Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 D 3 ITTIR kell iá >9 a- |l- s- Hvað gera Jordan og félagar í úrslitunum? ÚRSLITAKEPPNIN í NBA- deildinni bandarísku hefst í kvöld. Fjórar viðureignir eru í hvorri deild. í Vesturdeild, sem hefur verið sterkari í vet- ur, er veðjað á San Antonio og Phoenix en ekki má af- skirfa Seattle. í Austurdeild eru Orlando og New York sig- urstranglegust, en ekki má gleyma Chicago með Michael Jordan ífararbroddi. Frá Gunnari Valgeirssyni í Bandaríkjunum Liðin í 1. umferð úrslitakeppn- innar þurfa að vinna þijá leiki til að komast í 2. umferð og þá þarf fjóra sigra til að komast áfram. Skoðum að- eins viðureignirnar í Vesturdeild og Austurdeild og spáum í leikina. San Antonio - Denver: San An- tonio lék mjög vel síðari hluta deildarkeppninnar og vann 21 af síðustu 23 leikjum sínum og alls 62 leiki i vetur sem er félagsmet. San Antonio ætti því að komast áfram. Phoenix - Portland: Phoenix vann alla fimm leiki liðanna í vetur og átta af síðustu níu leikjum sínum í deildinni. Endurkoma Kevins Johnsons, sem er leikstjómandi liðsins, hafði mikið að segja fyrir liðið. Það er því óhætt að veðja á Phoenix í þessum leik. Utah - Houston: Utha vann 60 leiki í deildarkeppninni sem er liðs- met. Liðið vann Houston tvisvar í síðustu viku og ætti því að geta slegið meistarana út, en þessi viðureign gæti orðið spennandi. Seattle - LA Lakers: Lakers er það lið sem kom einna mest á óvart í vetur. Það vann fjóra fyrstu leiki liðanna, en Seattle vann í Los Angeles í síðustu viku. Lakers missti aðeins flugið í lok deildar- keppninnar og tapaði sjö af síðustu átta leikjum sínum. Það er því nokkuð erfitt að spá fyrir um úr- slit í þessum leik, en Seattle er sigurstranglegra. Austurdeild Orlando - Boston: Orlando, sem tapaði sjö síðustu útileikjum sínum í deildinni, ætti að eiga sigurinn nokkuð vísan þrátt fyrir allt. Þess má geta að lykilmenn Orlando voru hvíldir í síðustu leikjunum enda sæti í úrslitakeppninni þegar tryggt. Hardaway, sem var meidd- ur síðustu vikur, er aftur mættur i slaginn. Indiana - Atlanta: Hollendingur- inn Rik Smiths, miðherji Indiana, hefur átt sitt besta keppnistímabil og hann ásamt Reggie Miller ættu ekki að vera í vandræðum með Atlanta. Indiana vann fjóra af fimm leikjum liðanna í vetur. New York - Cleveland: Þarna eig- ast við tvö.bestu varnarliðin í deild- inni og má búast við að ekki verði hátt skor í leikjum liðanna. New York vann átta af síðustu 10 leikj- um sínum og hefur verið á mikilli uppleið. Cleveland byijaði tímabilið vel en var á niðurleið í lokin og tapaði 14 af síðustu 15 útileikjum sínum. Eins hafa lykilmenn liðsins átt við meiðsli að stríða. New York ætti að vera nokkuð öruggt áfram. Charlotte - Chicago: Endurkoma Jordans hefur verið Chicago mikill styrkur og kann að gera gæfumun- inn. Hann lék síðustu 17 leiki liðs- ins og unnust 13 þeirra og gerði 27 stig að meðaltali. Bakverðir Charlotte hafa átt við meiðsli að stríða og gæti það reynst liðinu erfitt. Telja verður Chicago sigur- stranglegra. Liðin raðast þannig í 2. umferð: Vesturdeild - San Antonio/Denver - Seattle/Lakers, Phoenix/Portland - Utah/Houston. Austurdeild - Orlando/Boston - Charlotte/Chicago, Indiana/Atl- anta - New York/Cleveland. MorgunblaðiðA/- aldimar ii frá Dalsmynnl, sem eru feðgar, tjóranna Gunnars Arnarsonar og næta á Hestadagana, knapar eru g Ragnar Hlnriksson. Hestadagar