Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 28. APRlL 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Meíríhlutí ÍÚ kaupir nær öll hlutabréf minnihluta SAMNINGAR munu vera á lokastigi, um að 20 hluthafar sem standa að Útheija hf. og mynda meirihluta í stjóm íslenska útvarpsfé- lagsins hf. kaupi stærstan hluta af hlutabréfum minnihlutans. Nokkir stórir hluthafar sem eru í minnihluta í félaginu ákváðu í ágúst sl. að fela bandaríska verðbréfafyrirtækinu Oppenheimer í New York að selja hlutabréf sín. Þeir höfðu skömmu áður orðið undir í harðvítugri valdabaráttu í félaginu og miklu kapphlaupi um öll fáanleg bréf á markaðnum. Þreifingar hafa átt sér stað milli þessara tveggja fylkinga hluthafa gegnum Oppenhei- mer um skeið og eftir því sem næst verður komist munu nálægt 45% bréfanna skipta um hendur. Fáeinir hluthafar utan fylkinganna munu áfram eiga hlut í félaginu, þeirra á meðal Flug- leiðir og Burðarás, eignarhaldsfélag Eimskips. Búist er við því að tilkynnt verði um þessi við- skipti á framhaldsaðalfundi íslenska útvarpsfé- lagsins sem haldinn verður á Hótel Loftleiðum í dag. Útheiji á samtals 50,68% hlutafjár í félaginu en í röðum þeirra hluthafa eru m.a. Siguijón Sighvatsson, Jón Ólafsson, Jóhann J. Ólafsson og Haraldur Haraldsson í Andra. Andstæðing- ar þeirra í minnihlutanum hafa verið Hjarðar- holt hf., eignarhaldsfyrirtæki Jóhanns Óla Guðmundssonar sem á samtals 14,96% hlutafj- árins, Hagkaup, Prentsmiðjan Oddi o.fl. aðilar. Heildarhlutafé íslenska útvarpsfélagsins, sem rekur ljósvakamiðlana Stöð 2, Bylgjuna og Sýn, var að nafnvirði tæpar 550 milljónir um áramót og er gengi hlutabréfa á Opna til- boðsmarkaðinum skráð á genginu 3, en engin viðskipti hafa átt sér stað síðustu misseri. Opinber rannsókn á undirskrift bæjarstjóra Bolungarvík. Morgunblaðið. BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur hef- ur falið lögmanni sínum, Andra Ama- syni, að óska eftir opinberri rannsókn á því hvort starfsmenn Ósvarar hafí misnotað undirskrift og embættis- stimpil bæjarstjórans, Olafs Kristj- ánssonar, er fyrirtækið leigði kvóta af m/b Dagrúnu nú nýverið, en skip- ið liggur vélarvana í Bolungarvíkur- höfn eftir að aðalvél skipsins brotnaði í desember síðastliðnum. Ólafur Krist- jánsson hefur verið í veikindafríi frá því í janúar, en í forföllum hans hef- ur Halldór Benediktsson gegnt starfí bæjarstjóra. Sýslumanni hefur verið send beiðni um rannsókn á um 1.000 lesta kvóta er Ósvör leigði frá sér nú í mars og apríi, eða eftir að bæjarstjórn hafði farið þess á leit við stjóm Ósvarar að engar meiriháttar ákvarðanir yrðu teknar þar sem bæjarstjóm hafði tek- ið tilboði Bakka hf. í hlutabréf bæjar- sjóðs í Ósvör. Jónasi Guðmundssyni sýslumanni hafði ekki borist umrædd beiðni þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Ásgeir Þór Jónsson bæjarráðsmað- ur og nýkjörinn formaður Ósvarar sagði að bæjarráð hefði undir höndum plögg sem gefa tilefni til að þessi mál verði skoðuð og það dregið fram hvort um refsiverðan verknað hafí verið að ræða. Ásgeir sagði að á síð- asta stjómarfundi Ósvarar