Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.04.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sáttatillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugfreyja og Flugleiða 14,6 millj. kjarabót vegna hagræðingar í INNANHÚSSTLLÖGU ríkissáttasemjara sem samninganefndir Flugfreyjufélagsins og VSÍ fyrir hönd Flugleiða féllust á í fyrrakvöld er, auk almennra launahækkana, sem eru að mestu leyti í samræmi við kjarasamninga landssambanda ASÍ og vinnuveitenda sem gerðir voru í vetur, gert ráð fyrir kjarabótum til handa flugfreyjum vegna hagræðingar sem næst með auknum störfum flugfreyja um borð í vélum félagsins. Flugfreyjur taka að sér ákveðin viðfangsefni sem sem félagið hefur fram að þessu keypt af verktökum á flugvöllum erlendis. Að sögn Erlu Hatlemark, formanns Flugfreyjufélagsins, er þar m.a. um að ræða flutning á ofngrindum og matarvögnum og tilfærslu á tjaldi um borð í flugvélum, auk vinnu við brottfararhlið í flug- höfnum. Heildarsparnaður 21 millj. kr. á ári Greiðslumar sem koma í hlut flugfreyja vegna þessara verkefna jafngilda um 2,7% af föstum launum þeirra að meðaltali. Samtals felur hagræðingin í sér sparnað fyrir Flugleið- ir sem talinn er nema um 21 milljón króna á ári, og skiptast greiðslurnar þannig að flug- freyjur fá 60% þess ábata sem hagræðingin er talin skila eða 14,6 millj. kr. í sinn hlut á ári en Flugleiðir 40%. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, Aukin lífeyrisrétt- indi af hagræð- ingu nýmæli í kj arasamningum sagði að félagi hefði samið um svipaða skipt- ingu vegna hagræðingar við nokkrar fleiri starfstéttir félagsins á undanförnum árum í tilraunaskyni, m.a. hefði flugmenn tekið að sér að annast ákveðin verkefni sem félagið keypti áður af tæknimönnum erlendis. „Þegar við höfum gert þessa samninga höfum við deilt ábatanum af breytingunni eftir ákveðinni skiptireglu milli félagsins og starfsmannanna," sagði Einar. Mismunandi eftir starfsaldri Að sögn Einars er það svo ákvörðun flug- freyja hvernig þær ráðstafa ábatanum sem kemur til skiptanna en í þessu tilfelli ætli þær að greiða hann að stærstum hluta inn á sér- eignareikning hvers og eins starfsmanns til að auka lífeyrisspamað sinn, sem gerir þeim kleyft að láta fyrr af störfum. Það sé einnig ákvörðun flugfreyja hvemig þær skipta greiðsl- unum eftir aldri starfsmanna og er gert ráð fyrir að greitt verði 1,7% af föstum launum flugfreyja með stystan starfsaldur og allt upp í 5,6% af Iaunum þeirra sem hafa lengstan starfsaldur og að greiðslur falli niður við 63 ára aldur. Erla Hatlemark sagði að ákvörðun um að skipta ábata af hagræðingu eftir starfsaldri og vinnuhlutföllum flugfreyja inn á séreigna- reikninga væri samningsatriði og sagði hún að þetta væri nýmæli í kjarasamningum ein- stakra hópa á vinnumarkaðnum. Klæðskerasaumað að hagsmunum aðila Þórarinn V. Þórarinsson, segir það einsdæmi í kjarasamningi að útfæra ávöxt hagræðingar með þeim hætti sem þarna sé gert, þótt þetta fyrirkomulag sé ekki óþekkt út á vinnumarkað- inum. i,Þessi útfærsla er klæðskerasaumuð í kring- um þá hagsmuni sem þama er um að ræða. Við töldum mjög mikilvægt að leggja málið þannig upp að þetta væri á séreignareikningum einstakra flugfreyja þannig að ábyrgð þeirra á eigin lífeyrismálum væri mjög skýr ef þær kysu að láta af störfum og það eru sameiginleg- ir hagsmunir flugfreyja og Flugleiða að þeim sé gert það auðveldara fjárhagslega að skipta um starf eða hætta,“ sagði Þórarinn. Klippt af fjölda bíla LÖGREGLAN hefur klippt númer af fjölda bíla undanfarna daga vegna ógreiddra bifreiðagjalda og vangold- ins þungaskatts. Lögreglan í Reykjavík klippti númer af um 30 bílum í gær og lög- reglan í Kópavogi af á annan tug bíla. Þeir sem skulda bifreiðagjöld eða þungaskatt geta búist við því að koma að ökutækjum sínum númers- lausum því átak lögreglunnar heldur áfram næstu daga. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Hafnarfirði er mikið búið að klippa síðustu daga og langir list- ar fyrirliggjandi frá fjármálaráðu- neytinu um ökutæki sem ekki hefur verið greitt af. ------» ♦ ♦------ Tvö umferðar- slys á sama stað TVÖ umferðarslys urðu á sama stað, við Laugaveg 174, á miðvikudag og í báðum tilvikum áttu hlut að máli barn á reiðhjóli og bifreið. Fyrra slysið varð um tíuleytið á miðvikudagsmorguninn. Bifreið var ekið mjög hægt út af planinu við Laugaveg 174 þegar stúlka kom hjól- andi eftir gangstéttinni til vesturs og lenti á hlið bifreiðarinnar. Stúlkan kastaðist yfir bifreiðina og lenti á gangstéttinni hinum megin. Hún var með hjálm sem varði hana að mestu fyrir meiðslum en hún meiddist lítils háttar á fótum og hlaut skrámur í andliti og var flutt með lögreglu á slysadeild. Síðara slysið varð rétt fyrir klukk- an sex. Þá varð stúlka á reiðhjóli einnig fyrir bíl og var flutt með lög- reglu á slysadeild með minniháttar meiðsli. Hæstiréttur mildaði dóm í meiðyrðamáli HÆSTIRÉTTUR mildaði í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli sem Ástþór Bjarni Sigurðsson og fyrirtækið ÁBS Frístund hf í Keflavík höfðuðu gegn blaðamönnunum Sigurði Má Jónssyni og Haraldi Jónssyni. Málið var höfðað til að krefjast ómerkingar á sex tilgreindum ummælum í grein sem birtist í Pressunni um máiefni fyrirtækis- ins og stofnanda þess. Jafnframt var krafíst bóta og málskostnaðar. Héraðsdómur ómerkti í júní 1993 tvenn ummælanna og dæmdi Ást- þóri 90 þúsund krónur í máls- kostnað en með dómi Hæstaréttar í gær voru ein ummæli ómerkt og hvor aðilanna látinn bera sinn hluta málskostnaðarins. Sigurður Már Jónsson blaðamaður flutti málið sjálfur fyrir Hæstarétti. Fyrirsögn greinarinnar var „Gjaldþrota en rekur fyrirtækið í nafni ólögráða barna sinna.“ Ást- þór Bjarni Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÁBS Frístundar hf taldi vegið að æru sinni og fyrir- tækisins í greininni, höfðaði mál og krafðist ómerkingar ummæla, auk skaða- og miskabótat og máls- kostnaðar. Héraðsdómur ómerkti ummælin í fyrrgreindri fyrirsögn og auk þess voru ómerkt þau ummæli í greininni að bókhald fyrirtækisins hefði verið í molum. Dóminum var áfrýjað til sýknu og í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu sem að ummælin „þá hefur komið í ljós að bókhald var í molum," skyldu ómerkt þar sem lögð var fram yfírlýsing frá viðskiptafræðingi sem hafði fært bókhald fyrirtækisins og fengið gögn afhent reglulega. Ummælin hafí því verið röng og geti engu breytt í því sambandi þótt íjármál Ástþórs kunni í öðrum atriðum að hafa verið í ólestri eins og blaða- mennirnir héldu fram. Hins vegar var hnekkt þeirri niðurstöðu héraðsdómara að ómerkja fyrirsögnina. Hæstiréttur segir í Ijós leitt að félagið, ÁBS hf. (síðar ÁBS Frístund hf.), sem Ástþór og eiginkona hans stofn- uðu, hafí í desember 1991 keypt verslanir og myndbandaleigur Ástþórs með yfírtöku skulda. í febrúar 1992 var bú Ástþórs tekið til gjaldþrotaskipta. Um það leyti hafí hann afsalað til tveggja ófjár- ráða barna sinna helmingi hluta- bréfa í ÁBS Frístund hf og hafi börnin þá tekið sæti í stjórn félags- ins andstætt ákvæðum þágildandi hlutafélagalaga. Ástþór hafi eftir sem áður verið framkvæmdastjóri og prókúruhafi félagsins. Í því ljósi taldi Hæsti- réttur fyrirsögnina „Gjaldþrota en rekur fyrirtækið í nafni ólögráða bama sinna,“ efnislega rétta. Þótt ónákvæmni gæti í því orða- lagi að Ástþór hefði með höndum rekstur félagsins „í nafni“ ólögr- áða barna sinna sé sú ónákvæmni ekki slík að ummælin verði ómerkt vegna hennar. Eftir úrslitum málsins þótti Hæstarétti rétt að hvor aðilanna bæri sinn kostnað af því í héraði og fyrir Hæstarétti. Morgunblaðið/Kristinn ÁRNI Oddsson slökkviliðsmaður og Þorgrímur Guðmundsson varðstjóri sýna nemendum Foss- vogsskóla hvað gerist þegar sina er brennd og hvaða áhrif það hefur á svörðinn. Fræddir um afleiðingar sinubruna LÖGREGLAN og slökkviliðið í Reykjavík hafa tekið höndum saman um að fara í grunnskóla borgarinnar næst þeim svæðum þar sem sinubrunar hafa verið algengastir, og fræða nemend- ur um hættur samfara sinu- brunum og afleiðingar þeirra. Að sögn Þorgríms Guð- mundssonar, varðstjóra hjá lög- reglunni, sem hefur umsjón með umferðarfræðslu, verður farið í níu skóla í Grafarvogi, Fossvogi og Árbæ. Fyrsti skól- inn var heimsóttur á miðviku- dag og sagði Þorgrímur að börn og kennarar hefðu tekið vel á móti gestunum. „Markmiðið með þessum heimsóknum er annars vegar að vekja athygli á hættunni samfara sinubrunum og reyna um leið að afla okkur Iiðsmanna í baráttunni gegn þessum far- aldri sem kemur alltaf upp af og til,“ sagði Þorgrímur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.