekki annað en verið ánægð- ur,“ sagði Kristinn við Morgun- blaðið. „Þessi árangur ætti að opna ýmsar dyr.“ Hann fer til Noregs á mánudag til að prófa skíði og skó í boði Rossignol, en þar verða einnig landsliðs- menn Norðmanna og Finna sem eru á Rossignol. Ásta í 68. sæti í svigi Ásta S. Halldórsdóttir frá ísafirði hefur einnig bætt sig verulega í vetur og þá sérstak- lega í svigi þar sem hún er núm- er 68 á heimslistanum, með 16,37 punkta. Fyrir keppnis- tímabilið var hún í 115. sæti á listanum með 35,52 punkta og hún er með 27,17 punkta í stórs- vigi og er í 133. sæti listans. NBA: HVAÐ GERA JORDAN OG FÉLAGAR í ÚRSLITAKEPPNINNI? / D3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.