hafí þetta mál ekki verið á dagskrá en engu að síður verið rætt formlega. „Þessi beiðni bæjarráðs er á mikl- um misskilningi byggð, og ég skil ekki hver vandinn er,“ sagði Björgvin Bjamason, framkvæmdastjóri Ósvar- ar er þetta mál var borið undir hann. „Mér virðast bæjarráðsmenn ekki gera sér grein fyrir því hvaða vinnu- lag gildir í svona kvótafærslum. Það liggur fyrir að þessi kvótafærsla var ákveðin áður en við erum beðnir um að halda að okkur höndum." Flugfreyjur samþykktu FLUGFREYJUR og flugþjónar hjá Flugleiðum samþykktu sátta- tillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram í kjaraviðræðum Flug- freyjufélagsins og Flugleiða á fjölmennum félagsfundi í gær- kvöldi með 107 atkvæðum gegn 20. Fjórir seðlar voru auðir. Fundurinn hófst kl. 20 og kom fram mikil óánægja með þann lið samkomulagsins sem snýr að auknum störfum flugfreyja vegna hagræðingar og þótti mörgum flugfreyjum að þar væru margir lausir endar. Að sögn Erlu Hatle- mark, formanns Flugfreyjufé- lagsins, var um tíma rætt um að fresta atkvæðagreiðslu þar til við- ræður hefðu farið fram við stjóm- endur Flugleiða um túlkun á þess- um ákvæðum sáttatillögunnar. ■ Sáttatillaga/6 Morgunblaðið/Kristinn Skuldir heimil- anna hafa sjöfald- ast á 25 árum ÁÆTLAÐ er að skuldir heimila hafí vaxið úr 36 milljörðum króna í árslok 1968 í 293 milljarða í árs- lok 1994, og er þá miðað við verð- lag í árslok 1994. Meirihluti skuld- anna, eða um 162 milljarðar króna, er við byggingarsjóði ríkisins. Þetta kemur fram í nýjasta tölu- blaði Hagtalna mánaðarins, sem hagfræðisvið Seðlabanka íslands gefur út. Skuldir heimilanna hafa aukist úr 24% af ráðstöfunartekjum þeirra árið 1980 í um 136% í árs- lok 1994. Rauneignir heimilanna voru í árslok 1994 metnar á um 542,5 milljarða króna og ýmsar fjáreignir á um 185,1 milljarð króna. Eign heimila í lífeyrissjóð- um er metin á um 229,5 milljarða króna og að teknu tilliti til hennar var fjáreignastaða heimilanna já- kvæð um 121,7 milljarða króna og hrein eign 664,1 milljarður. Skuld- ir heimila sem hlutfall af eignum námu 40% árið 1994 án áætlaðrar eignar þeirra í lífeyrissjóðum, en um 31% að þeim meðtöldum. Sam- svarandi tölur árið 1980 voru 11% og 10%. ■ Voru 24% 1980/14 Verð á bjór breyt ist eftir helgina NYTT bjþrverð tekur gildi á útsölu- stöðum Áfengis- og tóbaksverslun- ar ríkisins þriðjudaginn 2. maí. Fjármálaráðuneytið ákvað fyrir þrýsting frá Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, að fella niður 35% innflutn- ingsgjald á bjór sem lagt var á til að vernda innlenda framleiðendur. ESA taldi þessa gjaldtöku skýlaust brot á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og var íslenskum stjórnvöldum gert ljóst að þau yrðu dregin fyrir EFTA-dómstólinn ef gjaldið yrði ekki lagt af. Að sögn Höskuldar Jónssonar, forstjóra ÁTVR, er ekki endanlega útséð um hvaða áhrif niðurfelling gjaldsins muni hafa á útsöluverð vegna þess að þær tilkynningar um verðbreytingar sem hafi borist frá ölframleiðendum séu með ákveðn- um fyrirvörum. Hins vegar verði lagt kapp á að skýra þau mál í dag vegna þess að breytt