frá Unalæk, Kjark frá Egilsstöðum, Mjölni frá Sandhólafeiju, Trostan frá Kjartansstöðum, Galsa frá Sauðá- króki, Fána frá Hafsteinsstöðum, og Kóp frá Mykjunesi. Allt frægar stjörn- ur frá síðasta landsmóti. Þá mun hin kunna hryssa Krafla frá Miðsitju mæta til ieiks en hún mun hafa svikið eiganda sinn Jóhann Þorsteinsson í Miðsitju um folald þetta árið en reið- hallar gestir njóta hinsvegar góðs af þeim svikum. Nokkur ræktunarbú munu sýna afrakstur síðustu ára og að sjálfsögðu verða þarna fjöldi af góðum hryssum og svo gæðingum bæði A og B-flokks. Sú nýbreytni verður nú viðhöfð að breytilegt verð er á sýningunum. Laug- ardagssýningin er dýrari en bæði föstudags- og sunnudagssýningin auk þess sem ekki verða seldir barnamiðar á laugardagskvöldinu. Tvær sýningar verða á sunnudag, fyrri sýningin klukkan 15 og er sú sýning sérstak- lega ætluð fyrir börn, síðari sýningin verður á sunnudagskvöldið klukkan 21 eins og allar kvöldsýriingarnar. KNATTSPYRNA Hverjirvoru bestir 1955-1967? Margir kunnir kappar útvaldir Búið er að útnefna þá leikmenn sem koma til greina sem leik- menn ársins í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu 1960-1967. Fimm leik- menn hafa verið útnefndir fyrir hvert ár, einn þeirra verður krýndur á „Knattspyrnuveislu aldarinnar“ að Hótel íslandi, sunnudaginn 30. apríl. Aður hefur verið sagt frá útnefningum 1955-1959. Það verð- ur Gordon Banks, fyrrum landsliðs- markvörður Englands, sem veitir leikmönnum ársins viðurkenningar sínar. Hér er listinn yfír þá sem hafa verið útnefndir: 1960: Ellert B. Schram, KR, Ingvar Elíasson, Akranesi, Rúnar Guðmannsson, Fram, Sveinn Teitsson, Akranesi, Þórólfur Beck, KR. 1961: Ellert B. Schram, KR, Garðar Ámason, KR, Jakob Jakobsson, ÍBA, Guðjón Jónsson, Fram, Þórólfur Beck, KR. 1962: Ellert B. Schram, KR, Geir Kristjáns- son, Fram, Guðjón Jónsson, Fram, Guð- mundur Óskarsson, Fram, Ríkharður Jónsson, Akranesi. 1963: Ellert B. Schram, KR, Garðar Árnason, KR, Heimir Guðjónsson, KR, Hrannar Haraldsson, Fram, Skúli Hákonarson, ÍA. 1964: Ellert B. Schram, KR, Eyleifur Haf- steinsson, Akranesi, Högni Gunnlaugs- son, Keflavík, Ríkharður Jónsson, Akra- nesi, Karl Hermannsson, Keflavík. 1965: Ellert B. Schram, KR, Eyleifur Haf- steinsson, Akranesi, Heimir Guðjóns- son, KR, Ríkharður Jónsson, Akranesi, Sveinn Jónsson, KR. 1966: Hermann Gunnarsson, Val, Karl Her- mannsson, Keflavík, Kári Árnason, Akureyri, Magnús Torfason, Keflavík, Sigurður Dagsson, Val. 1967: Elmar Geirsson, Fram, Helgi Númason, Fram, Hermann Gunnarsson, Val, Sig- urður Dagsson, Val, Skúli Ágústsson, Akureyri. Að sögn Halldórs Einarssonar, for- svarsmanns hátíðarinnar, geta menn enn tryggt sér miða á hátíðina, sem er fyrir alla knattspyrnuunnendur. HANDKNATTLEIKUR Unglingalandsliðið mætir Austurríki ÆT Idag kemur landslið Austurríkis í handknattleik til landsins til þriggja leikja. Fyrsti leikur þeirra verður í Víkinni kl. 20 í kvöld gegn lands- liði íslands skipuðu leikmönnum 21 árs og yngri. Ókeypis verður á leik- inn. Islenska liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir undankeppni heimsmeist- aramótsins sem fram fer í Porúgal 9. til— 12. júní nk. Sigurvegarinn í undankeppninni öðlast þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Argentínu í lok ágúst. Þessi leikur við Austurríksmenn er því kærkominn liður í undir- búningi íslenska liðsins. URSLIT Knattspyrna Undankeppni EM 1. riðill: Trabzon, Tyrklandi: Aserbaidsjan - Rúmenía..........1:4 Nassim Suleimanov (4.) - Florin Raducioiu (1. - vsp., 68., 76.), Ilie Dumitrescu (38.). Nantes, Frakklandi: Frakkland - Slóvakía............4:0 Ondrej Kristofik (27. - sjálfsm.), David Gin- ola (42.), Laurent Blanc (58.), Vincent Guerin (63.). 