Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.04.1995, Blaðsíða 4
IltotgmdHaMfr KNATTPSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Reuter JURGEN Klinsmann, t.h., fagnar hlnum unga Heiko Herrlich, sem gerðl markið gegn Wales í Dtisseldorf. I*eir fögnuðu hins vegar ekki í lelkslok því Þjóðverjar urðu að sætta slg við jafntefli. Þelr standa hins vegar vel að vígi í rlðlinum. Tyricir stefna hraðbyri til Englands TYRKIR sigruðu Svisslendinga 2:1 á útivelli í Bern í Sviss gær, íþriðja riðli Evrópukeppni landsliða í knattspymu — sem íslendingar eru einnig í—og komust íefsta sæti riðilsins. Tyrkir hafa 10 stig, eirts og Svisslendingar, en markatala þeirra er betri. Svíar, bronslið- ið frá síðustu heimsmeistara- keppni, töpuðu hins vegar i gær í Ungverjalandi og eru aðeins með sex stig eftir f imm leiki. Tfyrkir hafa aðeins einu sinni ¦ komist í úrslitakeppni stór- móts. Þeir voru með í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins 1954, þann- ig að þeir virðast stefna hraðbyri á að ná langþráðu markmiði að þessu sinni. Þeir hafa leikið mjög vel í keppninni til þessa — skemmst er að minnast 5:0 sigurs þeirra gegn Islendingum í fyrra í Istanbul. „íslandsvinurinn" Hakan frá Gal- atasaray gerði fyrra mark Tyrkja eftir 17 mínútun hann kom mark- verði Sviss, Marco Pascolo, S opna skjöldu með skoti langt utan víta- teigs. Þetta var fjórða mark hans í keppninni, en hann skoraði tvíveg- is í stórsigrinum gegn íslandi í ryrra. Varnarmaðurinn Marc Hotti- ger, sem leikur með Newcastle í Englandi, jafnaði með langskoti en tyrkneski varnarmaðurinn Ogun hélt svo upp á 24. landsleik sinn með sigurmarkinu. Svisslendingar voru í sókn en misstu knöttinn, Tyrkir voru eldfijótir fram — skildu svissnesku vörnina hreinlega eftir steinsofandi — og Ogun skoraði. Sviss: Marco Pascolo, Alain Geiger, Walter Fernandez (Marco Walker 75.), Dominique Herr, Marc Hottiger, Thom- as Bickel, Christophe Ohrel, Ciri Sforza, Alain Sutter, Marco Grassi, Christophe Bonvin (Dario Zuffi 70.) Tyrkland: Ipekglu Engin, Korkmaz Bulent, Ozalan Alpay, Asik Emre, Cetin Recep, Kafkas Tolunay, Hercan Abd- ullah, Ahmet Oguez, Yalcin Sergen, Temizkanoglu Ogun, Sukar Hakan. Fyrsti sigur Ungverja Gabor Halmai skoraði fyrir Ung- verja gegn Svíum í Búdapest eftir aðeins rúma eina mínútu, og það dugði til sigurs. Þetta var fyrsti sigur Ungverja í Evrópukeppninni að þessu sinni, áður höfðu þeir gert tvö jafntefli og hafa því fimm stig í riðlinum, eftir fjóra leiki, en íslend- ingar sitja á botninum með ekkert stig eftir þrjá leiki og markatöluna 0:7. Svíar sóttu mun meira í leiknum, en náðu ekki að nýta sér það — voru reyndar iðnir við að skjóta framhjá Zoltan Vegh, markverði heimamanna, en einnig framhjá marki hans. Ungverjaland: Zoltan Vegh, Mihaly Mracsko, Jozsef Csabi, Geza Meszoly, Istvan Kozma, Peter Lipcsei, Aurel Csertoi (Zoltan Szlezak, 89.), Gabor Halmai, Istvan Salloi, Bela Illes, Istvan Vincze (Florian Urban, 69.). Svíþjóð: Thomas Ravelli, Roland Nils- son, Patrik Andersson, Pontus Kámark, Roger Ljung, Stefan Schwarz, Niclas Alexandersson (Niklas Gudmunsson, 85.), Klas Ingesson, Hákan Mild (Rob- ert Andersson, 63.), Paer Zetterberg, Kenneth Andersson. Stoichkov með tvð Hristo Stoichkov, framherjinn frábæri frá Búlgaríu, lét það ekki hafa áhrif á sig þó hann væri með háan hita og flensu í fyrradag. Hann skoraði tvívegis er Búlgaría sigraði Moldavíu 3:0 á útivelli í gær og hafa Stoichkov og félagar þar með sigrað í öllum fimm leikjum sínum til þessa í 7. riðli, en Þjóðverj- Stoichkov með tvö Reuter HRISTO Stolchkov skoraðl tvfvegis fyrlr Búlgaríu gegn Moldavfu í gær. Búlgaría hefur slgrað í öllum fimm lelkjum sínum og er með markatöluna 15:2. ar koma næstir með fjóra sigra og eitt jafntefli. Þeir urðu að sætta sig við eitt stig á heimavelli í gær- kvöldi gegn Wales. Heiko Herrlich bjargaði Þjóðverjum er hann skor- aði á 42. mín. en áður hafði Dean Saunders komið gestunum yfir. Walesbúar höfðu aðeins fengið þrjú stig í fyrstu fimm leikjunum í riðlinum en Þjóðverjar höfðu sigrað í öllum fjórum. Úrslitin koma því mjög á óvart. Þjóðverjar voru þó betri og fengu mörg færi til að skora. Þau nýttust ekki og því fór sem fór. Jurgen Klinsmann hafði skorað í öllum