verð þurfí að liggja fyrir á þriðjudag. Höskuldur sagði einhver smámál gagnvart fjármálaráðuneytinu óaf- greidd. Þar væri um að ræða með- höndlun á kostnaðarþáttum sem hefði verið umdeild en kæmi í raun ekki við þeirri meginákvörðun að fella innflutningsgjaldið niður. Morgunblaðið/Halldór Loftfim- leikar á snjóbretti SNJÓBRETTI hafa notið sívax- andi vinsælda hér á landi upp á síðkastið og er talið að um 200 manns iðki þessa íþrótt að stað- aldri. Um næstu helgi verður haldið mót fyrir snjóbrettamenn á Húsavík, en að sögn Rúnars Ómarssonar, sem er einn skipu- leggjenda mótsins, hefur verið komið upp sérstakri aðstöðu þar fyrir iðkendur þessarar nýju vetraríþróttar. Á myndinni sést einn snjóbrettamaðurinn leika listir sínar á Bláfjallasvæðinu á dögunum. Styijaldarloka minnst Davíð fer tíl Moskvu DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra hefur þegið boð Bórisar Jeltsíns Rússlandsforseta um að taka þátt í athöfn í Moskvu 9. maí næstkomandi í tilefni þess að hálf öld er liðin frá lokum heimsstyijaldarinnar síðari. Gert er ráð fyrir að leiðtog- ar Bandamanna taki þátt í athöfninni í Moskvu, þar á meðal Bill Clinton Banda- ríkjaforseti, Mitterrand Frakklandsforseti, John May- or forsætisráðherra Bret- lands, Gro Harlem Brundt- land forsætisráðherra Noregs og Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra Dana. Að sögn Ólafs Davíðssonar ráðuneytisstjóra forsætis- ráðuneytisins kemur fram í boðsbréfi Jeltsíns til forsætis- ráðherra að ísland hafi gegnt mikilvægu hlutverki í flutn- ingum yfir Atlantshafið með- an á styijöldinni stóð. Um alla Evrópu verður styijaldarlokanna minnst á næstunni. Hefur íslensku rík- isstjórninni verið boðið að senda fulltrúa til nokkurra landa en að sögn Ólafs er ekki enn víst hvemig þeirri þátttöku verður hagað. Skólanefnd MR mælti með Ragn- heiði Torfa- dóttur SKÓLANEFND Menntaskól- ans í Reykjavík mælti ein- róma til menntamálaráðherra með Ragnheiði Torfadóttur til að taka við stöðu rektors skólans. Ragnheiður hefur verið deildarstjóri í latínu og grísku við skólann frá 1972 og setið í stjórn hans. Hún er fædd 1. maí 1937 á ísafirði, dóttir hjónanna Torfa Hjartarsonar, fyrrv. tollstjóra í Reykjavík og ríkissáttasemjara og Onnu Jónsdóttur. Hún varð stúdent frá M.R. 1956, og með fram- haldsnámi stundakennari við skólann 1959-60 og 62-72 og kennari síðan. Hún hefur gegnt trúnaðarstörfum hjá BHM og BHMR og með kenn- urum MR. Eiginmaður Ragnheiðar er Þórhallur Vilmundarson, pró- fessor. Auk Ragnheiðar sóttu tíu manns um rektorsstöðuna og auk hennar fíórir starfsmenn MR. Þriggja bíla árekstur HARÐUR árekstur varð á gatnamótum Hálsabrautar og Dragháls skömmu fyrir há- degi í gærmorgun. Flytja þurfti tvo menn á slysadeild. Tveir bílar lentu saman á gatnamótunum og kastaðist annar þeirra á þann þriðja. Tækjabíll slökkviliðsins og tveir sjúkrabílar voru kallaðir á staðinn. Skera þurfti öku- mann út úr einum bílanna. Tveir menn voru fluttir á slysadeild með sjúkrabílum. Fjarlægja þurfti alla bílana af slysstað með kranabíl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.