26.000. Staðan ísrael.. 6 4 2 0 13: 5 14 6 2 4 0 6: 0 10 6 2 3 1 10: 8 9 5 2 1 2 7: 7 7 5 1 2 2 8:10 5 6 0 0 6 2:16 0 2. riðill: Yerevan, Armeníu: Armenía - Spánn.....................0:2 - Jose Amavisca (48.), Juan Goikoetxea (62.). 40.000. Kaupmannahöfn, Danmörku: Danmörk - Makedónía.................1:0 Peter Nielsen (70.). 38.888. Brussel, Belgíu: Belgía - Kýpur......................2:0 Emanuel Karagiannis (20.), Gunther Sche- pens (47.). 14.000. Staðan Spánn 6 5 1 0 Danmörk 5 2 2 1 Belgía 6 2 2 2 5 12 2 Kýpur 6 1 2 3 Armenía 4 0 1 3 3. riðill: Búdapest, Ungveijalandi: Ungvetjaland - Svíþjóð..............1:0 Gabor Halmai (2.). 8.000. Bern, Sviss: Sviss - Tyrkland....................1:2 Marc Hottiger (38.) - Sukur Hakan (17.), Temizkanoglu Ogun (54.). 24.000. Staðan Tyrkland Sviss 5 3 1 1 5 3 1 1 Svíþjóð 5 2 0 3 Ungveijaland 4 1 2 1 ísland 3 0 0 3 4. riðill: Taliinn, Eistlandi: Eistland - Úkraína.....................0:1 - Timerlan Gusseinov (16.). Vilnius, Litháen: Litháen - Ítalía.......................0:1 - Gianfranco Zola (12.). 15.000. Zagreb, Króatíu: Króatía - Slóvenia................... 2:0 Robert Prosinecki (17.), Davor Suker (90.). 25.000. Staðan .. 6 Ítalía 6 5 6 5 Eistlandi 6 6 4 11 11:4 13 2 4:4 7 3 4:8 7 2 5:5 5 5. riðill: Osló, Noregi: Noregur - Lúxemborg................5:0 Jahn Ivar Jakobsen (11.), Jan Aage Fjört- oft (12.), Harald Brattbakk (24.), Henning Berg (46.), Kjetil Rekdal (52.). 15.124. Minsk, H-Rússlandi: H-Rússland - Malta.................1:1 Alexander Taikov (57.) - David Carabot (71.). 5.000. Prag, Tékklandi: Tékkland - Holland........;........3:1 Tomas Skuhravy (49.), Vaclav Nemecek (57.), Patrik Berger (62.) - Wim Jonk (7.). 22.000. Staðan Noregur 6 Holland 6 Tékkland 5 H-Rússland 5 Lúxemborg 6 Malta 6 Þýskaland - Wales...................1:1 Heiko Herrlich (42.) - Dean Saunders (8.) 44.000. Staðan Búlgaría.............5 5 0 0 15:2 U Þýskaland............5 4 1 0 10:3 lí Georgía...............6 3 0 3 8:5 9 Moldavía..............6 2 0 4 5:15 £ Wales.................6 1 1 4 6:15 4 Albanía...............6 1 0 5 5:9 3 8. riðill: San Marínó: San Marínó - Skotland...............0:2 - John Collins (19.), Colin Calderwood (85.) 1.738. Saionika, Grikklandi: Grikkland - Rússland................0:3 Yuri Nikiforov (36.), Theodore Zagorakis (78. - sjálfsm.), Vladimir Besschastnykh (79.). 40.000. Tóftir, Færeyjum: Færeyjar - Finnland.................0:4 - Ari Hjelm (55.), Mika-Matti Paatelainen (75.), Janne Lindberg (78.), Petri Helin, (83.). 1.000. Staðan Finnland 6 Grikkland 5 Skotland 6 4 San Marínó 5 5 4 0 1 12:4 12 Færeyjar...........4 0 0 4 2:19 0 Reykjavíkurmótið B-deild: Valur-Ármann....................5:0 Fjölnir - Leiknir...............2:0 ■Valur og KR leika í meistaraflokki kvenna á Reykjavíkurmótinu á gervigrasinu í Laug- ardal í kvöld kl. 20. HMííshokkí Haldið í Svíþjóð: A-riðilI: Rússland - Frakkland............3:1 (1-0 1-0 1-1) Markaskorarar Vyacheslav . Bykov (07:12), Alexander Prokopiev (25:48), Sergei Berezin (46:38) - Serge Poudrier (54:13). Staðan Rússland 3 Frakkland 3 Kanada 2 Ítalía 2 Þýskaland 2 Sviss 2 B-riðilI: Tékkland - Austurríki 2 10 1 4:5 2 2 0 0 2 1:6 0 2 0 0 2 3:13 0 .6 0 2 4 2:13 2 6. riðill: Riga, Lettlandi: Lettland - N-írland....................0:1 Iain Dowie (68. - vsp.). 