leikjum Þýskalands í keppninni tíl þessa, en tókst það ekki nú. Var reyndar einu sinni nálægt því er hann skallaði í þverslá. Gestirnir ógnuðu nánast aldrei marki Þjóðverjanna, nema þegar Saunders skoraði, en vörn þeirra var firnasterk — og þeir eru aðeins fjórða liðið sem sleppur án taps frá Þýskalandi á síðustu þrem- ur árum. Raducioiu með þrennu Florin Raducioiu gerðu þrjú mörk er Rúmenía sigraði Aserbaidsjan 4:1 í Trabzon í Tyrklandi. Rúmenar eru efstir í 1. riðli með 14 stig eft- ir sex leiki og Frakkar í öðru sæti með 10 stig eftir jafn marga. Þeir tóku Slóvaka í kennslustund í gær- kvöldi í Nantes — unnu 4:0. Mörkin voru kærkomin því af fimm leikjum þeirra í keppninni fyrir þennan höfðu fjórir endað 0:0. Þetta var fyrsti landsleikurinn sem fram fer í Nantes. Spánverjar standa mjög vel að vígi í 2. riðli. Þeir lögðu Armena að velli í gær, 2:0, á útivelli með mörkum Jose Amavisa og Juan Goikoetxa. Spánverjar hafa 16 stig eftir sex leiki en Danir eru í öðru sæti með átta stig eftir fimm leiki og Belgar með átta stig eftir sex leiki. Danir fengu Makedóníumenn í heimsókn í gærkvöldi og höfðu mikla yfirburði, en sigruðu aðeins 1:0. Það var Peter Nielsen sem gerði markið. Til marks um yfir- burðina þurfti Peter Schmeichel, markvörður — sem var að spila 75. landsleik sinn — aðeins tvisvar að verja í öllum Ieiknum, einu sinni í hvorum hálfleik. Sjálfsmark tryggði írum sigur gegn Portúgölum í Dublin, og kom- ust írarnir þar með upp í efsta sæti 6. riðils, upp fyrir gesti sína í gærkvöldi. Norðmenn burstuðu Lúxemborg- ara 5:0 ! Osló í 5. riðli, Tékkar sigr- uðu Hollendinga 3:1 í sama riðli og Austurríkismenn burstuðu Liec- htenstein, 7:0. ¦ Staðan/D3 BADMINTON ISLANDSMEISTARINN Elsa Nielsen verður í eldlínunni. Landsleikur við Noreg Íandslið íslands og Noregs í bad- minton hita upp fyrir Norður- landamótið með landsleik í íþrótta- húsinu í Kaplakrika í kvöld kl. 20. Landsleikir Islands og Noregs á sl. árum hafa nær undantekningar- laust verið hnífjafnar og æsispenn- andi. Því má búast við jöfnum leik í Kaplakrika í kvöld. Á laugardaginn hefst keppnin á Norðurlandamótinu í húsakynnum TBR við Gnoðarvog. Leikið verður allan laugardaginn og mótinu lýkur síðdegis á sunnudag. Auk íslend- inga koma sveitir frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi, en í sveitum Danmerkur og Svíþjóðar eru nokkr- ir af bestu badmintonmönnum Evr- ópu. Allir bestu badmintonmenn íslands eru skráðir til leik og ætla eflaust ekki að gefa sinn hlut á heimavelli. Þetta sterka Norður- landamót gefur stig á alþjóðlegan stiga lista badmintonmanna, en sá listi ræður miklu um hvaða badmin- tonmenn fá keppnisrétt á Olympíu- leikunum í Atlanta á næsta ári. Því er talsvert undir hjá öllum keppend- um á mótinu. FOLX ¦ ROY Keane, miðvallarleikmað- ur Manchester United, þarf að öllum líkindum í aðgerð vegna meiðsla í ökla og missir nær örugg- lega af bikarúrslitaleiknum gegn Everton í næsta mánuði. ¦ DON CAaner, yfirþjálfari NBA- liðsins Detroit Pistons var rekinn úr starfinu í gær, en var reyndar boðið annað hlutverk hjá félaginu. Pistons sigraði í 28 leikjum í vetur en tapaði 54. Sögusagnir eru á kreiki um að Doug Collins, fyrrum yfirþjálfari Chicago Bulls taki við liði Detroit — hann sagðist í gær rætt við forráðamenn félagsins en ekki skrifað undir neitt. ¦ TERRY Yorath, fyrrum lands- liðsþjálfari Wales, tekur mjög lík- lega við þjálfun landsliðs Líbanon og stjórnar því á Arabíu- og Asíu- leikunum á næsta ári. ¦ ANDREA Fortunato, bakvörð- ur hjá Juventus í ítölsku knatt- spyrnunni, lést í gær úr hvítblæði — aðeins 23 ára að aldri. Sjúkdóm- urinn greindist í maí síðastliðnum. Leikmenn ítalíu léku með sorgar- bönd í leiknum gegn Litháen í Evrópukeppninni í gærkvöldi, í minningu Fortunatos. Hann átti einn landsleik að baki. ¦ CHRIS Waddle, enski landsliðs- maðurinn fyrrverandi, er hugsan- lega á leiðinni til franska 1. deildar- liðsins Martigues. Waddle, sem lék við frábæran orðstír í Frakklandi með Marseille í nokkur ár, er nú hjá Sheffield Wednesday í Eng- landi. Martigues er í nágrenni Marseille á suðurströnd Frakk- lands. VIKINGALOTTOIGÆR: 1 4 19 30 32 36 (TVEIR MEÐ SEX RETTAR) BONUSTOLUR: 8 31 46

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.