Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ + AÐSENPAR GREIIMAR Að leita langt yf ir skammt HVERJAR eru ástæð- ur þess að úrslita- keppnin í körfuknatt- leik virðist ekki hafa tekist eins vel og á síðasta ári á sama tíma og úrslitakeppni í handknattleik var óvenju spennandi og skemmtileg og naut óskiptrar athygli fjöl- miðla og íþróttaá- hugamanna? Eða var ekki svo? Hér má byrja á því að varpa fram fáeinum spurningum til viðbót- ar: •Er hugsanlegt að framfarir í körfuknattleik séu ekki eíns miklar og af er látið? Hvað með samanburð við aðrar þjóðir? •Er umgjörð leikja eins og best verður á kosið? •Er líklegt að breyting á keppnis- fyrirkomulagi hafi ekki tekist sem skyldi? •Getur kostnaður við að sækja leiki haft áhrif á fjölda áhorfenda? Guðni Þ. Ölversson, körfuknatt- leiksáhugamaður og kennari, skrifaði prýðilega grein í Morgun- blaðið fyrir skömmu um ofan- greint efni í kjölfar umfjöllunar Skúla Unnars Sveinssonar, blaða- manns um sama efni nokkru áður. Hann bendir m.a. á það að það kosti fjögurra manna fjölskyldu 76 þúsund krónur að sækja alla heimaleiki liðsins á einni leiktíð (bikarkeppnin ekki meðtalin). í grein sinni eyðir Guðni nokkru púðri í umfjöllun fjölmiðla um körfuknattleik og telur þar að Stöð-2/Bylgjan (sem hann starfar stundum fyrir í lausamennsku) sé eini fjölmiðillinn sem hafí sinnt körfuboltanum með sóma. Þetta er einfaldlega rangt. Ég hygg að bæði DV og Morgunblaðið geti vel við sinn hlut unað að leikslokum. Leikir í efstu deildum karla og kvenna voru kynntir á leikdegi í hádegisfréttum Útvarps á ná- kvæmlega sama hátt og undanfar- in ár. Að auki voru lýsingar á Rás-2 frá helstu leikjum í úrslitum. Þegar kemur að þætti Sjón- varpsins í grein Guðna ber ákafínn skynsemina ofurliði. Honum verð- ur tíðrætt um sk. „mismunun" í útsendingum og umfjöllun um handknattleik og körfuknattleik og að RÚV „eigi að sýna þessum íþróttum svipaðan sóma." Einnig er talað um hið hlutlausa RÚV, sem sé eign okkar allra. Hér er hyggilegt að staldra við. RÚV og KKI hafa staðið þétt saman und- anfarin ár að uppbyggingu körfu- knattleiksins með samningi aðila, Ingólfur Hannesson sem rann út sl. vor. RÚV hafði hug á því að halda áfram því prýðilega samstarfi, en KKI valdi aðra leið með því að „skipta um félag" og ganga til liðs við Stöð-2/Bylgj- una og samdi um for- gangsrétt á beinum útsendingum í sjón- varpi. Við því er ekk- ert að segja ef að menn meta það svo að þeir séu að gera rétt og e.t.v. einnig meiri fjármunir í spil- inu. Hér var um að ræða hreint og klárt viðskiptasjónarmið hjá sambandi allra körfuknattleiksmanna. Hitt er síðan annað mál að margvísleg- ir smærri þættir skipta oft megin- máli, en forráðamenn KKÍ voru ekki tilbúnir til þess að taka tillit til dóms reynslunnar í þessu tilliti og þeirra var valið. Það er einnig Þegar útsendingarrétt- indi eru seld eins og hver önnur vara á mark- aði verðum við oft að horfast í augu við, segir Ingólfur Hannesson, að sú vara sem við sækj- umst eftir fæst ekki. ágætt að hafa það í huga að HSÍ söðlaði um sl. sumar og sóttist eftir samningi við RÚV, ekki síst í ljósi þessarar sömu reynslu. Spurningin er e.t.v. hver sé af- staða KKÍ nú þegar skoða þarf málin á ný? Að lokum þetta: körfuknattleik- ur er ákaflega heillandi íþrótta- grein og mikill áhugi á þeirri ágætu grein innan íþróttadeildar Ríkisútvarpsins. Þegar útsending- arréttindi eru seld eins og hver önnur vara á markaði verðum við oft.að-horfast í augu við að sú vara sem við sækjumst eftir fæst ekki, því miður. Það er trú mín að skynsamleg niðurstaða fáist fyrir næstu leiktíð og vonandi þurfa Guðni Þ. Ölversson og aðrir eldheitir körfuboltaáhugamenn ekki aftur að leita langt yfir skammt í skýringum á stöðu sinnar íþróttar í harðri samkeppni. Höfundur er íþróttasljóri RÚVog starfarnú sem verkefnisstjóri útsendinga frét HM. Firma- og félagahópakeppni KR 1995 Keppnin verður haldin helgina 6. og 7. maí næstkomandi í KR-heimilinu, stóra sal. Keppt verður í 5 liða riðlum, fjórir leikmenn í liði. Óheimilt er að nota leikmenn sem léku í fyrstu eða annarri deild 1994. Þátttökugjald er kr. 9.000 fyrir hvert lið. Skráning fer fram í síma 552 7181, alla virka daga, milli kl. 13.00 og 15.00, fram til 3. maí. Knattspyrnudeild KR IÞROT KORFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Þorkell Af ávöxtunum skulu þið þekkja þá LANDSLIÐSMENNIRNIR f körf uknattleik hittust í vlkunnl og fengu ráðleggingar um hollt matarræöi hjá Jónl Gislasyni, nærlngafrœðingl. Á boðstólum á meðan á fyrirlestrinum stóð voru elngöngu ávextir og líkaði leikmönnum það vel eins og sjá má af svip þelrra, f.v.: Marel Guðlaugsson, Guðmundur Braga- son, Falur Harðarson, Tómas Holton, Baldvln Johnson, Ingvar Ormsson, Teltur Örlygsson, Valur Ingi- mundarson, Jón Kr. Gíslason, Jðn Arnar Ingvarsson, Pétur Ingvarsson, Herbert Arnarson, Torfi Magnús- son, landsliðsþjálfarl og Óskar Pétursson. Eigum ágæta möguleika á að komast áfram í EM segirTorfi Magnússon, landsliðsþjálfari um möguleikana í undankeppninni LANDSLIÐIÐ í körfuknattleik æf ir nú af krafti fyrir for- keppni Evrópkeppninnar í körf uknattleik sem fram fer í Lugano íSviss 22. - 28. maí nk. Þar leikur liðið sex leiki á sjö dögum, gegn Asturríki, Kýpur, Portúgal, Rúmeníu, Skotlandi og Sviss. Að sögn Torfa Magnússonar, landsl- iðsþjálfara, er þetta mót eitt hið mikilvægasta sem körfu- knattleikslandsliðið hefur tek- ið þátt ítil þessa og allt kapp er lagt á að komast áf ram í hóp 30 liða sem leika ífimm riðlum um tíu laus sæti íúr- slitakeppni um Evrópumeist- aratitilinn. En hverja telur Torfi Magnússon að möguleika íslands vera á að komast áfram úr riðlinum í Sviss? „Það eru um fimmtíu prósent möguleikar að mínu mati. Hópurinn er mjög góður og leik- menn í góðri æfingu." Einn liður í undirbúningi lands- liðsins eru sex landsleikir hér heima í fyrrihluta maí. Dagana 6. - 8. maí dvelur hollenska landslið- ið hér á landi og leikur þrjá lands- leiki og í vikunni á eftir kemur danska landsliðið í heimsókn og leikur einnig þrjá landsleiki við ísland. Tveimur dögum eftir að keppn- Ivar Benediktsson skrifar inni í Sviss lýkur fer landsliðið á Smáþjóðaleikana í Luxemborg, en þeir hefjast 30. maí. Þar taka við fimm leikir á sex dögum. Það gefst því lítill tími til hvíldar á milli leikja og ljóst að álagið verður mikið á leikmönnum á þessum tæpu tveim- ur vikum sem um ræðir. Eirin af hornsteinum þess að ná langt í íþróttum og halda út í erfiðri keppni eins og er framundan hjá körfubolamönnum er að borða holla fæðu og þekkja það sem fer ofan í magann. Til þess að fræð- ast um það fengu forsvarsmenn landsliðsins Jón Gíslason, næring- arfræðing, til liðs við sig og hélt hann fund með landsliðsmönnum í vikunni. Mataræðið skíptir máli „Hugmyndina af því að fá Jón Gíslason er komin frá leikmönnum sjálfum," sagði Torfi Magnússon, landsliðsþjálfari. „Eins og Jón kom inn á í erindi sínu þá hugsa menn í svona hóp misjafnlega vel um hvað þeir láta ofan í sig og því var gott að fá áminningu. matar- æðið skiptir verulegu máli og það er atriði sem stöðugt verður að hugsa um. Það er ekki hægt að fínna einhverjar töfralausnir nokkrum dögum fyrir keppni. Þjálfarar eru stöðugt að gera sér meira grein fyrir ýmsum hliðaratr-. iðum eins og þessum, með þjálfun- inni, og það er af hinu góða," sagði Torfi Magnússon. HESTAR STÓÐHESTARNIR Geysir og Blómi fi hlutu náð fyrir augum sýnlngarstjói Gunnar Baldurssonar og munu mæl Einar Jðhannesson og R Langþráðir H Valdimar Kristinsson skrifar Aldrei hefur verið jafn dauft yfír sýningarhaldi í Reiðhöllinni í Víðidal eins og í vetur. Allt stendur þetta þó til bóta því Fáksmenn og sunn- lendingar láta ekki deigan síga og hyggja á sýningu 5. til 7. maí n.k., sömu helgi og sýning stóðhesta- stöðvarinnar verður haldin. Á sunnudag var úrtaka fyrir sýning- una þar sem mönnum gafst kostur á að mæta með gæðinga og kynbóta- hross til skoðunar fyrir sýningarstjór- ana sem eru þeir nafnar Gunnar Arn- arsson og Baldursson. Virðist greini- legur áhugi manna á að koma hrossum að í sýninguna því vel mættu menn með mikinn fjölda hrossa. Auk þess slæddist nokkur fjöldi á áhorfenda- bekkkina til að fylgjast með. Ekki þurftu allir að mæta þarna til að sanna getu sína og er Ijóst að tveir stóðhestar munu mæta með afkvæm- um sínum, þeir Gáski frá Hofsstöðum og Feykir frá Hafsteinsstöðum. Af ein- stökum stóðhestum má nefna þá Svart í'r M K h K, ui ki m ei; M hí þe m aí & bí bi ar f'ö bí á vc kl le: V( 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.