1.500. Salzburg, Austurríki: Austurríki - Lichtenstein..............7:0 Dietmar Kuehbauer (8.), Toni Polster (11., 53. - vsp.), Herbert Sabitzer (17.), Markus Puerk (85.), Adi Huetter (86., 90.). 5.500. Dublin, írlandi: írland - Portúgal......................1:0 Victor Baia (45. - sjálfsm.). 33.000. Staðan trland..................5 4 1 0 13:1 13 Portúgal................5 4 0 1 14:3 12 N-írland................6 3 1 2 9:9 10 Austurríki..............5 3 0 2 17:3 9 Lettland................5 1 0 4 2:12 3 Lichtenstein............6 0 0 6 1:28 0 7. riðill: Tbilisi, Georgíu: Georgía - Albanfa......................2:0 Shota Arveladze (2.), Temur Ketsbaya (42.). 30.000. Chisinau, Moldavíu: Moldavía - Búlgaría....................0:3 - Krasimir Balakov (29.), Hristo Stoichkov (54., 67.). 22.000. Dússeldorf, Þýskalandi: (3-0 0-2 2-0) Martin Prochazka (01:54, 42:56), Jiri Vykoukal (06:19), Tomas Srsen (07:12), Richard Zemlicka (44:15) - Werner Kerth (23:22), Dieter Kalt (30:36). Finnland - Noregur.................5:2 Staðan Tékkland...............2 2 0 0 8:2 4 Bandaríkin.............2 2 0 0 7:3 4 Finnland.............3 2 0 1 11:8 4 Sviþjóð..............2 10 1 8:6 2 Austurriki.............2 0 0 2 4:10 0 Noregur................3 0 0 3 3:12 0 Skíði Reykjavikurmótið í 30 km göngu Mótið var haldið í BláQölIum 1. Remi Spelleart, SR..........1.24,45 2. ValurValdimarsson, Hrönn....1.32,03 3. Matthías Sveinsson, SR......1.41,58 15 km ganga 17 - 19 ára: 1; Haukur Davíðsson, SR..........46,22 Öldungamót í Skálafeili Haldið 1. apríl: 7,5 km 45 - 54 ára: 1. Trausti Sveinbjörnsson, Hrönn.40,51 - 2. Níels Níelsson, SR............44,08 3. Gunnar Gunnlaugsson...........45,23 7,5 km 55 - 64 ára: 1. Matthías Sveinsson, SR........37,42 2. Magnús Guðjónsson, Fram.......51,32 Golf helgarinnar Afmælismót Golfklúbbsins Keilis. Afmælismót Golfklúbbsins Keilis sem jafn- framt er fyrsta opna golfmót ársins verður haldið á Hvaleyrarholtsvelli laugardaginn 29. apríl. Ræst verður út kl. 9:00. Keppnis- fyrirkomulag 7/8 Stableford punktakeppni. Verðlaun fyrir þrjú efstu sæti ásamt auka- verðlaunum. Skráning er í síma 653360. Opið golfmót í Grindavík. Opið golfmót verður haldið á Húsatóftavelli i Grindavik sunnudaginn 30. apríl. Glæsileg verðlaun f boði. Skráning er í síma 92-68720 frá kl. 13 á föstudag til kl. 19 á laugardag. Opið mót á Hellu á 1. maí. Mánudaginn 1. maí byijar Golfklúbburinn á Hellu sitt árlega mótahald með Opna vormóti GHR á Strandavelli. Mótið verður 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Keppni hefst kl. 8:00 og hægt er að panta rástíma í síma 98-78208. FELAGSLIF Aðalfundur Vals Aðalfundur knattspyrnufélagsins Vals verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 27. apríl kl. 20 í nýja félagsheimilinu að Hlíðarenda. Handboltaþjálfarar óskast Handknattleiksdeild Gróttu óskar eftir þjálfurum fyrir yngri flokka deildarinnar, fyrir næsta vetur. Iþróttamenntun eöa reynsla af þjálfun æskileg. Upplýsingar veitir Gísli í síma 611133 í íþróttamiðstöðinni _______á skrifstofutíma og Hafliði í síma 628853.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.